Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 41
Fjölmiðlun og menning 2003
39
1991 starfaði hann í tengslum við Þjóðleikhúsið, er hann
varð að sjálfstæðri stofnun. Frá því í 1997 hefur flokkurinn
haft aðsetur í Borgarleikhúsi.49 Upplýsingar um uppfærslur
og sýningar flokksins frá lýrri árum eru ekki tæmandi.
XIX Myndlist. Fyrstur Islendinga til að sýna verk sín
almenningi var Þórarinn B. Þorláksson í Reykjavík árið
1907. Telst sýning hans jafnframt fyrsta málverkasýning
sem haldin er hér á landi.50 Samfara þéttbýlisþróun og vísi
að borgarmenningu á fyrstu áratugum 20. aldar urðu mynd-
listarsýningar algengari. Tölulegar upplýsingar um mynd-
listarsýningar eru fátæklegar. Nýlega hefur þó verið bætt úr
með skráningu Upplýsingamiðstöðvar myndlistar - UMM
á sýningum núlifandi myndlistarmanna.51 Birtar eru hér
upplýsingar úr gagnagrunni UMM um fjölda myndlistar-
sýninga, einkasýninga og samsýninga sem haldnar voru
innanlands og erlendis á árabilinu 1980-2002. Þær tölur eru
ekki tæmandi. Að auki er birt yfirlit yfir myndlistarsýningar
innanlands á árunum 1985-1991 sem fengið er með talningu
úr myndlistarumfjöllun dagblaðanna á umræddu tímabili.
XX. Tónlist. Engin skipulögð gagnasöfnun á sér stað um
tónleikahald í landinu. Upphaf tónleikhalds helst í hendur
við stofnun hinna ýmsu tónlistarfélaga og hópa á síðasta
aldarfjórðungi 19. aldar. Fyrsti hornaflokkurinn var stofn-
aður 1876. Tónleikahald var fábreytt framan af þar til er
kom fram á tuttugustu öld og lærðum íslenskum tónlistar-
mönnum fór að fjölga.52
Flér eru birtar upplýsingar um tónleikahald á árunum
1995 og 1999 samkvæmt tónlistarumfjöllun dagblaðanna
sem teknar voru saman að tilstuðlan Tónlistarráðs. Tón-
leikum er skipt niður eftir tegund tónlistar, landshlutum,
mánuðum og ársfjórðungum. Birt er yfirlit yfir tónleika og
tónleikagesti á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands
(stofnuð 1950)53 frá 1965 til 2002 með hléum og Sinfóníu-
hljómsveitar Norðurlands (stofnuð 1994) frá 1995, ásamt
yfirliti yfir tónleikahald Tónlistarhúss Kópavogs (í Salnum)
og Ymis - félagsheimilis Karlakórs Reykjavíkur, aukannars
efnis tengt tónlist og tónlistarflutningi.
XXI. Söfn, seturog garðar. Elsta og jafnframt fyrsta safn
hér á landi er Þjóðminjasafn íslands, stofnað 1863. Safnið
var lengi vel á hrakhólum með húsnæði, eða þar til það
fluttist í eigið húsnæði 1950 og voru sýningarsalir opnaðir
á árunum 1952-1954. Annað elsta safn landsins erListasafn
Islands. Til þess var stofnað árið 1884. Safnið var sérstök
deild í Þjóðminjasafni þar til 1961 er það varð sjálfstæð
stofnun. Safnið fékk fyrst eigið húsnæði til umráða árið
1988. Þriðja elsta safn landsins telst vera Náttúrugripasafn
íslands, að stofni til síðan 1889. Safnið, sem heyrir undir
Náttúrufræðistofnun Islands, var þó ekki formlega stofnað
fyrr en árið 1947.54
49 Menntamálaráðuneytið, Skýrsla um samkeppnisstöðu frjálsra
leikhópa gagnvart opinberum leikhúsum (Reykjavík, 1997), s. 7.
50 Bjöm Th. Bjömsson, Islenzk myndlist á 19. og 20. öld. Drög að
sögulegu yfirliti, 1 (Reykjavík, 1964), s. 58.
31 http://www.umm.is/.
52 Álitsgerð nefndar um tónlistarhús (Reykjavík, 1997), s. 8-9.
33 Yfirlit um tónleikhald hljómsveitarinnar er að finna í Bjarka
Bjarnasyni, Sinfóníuhljómsveit Islands (Reykjavík, 2000).
34 Einar Laxness, Islandssaga a-ö. Aukin og endurbætt útg.
(Reykjavík, 1993) og Þór Magnússon, tilv. rit.
í þessum kafla er fjallað um söfn, setur og garða. Stuðst
er við skilgreiningu Alþjóðasafnaráðsins á því hvað teljist
safn, að slepptum þjóðgörðum, náttúru- og fomminjum og
stofnunum sem hafa sérstaklega með forvörslu að gera.
Samkvæmt þessu falla hér undir varnalegar stofnanir ætlaðar
almenningi sem safna efnislegum heimildum um manninn
og umhverfi hans og era opnar almenningi til sýnis, að
mentöldum vísindamiðstöðvum og grasa- og dýragörðum.55
Ekki þykir hér rétt að fylgja skilgreiningu Alþjóðasafna-
ráðsins út í ystu æsar, enda ljóst að talsverður hluti þeirrar
starfsemi sem flokkast sem söfn í hugum almennings upp-
fyllir ekki þau skilyrði sem sett eru þar fram. A þetta einkum
við um kröfur sem gerðar erum til um fræðilegan þátt
starfseminnar og um skráningu safnmuna.56 Þar af leiðandi
eru hér meðtaldar ýmis starfsemi sem fremur telst til sýninga
en eiginlegra safna falla hér einnig undir.
Á síðari árum hefur þeim stöðum fjölgað til muna sem
falla undir þá skilgreiningu sem hér er lögð til grundavallar
safni, setri og garði. Telja má víst þá fjölgun megi að miklu
leyti setja í samhengi við uppbyggingu ferðamannaþjónustu
víðs vegar um land og vaxandi straum ferðamanna um
landið.
í kaflanum er m.a. greint frá söfnum og görðum eftir
tegund og landshlutum, gestafjölda og sýningar- og starfs-
mannahaldi, sérsýningum, aðgangseyri.
XXII. Félög fjölmiðlafólks og listamanna. Hér er m.a. að
finna upplýsingar um fjölda félagsmanna hinna ýmsu félaga
fjölmiðlafólks og listamanna eftir kyni, auk upplýsinga um
stofnár viðkomandi félaga.
XXIII. Siðanefnd blaðamanna. Siðanefnd blaðamanna
starfar á vegum Blaðamannafélags íslands. Hér er birt
yfirlit yfir úrskurði nefndarinnar frá 1985 til loka árs 2002
eftir tegund brots og tegund fjölmiðla er hlut áttu að máli.
Kærur sem nefndin hefur vísað frá og ekki hafa fengið
efnislega umfjöllun eru ekki meðtaldar.57
XXIV. Menningarsjóðir og rétthafagreiðslur. Hér er gerð
grein fyrir rétthafagreiðslum til listamanna og fjárframlögum
til menningarsjóða og styrkveitingum þeirra.58
XXV. Fjölþjóðlegur samanburður. Talnaefni kaflans er
dregið víða að, úr útgefnum skýrslum og gagnagrunnum.
Undanfarin ár hefur mikið áunnist við stöðlun og sam-
ræmingu á alþjóðlegri skýrslugerð um fjölmiðla og
menningarmál. Margvíslegum erfiðleikum erþó enn bundið
við að afla áreiðanlegra og samanburðarhæfra upplýsinga
55 SjánánaríslandsdeildAlþjóðaráðssafna,Samþytóí(>-Síðareg/wr
(Reykjavík, 1997), s. 3. -Einnig Safnahandbókin, á slóðinni:
http://www.icom.is/HTML/Icom.htm.
56 Viðlíka gildir um skilgreiningu safna í Safnalögum, 2001, nr.
106.
57 Úrskurðir Siðanenfendar frá síðari árum eru tiltækir á Netinu á
vefsíðu Blaðamannasambandsins: www.press.is. -Um siðareglur
blaðamanna í löndum Evrópu og um samnburð á þeim, sjá Ethic
Net - Finland: Databank for European Codes of Journalism
Ethics, við háskólann í Tampere (www.uta.fi/ethicnet/).
38 Yfirlit um laga- og reglugerðarumhverfi menningarsjóða og
menningarstofnana er að finna í riti menntamálaráðuneytis,
Menning: listir, menningararfur, útvarp, málrœkt, íþróttir, œsku-
lýðsmál (Reykjavík, 2002; http://bella.mrn.stjr.is/).