Fjölmiðlun og menning - 01.05.2003, Blaðsíða 40
38
Fjölmiðlun og menning 2003
tölvuleikja frá árinu 2000 úr árlegri könnun Hagstofunnar
á meðal dreifenda, auk ýmiss annars efnis.
XVI. Auglýsingar og kostun. Auglýsingar eru víðast hvar
ein megin tekjulind fjölmiðla og er svo einnig hér. Aug-
lýsinga um vöru og þjónustu tekur ekki að gæta að neinu
marki í blöðum hér fyrr en uppúr undir aldamótin 1900.
Þorlákur O. Johnson kaupmaður kynnti fyrir mönnum tákn-
mál auglýsinganna og er almennt talinn hafa rutt brautina
fyrir vöruauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum. Aður höfðu
einstaka kaupmenn birt smáauglýsingar með venjulegu
blaðaletri.41 Auglýsingagerð var lengi vel á hendi ýmissa
handverksmanna, en uppúr 1930 siglafyrstu einstaklingarnir
utan til náms í auglýsingagerð. Fyrsta íslenska auglýsinga-
stofan var sett á stofn árið 1935.42
Birtar eru upplýsingar um auglýsingatekjur fjölmiðla á
árabilinu 1995-2001 og um auglýsingaútgjöld til fjölmiðla
á árunum 1996-2002. Upplýsingar um auglýsingatekjur
eru að mestu fengnar úr ársreikningum fjölmiðlanna og
upplýsingum sem rekstraraðilar láta Hagstofunni árlega í
té. Tölur um auglýsingaútgjöld eru fengnar úr reglubundnum
mælingum ÍM Gallup á auglýsingamarkaðnum, sem og
tölur um kostun, mest auglýsta flokka vöru og þjónustu og
auglýsingaútgjöld til fréttablaða eftir flokkum auglýsinga.
Einnig er greint frá og fjölda fyrirtækja í auglýsingagerð og
skyldum rekstri á síðustu árum.43
XVII. Sími og fjarskipti. Bæjarsími komst fyrst á í
Reykjavík 1905. Fyrir þann tíma höfðu talsímalínur til
einkanota verið lagðar á nokkrum stöðum á landinu, líklegast
fyrst á ísafirði 1889. Árið 1905 var fyrst gerð tilraun til
loftskeytasambands við útlönd að undirlagi Marconi-
félagsins. Skeytamóttöku var hætt þegar að ritsímasamband
komst á við útlönd 1906 og Landssími Islands var stofnsettur.
Loftskeytasendingar voru ekki hafnar hér aftur fyrr en 1918
og þá á vegum Landssímans (síðar Póstur og sími er póst-
þjónustan var sameinuð Landssímanum 1935) sem hafði
einkarétt til rekstrar fjarskipta- og símakerfa í landinu.44
Á síðustu árum hefur símaþjónusta tekið miklum breyt-
ingum. Ný þjónusta hefur komið til skjalanna í kjölfar
tækninýjunga og einkaréttur til fjarskipta og rekstrar
símkerfa verið afnuminn í flestum löndum álfunnar. I árs-
byrjun 1998 var einkaréttarákvæðið fellt úr gildi hér á
landi45 og nýir aðilar hafa haslað sér völl í rekstri símkerfa
og þjónustu.
I kaflanum er m.a. að finna upplýsingar um notendalínur
í almenna símakerfinu og skiptingu þeirra í heimilistengingar
og fyrirtækja- og stofnanatengingar, uppsettar línur og
41 Sbr. Lúðvík Kristjánsson, Úr heimsborg í Grjótaþorp. Ævisaga
Þorláks Ó. Johnson, 2 (Reykjavík, 1963), s. 168 og áfr.
42 Hörður Ágústsson, „Á áfangaskilum", Félag Islenskra aug-
lýsingateiknara 1953-1978 (Reykjavík, 1981).
43 Um íslenskan auglýsingamarkað má lesa í Brynjólfi Sigurðssyni
og Elíasi Héðinssyni, „Advertising in Iceland", í Flemming
Hansen og Lotte Yssing Hansen (ritstj.), Advertsing Research in
the Nordic Countries (Fredriksberg, 2001).
44 Heimir Þorleifsson. Söguþrœðir símans. Þróunarsaga íslenskra
símamála gefin út í tilefni af 80 ára afmæli landssíma á Islandi
(Reykjavík, 1986).
45 Lög um fjarskipti, 1999, nr. 107, með síðari breytingum.
háhraðatengingar og áskriftir, fjölda áskrifta í farsímakerfum
(GSM og NMT), símaumferð í almenna símakerfinu og í
farsímanetum. Að auki er hér að finna upplýsingar rekstrar-
leyfishafa í símþjónustu og markaðshlutdeild ráðandi aðila
á símamarkaði. Þá er hér einnig að finna tölur um útbreiðslu
síma og farsíma á heimilum samkvæmt neyslukönnunum.
Tölur um almenna símakerfið og farsímanet eru að mestu
komnar frá Póst- og fjarskiptastofnun.46
XVIII. Leiklist. Upphaf leiksýninga og íslenskrar leik-
ritunar má rekja allt til Herranœtur Skálholtspilta og síðar
Reykj avíkurskóla frá þ ví á 18. öld. Allt fram undir aldamótin
1900 var leiklistin vettvangur áhugaleikara og félaga sem
flest reyndust skammlíf.47 Með stofnun Leikfélags Reykja-
víkur 1897 er fyrst hægt að tala urn að skipulögð leiklistar-
starfsemi hefjist og atvinnumennska ryðji sér til rúms í
íslensku leikhúsi.48 Næsta stóra stökkið í leikhúsmálum
verður síðan þegar Þjóðleikhúsið tekur til starfa 1950, full-
búið atvinnuleikhús með eigin húsnæði til umráða.
Gerð er hér grein fyrir starfsemi leikhúsa, atvinnuleikhópa
og áhugaleikfélaga. Greint er frá fjölda leiksviða og sæta-
framboðs leikhúsa, uppfærðum verkum eftir tegund og
uppruna höfunda, fjölda sýninga og sýningargesta, leik-
sýningum fyrir börn og leiksýningum erlendis, ásamt
aðsóknarhæstu uppfærslum nokkur undangengin ár.
Starfsemi leikhúsanna er rakin allt aftur til leikársins
1930/31, eða svo langt aftur sem samfelldar tölulegar upp-
lýsingar eru tiltækar, og fram til leikársins 1997/98, að
undanteknum leikárunum 1980/81-1984/85 er gagnasöfnun
lá niðri. Tölur um uppfærslur, sýningar og fjölda áhorfenda
leikhúsanna eru að meðtöldum gestaleikjum og samstarfs-
verkefnum með atvinnu- og áhugaleikhópum.
Örðugra hefur reynst um vik að afla áreiðanlegra og
samfelldra gagna um starfsemi atvinnuleikhópanna, enda
staldra margir þeirra stutt við og starfsemin oftast óregluleg.
Fjöldi áhorfenda að sýningum þeirra er áætlaður fram til
leikársins 2000/01 er upplýsingar um starfsemi þeirra verða
mun fyllri en áður. Tölur fyrir síðustu ár eru fengnar frá
Bandalagi sjálfstærða leikhúsa. Samfelldar upplýsingar um
starfsemi áhugaleikfélaga ná hins vegar aftur til 1980 og eru
þær fengnar frá Bandalagi íslenskra leikélaga.
Nemendauppfærslur eru ekki meðtaldar í talnaefni yfir
leiksýningar. Sama gildir um leiksýningar sem sérstaklega
eru ætlaðar erlendum ferðamönnum sem sækja landið heim.
sem og uppfærslur sérstaklega fyrir flutning í hljóðvarpi og
sjónvarpi.
Uppfærslur og sýningar Islenska dansflokksins eru skráðar
hér undir leikhúsin. Frá stofnun flokksins 1973 og fram til
46 Eldri tölulegar upplýsingar en hér eru birtar er að finna í árs-
skýrslum Póst og símamálastofnunar.
47 Sját.d. Svein Einarsson. Islensk leiklist, 1. Ræturnar og 2. Listin
(Reykjavík, 1991 og 1995).
48 Strangt til tekið telst Leikfélagið þó ekki hafa verið atvinnu-
leikhús, í þeim skilningi að leikarar og annað starfsfólk væri á
föstum launum, því lengi vel fengu leikarar aðeins greitt fyrir
sýningar. Breyting varð þar ekki á fyrr en 1964 og félagið telst
að fullu atvinnuleikhús. -Sjá Þórunni Valdimarsdóttur og Eggert
Þór Bernharðsson, Leikfélag Reykjavíkur. Aldarsaga (Reykjavfk,
1997), s. 269-75.