Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Page 9

Skessuhorn - 11.02.2015, Page 9
9MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Alhliða garðyrkjuþjónusta Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og trjáfellingar Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 5 Hafin er umfangsmikil rannsókn á svefnvenjum Íslendinga Umfangsmikil rannsókn er haf- in á svefnvenjum Íslendinga og tengslum þeirra við heilsufar og lífsgæði. Að henni stendur þverfag- legt teymi sálfræðinga, lyfjafræð- inga og lífeðlisfræðinga við Háskóla Íslands. Bréf hafa verið send til 10 þúsund einstaklinga, sem vald- ir voru af handahófi úr þjóðskrá. Þátttaka felst í því að svara spurn- ingalista rafrænt en til þess að rann- sóknin skili árangri er mikilvægt að sem flestir taki þátt. „Til þessa hafa rannsóknir sýnt að Íslending- ar fara seinna að sofa en jafnaldr- ar í nágrannalöndum og sofa u.þ.b. klukkutíma skemur. Í nýlegri rann- sókn Embættis landlæknis kemur fram að allt að fjórðungur einstak- linga eldri en 18 ára sefur að jafnaði innan við 6 klst. á nóttu sem er tal- ið hafa skaðleg áhrif á heilsu,“ segir í tilkynningu. Í rannsókninni nú verður lögð áhersla á að greina dægurgerð ein- staklinga og meta áhrif á heilsufar og lífsgæði. „Dægurgerð er hug- tak sem lýsir kjörsvefntíma einstak- lingsins á sólarhringnum; morgun- gerð fer snemma að sofa og vakn- ar árla morguns (morgunhani) en kvöldgerð fer seint að sofa og vakn- ar seint (nátthrafn). Þegar skoðuð eru eldri gögn kemur í ljós að dæg- urgerð ungra Íslendinga (1-30 ára) er að jafnaði seinkuð, en seinkun- in er áberandi mest hjá aldurshópn- um 16-19 ára. Þeir sem eru með seinkaða dægurgerð ná ekki full- um svefni á virkum dögum. Ýms- ir þættir geta stuðlað að þessu, t.d. mikil tækjanotkun á kvöldin (skjá- birtan) en einnig er talið að of fljót klukka geti átt hlut að máli. Þann- ig er því einmitt háttað hér á landi, þar sem árið 1968 var samþykkt að hætta að skipta á milli sumar og vetrartíma og festa skyldi stað- arklukkuna á miðtíma Greenwich sem er einu tímabelti austar en Ís- land. Þetta þýðir að árið um kring er sólarupprás, hádegi og sólarlag á Íslandi klukkutíma seinna en nátt- úruleg klukka segir til um. Morg- unbirtan er bráðnauðsynleg til að stilla lífsklukkuna eins og áður sagði og hún er klukkutíma seinna á ferðinni. Það ýtir sterklega und- ir þá tilhneigingu að seinka svefn- tímanum. Þetta væri sök sér ef við gætum valið hvenær við vöknum, en svo er auðvitað ekki á virkum dögum, þegar vakna þarf til skóla eða vinnu. Afleiðingin er mögulega styttri svefn sem getur haft alvar- legar afleiðingar. Í rannsókninni verður leitast við að meta áhrif seinkaðrar dæg- urgerðar á ýmsa þætti auk al- menns heilsufars, m.a. mætingu og frammistöðu í skóla, matar- og neysluvenjur, hreyfingu o.fl. Rann- sakendur hvetja alla þá sem feng- ið hafa boðsbréf til að taka þátt og svara spurningalistanum. Um er að ræða afar mikilvæga gagnasöfnun þar sem hægt verður í fyrsta sinn að kortleggja svefnvenjur Íslendinga á breiðu aldursbili alls staðar af land- inu,“ segir í tilkynningu. mm Láki Hafnarkaffi Kaffihús og Smáréttir Kaffi, brauð og kökur, Crepes, Panini og fl. SK ES SU H O R N 2 01 5 Komdu og gerðu daginn þinn betri Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is HELSTU VERKEFNI: • Fjárhagsuppgjör • Yfirferð og eftirlit • Áætlanagerð • Skýrslugerð • Innri eftirlitsþættir MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Víðtæk reynsla af bókhaldi og uppgjörsvinnu • Þekking á SAP fjárhagskerfum æskileg • Reynsla af stjórnun • Góð hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð Norðurál leitar að metnaðarfullum og talnaglöggum sérfræðingi með stjórnunar- hæfileika í fjölbreytt störf sem deildarstjóri í bókhaldsdeild félagsins. Deildin ber ábyrgð á vinnslu bókhalds og kemur að fjárhagslegum greiningum og skýrslugerð. Norðurál er eitt af stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Starfsmenn eru um 600 og veltan um 70 milljarðar. Sótt er um á www.nordural.is og er umsóknar- frestur til og með 23. febrúar nk. Upplýsingar veita Kristinn Bjarnason, framkvæmdastjóri fjár- málasviðs, og Valka Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 430 1000. Öllum umsóknum verður svarað og fullum trúnaði er heitið. Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endurmenntun og starfs- þróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. DEILDARSTJÓRI BÓKHALDSDEILDAR

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.