Skessuhorn - 11.02.2015, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
�Ú Í �E�SLU�U� ��LÆGT ÞÉ�
Nói Síríus kynnir:
Nóa
Lakkrís
Síríus
Rjómasúkkulaði
Í sérhverri sögu er hetja. Í þessari eru þær tvær.
Nóa Lakkrís er ekta íslenskur lakkrís. Hann er sætur og kröftugur í senn. Hann er lungamjúkur, með djúpu
lakkrísbragði og anísundirtóni, sem tryggir þér alveg einstaka bragðupplifun. Síríus súkkulaði þekkja Íslendingar vel
og hafa átt í ástarsambandi við um árabil. Hið silkimjúka Síríus rjómasúkkulaði bráðnar uppi í þér og í Nóa Lakkrís
bitum í rjómasúkkulaði umlykur það mjúkan lakkrísinn, sem er einmitt þróaður til að fara einstaklega vel með súkkulaði.
Saman mynda Nóa Lakkrís og Síríus rjómasúkkulaði epíska bragðupplifun sem þú átt hreinlega eftir að elska.
�étta bragðið Sjálfbær�i - Sa�félagsábyrgð
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað-
ar- og viðskiptaráðherra afhenti síð-
astliðinn laugardag íslensku lýsing-
arverðlaunin við hátíðlega athöfn á
Vetrarhátíð í Perlunni. Það er Ljós-
tæknifélag Íslands sem stendur fyr-
ir samkeppni um bestu lýsinguna.
Lýsing á endurbættu Akratorgi á
Akranesi hlaut verðlaunin að þessu
sinni en átta verkefni höfðu verið
tilnefnd í samkeppnina. Fulltrúar
Landmótunar, Verkís og Akranes-
kaupstaðar voru viðstaddir og tóku
við verðlaununum.
Deiliskipulag Akratorgsreits var
unnið árið 2013 af Landmótun sf.
á grundvelli verðlaunatillögu og í
kjölfarið var hafin vinna við hönnun
torgsins. Torgið var formlega vígt
17. júní í fyrra. „Megin hugmynd-
in var að skapa torg sem yrði an-
keri menningar, viðburða og þjón-
ustu á Akranesi. Lýsingarlausn-
ir torgsins taka mið af þessari hug-
mynd og skapa umhverfi sem er sí-
breytilegt. Lýsingin á Akratorgi er
bæði hugsuð sem almenn lýsing frá
ljósastaurum í kringum torgið og
skrautlýsing sem er stýrt í spjald-
tölvu og lýsir á svið, styttu, gos-
brunn og gönguleiðir innan torgs-
ins,“ segir á vef Akraneskaupstaðar
um lýsinguna á Akratorgi. mm
Skessuhorni hefur borist eftirfar-
andi bréf frá ánægðum þorrablóts-
gesti í Kolbeinsstaðahreppi:
„Ég má til að senda ykkur nokkr-
ar línur um þrælgott (að vanda)
þorrablót Ungmennafélagsins Eld-
borgar í Kolbeinsstaðahreppi sem
haldið var í félagsheimilinu Lind-
artungu síðastliðið föstudagskvöld.
Ungt fólk í sveitinni hafði veg og
vanda af undirbúningi blótsins eins
og í fyrra og var allt klárt og vel á
málum haldið (skemmtileg kyn-
slóðaskipti hafa orðið í ungmenna-
félaginu þar á örfáum árum). Blót
átti að hefjast kl. 21:00 með borð-
haldi, þá skemmtun og svo balli.
Hljómsveit Geirmundar Valtýsson-
ar var bókuð með góðum fyrirvara,
Jóhannes Kristjánsson eftirherma
var veislustjóri og grínmyndband
um hreppsbúa var klárt til sýning-
ar. Um kl. 17.30 á sjálfan blótsdag-
inn hringdi Geirmundur Valtýsson
í Þráinn blótsstjóra Ásbjörnsson frá
Haukatungu syðri II. Geirmundur
tilkynnti að sökum ófærðar kæmist
hljómsveitin ekki á blótið. Búið var
að loka bæði Vatnsskarði og Þver-
árfjalli og hljómsveitin því föst ofan
í Skagafirði.
Nú voru góð ráð dýr. Hrikalegt
var að standa uppi með hljómsveit-
arlaust blót aðeins þremur klukku-
stundum áður en fólk mætti. Hratt
var brugðist við og haft samband
við Sissa í Borgarnesi og hljómsveit
hans sem ber heitið Festival. Svo
vel vildi til að þeir voru ekki bók-
aðir þetta föstudagskvöld. Skipti
því engum togum að þeir voru
mættir í Lindartungu rétt fyrir kl.
19.00 (eða á innan við 1,5 klukku-
stund eftir boðun!) Þeir voru bún-
ir að stilla upp og stóðu klárir þeg-
ar fólk fór að tínast í hús. Eins og
þeirra var von og vísa héldu þeir
svo hörkugott ball. Var dansað til
að verða 04:00 um nóttina, enda
vanir menn á ferð. Grínið á blótinu
var það að útkallstími Festival væri
skemmri en slökkviliðsins. Mið-
að við vegalengd frá Borgarnesi og
komutíma á blótið er morgunljóst
að þeir hafa ekki haft margar mín-
útur til að koma sér af stað!“
.
Akratorg hlaut íslensku lýsingarverðlaunin
Akratorg í dag.Fulltrúar Akraneskaupstaðar, Verkís og Landmótunar sem tóku við verðlaun-
unum.
Ófærð hamlaði
för hljómsveitar
– en því var
reddað!
Festival. Ljósm. úr safni