Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög- um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Grandalaus túristi í ofsaroki Síðastliðinn miðvikudag skrapp ég Borgarnes, sem út af fyrir sig er ekki í frásögu færandi. Þennan dag hafði Vegagerðin hins vegar kynnt að tækni- lega væri ófært akstri eftir veginum við Hafnarfjall en þar sem við þurft- um nauðsynlega að koma blöðum frá Reykjavík í hendur lesenda í Borgar- nesi fór ég þessa svaðilför, enda óverjandi að senda óbreyttan starfsmann við þessar aðstæður. Þar fyrir utan er ég líklega þyngstur á mínum vinnu- stað og því hlutfallslega minni líkur á að bíll með mig fjúki útaf veginum, en sami bíll með öðrum starfsmanni. Nú það er skemmst frá því að segja að bíllinn fauk ekki og ég komst á báða leiðarenda, einnig síðdegis, en þá hafði heldur bætt í vind frá því fyrr um daginn og því enn tæknilega ófær- ara fyrir almenna umferð. Þá hugsaði ég með mér að mikið væri nú gaman ef einhver færi að leggja drög að því að þessi blessaði vegur fyrir Hafnarfjall verði nú byggður upp á öðrum stað, þar sem lognið fer hægar. En miðað við þá eyðimörk sem framlög til nýframkvæmda í vegagerð er, verður ekki þess að vænta að nýr vegar komi í bráð. Þangað til er full ástæða til að vor- kenna útlendu ferðamönnunum á bílaleigubílunum í öllum 45 metrunum á sekúndu. Ég gæti reynt, en sleppi að lýsa í smáatriðum skelfingarsvipnum á fólkinu sem ég mætti. En hvítara var það í framan en snjórinn og það ríg- hélt í stýrin, gat svosem ekki annað. En hvað voru þessir ferðamenn að gera þarna í rokinu í lok febrúar? Jú, landið er fullt af ferðamönnum og þeir eru byrjaðir að ferðast um fleiri landshluta en Suðurland. Tölur fyrir janúar sýndu að þá komu fleiri er- lendir ferðamenn til landsins en komu í júlí árið 2006, slíkur hefur vöxtur- inn verið. Þá sýna nýjar tölur um gistingu að 35% fleiri túristar gistu hér í janúar en í sama mánuði í fyrra. Aukningin er semsagt gríðarleg og langt- um meira en atvinnugreinin og umgjörðin öll er að ráða við. Þessir ferða- menn sem óku þarna um tæknilega ófæran veginn við Hafnarfjall vissu ekki betur en þar væri óhætt að aka. Það var enginn sem sagði þeim að það mætti ekki eða væri óskynsamlegt. Ég ætla að útskýra þetta aðeins nánar. Þegar erlendir ferðamenn koma til landsins um Leifsstöð, og ætla að ferðast á eigin vegum t.d. í bílaleigubíl, þá er þessu fólki ekki hjálpað mik- ið með öflun upplýsinga. Svo virðist sem Isavía, sem rekur þessa líka verð- launaflugstöð, hafi engan áhuga á öðru en afla tekna. Fyrirtækið lætur eins og því komi ekki við að þetta fólk þarf upplýsingar til að komast klakklaust út úr flugstöðinni og á áfangastað. Vissulega eru bæklingar til staðar, en það eru engir sem hafa störf við að leiðbeina fólki um hvaða bæklinga eigi að velja miðað við áfangastaði, hvar hægt sé að fá upplýsingar um veður og færð, slysahættu og áfram mætti telja. Samtök ferðaþjónustunnar hafi reynt að fá þessu breytt, en Isavía hefur ekki haft áhuga á að veita þessa þjónustu. Mér finnst þetta svolítið líkjast því að um leið og menn hafa hirt pening af túristanum fyrir einhverja þjónustu, þá sé mönnum slétt-sama um hvern- ig viðkomandi reiðir af í framhaldinu. Auðvitað ber þetta vott um mikinn nýgræðingshátt í atvinnugreininni, sem vex hraðar en menn ráða við, bæði greinin sjálf og stjórnvöld sem setja eiga reglurnar. Erlendir ferðamenn eiga eftir að fjúka útaf við Hafnarfjall af því þeir vissu ekki betur en þar væri fært. Fólk á eftir að fara sér að voða við Gullfoss eða Geysi og það munu verða slys af því forvarnir eru ekki í lagi. Þau slys, þegar þau verða, má skrifa á þá staðreynd að nánast engu af 320 milljarða króna gjaldeyristekjum þjóðarinnar af ferðaþjónustu varið til að styrkja þær stoðir sem þurfa að vera í lagi til að hægt sé að taka á móti einum eða tveim- ur milljónum ferðamanna. Við höfum ónýta vegi og litla sem enga upplýs- ingamiðlun. Björgun fólksins, þegar í óefni er komið, er svo unnin í frí- vinnu sauðfjárbænda í björgunarsveitum sem daglega þurfa að leita að og bjarga fólki úr ógöngum. Dæmin úr Öræfasveitinni tala sínu máli. Íslend- ingar hafa val. Annað hvort heppnast uppbygging þessarar atvinnugreinar, eða hún endar hraðar en hún hófst, með ósköpum. Magnús Magnússon Björn Þorsteinsson, rektor LbhÍ, auglýsir í Bændablaðinu í síð- ustu viku til leigu fjárbúið á Hesti í Borgarfirði. Þetta er gert vegna endurskipulagningar á búrekstri sem undir Grímshaga ehf. fellur, en félagið glímir við uppsafnað- an hallarekstur. Reksturinn á Hesti verður því leigður út ásamt bú- stofni, húsakosti og íbúðarhúsi auk hjáleigunnar Mávahlíðar í Lundar- reykjadal sem nytjuð hefur verið frá Hestsbúinu. Gerð er krafa um að væntanlegur leiguliði hafi mennt- un í búfræði og reynslu af búrekstri auk mikils áhuga á ræktun sauðfjár og samvinnu við sérfræðinga LbhÍ. Markmiðið er því að reksturinn verði til fyrirmyndar í alla staði og geti áfram nýst til kennslu og rann- sókna fyrir nemendur og starfs- fólk LbhÍ. Greitt verður fyrir þann kostnað sem hlýst af áframhaldandi kennslu- og rannsóknastörfum við sauðfjárbúið. Fyrirtækið Grímshagi ehf. hef- ur annast rekstur fjárbúsins á Hesti undanfarin ár ásamt rekstri kúa- búsins á Hvanneyri. Í viðtali við Morgunblaðið á laugardaginn upp- lýsti Björn Þorsteinsson að útleiga á sauðfjárbúinu á Hesti sé tilkom- in vegna uppsafnaðs taprekstrar Grímshaga. Orðrétt sagði Björn um ástæðu þess að rekstur sauðfjár- búsins verði nú aðskyldur öðrum búrekstri: „Það þýðir ekki að reka sauðfjárbú á launatöxtum, hvort sem það er á vegum ríkisins eða einkafyrirtækis.“ Fram kom að ekki hafi verið ákveðið hvernig í fram- tíðinni verði staðið að rekstri kúa- búsins á Hvanneyri sem Grímshagi hefur einnig haft á sinni könnu. „Grímshagi hefur verið rekinn með halla og hlaupa uppsafnaðar skuldir á tugum milljóna, að sögn Björns.“ Hann segir jafnframt að skólinn sé ekki í beinni ábyrgð fyrir skuldun- um og kveðst því þurfa að fara yfir það með lögfræðingum til hvaða ráðs hægt sé að grípa. Umsóknarfrestur um leigu á Hestsbúinu er til 1. apríl næstkom- andi en gert ráð fyrir að viðkom- andi búfræðingur taki við búinu á fardögum í vor. mm Ný verslun verður brátt opn- uð á Akranesi. Það verður versl- un með fjölbreytt vöruframboð, svona ekkert ólíkt kaupfélagsversl- un, segir Björn Páll Fálki Valsson sem stendur að versluninni. Hún verður í húsnæðinu þar sem versl- un N1 var áður, við Innnesveg 1. Björn Páll segir að stefnt sé að opn- un verslunarinnar laugardaginn 14. mars. Hann segir að vöruframboð- ið verði að uppistöðu til bygginga- vörur frá Múrbúðinni, hreinlætis- vörur fyrir heimili og fyrirtæki frá heildversluninni Senia og einnig verði í versluninni til sölu ýmsar vörur sem tengjast heimilisdýrum og sportveiðimennsku. Þá sé líka í skoðun að boðið verði upp á fleiri vöruflokka í versluninni. „Ég á von á því að vörulínan verði mjög breið hjá okkur og þess vegna tala ég um að þetta verði ekkert ósvipað kaup- félögunum,“ segir Björn Páll. Hann er búsettur á Hvalfjarðarströnd og hefur komið talsvert að rekstri ferðaþjónustu en er nú að stíga sín fyrstu skref sem kaupmaður. Björn Páll segist ekki ennþá geta gefið upp hvaða nafn verði á versluninni, en það komi í ljós næstu daga. þá Nú í byrjun mars tóku nýir eig- endur við rekstri verslunar Omn- is á Akranesi. Það er Ingþór Berg- mann Þórhallsson og kona hans Jó- hanna Sigurvinsdóttir sem nýlega festu kaup á verslunarhluta Omn- is á Akranesi. „Við erum með nýtt félag sem tekur við þessum rekstri líkt og gert hefur verið með versl- unarhluta Omnis í Borgarnesi og Reykjanesbæ en okkar heitir Omnis Verslun Akranesi ehf. Við stefnum að því að vera með sama vörufram- boð og var hér í versluninni áður, allavega til að byrja með, en því til viðbótar verðum við með söluum- boð fyrir Ormsson. Áfram verður hér umboð fyrir TM og þjónustu- umboð fyrir Símann og svo verða hér tölvuvörur frá öllum helstu birgjum,“ sagði Ingþór Bergmann í samtali við blaðamann Skessuhorns þegar hann var nýkominn til vinnu í Omnis Verslun Akranesi sl. mánu- dag. „Við stöndum ein að þessu þann- ig að hér er að verða til fjölskyldu- fyrirtæki sem ætlar að standa fyr- ir persónulegri og góðri þjón- ustu. Áherslan verður á ríka og mikla þjónustulund með góðum og traustum vörumerkjum,“ segir Ing- þór. Hann er ekki ókunnugur versl- unarrekstri á Skaganum, var meðal annars verslunarstjóri N1 til nokk- urra ára en hefur undanfarið starfað sem viðskiptastjóri hjá N1 en hefur nú látið af því starfi. Í Omnis Versl- un Akranesi mun starfa að hluta til sama fólk og var fyrir en Ing- þór mun sjá um daglegan rekstur. Þess má einnig geta að þrátt fyrir að Upplýsingatæknifélagið Omn- is hafi selt verslunarhlutann verður það áfram með þjónustustarfsemi í upplýsingatækni og tölvuþjónustu á Akranesi. þá Húsið við Innnesveg 1. Nær í húsinu er Bílver en fjær er rýmið þar sem nýja versl- unin verður til húsa. Ný verslun opnuð bráðlega á Akranesi Ingþór ásamt tveimur starfsmönnum í Omnis verslun á Akranesi. F.v. Edit Ómars- dóttir, Ingþór og Alma Auðunsdóttir. Nýir eigendur taka við Omnis verslun Akranesi Sællegar kindur á Hesti gæða sér á úrvalstöðu. Ljósm. mm. Brugðist við skuldum skólabús með að leigja út fjárbúið á Hesti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.