Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Undanfarna daga hafa starfsmenn Faxaflóahafna unnið að því að yfir- fara festingar og keðjur sem halda uppi dekkunum sem liggja utan á bryggjunum í Akraneshöfn. Eins og veður hefur verið undanfarið á Vestur- landi þá er ekki alltaf jafn kræsilegt að standa í útivinnu en sumir láta það ekki á sig fá. Þessi mynd var tekin af starfsmönnum Faxaflóahafna á Sementsbryggjunni svokölluðu síðast- liðinn fimmtudag. mþh Síðastliðinn föstudag var vægast sagt mokafli hjá bátum sem réru frá Snæfellsbæ. Þessi góðu aflabrögð eru talin vita á gott nú þegar hill- ir undir vor með loðnugöngum upp að Snæfellsnesi og þorskurinn býr sig undir hrygningu. Þennan dag komust menn loks á sjó frá höfn- um í Snæfellsbæ eftir langan ótíð- arkafla. Þeir urðu ekki fyrir von- brigðum. Aflinn var afar góður hjá þeim í öll veiðarfæri. Sem dæmi má nefna dragnótarbátinn Egill SH sem fékk risastórt hal af stórum og vænum þorski; alls 42 tonn. Að sögn fróðra manna mun þetta vera mesti afli sem vitað er til að íslensk- ur dragnótabátur hafi fengið í einu kasti. Egill tók aðeins tvo köst í þessum róðri. Hið fyrra skilaði 15 tonnum og svo kom risakastið sem gaf tonnin 42. Eftir þennan róður landað Egill SH því um 57 tonnum sem er langstærsta einstaka löndun bátsins til þessa á dragnótaveiðun- um. Aðrir dragnótarbátar frá Snæ- fellsbæ fengu líka góðan afla þenn- an dag. Sveinbjörn Jakobsson SH var með 35 tonn. Í einu kastinu hjá þeim á Sveinbirni fengust 20 tonn. Gunnar Bjarnarson SH var með 27 tonn. Steinunn SH fékk 21 tonn. Frá Rifi réru tveir dragnóta- bátar. Var Mattías SH með 35 tonn og Rifsari SH með 28 tonn. Eins og gefur að skilja voru róðrar ekki langir þennan gjöfula dag og bát- arnir komu snemma inn til lönd- unar. Fiskast vel í öll veiðarfæri Netabátar hafa einnig aflað afar vel. Sumir hafa orðið að leita til hafn- ar tvisvar sama daginn til löndunar. Bárður SH var með 62 tonn í fimm löndunum. Arnar SH og Katrín SH voru einnig með góðan afla. Smá- bátar hafa heldur ekki farið var- hluta af þessari mokveiði. Á sunnu- dag landaði línubáturinn Kristinn SH 24 tonnum í Ólafsvík. Þessi afli fékkst á 48 bala. Það gera hálft tonn á balann sem telst afar góður afli. Að sögn Þórðar Björnssonar hafn- arvarðar í Snæfellsbæ þá hefur leið- inleg tíð gert sjómönnum erfitt fyr- ir. Þegar hægt er að róa vegna veð- urs er afli bátanna þó undartekn- ingarlaust mjög góður. af Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi hafði 33,2 milljarða heildartekjur á rekstrarreikningi síðasta árs. Hreinn hagnaður eftir fjármagns- liði og afskriftir var 5,6 milljarð- ar króna. Eignir félagsins í árslok voru 56,4 milljarðar, skuldir námu 22,7 milljörðum og eigið fé var 33,7 milljarðar. Eiginfjárhlutfall- ið í árslok 2014 var 60% en nam 61% í lok ársins 2013. Meðalfjöldi ársverka árið 2014 var 920 en var 828 árið 2013. Laun og launatengd gjöld námu samtals 9,7 milljörðum samanborið við 9,4 milljarða árið 2013. HB Grandi hf. gerði út tíu fiski- skip í árslok. Á árinu var samið við skipasmíðastöð í Tyrklandi um smíði á þremur nýjum ísfisktogur- um. Árið 2013 var samið við sömu skipasmíðastöð um smíði tveggja uppsjávarveiðiskipa. Fyrra upp- sjávarskipið verður afhent í apríl næstkomandi en það seinna í árs- lok. Fyrsti ísfisktogarinn verður væntanlega afhentur upp úr miðju ári 2016. Árið 2014 var afli skipa félagsins 50 þúsund tonn af botn- fiski og 103 þúsund tonn af upp- sjávarfiski. Fyrirtækið á yfir mest- um kvóta allra íslenskra fyrirtækja að ráða. Stjórn HB Granda leggur til að hluthafar fái greiddar 2.720 milljónir króna í arð af árinu 2014 og að arðurinn verði greiddur út 30. apríl. mþh Undirritaður hefur verið leigusamning- ur milli Leikdeild- ar Ungmennafélags- ins Skallagríms ann- ars vegar og Borg- arbyggðar, Ung- mennafélagsins Egils Skallagrímssonar og Ungmennafélagsins Björns Hítdæla- kappa hinsvegar. Samkvæmt samn- ingnum mun Leikdeild Umf. Skalla- gríms leigja félagsheimilið Lyng- brekku til tveggja ára og sjá um all- an rekstur hússins á þeim tíma. Í kjölfar samningsins sömdu sveitarfélagið og Einar Ole Pedersen um starfslok hans en Einar Ole hef- ur verið húsvörð- ur í Lyngbrekku frá ársbyrjun 1999. Kolfinna Jóhannes- dóttir sveitarstjóri færði Einari Ole blóm og þakkaði honum vel unnin störf síðastliðin 15 ár. þá/ Ljósm. borgarbyggd.is Á stjórnarfundi Faxaflóahafna 20. febrúar síðastliðinn var lögð fram greinargerð eftir Bergþóru Bergs- dóttur um hugsanlega skipaverk- stöð á Grundartanga. Slík stöð yrði ekki til nýsmíða á skipum heldur til viðhalds og viðgerða. Gert er ráð fyrir að skip yrðu tekin bæði upp í dráttarbraut og þurrkví sem yrði 230 metra löng, 35 metra breið og 15 metra djúp. Slík kví myndi því ráða við að taka við flestum íslensk- um fiski- og flutningaskipum. Þessum mannvirkjum mætti finna stað á fimm til tíu hektara iðnaðar- lóð sem áður var innan marka jarð- arinnar Klafastaða og er vestan við stóriðjufyrirtækin á Grundartanga. Sú lóð hefur þegar verið skipu- lögð með skipaviðgerðastarfsemi í huga. Áætlað er heildarkostnaður við að byggja skipaverkstöðina yrði á bilinu 7 til 9 milljarðar króna. Í þeirri tölu er gerð dráttarbrautar og þurrkvíar sem yrði sprengd ofan í landið í fjöruborðinu, standsetning lóðar, lagning gatna, smíði bryggju og viðlegukants, hleðsla sjóvarnar- garðs og bygging þjónustuhúsa. Fyrirtækið Stálsmiðjan-Framtak hefur þegar sýnt því áhuga að koma á fót skipaverkstöð á Grundartanga. Það rekur í dag slippinn í Gömlu höfninni í Reykjavík. Einsýnt þykir að sá slippur mun þurfa mikla end- urnýjun innan næstu tíu til fimm- tán ára sem yrði kostnaðarsöm en dráttarbrautirnar þar eru frá árun- um 1946 og 1957. Auk þessa ger- ir deiliskipulag gamla hafnarsvæð- isins ekki ráð fyrir því að þar fari fram skipaviðgerðir í framtíðinni. Af þessum sökum er nú horft til Grundartanga sem framtíðarsvæð- is fyrir stórskipaviðgerðir á vestan- verðu landinu. Í greinargerð Berg- þóru Bergsdóttur er ekki lagt mat á rekstrarforsendur hugsanlegrar skipaverkstöðvar á Grundartanga. Hún skrifar í lokaorðum að næstu skref í þessu máli væru að vinna ít- arlega kostnaðaráætlun, tímaáætl- un, leita fjármögnunar og kanna rekstrarforsendur til hlítar. mþh Nú stendur yfir söfnun fyrir nýju tæki handa Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal. Þetta er svokallaður stafrænn lesari á röntg- entæki stofnunarinnar þar. „Það er röntgentæki hér sem er gott og í fínu lagi. Hins vegar er það þann- ig að myndir eru teknar á það upp á gamla mátann. Það eru teknar myndir á filmu sem síðan þarf að framkalla áður en hægt er að skoða þær. Þetta er bæði dýrt og tekur tíma, bæði í framköllun og svo þarf að senda myndirnar í pósti suð- ur þegar þörf er á því að þær séu skoðaðar af sérfræðingum þar. Með því að setja svona stafrænan les- ara á röntgentækið verða mynd- irnar stafrænar í stað þess að fara á hefðbundna filmu. Slíkar mynd- ir er hægt að sjá strax, það er eng- inn framköllunarkostnaður og það er hægt að senda þær nánast sam- stundis með tölvutækni til sérfræð- inga,“ segir Eyþór Jón Gíslason sjúkraflutningamaður í Dölum. Það eru sjúkraflutningamenn, Lionsklúbbur Búðardals og Rauða- krossdeildin í Búðardal sem starf- ar í Dölum og Reykhólasveit sem standa fyrir söfnuninni. „Við söfn- uðum nýverið fyrir svokölluðu Lúkas-hjartahnoðtæki. Sú söfnun gekk afar vel, reyndar svo glæsilega að við áttum afgang af fjármunum þegar Lúkasinn hafði verið keyptur. Við settum þá peninga í þessa söfn- un. Stafrænn lesari kostar á bilinu þrjár til fjórar milljónir króna. Nú þegar hefur safnast á aðra millj- ón króna fyrir þessum búnaði. Við vonumst til að ljúka þessari söfn- un nú á vordögum. Nú síðast kom skátafélagið Stígandi hér í Dala- byggð og færði okkur peningagjöf í hana. Þessir vösku krakkar lögðu sig fram og stóðu sig mjög vel í að safna,“ segir Eyþór. mþh Einn pokinn af fallegum fiski tekinn inn af 20 tonna hali á Sveinbirni Jakobssyni SH. Egill SH setti Íslandsmet á dragnót Bryggjan var undirlögð af fiskikörum sem voru full af vænum þorski þegar aflanum var landað úr Agli SH. Bryggjuviðhald í kafaldsmuggu, kulda og trekki Félagar í Skátafélaginu Stíganda í Dalabyggð þegar þau færðu í síðustu viku peningagjöf í söfnum fyrir stafrænum lesara við röntgentækið í Búðardal. Að baki þeim standa Eyþór Jón Gíslason sjúkraflutningamaður og Þórður Ingólfsson læknir. Ljósm. bae. Safna fyrir stafrænum lesara á röntgentækið í Búðardal Leigusamningur um Lyngbrekku HB Grandi hagnaðist um 5,6 milljarða Myndin sýnir hvar skipaverkstöðinni er hugsuð staðsetning í landi Klafastaða vestan við núverandi stóriðjufyrirtæki á Grundartanga. Upptökumannvirki skipaverkstöðvarinnar eru fremst á myndinni. Ný greinargerð um hugsanlega skipaverkstöð á Grundartanga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.