Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Helgi Gissurarson, fyrrverandi bústjóri á Mið-Fossum í Andakíl í Borgarfirði: „Allt mitt líf er tilviljanir“ „Ég fæddist í Hafnarfirði en flutti sjö eða átta ára gamall með foreldr- um mínum til Ástralíu. Það var í kreppunni í kjölfar þess þegar síld- in hvarf um 1968. Við bjuggum í Perth í Vestur Ástralíu, foreldrar mínir og við systkinin – þrír strák- ar, tvær stelpur og mamma ólétt. Það var ævintýri að koma til Ástr- alíu. Fjölskyldan talaði enga ensku og fyrst þurfti að leysa úr því hvar við ættum að búa. Nokkrir Íslend- ingar sem bjuggu þarna tóku á móti okkur og við eignuðumst loks ein- býlishús. Pabbi var lærður bólstrari og fékk vinnu við það. Svo fór hann að vinna hjá Alcoa og var það síð- an alla tíð.“ Við sitjum í hesthúsinu á Hvann- eyri. Helgi Gissurarson er að byrja að rekja sögu sína. Það er frásögnin af hestastráknum sem lagði upp frá Ástralíu og endaði í Andakíl. Hestastrákur í Ástralíu Sem ungur drengur var Helgi á góðum aldri til að flytja þvert yfir hnöttinn. Hann var ekki mikið fyr- ir skólalærdóm og fyrst var erfitt að ná tökum á enskunni. „Ég var les- blindur, en uppgötvaði það ekki fyrr en löngu síðar þegar ég var orðinn fullorðinn,“ útskýrir hann. Helgi fór að vinna um leið og hann gat. „Ég hékk í hesthúsum sem krakki nýkominn til Ástralíu. Það var ágætt því maður gat ekk- ert talað enskuna þá. En hestarnir skildu mig. Þetta var í bæ skammt suður af Perth-borg sem heitir Armadale. Síðan fór ég þaðan og yfir í annað hesthús sem var nokk- uð langt að heiman þar sem við fjölskyldan bjuggum í Perth. Þar lærði ég margt, var meðal annars með smáhesta og hindrunarstökk- hesta. Þarna var reiðskóli og ég keppti svolítið í hindrunarstökk- inu. Svo fór ég þaðan 12 ára gam- all til að vinna hjá manni sem ég hafði kynnst sem átti skeiðhesta eða kerruhesta. Veðreiðar með þeim er geysilega vinsælt sport í Ástralíu. Ég lærði þarna að verða þjálfari fyr- ir kerruhesta og var kerruknapi. Ég keppti sem sagt í þeirri íþrótt í Ástr- alíu og vann mínar fyrstu kappreið- ar. Ég lærði mikið um hesta þarna úti. Síðar hef ég meðal annars eft- ir þessa reynslu gert mér grein fyrir því að hestamennskan er mikið og heilbrigt forvarnarstarf fyrir alla. Ekki síst börn og unglinga. Þarna í þessari hestavinnu var ég eiginlega þar til ég fór til Íslands.“ Ílentist óvænt á Íslandi Þáttaskil urðu í lífi Helga þeg- ar hann varð 18 ára. Ísland kall- aði. „Árið 1978 bauð frændi minn mér að koma til Íslands í heimsókn. Hann var þá að byggja hús austur á Norðfirði. Ég fékk boðið með að- eins tveggja daga fyrirvara og dreif mig af stað án þess að hugsa mig mikið um. Bróðir minn var líka að fara til Íslands að hitta konu sem hann hafði kynnst. Ég hafði eigin- lega bara búið í hesthúsi í sex ár. Ég ætlaði að vera á Íslandi í þriggja mán- aða fríi. Þegar ég kom hingað aftur var ég búinn að gleyma íslenskunni og talaði bara ensku. Íslenskan var þó einhvers staðar í kollinum á mér frá því í barnæsku og rifjaðist brátt upp. Ég skildi þó ekki alltaf allt sem Íslendingar sögðu. Oft fannst mér það hljóma eins og þeir væru allt- af að rífast sín á milli þegar þeir töl- uðu. Skildi ekki orð en heyrði tón- inn og hljómfallið. Mér fannst þetta rosalegt ruddamál,“ segir Helgi og hlær dátt við endurminninguna. Leiðin lá sem sagt til Norðfjarð- ar. Þar fékk Helgi strax vinnu. „Ég var líka pínulítið í hestum en fór svo á sjóinn á togara. Þar vorum við hópur af strákum í kringum tvítugt. Maður þénaði afskaplega vel og því ekki í myndinni að snúa aftur heim til Ástralíu. Ég var togarasjómaður í mörg ár en fór svo yfir á loðnuskip. Mikið aflaskip sem var Börkur NK. Svo var ég í Reykjavík á sumrin og vann þá í hestum bæði þar og í Mos- fellsbæ. Ég var að temja og járna og sinna ýmsu öðru. Til dæmis járnaði ég einsamall sem þótti hálfgerð ný- lunda þá. Svo fór ég alltaf austur í uppgripin á loðnunni á veturna.“ Þarna þróuðust mál með þeim hætti að Helgi ílentist á Íslandi og hér er hann enn rúmum 30 árum síðar. „Foreldrar mínir og systk- ini búa enn í Ástralíu. Tveir bræð- ur mínir búa þó hér á landi. Pabbi og mamma fluttu reyndar aftur til Íslands og voru hér í nokkur ár en fóru svo út aftur. Þau hafa öll kom- ið hingað í heimsóknir, systur mínar eru giftar Íslendingum úti og bróðir minn ástralskri konu. Þau eru ekkert á leið aftur til Íslands.“ Vildu í sveit og lentu á Mið-Fossum Þar kom þó að Helgi hætti á sjónum. Hann hafði kynnst Rósu Emilsdótt- ur. Árið 1994 settust þau að í Mos- fellsbæ. Með tímanum eignuðust þau saman tvær dætur, þær Sigrúnu Rós og Gyðu. „Þarna var uppgripa- tími og allir virtust vera að flytja á höfuðborgarsvæðið. Einn daginn ákváðum við að okkur langaði til að flytja út í sveit, á sveitabæ. Við synt- um þannig á móti straumnum. Ég fór að vinna fyrir fyrirtæki sem heit- ir Reykjagarður og framleiddi kjúk- linga. Þeir voru með starfsemi á Ás- mundarstöðum austur við Hellu og voru að stækka við sig.“ Hestamaðurinn og sjóarinn Helgi Gissurarson var þar með kominn í alifuglabransann. Hann skyldi starfa þar það sem eftir lifði aldarinnar. „Ég hafði aðeins verið í tvo mánuði hjá Reykjagarði þegar Bjarni Ásgeir Jónsson einn helsti eigandi fyrirtæk- isins hringdi í mig þar sem ég var staddur í réttum norður í Skagafirði. Bjarni sagði mér að hann væri búinn að kaupa jörð. Mið-Fossa í Andakíl í Borgarfirði. Hann vildi að ég kæmi og liti á jörðina með það í huga að þar yrði sett upp kjúklingabú. Við komum við þarna á leið suður og leist mjög vel á. Í framhaldinu fór- um að undirbúa flutninga að Mið- Fossum. Þetta var 1998. Ég fór strax í að gera útihúsin klár fyrir kjúk- linga.“ Náttúrhamfarir töfðu hins veg- ar óvænt uppbygginguna á Mið- Fossum. „Stórir jarðskjálftar með upptök á Suðurlandi skullu á í júní árið 2000. Það varð tjón á Ásmund- arstöðum þar sem búr og fleira skemmdust. Ég fór þangað til að bjarga verðmætum. Frekari upp- bygging á Mið-Fossum var eigin- lega stöðvuð á meðan.“ Lagaflækjur og vangaveltur „Síðan fór þessi atvinnuvegur að stækka. Móar á Kjalarnesi urðu mjög umsvifamikill rekstur svo dæmi sé tekið. Bjarni Ásgeir seldi loks Reykjagarð. Mið-Fossar höfðu verið metnir inn í þann pakka, það er fyrirtækið Reykjagarð. Það má segja að eignarhaldið á Mið-Fossum hafi farið svolítið á flakk við þetta og næstu misseri einkenndust af laga- þrætum milli þeirra sem töldu sig eiga Mið-Fossa. Ég varð atvinnulaus en bjó áfram á Mið-Fossum. Við komum á fót hestaleigu á Indriða- stöðum í Skorradal og héldum reið- námskeið í skemmunni á Mið-Foss- um. Það þótti nú stór reiðhöll þá. Ingimar Sveinsson var þá kennari í hestagreinum á Hvanneyri og nýtti aðstöðuna á Mið-Fossum. Honum þótti gott að komast þar inn enda engin inniaðstaða til hestamennsku á Hvanneyri. Þarna má segja að hestaævintýrið á Mið-Fossum hafi byrjað,“ segir Helgi. Þetta gerðist þó ekki án þess að menn tækju ýmis hliðarspor á þeirri vegferð. Helgi útskýrir áfram: „Það risu deilur um Mið-Fossa. Bjarni Ásgeir taldi að jörðin hefði ekki tilheyrt Reykjagarðsfyrirtækinu og vildi fá hana aftur. Þetta voru miklar laga- flækjur. Þarna kom svo Ármann Ár- mannsson útgerðarmaður til sögu. Hann átti forkaupsrétt að Mið- Fossum eftir að hafa keypt hluta af jörðinni áður en Bjarni Ásgeir og Reykjagarður keyptu húsin og hinn hluta jarðarinnar. Ármann nýtti þennan forkaupsrétt og keypti jörð- ina. Við Ármann vorum aðeins farn- ir að kynnast þarna. Hann hringdi í mig og var þá á leið til Kína að sækja togarann Helgu RE sem hann hafði látið smíða þar. Ég hitti hann þrem- ur mánuðum síðar þegar hann kom heim úr þeim leiðangri. Þá spurði Ármann mig um það hvort ég hefði einhverjar hugmyndir um hvernig mætti nýta jörðina? Ég hafði auðvi- tað unnið í kjúklingaræktinni og var kunnugur hugmyndunum um kjúk- lingabú á Mið-Fossum. Ég ræddi þær hugmyndir við Ármann.“ Vildu gera Borgarfjörð að miðstöð kjúklingaræktar Úr varð að rykið var dustað af gömlu hugmyndunum. „Hann fór í að kosta endurbætur á húsakost- inum til að kjúklingarnir gætu flutt inn. Þá var hins vegar skyndilega sett á reglugerð. Vegna smitvarna sögðu fyrri reglur að lágmarksfjar- lægð milli kjúklingabúa skyldi vera þrír kílómetrar. Á Hvanneyri var út- ungunarstöð fyrir kjúklinga og vega- lengdin að Mið-Fossum var lengri en þetta. Nú var þessum reglum hins vegar óvænt breytt. Vegalengdin varð að vera minnst fimm kílómetr- ar. Mið-Fossar féllu undir þetta. Þar með féllu áætlanir um kjúklingabú þar um sjálfar sig.“ Helgi segir að þarna hafi menn haft uppi mikil plön um að gera Borgarfjörð að einu helsta kjúklinga- framleiðslusvæði Íslands. „Bjarni Ásgeir sá fyrir sér að reisa stórt kjúk- lingasláturhús og -vinnslu í Borgar- nesi og flytja starfsemina á Hellu þangað. Nær höfuðborgarsvæð- inu og burt af jarðskjálftasvæðinu. Reykjagarður keypti lóðir þar sem Landflutningar eru í dag. Síðan yrði kjúklingaræktun á mörgum bæjum á Vesturlandi sem framleiddu fyrir Helgi með gæðingi sínum; fyrstu verðlauna stóðhestinum Biskupi frá Sigmundarstöðum. Helgi og dætur hans og Rósu Emilsdóttur. Þær eru Sigrún Rós á hægri hönd Helga og Gyða til vinstri. Myndin er tekin á Hvanneyri þar sem þau halda hesta sína. Veðhlaupahestar í Ástralíu. Helgi fyrir miðju á þessari mynd þar sem hann situr verðlaunahryssuna Region Queen sem aflaði eigendum sínum hundruða milljóna ástralskra dollara í tekjur af veðreiðum. Helgi á Fjalari frá Hemlu sem hann átti um margra ára skeið. Þarna eru þeir félagar staddir á Reykjavíkurtjörn í ársbyrjun 1997.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.