Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 „Græðum á því hvað fáir staðir eru opnir“ -segir Benjamín Frost á RúBen í Grundarfirði Þeir eru ekki margir veitingastað- irnir sem opnir eru daglega frá morgni og fram undir miðnætt- ið á Vesturlandi. Einn slíkan er þó hægt að finna í Grundarfirði. Það er RúBen. Þar hafa ráðið ríkj- um frá vorinu 2013 þau Benjamín Frost og Heiðrún Hallgrímsdótt- ir. Benjamín er frá Cornwall á suð- vesturströnd Englands. Hann kom til Íslands vorið 2006 og hefur búið í Grundarfirði síðustu sjö árin, var reyndar eitt ár í Stykkishólmi áður en hann kom til Grundarfjarð- ar. Blaðamaður Skessuhorns hitti Benjamín á dögunum í BúBen. „Það var dauft hjá okkur í desemb- er og janúar en strax og kom fram í febrúar fór að lifna og nú er ferða- mönnunum bara að fjölga. Það er mun meira um gesti hjá okkur núna en var síðasta vetur. Þó það hafi verið minna um hvali núna þá er fólk þó að koma og vonast til að sjá þá. Það er að koma hingað fólk sem vill sjá norðurljósin og svo ljósmyndarar og alls kyns ferða- menn. Við erum að græða á því hvað fáir staðir eru opnir á Snæ- fellsnesi,“ segir Benjamín. Góður fiskur og kjöt- meti á Íslandi Aðspurður segir Benjamín að hann hafi komið hingað á sínum tíma í gegnum vin sinn Philip Harris- son sem starfrækti Eddu hótel- ið á Núpi við Dýrafjörð. „Honum vantaði matreiðslumann og hafði samband við mig. Mér fannst bara fínt að koma hingað og um haust- ið fór ég svo til Reykjavíkur og fór að vinna hjá Te & kaffi. Þaðan lá svo leið mín í Stykkishólm þar sem ég var að vinna við skipamál- un hjá Skipavík í eitt ár. Það var ekkert slæm vinna en ég vildi samt vinna við það sem ég var lærð- ur til. Þegar ég fékk vinnu á Hót- el Framnesi hérna í Grundarfirði ákvað ég að flytja hingað. Það var ágætt að vinna á hótelinu og síðan spennandi að taka við hérna með Heiðrúnu. Þá var ég búinn að vera í fimm ár hjá Gísla í Framnesi og ágætt að breyta til,“ segir Benja- mín. – En hvernig finnst honum að matreiða hérna á Íslandi í saman- burði við til dæmis England. „Það er ekki mikið eða fjölbreytt græn- meti hérna á Íslandi en mjög góður fiskur og mjög gott lamb. Hrossa- kjötið er líka mjög gott. Það er fínt að útbúa úr því file og piparsteik. Ég matreiði úr hrossakjöti bara eins og nautakjöti.“ Ekki svo mikil viðbrigði Benjamín segir að það hafi ekki verið svo mikil viðbrigði að koma til Íslands. „Ég er úr sveit. For- eldrar mínir eru með kindur, lama- dýr og endur,“ segir hann. Kærast- an hans Silja Guðnadóttir tekur undir að það sé ekki mikill munur þarna á. Þau ætla einmitt að heim- sækja sitt fólk í Cornwall núna í marsmánuði. „Heima þá ólst ég upp við að vera á brimbrettum, þar eru mjög góðar aðstæður fyrir svoleiðis sport. Ég hef ekki fund- ið aðstöðu fyrir það hérna ennþá, það er kannski mesti munur- inn á Cornwall og Grundarfirði. En ég hef farið á snjóbretti á Ís- landi, á hestbak og svo er ég byrj- aður í stangveiði,“ segir Benjamín. Silja kærastan hans sem vinnur með honum á RúBen tekur und- ir það með Benjamín að hann uni sér vel og segir að honum hafi far- ið sérstaklega mikið fram í íslensk- unni eftir að hann kom í Grundar- fjörð. Silja er með honum í veiði- sportinu. Þau hafa verið að veiða í Lárósi sem er við vatn skammt frá Kvíabryggju og einnig hafa þau verið að veiða í Hraunsfirð- inum. „Við leitum að veiðisvæð- um hérna í nágrenninu sem stutt er að sækja í,“ segir Silja. Spurð- ur hvort að annars sé ekki nóg að gera yfir veturinn í þeim hléum sem ferðamaðurinn sýnir sig lítið segir Benjamín. „Þetta hefur verið að aukast og ferðatíminn að lengj- ast. Svo erum við með dansleiki, tónleika og pub quiz. Síðan koma heimamenn líka að horfa á fótbolt- ann. Það er aldrei minna en ein- hver slæðingur hjá okkur,“ sagði Benjamín að endingu. þá Benjamín Frost í RúBen ásamt kærustunni, Silju Guðnadóttur. Fyrirlesturinn stendur öllum opinn. Fyrirlestur Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis auglýsir fyrirlestur með Arndísi Höllu Jóhannesdóttur í Endurhæfingarhúsinu Hver, Suðurgötu 57 (Gamla Landsbankanum) 3. hæð 11. mars n.k. kl. 15:00. WEST ICELAND Travel Ferðast um Vesturland 2015 Your guide to West Iceland Útgáfuþjónusta Skessuhorns Auglýsingapantanir þurfa að berast fyrir 15. mars á netfangið emilia@skessuhorn.is eða í síma 433-5500. Um ritstjórn efnis sér Magnús Magnússon magnus@skessuhorn.is og Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is blaðamaður í síma 433-5500. Blaðið er gefið út í 45.000 eintökum og dreift víðsvegar um Vesturland, á höfuðborgar- svæðinu og aðkomuleiðum í landshlutann. Sem fyrr er blaðið í A5 broti og allt litprentað.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.