Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Hagstæð vöru- skipti í janúar LANDIÐ: Í janúarmán- uði voru fluttar út vörur frá landinu fyrir 50,6 milljarða króna og inn fyrir 43,4 millj- arða króna fob (46,5 millj- arða króna cif). Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verð- mæti, voru því hagstæð um 7,2 milljarða króna, sem er nær sami afgangur og í janú- ar 2014 á gengi hvors árs. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 21. - 27. 2014. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 2.782.603 kg. Mestur afli: Faxi RE: 2.734.743 kg í tveimur lönd- unum. Arnarstapi 9 bátar. Heildarlöndun: 114.427 kg. Mestur afli: Bárður SH: 34.777 kg í tveimur löndun- um. Grundarfjörður 6 bátar. Heildarlöndun: 227.683 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.302 kg í einni löndun. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 440.543 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 71.847 kg í fimm löndunum. Rif 13 bátar. Heildarlöndun: 376.161 kg. Mestur afli: Saxhamar SH: 86.714 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 75.752 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 48.270 kg í tveimur löndun- um. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Faxi RE – AKR: 1.439.734 kg. 22. febrúar 2. Faxi RE – AKR: 1.304.009 kg. 24. febrúar 3. Tjaldur SH – RIF: 81.565 kg. 21. febrúar 4. Hringur SH – GRU: 65.302 kg. 25. febrúar 5. Örvar SH – RIF: 63.062 kg. 23. febrúar mþh Kennarar felldu vinnumat LANDIÐ: Framhaldsskóla- kennarar í ríkisreknum fram- haldsskólum og Tækniskólan- um felldu á föstudaginn nýtt vinnumat. Vinnumatið var hinsvegar samþykkt í Verzl- unarskóla Íslands og Mennta- skóla Borgarfjarðar í Borgar- nesi. Kjarasamningur félags- manna í Félagi framhalds- skólakennara og Félagi stjórn- enda í framhaldsskólum eru því lausir frá og með síðasta föstudegi og því kemur ekki til þeirra launahækkana sem framundan voru. Þetta á þó ekki við félagsmenn FF og FS er starfa í Verzlunarskóla Ís- lands og Menntaskóla Borg- arfjarðar. –mm Nýjum fyrir- tækjum fjölgar LANDIÐ: Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu tólf mánuði, frá febrúar 2014 til janúar 2015, hefur fjölgað um 4% samanborið við tólf mán- uði þar á undan. Alls voru 2.010 ný félög skráð á tíma- bilinu. Mest er fjölgun ný- skráninga í flokknum „Sér- fræðileg, vísindaleg og tækni- leg starfsemi,“ 36% á síð- ustu tólf mánuðum. Gjald- þrot einkahlutafélaga síðustu tólf mánuði, frá febrúar 2014 til janúar 2015, drógust sam- an um 12% samanborið við tólf mánuði þar á undan. Sam- tals voru 811 fyrirtæki tek- in til gjaldþrotaskipta á tíma- bilinu. Gjaldþrotum í flokkn- um fasteignaviðskipti hefur fækkað mest, eða um 33% á síðasta ári. –mm Munntóbaks- notkun eykur líkur á áfengis- fíkn SVÍÞJÓÐ: Miðaldra not- endum munntóbaks er tvö- falt hættara við að verða háð- ir áfengi en öðrum. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar við Háskólann í Umeå í Sví- þjóð. Fréttavefurinn Vísir.is í Reykjavík greinir frá þessi. Í fréttinni segir að byggt sé á gögnum úr heilsufarsrann- sókn á 21 þúsund einstakling- um á árunum 1991 til 1997. Við fyrstu rannsóknina not- uðu 25% karlanna og tæp 4% kvennanna munntóbak. Eng- inn sýndi þá merki um að vera háður áfengi. Tíu árum síðar voru 8% munntóbaksnotenda háð áfengi en 3% hinna. –mm Heiðar Lind tekur við ritun sögu Borgarness Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð- ar 26. febrúar síðastliðinn var Kol- finnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Heiðar Lind Hansson sagnfræð- ing um að halda áfram ritun sögu Borgarness. Þá höfðu þegar far- ið fram viðræður milli hans og rit- nefndar um sögu Borgarness um að Heiðar tæki að sér ritunina, við skyndilegt fráfall Egils Ólafsson- ar blaðamanns sem var kominn vel í gang með verkið. Heiðar Lind mun hafa aðstoðað frænda sinn við þá vinnu og fannst því ritnefndinni vel til fundið að fá Heiðar Lind til að taka við verkinu. Heiðar hefur að undanförnu unnið að efnisöfl- un og undirbúningi vegna vænt- anlegrar ritunar sögu Samskipa. Þar áður var hann blaðamaður á Skessuhorni en sinnti um tíma fyr- ir það kennslu við Menntaskóla Borgarfjarðar. Heiðar Lind er bor- inn og barnfæddur Borgnesingur og þekkir prýðilega til sögu byggð- arlagsins. þá Vesturlandssýning verður í Faxaborg í lok mars Fulltrúar hestamannafélaga á Vest- urlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöll- inni Faxaborg í Borgarnesi. Verður hún haldin laugardaginn 28. mars. „Þetta er fimmta árið í röð sem Vest- urlandssýningin er haldin í Faxa- borg og mun allt kapp verða lagt á að sýningin í ár verði sem glæsi- legust,“ að sögn félaga í undirbún- ingsnefndinni. Á sýningunni munu koma fram vestlenskir gæðingar og dæmi um sýningaratriði eru sýn- ingar hjá börnum, unglingum, ung- mennum ásamt fimmgangs- og fjór- gangshestum, skeiðsýning verður í boði, töltsýning, kynbótahross verða sýnd og ræktunarbússýningar ásamt mörgum fleiri atriðum með góð- um gestum. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Þeir sem hafa ábendingar um at- riði eða hross, sem eiga erindi á sýn- inguna, sem og ræktunarbú, geta komið þeim á framfæri við fulltrúa úr undirbúningshópnum: Þeirra á meðal eru Ámundi Sig, Benedikt Þór, Hlöðver Hlöðversson, Heiða Dís, Linda Rún og Siguroddur. mm Vestlenskar valkyrjur tóku gæðinga sína til kostanna á sýningunni í fyrra. Ljósm. iss. Þriðjungs samdráttur í fiski til bræðslu Fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi tóku á móti 30% minna af hráefni í kílóum talið á síðasta árið sam- anborið við 2013. Í fyrra fengu verksmiðjurnar alls til sín 430.000 tonn. Árið 2013 nam móttak- an 621.000 tonnum. Loðnuafl- inn dróst saman en aukning varð í kolmunnaveiðum. Hún dugði þó ekki til að vega á mótinu fall- inu í loðnunni. Þetta og fleira kemur fram í samantekt sjávarút- vegsblaðsins Fiskifrétta yfir hrá- efnisöflun fiskimjölsverksmiðj- anna á síðasta ári. Ein fiskimjöls- verksmiðja er á Vesturlandi. Það er verksmiðja HB Granda á Akra- nesi. Í fyrra tók hún á móti 9.379 tonnum af loðnu, 9.132 tonnum af kolmunna og 5.624 tonnum af öðru hráefni. Þar er einkum um að ræða afskurð af karfa frá fiskiðju- veri HB Granda í Reykjavík sem bræddur er í nýrri verksmiðju- einingu á Akranesi og framleitt fiskimjöl og –lýsi. Hún var tekin í notkun á síðasta ári. Fiskimjöls- verkmiðja HB Granda á Akranesi var í 9. sæti á landsvísu á lista verk- smiðjanna yfir heildarmóttöku hráefnis á síðasta ári. Hún tók alls 5,6% af heildinni. Verksmiðja fyr- irtækisins á Vopnafirði var hins vegar í öðru sæti, alls með 13,6% af heildinni eða 58.451 tonn. Efst á listanum trónir svo Síldarvinnsl- an á Neskaupstað með 110.215 tonn eða 25,6% af heildinni árið 2014. mþh Hoffell II landar loðnu til bræðslu á Akranesi í síðustu viku. Ungur Borgfirðingur lést í slysi í Noregi Tæplega þrítugur karlmaður, Magnús Kristján Magnússon frá Hamraendum í Stafholtstungum í Borgarfirði, beið bana í lestarslysi í Narvik í Noregi þriðjudagskvöld- ið 24. febrúar sl. Magnús Kristján starfaði í Noregi. Hann var fædd- ur 16. maí 1985, var ókvæntur og barnlaus en lætur eftir sig norska unnustu. Slysið átti sér stað klukk- an 23:07 að staðartíma og varð skammt hjá lestarstöðinni í Nor- vik. Norskir fjölmiðlar greindu frá að ekki væri vitað með vissu hvern- ig slysið hafi borið að en lögregla fari með rannsókn þess. Talsmað- ur norsku lögreglunnar upplýsir þó að ekki leiki grunur um að eitt- hvað saknæmt hafi átt sér stað. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.