Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 52 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðin voru: „Sá er sæll er góðs biður.“ Vinningshafi er: Gréta Sigrún Gunnarsdóttir, Tinda- flöt 1 á Akranesi. mm Upp- stytta Vigtaði Kjáni Skapa Ískraði Tók Vein Kúst Blóm Svalir Sytra Hrúga Bók Þreyta Ögn Rusl Átt Dá Hnoðaði Eins um Ð Átt Svar- dagi Olát- ungur- inn 12 15 3 Ábreiða Skaði Blaðra 9 Heim- ilisfang Rjóð Samið Rask Tuð Leðja Bóla Kona Ólátast Neista 2 Grasey Viðsk. Sigla 18 6 Reisn Berg- málar Hör Lag 16 Hljóma Stríðni Athygli Pípa Kram Flýtir 7 Bardagi Loka Harð- æti Í kirkju Konu Sæng Sk.st. Utanum Sérstök Alda Kven- fugl Sterkur 1 Hryggur Rugl Sterkja Tölur Pallur Sak- lausa Mjöð Aldinn Sam- heldni 13 Tréílát Eign Önd Rot Lita Hrærð Bjór 19 Kusk Drjóla 4 Skran Tónn 11 Ofn Tíndi Karl Iðka Öldu- gjálfur Angan Þrjótur Fugl 17 10 Frá Væl Not Undrar Óskar Áhöld Skák 5 8 14 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Vetrarstilla í Hólminum Eins og Vestlendingar þekkja hef- ur tíðin verið með eindæmum rysj- ótt í vetur. Sífelldir umhleyping- ar fá okkur því til að kíkja út strax þegar um hægist eins og þegar þessi mynd var tekin um helgina í Stykk- ishólmi. Allt verður einhvern veg- inn fallegra, svo ekki sé talað um þegar jafnvel sólin heiðrar okkur með ásýnd sinni. Myndina tók Ey- þór Benediktsson. mm Sokkarnir frá Trico þykja með þeim slitsterkustu og bestu Á Akranesi hefur verið starf- andi sokkaverksmiðja allt frá árinu 1952. Það er verksmiðjan Trico sem frá þeim tíma hefur verið leið- andi í textí liðnaði á Íslandi. Marsi- bil Sigurðardóttir er framkvæmda- stjóri Trico en hún kom til starfa í verksmiðjunni árið 1992 þegar hún gerðist einn hluthafa. Um árabil hefur hún verið aðaleigandi og ver- ið í forsvari fyrir fyrirtækið. Hún segir að síðustu árin hafi starfsem- in snúist nær eingöngu um að fram- leiða sokka en á árum áður var einn- ig framleiddur hitaþolinn undir- fatnaður fyrir stóriðjur. Hitaþolnu sokkarnir eru framleiddir áfram og er stór hluti af framleiðslunni. Þeir eru framleiddir fyrir öll stóriðjuver- in í landinu og einnig seldir til iðju- vera í Bretlandi og Þýskalandi. Þá eru öryggissokkarnir einnig fram- leiddir fyrir Landhelgisgæsluna og mörg slökkvilið í landinu. „Svo erum við með aðra sérhæfða fram- leiðslu sem er drjúgur þáttur í okk- ar framleiðslu. Það eru sokkar fyr- ir stoðtækjafyrirtækið Össur undir gervifætur og einnig hnéhlífar. Þessi þjónusta við Össur hafi verið um- talsverð,“ segir Marsibil. Almenni markaðurinn orðinn erfiðari Sóknarfærin í sokkaframleiðslunni segir Marsibil að felist í iðnaðar- sokkunum og sérhæfðu framleiðsl- unni. „Við höfum reynt að mark- aðssetja okkur þar, enda sjáum við ekki fram á að salan muni aukast á almenna markaðinum. Það er erfitt að keppa við ódýra fjöldaframleiðslu frá Kína en það eru náttúrlega allt öðruvísi framleiðsla en okkar. Sokk- arnir frá okkur þykja mjög slitsterk- ir og endingargóðir,“ segir Marsibil. Hún segir að sokkaframleiðsla á al- mennan markað sé þó talsverð hjá Trico en Marsibil viðurkennir að sá markaður hafi orðið erfiðari með hverju árinu. „Það sem gerir okkur erfitt fyrir er að það er svo fáar búð- ir sem við getum komið sokkunum í sölu. Stórmarkaðirnir eru lokaðir, við komum ekki vöru þar inn, þann- ig að við fáum ekki einu sinni þar Sokkaframleiðsla á sér yfir hálfrar aldar sögu á Akranesi að keppa við innflutninginn. Þá eru ekki margar verslanir eftir fyrir okk- ur en við eigum við þó mjög góða kúnna í þeim verslunum sem við sendum vöruna til. Til dæmis hef- ur Einarsbúð hér á Akranesi keypt af okkur sokka alla tíð og þeir selj- ast mjög vel þar. Svo er Fjarðarkaup í Hafnarfirði stór viðskiptavinur, Hlíðarkaup á Sauðárkróki og reynd- ar fleiri verslanir úti á landi. Síðan höfum við verið svolítið í sérfram- leiðslu eins og á íþróttasokkum og einnig sérmerktum íþróttasokkum sem notaðir eru til fjáröflunar fyrir íþróttafélög. Við höfum þar verið að framleiða fyrir ÍA og nokkur önn- ur félög, þar á meðal stærri íþrótta- félögin í landinu.“ Samstarf við hönnuði Marsibil segir að Trico sé að vinna að ýmsum öðrum verkefnum svo sem í samstarfi við hönnuði. Það séu framleiddir sokkar fyrir ferðamann- inn, lundasokkar og vitasokkar, og alltaf talsverð gerjun í gangi. Þá komi oft útskriftarnemar úr Verslun- arskólanum sem eru í frumkvöðla- starfi með óskir um sérframleiðslu. „Það er mjög gaman að starfa með þessu unga fólki. Við höfum alltaf lagt áherslu á að vera með gott efni í sokkunum og fáum það frá Þýska- landi, Frakklandi og Sviss. Ég hef ekki farið út í að kaupa hráefni frá ódýrari löndum því ég vil bara vera með fyrsta flokks hráefni sem auð- vitað er þá líka dýrt.” Aðspurð seg- ir Marsibil að vissulega hafi markað- urinn dregist saman síðustu árin og það sé meira á brattann að sækja en áður. „Við erum þó langt í frá af baki dottinn og þetta er mjög skemmti- legt að standa í þessu, annars væri ég sjálfsagt hætt fyrir þó nokkru, enda búin að standa í þessu lengi.“ Marsibil segir að þegar mest var hafi átta stafsmenn verið hjá Trico en núna séu það fjögur og hálft stöðugildi. Hún segir Trico líklega einu verksmiðjuna í landinu sem enn er í hefðbundinni sokkafram- leiðslu, en tvær aðrar sokkaverk- smiðjur eru í landinu á Akureyri og í Vík í Mýrdal. „Hér nýtist allt,” segir hún og bendir á lykkjur sem klipp- ast af sokkunum. „Þetta fer í föndr- ið á dvalarheimilum aldraðra, bæði hér á Akranesi og í Borgarnesi. Svo fer talsvert af afgöngum frá okkur til fatlaðra og leikskólarnir fá keilurn- ar sem garnið kemur á. Það verður því ekki til mikið af rusli við þessa framleiðslu,” segir Marsibil Sigurð- ardóttir framkvæmdastjóri Trico á Akranesi. þá Marsibil Sigurðardóttir aðaleigandi og framkvæmdastjóri Trico við saumaskap. Sigurður Sigurðsson við vélasamstæðuna sem prjónar sokkana. Lundasokkar og vitasokkar sem framleiddir eru fyrir ferðamanninn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.