Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Landið er og verður 103.000 ferkílómetrar Í fjölmiðlum und- anfarna daga hef- ur mikið verið rætt um nýjar mæling- ar á flatarmáli og strandlínu Íslands. „Því miður hef- ur umfjöllunin ein- kennst af nokkr- um rangfærslum og misskilningi sem rétt er að leiðrétta. Fyrir það fyrsta þá hefur því verið haldið fram að samkvæmt upplýsingum Land- mælinga Íslands sé flatarmál lands- ins 103.000 km2. Sú tala er ein- ungis námundun á flatarmáli lands- ins og það flatarmál sem notað hef- ur verið í kennslubókum og tölfræði um áratuga skeið,“ segir Magn- ús Guðmundsson forstjóri Land- mælinga Íslands. Hann segir að öll gögn LMÍ séu aðgengileg og ókeyp- is á vef stofnunarinnar. Strandlína IS 50V gagnagrunns stofnunarinn- ar hefur verið notuð af fyrirtækinu Loftmyndum ehf. til að sýna fram á misræmi við loftmyndir/strandl- ínu fyrirtækisins. „Með því að skoða þau sömu gögn þ.e. IS 50V, er á ein- faldan hátt hægt að sjá að flatarmál Íslands er 102.592 km2 og hefur landið því stækkað samkvæmt nýj- ustu tölum Loftmynda ehf. en ekki minnkað eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum undanfarið.“ Uppruni strandlínu Landmælinga Íslands í gagnagrunninum IS 50V er af gervitunglamyndum frá árinu 2002 og síðar og miðast strandlínan við hæstu sjávarstöðu. Það gæti út- skýrt mun á flatarmáli þeirra gagna og annarra gagna. „Órökstuddar fullyrðingar um að strandlína Land- mælinga Íslands byggi á misgömlum og ónákvæmum gögnum á því ekki við rök að styðjast. Það er hins veg- ar ágætt að benda á að nauðsynlegt er að tilgreina við hvað mælingar á strandlínu er mið- að, svo sem hæstu sjávarstöðu, með- alsjávarhæð eða stórstraumsfjöru. Það er a.m.k. ljóst að ekki er nóg að miða hana við stöðu sjávar eins og hún er á loftmynd hverju sinni.“ Samkvæmt þeim gervitungla- gögnum sem Landmælingar Ís- lands hafa notað er strandlína Ís- lands um 6.087 km löng, á algeng- asta ferðakorti af Íslandi er lengd- in um 5.344 km og samkvæmt nýj- um gögnum Loftmynda ehf. er þá lengdin 6.542,4 km. Öllum ætti þó að vera ljóst að lengd strandlínu er í raun háð aðferðinni við mælinguna og mælikvarðanum. Tæki einhver sig t.d. til og færi með málband eft- ir strandlínunni í kringum hvern stein sem liggur í flæðamálinu væri strandlínan miklu lengri. Kortagerð er alltaf einföldun á raunveruleikan- um sem byggir á mismunandi gögn- um og vinnuaðferðum og gæti rétt lengd strandlínu því alveg eins ver- ið 1.000 km, 10.000 km eða 20.000 km. „Óskandi væri að að umræða um landupplýsingar og kortagerð á Ís- landi byggi á faglegri forsendum en svo, að stöðugt sé verið að slá upp tölum um nýjar hæðir fjalla eða stækkun/minnkun lands þegar ljóst er að í síbreytilegri náttúru Íslands er enginn einn sannleikur og eng- in ein rétt mæling,“ segir Magnús Guðmundsson. mm Metnaðarfull leiksýning Grundaskóla Síðastliðinn laugardag frumsýndi Grundaskóli á Akranesi leikritið Úlfur Úlfur fyrir fullum sal í Bíó- höllinni. Það er greinilegt að allir hafa lagt hart að sér sem komu að þessari sýningu. Útkoman er væg- ast sagt glæsileg. Verkið fjallar um ævintýrapersónur á bókasafni sem eru orðnar heldur þreyttar á slæmu ástandi. Engin bók er lánuð út og gestir ganga framhjá safninu án þess að gefa því gaum eða líta þar inn. Þá kemur til sögunar ný ævin- týrapersóna, Elsa, sem frískar upp á safnið. Sviðsmyndin er glæsileg og greinilega mikið af hæfileikarík- um nemendum í skólanum. Það eru þeir Gunnar Sturla Her- varsson og Einar Viðarson sem fara með leikstjórn. Þeir eru einnig höf- undar verksins ásamt Flosa Einars- syni, tónlistarstjóra. Sandra Óm- arsdóttir er danshöfundur og bún- ingahönnuður er Eygló Gunnars- dóttir. Sýningin er fyrir alla aldurshópa og verður sýnd þar til sunnudaginn 8. mars. Þetta er verk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. eo/ Ljósm. Gunnar Viðarsson. Nemendur ánægðir með frumsýninguna. Höfundar verksins þeir Einar Viðars- son, Gunnar Sturla Hervarsson og Flosi Einarsson. Félagarnir Úlfurinn og Gosi. Nemendaferð hóps úr Borgarnesi til Finnlands Grunnskólinn í Borgarnesi tek- ur þátt í Erasmus+ verkefni sem er hluti af evrópsku menntaáætlun- inni. Verkefnið heitir „Water aro- und us“ og fjallar um vatn í víð- um skilningi. Löndin sem taka þátt í þessu verkefni með okkur eru Portúgal, Spánn, Finnland, Lett- land og Þýskaland. Við vorum valin til að fara til Finnlands og taka þátt í vinnu með krökkum frá samstarfslöndunum. Með okkur fóru kennararnir Helga Stefanía Magnúsdóttir, sem stýrir verkefninu, og Inga Margrét Skúla- dóttir. Við vorum í Finnlandi dag- ana 8. – 14. febrúar. Við gistum í heimahúsum, öll hjá okkar „eig- in“ fjölskyldum. Við lögðum af stað klukkan 3:30 frá Borgarnesi þann 8. febrúar. Fyrst lá leið okkar til Osló svo þaðan til Helsinki. Svo fórum við með lest þaðan til Lappeenr- anta þar sem við hittum fjölskyld- urnar „okkar“. Þetta ferðalag tók allt í allt um 19 klukkutíma. Lappeenranta er með stærri borgum í Finnlandi og liggur ná- lægt rússnesku landamærunum. Í borginni er mikill trjáiðnaður svo og verslun og þjónusta. Verslun hefur minnkað undanfarið vegna slæms gengis rúblunnar í Rússlandi þar sem Rússar komu mikið yfir landamærin til að versla. Samstarfsskólinn okkar í Lap- peenranta heitir Lauritsala koulu og eru um 700 nemendur í þeim skóla. Hlutverk okkar var með- al annars að vera með kynningu á Íslandi, Borgarfirði og skólanum okkar fyrir nemendur og kennara frá hinum þátttökulöndunum. Þessa viku sem við vorum þarna kynntumst við mörgum skemmti- legum krökkum og lærðum hell- ing. Fyrsta daginn skoðuðum við Lappeenranta og gengum á stærsta vatni Finnlands. Við fengum líka tækifæri til að prófa hina hefð- bundnu „sánu“ sem finnst í Finn- landi. Síðan fórum við í bæ sem er í rúmlega eins og hálfs tíma akst- ursleið sem heitir Kotka og er við Eystrasaltið. Síðasta daginn í Lappeenranta kepptum við í að gera ísskúlptúr og enduðum dag- inn á diskókeilu. Við skoðuðum líka rannsóknastofu sem skoðar og mælir vatn, og ýmis önnur söfn. Síðan enduðum við ferðina á því að verja deginum í Helsinki og hitt- um þar gamlan kennara sem kenndi okkur í 8. bekk. Við erum ævinlega þakklátt fyrir þessa ferð og er þetta upplifun sem mun ekki gleymast í bráð. Hafrún Hafliðadóttir, 10. bekk Inga Lilja Þorsteinsdóttir, 10. bekk Þorgeir Þorsteinsson, 10. bekk Merki verkefnisins sem fjallar um vatn; „Water around us.“ Allur hópurinn sem var úti í Finnlandi. Þarna eru greinahöfundar og kennararnir í ferðinni að stærsta vatni Finnlands, vatninu Saimaa. Hafrún og Inga með gestgjöfum sínum. Þorgeir í góðra vina hópi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.