Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Fullur kraftur að færast í risalíkans verkefnið Fyrir rúmu ári fór Ketill M Björns- son flugvirki á Akranesi að vinna að hugmynd um nýstárlegt verkefni í uppbyggingu á ferðaþjónustu. Það er framleiðsla og uppsetning gríð- arstórs líkans af Íslandi þar sem ferðamenn gætu upplifun stærð og hlutfall landsins ásamt helstu nátt- úruperlum. Ketill sagði í samtali við Skessuhorn að margt hvetjandi hefði gerst síðasta árið í sambandi við verkefnið. Þar á meðal að áhugi fyrir verkefninu, einkum í ferða- þjónustugeiranum, væri enn meiri en hann hafi gert sér grein fyrir í upphafi. Margt benti til þess að þær áætlanir sem settar voru fram myndu standast og hefðu verið var- lega áætlaðar. Ketill segir að ýmis- legt hefði þokast á þessu ári og núna um þessar mundir væri að færast aukinn kraftur í verkefnið. Það sem helst hefði breyst væri að upplifun- arþátturinn yrði enn sterkari með breyttum útfærslum og eins hitt að nú væri ekki unnið með það að lík- anið yrði endilega staðsett í sem- entsþrónni á Akranesi, heldur hefði verið rætt við fulltrúa nágranna- sveitarfélaga um áhuga þeirra fyr- ir verkefninu. Ketill sagði að það væri hreinlega gert til þess að hægt væri að halda áfram með verkefnið. Það væri þó ekkert launungarmál að sér fyndist til dæmis álitlegt að geta tengt þetta verkefni spenn- andi afþreyingu sem er í uppbygg- ingu í Borgarfirði, svo sem ísgöng- in í Langjökli og náttúrulaugar við Deildartunguhver. Farið af fullum krafti í fjármögnun Það var eftir að Akraneskaupstað- ur fékk umráð yfir Sementsreitn- um fyrir rúmu ári sem Ketill setti hugmyndina fram. Hann horfði þá til þess að hluti sementsþróarinnar yrði heppileg staðsetning fyrir lík- anið og unnt yrði að spara bygg- ingarkostnað með því að nýta veggi þróarinnar. Ketill segir að kostn- aðaráætlun hafi ekki breyst mikið á þessu ári, áætlað sé að uppkomið líkan og 16 þúsund fermetra stál- grindarhús kosti rúmlega einn og hálfan milljarð króna. Þessa dagana sé verið að ljúka gerð rekstrar- og viðskiptaáætlunar. „Við erum svo að fara af fullum krafti í fjármögnunar- þáttinn. Það sem hefur verið skoðað þar lítur mjög vel út,“ segir Ketill. Hann segir að margt bendi til þess að áætlanir um gestafjölda séu mjög varlega áætlaðar. Talan sem nefnd var í upphafi, um 150 þúsund gest- ir á ári, sé ekki há þegar litið er til þess að talning ferðamálastofu sýni að yfir 40% ferðamanna greiði fyrir sýningar og söfn og yfir 90% komi til Íslands vegna landsins og náttúr- unnar. Þá sé þessi gestafjöldi bara hluti þess mikla fjölda gesta sem komi á fjölförnustu ferðamanna- staðina á Vesturlandi. Sýndarveruleiki hluti af upplifuninni Ketill segir að öflugt margmiðlun- ar- og kynningarfyrirtæki sé meðal þeirra sem unnið hafi að verkefninu. Það sé einmitt upplifunarþátturinn sem hafi breyst hvað mest í ásýnd verkefnisins. „Sýndarveruleikinn kemur meira inn í upplifunarþátt- inn hjá gestunum en við reiknuð- um með. Mynd og hljóð kemur sterkt inn og meðal hugmynda hjá okkur er að verða til dæmis með Holuhraun í sem næst sínum tign- arleika, rennandi hraunið í sýnd- arveruleikanum. Það er ótrúlegt hvað er hægt að framkalla með honum,“ segir Ketill. Hann seg- ir að þegar fjármögnun ljúki megi búast við að það taki tvö til tvö og hálf ár að byggja húsið og smíða líkanið auk annarrar aðstöðu sem tengist verkefninu. „Ég býst við að bjartsýnustu vonir að þetta geti orðið að veruleika, séu vorið eða snemma árs 2018.“ Gengið með strönd og inn á land Hugmynd Ketils byggir á því að gera líkan af Íslandi í skalanum 1:4000, á einum hektara lands, sem er nokkru stærra en fótboltavöllur í fullri stærð. Yrði það langstærsta lík- an af heilu landi í heiminum og al- gerlega einstakt á heimsvísu. Það líkan sem er stærst í dag er af fylk- inu Bresku kólumbíu í Canada, um 14x25m. Líkanið yrði gert úr mjög þéttu frauðefni, Pólýúretani foam. Útkoman væri svo nákvæm eftirlík- ing af Íslandi í sumarlitunum. Hæð á hæstu fjöllum verður í réttum hlut- föllum og um það bil í mittishæð, en hæð er venjulega ýkt á svona kort- um um allt að þrefalt eða fjórfalt, að sögn Ketils. Hugmyndin er að vatn verði í stærstu vötnum, ám og foss- um og heitt vatn undir hitasvæð- um. Hægt verður að ganga á sjónum meðfram ströndinni og inn á landið eftir gönguleiðum að helstu náttúru- perlum landsins og mannvirkjum. þá Sýndarveruleika verður beitt við sýninguna af Íslandi á risalíkaninu. Teikning: Batteríið arkitektar. Ketill M. Björnsson. Fólk á ferð um landið á líkaninu. Teikning: Batteríið arkitektar. Skólamáltíðir hlutfallslega ódýrar á Akranesi Verðlagseftirlit ASÍ kannaði nýver- ið breytingar á gjaldskrá fyrir skóla- dagvistun ásamt hressingu og verði á hádegismat fyrir yngstu nemend- ur grunnskólanna hjá 15 fjölmenn- ustu sveitarfélögum landsins, þar með talið Akraneskaupstað. Ellefu sveitarfélög af þeim fimmtán sem skoðuð voru hafa hækkað hjá sér gjaldskrár milli ára fyrir skóladag- vistun með hressingu. Einungis eitt sveitarfélag hafði lækkað verð milli ára. Hæsta gjaldið er í Garðabæ, 24.976 krónur á mánuði, en lægst er það í Vestmannaeyjum, 14.165 kr./mán. Á Akranesi er gjaldið 20.055 kr. á mánuði eftir hækk- unina, sem nam þremur prósentum á milli ára og er Akraneskaupstað- ur með sjöttu dýrustu gjaldskrána af þessum fimmtán. Mesta hækk- un á gjaldskránni var á Seltjarnar- nesi, eða um 26%. Ellefu sveitar- félög af þeim fimmtán sem skoð- uð voru höfðu hækkað gjaldskrár fyrir hádegismat á milli ára. Mesta hækkunin er hjá Reykjanesbæ, þar sem gjald fyrir staka máltíð hækk- aði um 17%. Mjög misjafnt er hvað foreldrar þurfa að greiða fyrir há- degisverðinn og munar allt að 39% á milli sveitarfélaganna. Hæst er gjaldið á Ísafirði, þar sem máltíðin kostar 450 krónur en lægsta gjald- ið er í Reykjavík eða 324 krónur. Á Akranesi er skólamáltíðin næst ódýrust og kostar 325 krónur, sem er 4% hækkun frá því í fyrra. Þegar skoðaður er heildarkostn- aður fyrir skóladagvistun með hress- ingu og hádegismat í skólum lands- ins er lægsta verðið í Skagafirði, 21.777 krónur á mánuði, en dýrasta er 56% hærri, eða 33.964 krónur í Garðabæ. Hjá Akraneskaupstað er heildarkostnaðurinn 26.880 krónur á mánuði og nam hækkunin þrem- ur prósentum á milli ára. Systkina- afsláttur er mjög misjafn eftir sveit- arfélögum. Afsláttur fyrir annað barn er frá 25% upp í 75% og af- sláttur fyrir þriðja barn frá 25% upp í 100%. Hjá Akraneskaupstað er veittur 50% afsláttur fyrir annað barn og 75% fyrir þriðja. grþ Á Akranesi hefur gjald fyrir staka máltíð í hádeginu hækkað um 4% frá því í fyrra. Máltíðin er samt sem áður næst ódýrust þar af fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Ljósm. Sigurður Arnar Sigurðsson. Þegar þér hentar á: www.skessuhorn.is Samfés á Vesturlandi. Breiðfirski trébáturinn Kári. Háskólasamfélagið. Skipavík í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.