Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Stjórnarkjör 2015 Samkvæmt lögum Stéttarfélags Vesturlands ber að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um kjör stjórnar. Þetta ár ber að kjósa í stjórn sem hér segir: Til 2ja ára: formann, ritara og 1. meðstjórnanda. Framboðslistum til stjórnarkjörs í Stéttarfélagi Vesturlands árið 2015, ásamt meðmælum a.m.k. 30 fullgildra félagsmanna, ber að skila á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Alþýðuhúsinu Sæunnargötu 2a, merkt formanni kjörstjórnar, Guðrúnu Helgu Andrésdóttur, fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 17. mars 2015. Hvert það framboð er gilt sem fram kemur innan þess tíma og hefur skriflegt samþykki þeirra sem framboðslistann skipa. Trúnaðarráð Stéttarfélags Vesturlands hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi lista vegna stjórnarkjörs 2015. Komi ekki fram fleiri listar teljast þeir sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir: Formaður: Signý Jóhannesdóttir, Kvíaholti 3, 310 Borgarnes, til 2ja ára Ritari: Baldur Jónsson, Borgarbraut 37, 310 Borgarnes, til 2ja ára 1. meðstj.: Jónína Heiðarsdóttir, Múlakoti, 311 Borgarnes, til 2ja ára Borgarnesi, 25. febrúar 2015 Kjörstjórn Stéttarfélags Vesturlands S K ES SU H O R N 2 01 5 Stéttarfélag Vesturlands auglýsir eftir skrifstofustjóra Stéttarfélag Vesturlands óskar að ráða skrifstofustjóra í tímabundið starf, allt að 14 mánuðum. Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki seinna en 1. júní nk. Aðalstöðvar félagsins eru í Borgarnesi en starfsstöðvar í Búðardal og á Innrimel í Hvalfjarðarsveit. Skrifstofustjóri skal meðal annars hafa umsjón með: fjármálum, innheimtu, bókhaldi, þjónustu félagsins, tölvu- og upplýsingakerfum, upplýsinga- og samskiptamálum við erlenda starfsmenn á félagssvæðinu og samskipti félagsins sem þarfnast tungumálakunnáttu. Einnig annast með formanni túlkun kjarasamninga, útgáfumál, heimasíðuskrif, fræðslumál, rekstur starfsstöðva félagsins og annað er varðar starfsemi stéttarfélagsins. Hæfniskröfur: Háskólamenntun eða önnur góð undirstöðumenntun, • sem nýtist í starfi. Tungumálakunnátta: enska/eitt norðurlandamál.• Reynsla á sviði stjórnunar, reksturs og bókhalds æskileg.• Kunnátta og reynsla í notkun hefðbundinna • upplýsingakerfa. Frumkvæði, sjálfstæði og leikni í framsetningu rit- og • talmáls. Færni í samskiptum og samvinnu.• Áhugi á starfsemi stéttarfélaga og hag félagsmanna • þeirra. Allar nánari upplýsingar veita Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands, símar: 430 0432 eða 894 9804, netfang: signy@stettvest.is og Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri, símar 430 0432 eða 860 2660, netfang: sjofn@stettvest.is . Umsóknum sem greina menntun, starfsreynslu og hæfni skal skila í síðasta lagi 24. mars 2015 til skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2 a, 310 Borgarnesi. SK E SS U H O R N 2 01 5 Íþróttahúsið við Vesturgötu Körfuknattleiksfélag Akraness 1. deild karla Fimmtudaginn 5. mars kl. 19:15 ÍA - Hamar Sunnudaginn 8. mars kl. 16:00 ÍA - KFÍ Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Lúkas kominn í Borgarnes Fyrir rétt rúmu ári hófu Sigurð- ur Már Sigmarsson neyðarflutn- ingamaður hjá sjúkraflutningun- um á Akranesi og Guðjón Hólm Gunnarsson aðstoðarvarðstjóri hjá Neyðarlínunni söfnun fyrir sjálf- virku hjartahnoðbretti til að hafa í sjúkrabílum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Skemmst er frá því að segja að söfnun þeirra félaga gekk vel og fékk glimrandi viðtökur. Þannig eru því hjartahnoðbretti komin í sjúkrabíla víða á Vestur- landi. En nú var röðin komin að Borgarnesi. Haukur Valsson, fé- lagi í Rótarýklúbbi Borgarness og sjúkraflutningamaður hjá HVE í Borgarnesi, hafði frumkvæði að því að leita til félaga sinna í Rótarý- klúbbi Borgarness og lagði til við þá að hafist yrði handa við söfnun fyrir hjartahnoðbretti til að hafa í sjúkrabílum HVE í Borgarnesi. Tóku Rótarýmenn vel í þá tillögu og frá desemberbyrjun hefur tek- ist að safna 2,7 milljónum króna til tækjakaupanna. Endurlífgunar- og hjartahnoðbrettið Lúkas var afhent á Rótarýdeginum í Hjálmakletti í Borgarnesi á laugardaginn. Það var Daníel Ingi Haraldsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness sem af- henti Ásgeiri Sæmundssyni sjúkra- flutningamanni HVE hjartahnoð- brettið. Ásgeir þakkaði fyrir hönd þeirra sem starfa á sjúkrabílunum, Rótarýmönnum og öðrum þeim sem komu að söfnuninni, kærlega fyrir hina góðu gjöf. Lúkas er alsjálfvirkt endurlífg- unar- og hjartahnoðtæki sem er í raun bretti sem er brugðið und- ir sjúkling og svo tæki smellt ofan á. Tækið stillir sig svo af og beitir hjartahnoði með réttum þrýstingi í eins langan tíma og með þarf. Oft þarf að beita hjartahnoði í langan tíma og þreytir það bráðaliða mjög enda þarf mikið átak eigi hnoðið að koma að gagni. Lúkas hjarta- hnoðbrettin hafa reynst mikil bú- bót fyrir sjúkraflutningamenn í öðrum bæjarfélögum á Vestur- landi og er að sögn Ásgeirs alger bylting í þeirra starfi. Með því að notast við hjartahnoðbrettin þarf ekki að hætta hnoði á meðan sjúk- lingur er fluttur á milli staða, inn og út úr sjúkrabílnum. Sömuleið- is geti bráðaliðar haldið áfram öðrum lífgunartilraunum á borð við öndunaraðstoð eða lyfjagjöf. Ásgeir segir að tækið sé lipurt og nett og þar sem pláss sé af skorn- um skammti í sjúkrabifreiðum þá sé gott að þurfa ekki lengur að hafa mann standandi við sjúkrabörurn- ar að beita hjartahnoði. Hægt sé að hafa Lúkas tengdan við rafmagn í bílahleðslutæki, eða notast við raf- hlöðu. Rótarýklúbbur Borgarness keypti einnig auka rafhlöðu svo að Lúkas kemur að miklu gagni í jafn víðfeðmu sveitarfélagi og Borgar- byggð. Nú eru sjö slík tæki kom- in í notkun í sjúkrabílum á Vest- urlandi og söfnun í Grundarfirði gengur með ágætum. eha Lúkas hjartahnoðbrettinu er smellt utan um sjúklinginn og svo stillir tækið sig sjálfvirkt af áður en það byrjar hnoðun. Sigurður Már Sigmarsson, Pétur Guðmundsson, Ásgeir Sæmundsson, Haukur Valsson, Unnsteinn Þorsteinsson, Þorgerður Erla Bjarnadóttir og Daníel Ingi Haraldsson þegar hjartahnoðtækið í Borgarnesi var afhent.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.