Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.iswww.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Skattframtöl / bókhald Öll almenn bókhaldsþjónusta og skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lilja Halldórsdóttir - Viðurkenndur bókari LH bókhald ehf LHbokhald@gmail.com Finndu okkur á facebook Upplýsingar í síma 571-7787 / 897-5144 SK ES SU H O R N 2 01 5 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Það var mikið fjör í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í síðustu viku þegar starfsmannafélag skólans stóð fyr- ir svokallaðri hrekkjaviku. Þá fengu starfsmenn það hlutverk að draga nafn einhvers vinnufélaga úr potti og kom þá í hlut hans að hrekkja samstarfsfélagann. Ekki mátti þó koma fram hver væri að hrekkja hvern sem skýrði mikið fjör í skól- anum þessa vikuna. Á meðfylgjandi mynd hafði einn óheppinn kennari verið hrekktur og öllu hans hafur- taski pakkað inn í plast í öfugt skrif- borðið viðkomandi til mikillar ar- mæðu. Þetta er þó allt gert í glensi og engir fóru varanlega illa út úr hrekkjum í sinn garð. Vikan endaði svo á að allir starfsmenn fóru út að borða saman og lyftu sér upp. Með- al hrekkja sem voru framkvæmd- ir má nefna „Post it“ miða á tölvu- skjám, breytt viðmót og stærð leturs í tölvum starfsmanna, lyklaborðum var vacumpakkað, hrísgrjón sett í jakkavasa og ótal margt fleira enda virtist hugmyndaauðgi starfsmanna vera yfir meðallagi þessa daga sem hrekkjavikan stóð yfir. tfk Á síðustu árum hef- ur umræðan um upp- byggilegt og skipulagt tómstunda- starf ungmenna verið áberandi. Oft- ar en ekki heyrir maður talað um tómstundir og forvarnir í sömu setn- ingu. Hér á ekki einungis við um vímuefnaforvarnir eða forvarnir hér og nú heldur hefur þetta áhrif þegar lengra líður á lífsferilinn. Það að eiga innihaldsríkar tómstundir og góða vini er mikilvægt fyrir alla. Það eykur félagsþroska og við finnum ákveðna vellíðan að tilheyra hópi. Á unglings- árunum er það vinahópurinn sem spilar mjög stóran þátt hvað varðar þróun á sjálfsmynd okkar. Við fáum öryggið frá vinunum og reynum eftir bestu getu að finna svarið við spurn- ingunni „hver er ég?“ Á þessum tíma eru flestir vinahópar sem fylgja ákveðnum stíl eða tísku. Þarna eru ungmennin að reyna að móta sig og finna hver þau eru og hvernig þeim líður best að vera. Ef við skoðum hugtakið tóm- stundastarf þá er það ansi margþætt. Það getur verið skipulögð starfsemi eins og íþróttaæfing, kór, tónlistar- skóli eða annað starf sem búið er að ákveða fyrirfram hvað verði gert. En það getur líka verið óskipulagt eins og að fara út að ganga eða lesa bók. Einnig er það ákveðið tómstunda- starf þegar vinirnir ákveða að hitt- ast upp í félagsmiðstöð einungis til þess að gera ekkert. Maður þarf ekk- ert alltaf að vera gera eitthvað. Hver hefur ekki lent í því að heyra „farið þið nú að gera eitthvað. Verið ekki alltaf að slæpast þetta. Þið verðið að hafa eitthvað fyrir stafni.“ En það að láta sér leiðast eða gera „ekkert“ með félögunum er bara mjög gott. Þeir hafa félagsskapinn frá hvor öðrum, spjalla saman um lífið og tilveruna en eru þó að gera þetta saman en ekki einir inn í herbergi á bakvið skjá- inn að gera „ekkert“. Það er nefni- lega alveg gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að byggja upp einhver tengsl við vinahópinn eða annað félagsstarf fyrir komandi ár, fullorðinsárin. Þá er mjög mikilvægt að geta skroppið út af heimilinu og hitt vinkonurnar í saumaklúbbnum, farið í veiði með félögunum, kóræfingu, fjallgöngu, leshring eða eitthvað annað sem veitir manni gleði og ánægju. Því svo þegar börnin manns eldast og fara að huga að því að flytja að heiman skap- ast mikill frítími fyrir okkur sjálf. Þegar starfsævinni lýkur mynd- ast oft mikið tómarúm hjá fólki. Hætta er á félagslegri einangrun og oft fylgir þunglyndi og depurð þegar fólk hefur ekki nein skilgreind hlut- verk lengur. Fólk lifir lengur en áður og þessi tími lengist. Þá er mikilvægt að hafa áhugamál eða innihaldsríkar tómstundir sem auka lífsgæði fólks. Rannsókn sem gerð var á þátttöku fólks í tómstundastarfi leiddi í ljós að þeir sem byrja snemma eða á miðri lifsleiðinni að stunda öflugt tóm- stundastarf eru líklegir til að halda því áfram fram á elliár. Eftir því sem einstaklingur eldist er erfiðara að taka upp nýja iðju. Tómstundir og forvarnir eru því ekki hugtök bundin æskunni eða unglingum. Tómstundir og forvarn- ir eiga við alla ævi. Harpa Jónsdóttir. Þessi þurfti að endurskipuleggja allt á skrifborðinu sínu eftir þessa meðferð. Hrekkjavika hjá starfsmönnum FSN Af hverju eru tómstundir og unglingar forvarnamál? Pennagrein „Akranes er þó ekki nema 11 sjómílur í burtu.” Þannig byrjaði ein af mörgum skemmtilegum fréttum Odds, fréttarit- ara Morgunblaðsins frá árinu 1966. Til- efni fréttarinnar var að nú væri bæjar- stjórinn, Björgvin Sæmundsson, búinn að láta gera skipulag nr. 1 fyrir Stór- Akranes og þess getið að von væri á skipulagi nr. 2, 3 og 4 síðar. Einnig kom fram að skipulagið væri miðað við „5000 íbúa aukningu“ eins og það var orðað í fréttinni. Mér hefur verið hugsað til þessar- ar skemmtilegu fréttar að undanförnu. Sérstaklega í því sambandi að ýmis- legt jákvætt er að gerast í mínum gamla heimabæ, þó að afar dapurleg frétt hafi borist einnig, þar á ég við kútter Sigur- fara og hugsanleg örlög hans. Í mínum huga á Akranes perlur tvær og jafnvel fleiri, sem hægt væri að gera að miklu aðdráttarafli ef rétt er á mál- um haldið. Þar á ég við Breiðina og Sementsreitinn ásamt því að taka aftur upp farþegasiglingar milli Akraness og Reykjavíkur. Fyrst má varpa þeirri hugmynd fram, að friða bróðurpartinn af Breiðinni og fjarlægja þar ýmis mannvirki, sem eiga þar ekki heima, svo sem olíutanka sem þar eru. Tilgangur með friðun væri sá að koma þar fyrir veglegu minnis- merki um alla þá sjómenn sem vitað er að farist hafa við Ísland. Það frumkvæði Hilmars Sigvaldasonar að opna Akra- nesvita almenningi sýnir að þessi stað- ur heillar og dregur fólk að allsstaðar að úr heiminum. Tveir vitar og veglegt minnismerki ásamt annarri starfsemi, sem við á í því sambandi, mundi aldeil- is koma þessum einstaka stað enn frek- ar á kortið. Í öðru lagi má benda á og taka und- ir það sem Einar J. Guðleifsson benti á í grein, sem hann skrifaði í Skessu- horn fyrir tæpu ári. Hann varpaði þar fram hugmynd um að gera fyrrum efn- isgeymslu Sementsverksmiðjunnar að safni, skapa þar aðstöðu til þess að vernda og endurbyggja skip og báta með menningarsögulegt gildi. Það mætti hugsa sér að henni yrði þannig breytt, að hægt yrði að sigla inn og út úr henni á flóði. Þar með sköpuðust möguleikar á að einkaaðilar, sem eiga gamla báta og hafa áhuga á að varðveita þá, gætu fengið þá þjónustu og aðstöðu sem þeir þurfa. Þannig yrði þetta lifandi safn og viðgerðarstaður. Síðan þyrfti að stuðla að því að koma á fót skipaverndunar- sjóði, sem mundi starfa á sambærilegum grundvelli og Minjavernd eða útvíkkun á hennar starfi. Mikið væri nú ánægu- legt eftir einhver ár að sjá, t.d. Kútter Sigurfara, Maríu Júlíu, sem þjónaði sem björgunarskip, varðskip og var fyrsti vís- ir að hafrannsóknaskipi á Íslandi, og t.d. Höfrung AK 91 á floti inn í þessu stóra og mikla húsi. En strax þyrfti að hefj- ast handa, taka það sem er nýtanlegt af þessum skipum og varðveita þar til end- urbygging þeirra gæti hafist. Erlendis er lögð áhersla á að sigla gömlum skipum og hafa þau í sjófæru standi. Víða njóta slík skip og bátar vissra tilslakana á opin- berum gjöldum með þeim skilyrðum að þeim sé aðeins siglt á sumrin. Slíkt safn og viðgerðarstaður mundi hafa mikið aðdráttarafl og strax í upphafi gæti þetta vera opið öllum til að sjá og fylgast með því sem þar færi fram. Í þriðja lagi mætti hugsa sér að gera samkomulag við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að taka upp sigling- ar með farþega á Sæbjörgu yfir sumar- ið milli Akraness og Reykjavíkur. Vegna fjárskorts hefur ekki verið hægt síðustu ár að nota skipið eins og áformað var í upphafi eftir að Landsbjörg eignað- ist það fyrir Slysavarnaskóla sjómanna. Tekjur, sem fengjust með því að fá skip- ið í þetta verkefni, hluta úr ári, mundu létta rekstur þess. Sæbjörg er 40 ára, gott skip, sem á eftir að endast um ókomin ár. Það mundi sóma sér vel í slíku viðbótar- hlutverki. Það var eftirsótt að sigla með því, þegar það hét Akraborg hér á árum áður, og ég er viss um að í dag mundu ferðamenn streyma um borð til að njóta þess að sigla yfir Sundið og sjá og skoða “Stór-Akranes”. Er ekki bara áætlun og skipulag nr. 2, 3 og 4 sem Oddur sagði að kæmi seinna komin fram? Nú þarf bara að hefjast handa af stórhug og bjartsýni í anda Þorgeirs heitins Jósefs- sonar sem sagði svo oft þegar eitthvað óvænt gerðist; „Þetta er nú svo alvana- legt góði minn.“ Viðar Vésteinsson Höfundur átti heima á Akranesi 1953-1989. Pennagrein „Er að furða þótt Geir verði litið yfir Sundið?“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.