Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 „Ég veit ekkert hvað ég verð lengi að þessu. Vonin er sú að þetta verði að einhverju leyti komið í stand fyrir sumarið en ég veit ekkert hvort það er raunhæft. Hingað til hef ég mest verið einn í að rífa innan úr hús- inu og laga. Það er líka gott að eiga pabba sem er húsasmiður og tengda- pabba sem er rafvirki. Þeir eru mér báðir innan handar við þetta, gefa hollráð og koma þegar ég þarf á þeim að halda. Gamlir vinir hafa svo komið hingað og hjálpað til dag og dag við að rífa innan úr húsinu. Ég tek næstum allt í burtu sem hef- ur verið gert síðustu 100 árin, inn- réttingar, gömul gólfefni, einhverja milliveggi, klæðningar og annað. Segja má að grindin ein standi eftir þegar ég verð búinn að rífa og byrja að smíða og endurnýja. Ég get þó notað ofnalagnir og eitthvað af raf- lögnum áfram og upprunalega gólf- ið á efri hæðinni verður eins og nýtt þegar búið verður að taka það í gegn, þar eru borð úr norskum trjám sem lifðu fyrir 200 árum eða svo.“ Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson stendur með kúbein milli handanna í gömlu húsi á Akra- nesi sem hann keypti í lok síðasta árs. Hann lítur upp. „Hér ætla ég að smíða vegg,“ segir Óli Palli og bend- ir. Þykir vænt um Akranes Það þarf ekki að kynna Óla Palla fyr- ir lesendum Skessuhorns og lands- mönnum öllum. Hann hefur um margra ára skeið sinnt þáttagerð í útvarpi og sjónvarpi. Borinn og barnfæddur Skagamaður. Þó hann sé löngu fluttur búferlum frá Akra- nesi þá heldur hann alltaf tryggð við bæinn enda á hann þar bæði foreldra og stóran frændgarð. „Ég var rosa- lega feginn þegar ég flutti héðan rétt rúmlega tvítugur og suður á sínum tíma en síðan eru liðin mörg ár. Mér fannst gott að geta farið út í búð í fjölmenninu syðra án þess að fólk þekkti mig. Ég hafði beðið lengi eftir því að fara héðan. Svo líður tíminn. Í dag finnst mér mjög gott að koma á Akranes. Mér þykir mjög vænt um þennan bæ. Akranes er einhvern veginn líflegra nú en oft áður. Mér finnst betri stemning en fyrr og ein- hvern veginn í loftinu að hún batni enn. Það hefur líka margt fólk flutt hingað aftur sem var farið héðan.“ Óli segir að það sé samt ekki á fyr- irsjáanlegri dagskrá að hann flytji aftur til Akraness. „Nei, það er nú ekki planið þó enginn viti sína ævi fyrr en öll er. Við fjölskyldan búum Fyrirtækið Vinir Hallarinnar sem hefur rekið Bíóhöllina á Akranesi og staðið fyrir fjölda viðburða þar í bæ um árabil verður nú að- ili að nýjum samningi um rekstur félagsheimilisins Hlégarðs í Mos- fellsbæ. Samstarfsaðili Vina Hall- arinnar verður umboðsskrifstofan Prime í Reykjavík. Á þriðjudaginn undirrituðu fulltrúar beggja fyrir- tækja rekstrarsamning við Mos- fellsbæ sem er eigandi Hlégarðs. Til að sinna þessu hafa Vinir Hallarinnar og umboðsskrifstof- an Prime stofnað sameiginlegt fé- lag sem heitir Hlégarður ehf. Félagsheimilið hefur staðið ónotað um nokkurt skeið. Unn- ið hefur verið að miklum endur- bótum bæði utanhúss sem innan. Því verður haldið áfram á þessu ári, meðal annars með því að end- urnýja eldhúsið. Með rekstrar- samningnum skuldbindur Hlé- garður ehf. sig til að standa fyr- ir að minnsta kosti tólf menning- arviðburðum af ýmsu tagi árlega í Hlégarði. Slíkir menningarvið- burðir geta verið leik- og listsýn- ingar, tónleikar, skemmtanir fyr- ir eldri borgara, opin kvöld fyrir framhaldsskólanemendur og aðr- ir svipaðir viðburðir. Með þessu vilja stjórnendur Mosfellsbæjar tryggja að Hlégarður verði áfram menningarhús Mosfellsbæjar. „Þetta er samningur sem við gerum til þriggja ára til að byrja með. Þá verður hann endur- skoðaður. Við leggjum til ýmsan tækjabúnað og sinnum ákveðn- um verkefnum fyrir bæjarfélagið. Til að byrja með förum við hægt í sakirnar á meðan við áttum okk- ur betur á þörfum íbúa Mosfells- bæjar. Síðan sjáum við fyrir okk- ur ýmiss konar veisluþjónustu, móttöku fyrir fyrirtæki og hópa og þess háttar til viðbótar við það sem höfum skuldbundið okkur til að gera samkvæmt samningnum. Það eru ýmsir möguleikar fyr- ir ákveðnum rekstrargrundvelli,“ segir Ísólfur Haraldsson fram- kvæmdastjóri Vina Hallarinnar við Skessuhorn. mþh Ísólfur Haraldsson og Vinir Hallarinnar skapa sér nú fótfestu í Mosfellsbæ með því að eiga aðild að rekstri hins fornfræga félagsheimilis Hlégarðs þar í bæ. Taka við rekstri Hlégarðs í Mosfellsbæ Konungur Rokklands tekur gamalt hús í fóstur suður í Hafnarfirði. En Akranes er minn heimabær,“ slær hann föstu. Hús í hjarta bæjarins Húsið sem Óli keypti í nóvember á síðasta ári stendur við Akratorg í sjálfu hjarta Akranesbæjar. Það er þekktast undir nafninu Sunnuhvoll en hefur númerið 33 við Skólabraut á opinberum skrám. Húsið hafði staðið autt um nokkurt árabil. Það var í eigu Íbúðalánasjóðs þegar Óli festi á því kaup. „Mig langaði til að eignast þetta hús. Ég sá að það stóð tómt og hafði þekkt fólk sem bjó hér og stundum komið hingað gegnum árin. Mér hefur alltaf fundist húsið fallegt og þótti synd að sjá það standa autt og grotna niður. Það var búið að vera til sölu í langan tíma þegar ég fór að sýna því áhuga.“ Óli segir að það hafi skipt öllu að húsið er á Akranesi, bænum þar hann fæddist og ólst upp. „Ég hefði ekki nennt að gera þetta ef húsið hefði til að mynd staðið í Borgarnesi skil- urðu, né Stykkishólmi eða einhvers staðar annars staðar. Það er vegna þess að þetta hús er hér á Akranesi og á þessum stað að ég geri þetta.“ Gamall bæjarhluti með aðdráttarafl En það var fleira sem mælti með því í huga Óla að eignast Sunnuhvol. „Staðsetningin hér við Akratorg- ið er sú besta hér í bænum. Hérna niðri í gamla bæjarhlutanum á Akra- nesi finnst mér að allir ættu að vilja búa. Hér er fullt af gömlum og fal- legum húsum og ég hef aldrei séð hús sem ekki er hægt að laga. Það er víða búið að rífa of mörg gömul hús eða þau fjarlægð með öðrum hætti til að byggja eitthvað annað og oftast ljótt í staðinn. Gamli Skaginn á að eiga hellings möguleika. Alls staðar í heiminum vill fólk búa við sjóinn, hafa útsýni yfir hafið, andað að sér hreinu sjávarloftinu og heyra í brim- inu. Hér á Akranesi er eins og all- ir sem á annað borð geti ráðið hvar þeir búa, vilji setjast að einhvers stað- ar uppi í Flóa, sem lengst frá sjónum. Kannski er það út af fýlunni sem er oft hérna frá hausaþurrkuninni niðri á Breið. Það getur vel verið. En ég hef mikla trú á þessu. Akratorgið er fallegt. Maður þarf ekki einu sinni að splæsa í jólatré því það er sett upp árlega beint fyrir utan stofuglugg- ann hér,“ segir Óli og bendir út um gluggann með útsýni yfir torgið. Hús með rúmlega aldarlanga sögu Sunnuhvoll stendur vissulega á góð- um stað við Skólabrautina. Í rúma öld hefur það verið ákveðinn og á sinn hátt áberandi hús í gömlu mið- bæjarmynd Akraness. Eins og með önnur gömul hús á Akranesi þá er saga þess samofin mannlífi og sögu bæjarfélagsins. Þegar Akranes fékk kaupstarréttindi 1942 hafði Sunnu- hvoll þegar staðið á sínum stað í 32 ár. „Þetta hús var byggt 1910 og er því 105 ára gamalt á þessu ári. Hér hefur fjöldi fólks átt heima í gegnum tíðina. Sumir hafa sett sig í samband við mig eftir að ég keypti húsið. Ég er svona smám saman að kynna mér sögu hússins og átta mig bet- ur á henni. En ég finn að fólk sem er á lífi í dag og á taugar til húss- ins þykir mjög gott að vita til þess að einhver sé að sýna því áhuga og vilji koma því til vegs og virðingar á ný. Sunnuhvoll á marga vini og vel- unnara.“ Óli segir frá því að í Sunnuhvoli hafi til að mynda búið klæðskeri til lengri tíma. „Hann vann hér og sneið og saumaði í viðbyggingu við húsið og svo niðri í kjallara sem er undir öllu húsinu. Sigurður skó- smiður sem enn býr hér á Akranesi átti líka heima hér. Hann gerði ým- islegt til endurbóta fyrir húsið fyr- ir um 25 árum síðan. Ég hef aðeins verið í sambandi við hann og feng- ið upplýsingar. Sigurður klæddi það að utan, skipti um glugga og fleira. Ég læt þá glugga halda sér enda eru þeir ófúnir. Húsið hefur hins veg- ar alltaf verið illa einangrað, reynd- ar eiginlega aðeins að hluta til. Það var til dæmis engin einangrun á efri hæðinni og í þakinu. Ég hef verið að bæta úr þessu undanfarið. En burð- arvirki hússins er mjög heilt, enginn fúi eða neitt, líklega vegna þess að það var óeinangrað og óþétt. Þann- ig séð er þetta að mörgu leyti gott hús.“ Hvíld að vinna í Sunnuhvoli Það er mikil vinna að ráðast í endur- bætur á gömlu húsi. „Ég hef verið hér í öllum frístundum sem ég hef átt síðan ég keypti húsið í nóvember. Ég átti smá sumarfrí inni á Ríkisút- varpinu frá því í fyrra og hef verið að taka einn og einn dag af því. Þá kem ég hingað upp á Skaga síðdegis eftir vinnudag og vinn hér fram á kvöld og gisti hjá mömmu og pabba hér á Akranesi. Síðan næ ég næsta degi heilum hér í húsinu með því að taka út frídag. Svo er ég hér allar helgar. Það hitti líka svo vel á að þátturinn Rokkland sem ég er búinn að vera með í mörg ár var settur í fjögurra mánaða frí nú í nóvember. Fríið frá Rokklandinu smellpassaði við þetta verkefni hér og gefur mér meira svigrúm en ella.“ Vinnan í húsinu er ákveðið frí og sálubót frá erli dagsins í útvarpshús- inu í Reykjavík. „Ég er einn með sjálfum mér. Sumir halda að þegar maður er fjölmiðlamaður sérhæfð- ur í músík geri maður ekki annað en sitja og hlusta á tónlist og spila plöt- ur alla daga en það er ekki svo. Þeg- ar maður er í vinnunni fer megnið af tímanum í að svara síma, skrifa tölvupósta, vera á fundum og þess háttar. Hérna þegar ég er að vinna í húsinu gefst mér hins vegar gott tækifæri og friður til að hlusta á tón- list, spá og spekúlera. Þetta smell- passar alveg.“ Vill skapa gistiheimili En fyrst að Óli og fjölskylda sjá ekki fyrir sér að flytja upp á Akra- nes, hvað ætlar hann þá að gera við Sunnhvol þegar hann verður búinn að gera húsið upp? „Ég sé fyrir með að leigja húsið út fyrir eins konar heimagistingu hér við Akratorgið. Ef það gengur ekki einhverra hluta vegna þá má allt- af leigja húsið út til almennra nota eða jafnvel selja það. En þetta er fal- legt hús á besta stað í bænum. Þegar búið verður að klæða það að utan og endurnýja að innan þá verður þetta eins og nýtt hús. Ég er ekkert með dollaramerkin í augunum sjáandi fyrir mér einhvern svaka bisness í að hafa keypt þetta hús og eiga það eft- ir að það hefur verið gert upp. Þetta verða nú ekki nema þrjú herbergi sem hægt verður að leigja og svo er eldunaraðstaða og annað. Hins veg- ar held ég að þetta eigi eftir að geta borið sig, það er að fólk vilji gista í svona húsi hér á þessum stað í bæn- um,“ segir Óli Palli að lokum. mþh Skrúðganga með börnum, lúðrasveit og skátum gengur fánum prýdd upp Skólabraut áður en gatan var steypt. Gula húsið með rauða þakinu er Sunnuhvoll. Til hægri á myndinni sést svo í húsið Vegamót (Skólabraut 35). Fjær má svo sjá glitta í gamla íþróttahúsið sem stóð við Laugarbraut. Sennilega er myndin tekin um 1960, líklega á 17. júní eða sumardaginn fyrsta. Ljósm. Jóhannes Gunnarsson/ Ljósmyndasafn Akraness Óli Palli ásamt Guðmundi Jóni Hafsteinssyni æskuvini sínum þar sem þeir félagar voru staddir við að rífa innan úr Sunnuhvoli í síðustu viku. Óli Palli á Akratorgi með Sunnuhvol í baksýn. Húsið er 105 ára gamalt og gengur nú í endurnýjun lífdaga.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.