Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Skoða að efla tengsl ungmennaráðs AKRANES: Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum síðast- liðinn fimmtudag að fela bæjar- stjóra að útfæra nánar hvernig efla megi tengsl ungmennaráðs og stjórnsýslunnar á Akranesi, sérstaklega í málum sem snerta ungmennin beint. Tilefni sam- þykktarinnar var að bæjar- stjórnarfundur unga fólksins 18. nóvember síðastliðinn skor- aði á bæjarráð að skoða í fullri alvöru að veita ungu fólki að- komu að nefndum bæjarins sem áheyrnarfulltrúum með tillögu- rétt. Í tilefni þessa mættu á fund bæjarráðs Sindri Snær Alfreðs- son, formaður ungmennaráðs og Anna Mínerva Kristinsdóttir varaformaður. –þá Umferð drógst saman LANDIÐ: Umferðin á völdum mælipunktum á hringveginum dróst saman um fimm prósent í febrúar miðað við sama mán- uð í fyrra. Á vef Vegagerðar- innar segir að fara þurfi aftur til ársins 2010 til að finna viðlíka samdrátt. Umferðin í nýliðnum febrúar reyndist einnig minni en í febrúar 2013. Mestu munar um mikinn samdrátt á umferð- armestu svæðum landsins, en mestur mældist samdrátturinn um Suðurland eða 6%. Aukn- ing varð aftur á móti um Norð- ur- og Austurland. Miðað við tvo fyrstu mánuði ársins hef- ur umferðin dregist saman um 2,6%, miðað við sama árstíma á síðasta ári. Mest hefur umferð- in dregist saman um Suðurland eða um 3,5%, en aftur á móti hefur orðið mikil aukning um Austurland eða um 7,7%. Það svæði hefur lítið vægi í heildar- umferðinni á landinu öllu, segir á vef Vegagerðarinnar. –þá Björgvin í stað Hjördísar HVALFJ.SV: Hjördís Stefáns- dóttir hefur óskað eftir lausn frá störfum sem fulltrúi Hvalfjarð- arsveitar í stjórn SSV. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveit- ar í síðustu viku var lagt fram erindi hennar um það. Sveit- arstjórn samþykkti að tilnefna Björgvin Helgason sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í stjórn SSV og Ásu Helgadóttur varamann. –þá Kaupstaðurinn kaupir málverk af Baska AKRANES: Á fundi bæjarráðs Akraness síðastliðinn fimmtu- dag var tekið fyrir erindi frá Bjarna Skúla Ketilssyni, Baska, þar sem hann býður Akranes- kaupstað málverkið „Þrett- ándinn á malarvellinum“ til kaups. Bæjarráð samþykkti að kaupa málverkið og fól bæjar- stjóra að ganga frá kaupunum. Fjárhæðinni, 216.000 krónum, verður ráðstafað af liðnum óviss útgjöld. –þá Átta þúsund án atvinnu á landinu LANDIÐ: Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 186.400 á aldrin- um 16-74 ára á vinnumark- aði í janúar 2015, sem jafn- gildir 80,3% atvinnuþátt- töku. Af þeim voru 178.200 starfandi og 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. Samanburð- ur mælinga í janúar 2014 og 2015 sýnir að þátttaka fólks á vinnumarkaði jókst um eitt prósentustig og fjölgun vinnuaflsins var um 5.000 manns. Starfandi fólki fjölg- aði um 9.200 manns og hlut- fallið jókst um þrjú pró- sentustig. Atvinnulausum fækkaði um 4.300 manns og hlutfall atvinnuleysis minnk- aði um 2,5 stig. –mm Þríhliða viðræður um landfyllingu AKRANES: Á fundi bæjar- ráðs Akraness síðastliðinn fimmtudag var kynnt svar- bréf Faxaflóahafna vegna óska um viðræður vegna um- fangsmikillar landfyllingar við Akraneshöfn sem greint hefur verið frá í Skessu- horni. Verkið tengist mikl- um uppbyggingaráformum HB Granda á Akranesi. Gert er ráð fyrir að landfylling- in taki yfir sex til sjö hekt- ara lands (jafngildir tæplega níu fótboltavöllum). Áætlað er að gerð landfyllingarinnar muni kosta um eða yfir tvo milljarða króna. Faxaflóa- hafnir samþykktu ósk Akra- neskaupstaðar um að hefja þríhliða viðræður Faxaflóa- hafna, Akraneskaupstaðar og HB Granda vegna verk- efnisins. –þá Við Lyngholt í Hvalfjarðarsveit varð bílvelta síðasta þriðjudag. Beita þurfti klippum á bílinn. Ljósm. jvv. Meiðsli á fólki í fjórum umferðaróhöppum Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vest- urlandi í liðinni viku. Þar af urðu fjögur umferðarslys; við Dýrastaði og Fornahvamm í Norðurárdal, við Lyngholt í Hvalfjarðarsveit og við Skriðuland í Saurbæ í Döl- um. Meiðsli urðu á fólki í þessum óhöppum en flest minniháttar. Á föstudag gerðist það við Dýrastaði að ökumaður á suðurleið þurfti að víkja út í kant vegna bifreið- ar sem vikið var illa við mætingu. Lenti bifreiðin þá í snjóruðningi og við það missti ökumaður stjórn á bílnum sem að fór útaf og valt heilan hring og hafnaði á hjólun- um. Ökumaður slapp með skrám- ur og þakkaði það notkun örygg- isbeltis. Daginn áður hafði svipað verið uppi á teningnum við Forn- ahvamm, bifreiðar að mætast og annarri vikið illa. Missti ökumaður hinnar bifreiðarinnar bíl sinn útaf eftir að hafa lent út í snjóruðningi. Ökumaður og farþegi voru flutt á heilsugæslustöðina í Borgarnesi til skoðunar. Við Skriðuland í Saurbæ í Dala- byggð fauk fulllestaður flutninga- bíll með aftanívagni útaf í óveðri aðfaranótt síðastliðins miðviku- dags er hann fékk öfluga vindhviðu á sig. Krapi var einnig á veginum. Ökumaðurinn hlaut höfuðhögg þegar stýrishúsið skall á vagninum og var fluttur á heilsugæslustöð- ina í Búðardal til skoðunar. Brjóta þurfti rúðu í stýrishúsinu til að ná ökumanninum út. Um tíu tíma tók að ná bifreiðinni upp á veg- inn og var Vestfjarðavegur lokaður um tíma á meðan. Starfsmenn KM þjónustunnar og fleiri komu að björgun tækjanna. Bíllinn var mik- ið skemmdur og var sluttur burtu á tengivagni. Annar bíll sótti svo aft- anívagninn. Bílvelta varð síðdegis þriðjudag- inn 24. febrúar við Lyngholt í Hval- fjarðarsveit og beita þurfti klippum á bílinn til að ná ökumanninum út. Ökumaðurinn hlaut sár á höfði og farþegi meiddist á hendi. Var fólk- ið flutt á sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar og aðhlynningar. Öku- maður hlaut sár á höfði og farþegi meiddist á hendi. Þá fékk maður sem var að störf- um í grjótnámu nærri Grundar- tanga grjót á sig og hlaut opið fót- brot. Var maðurinn fluttur á sjúkra- hús í Reykjavík. Tveir ökumenn voru teknir fyr- ir akstur undir áhrifum fíkniefna og einn fyrir ölvun við akstur í liðinni viku. þá/mm Flutningabíllinn sem fór útaf við Skriðuland í Saurbæ aðfararnótt sl. miðvikudags. Ljósm. kik.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.