Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Loðnuvertíðin gengur vel AKRANES: „Það er full vinnsla í fiskimjölsverksmiðj- unni hjá okkur hér á Akranesi. Það sem af er vertíð höfum við tekið á móti 12 þúsund tonnum af hráefni. Veiðarnar ganga vel. Faxi RE tók fullfermi í tveimur köstum sem hann er nú að landa á Vopnafirði. Í nótt eða fyrra- málið eigum við von á Ingunni eða Lundey til löndunar hér á Akranesi. Jafnvel gæti farið svo að bæði skip kæmu hingað. Ing- unn er í dag að fiska ásamt fleiri skipum út af Ölfusárósum. Ann- ars hafa flest skipin verið vestur af Reykjanesi undanfarna sólar- hringa,“ segir Almar Sigurjóns- son rekstrarstjóri fiskimjöls- verksmiðja HB Granda þegar rætt var við hann í gær. Almar segir að unnist hafi bæði hratt og örugglega úr þeirri loðnu sem hafi borist til Akraness. Öll hjól snúast á fullu. „Hráefnið er ferskt og afurðin sömuleið- is. Það er hrognavinnsla á Akra- nesi og bæði frysting og hrogn á Vopnafirði. Síðan eru fiski- mjölsverksmiðjurnar keyrðar bæði hér á Akranesi og Vopna- firði.“ -mþh Gríðarleg fjölg- un ferðamanna í janúar LANDIÐ: Gistinætur á hót- elum landsins í janúar voru 161.400 sem er 35% aukning miðað við janúar 2014. Gisti- nætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 41% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölg- aði hins vegar um 3%. Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. Næst- flestar voru gistinætur á Suð- urlandi eða um 15.900. Á sam- anlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarðar voru 5.190 gisting- ar í mánuðinum. Erlendir gest- ir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar 59.700, Bandaríkja- menn með 25.500, og Þjóðverj- ar með 7.700 gistinætur. -mm Nú er mikilvægara en oftast áður að stuðningsfólk karlaliðanna af Vest- urlandi í Dominosdeildinni í körfu- bolta, Skallagríms og Snæfells, styðji vel við lið sín. Bæði lið eru að spila á heimavelli annað kvöld, fimmtu- dagskvöld. Sunnanáttir eru í kortunum næstu daga. Á fimmtudag er spáð hvassri suðvestanátt og éljum en að létti til á austanverðu landinu. Frostlaust með suðurströndinni og á Austfjörð- um annars hiti í kringum frostmark. Á föstudag er útlit fyrir suðaust- an storm með slyddu eða rigningu, einkum sunnan- og vestanlands og kólnandi þegar líður að kvöldi. Á laugardag og sunnudag er síðan spáð suðvestan hvassviðri og jafn- vel stormi með éljum en úrkomulítið NA-lands. Frost víða 0 til 6 stig. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvernig sjónvarpsefni finnst þér útsending frá Edduverðlaun- um?“ Langflestum líkaði ekki það efni, „afleitt“ sögðu 39,96% og „frek- ar slappt“ 32,45%. „Þokkalega gott“ var svar 12,8%, „frábært“ 3,53% og 11.26% höfðu ekki skoðun á því eða sáu ekki téða útsendingu. Í þessari viku er spurt: Í hvaða málaflokk er brýnast að auka fjárveitingar ríkissjóðs? Áhugaleikfélög og menningarfélög af ýmsu tagi eru víða og að gera frá- bæra hluti. Aðdáunarvert að á þess- um tímum gefi fólk sér ómældan tíma til æfinga og uppsetningar á leikverkum, söng, bókahátíðum og annarri skemmtan til að auka gæði og flóru menningar á svæði okkar. Nefna má metnaðarfulla sýningu nemenda Grundaskóla á Akranesi, Gleðileika í Borgarnesi, nýafstaðna bókmenntahátíð í Hólminum, frum- sýningar um næstu helgi í Lyng- brekku og Landnámssetri, sýningar MAR í Frystiklefanum í Rifi og m.m. fleira. Fórnfúst fólk á menningarsviði er Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Ríkiskaup hafa auglýst eftir upp- lýsingum er tengjast áformum um hringtengingu ljósleiðara á Snæ- fellsnesi. Í fyrsta áfanga er kall- að eftir upplýsingum með það að markmiði að kanna sannanleg áform markaðsaðila um eigin upp- byggingu og rekstur á markaðs- legum forsendum á næstu þrem- ur árum. Ef engar sannanlegar og ábyggilegar upplýsingar um slík áform berast þá hyggst fjarskipta- sjóður veita styrk til umrædds verk- Ægir Þór Þórsson, leiðsögumað- ur í Vatnshelli á Snæfellsnesi, er auk vinnu sinnar félagi í björgun- arsveitinni Lífsbjörg í Snæfellsbæ. Ægir Þór kveðst hafa verið við vinnu sína í Vatnshelli á laugar- daginn og þar hafi verið töluverð umferð ferðafólks. „Til mín kom spænskt par sem var uppgefið og rennandi blautt. Vatnshellir er ná- lægt Djúpalónssandi sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna á Snæfellsnesi. Þetta unga par hafði staðið í fjörunni þegar alda greip þau og dró stúlkuna út að minnsta kosti yfir eina öldu. Maður hennar vinnur sem strandvörður á Spáni. Fór hann á eftir henni og náði með erfiðismunum að koma henni í land enda öldugangurinn með meira móti þessa dagana,“ segir Ægir Þór. Hann segir að parið hafi þurrkað sig í hellinum og skipt um föt, auk þess að jafna sig nokkuð eftir þennan mikla og erfiða sund- sprett. Hélt síðan áfram för sinni. „Maðurinn hafði á orði að hann hefði aldrei séð aðstæður sem þess- ar þar sem þessar risa-öldur virtust birtast úr engu, eitthvað sem hann þekkir ekki frá heimalandi sínu. Taldi hann sig þarna vera á örugg- um stað. Það er eflaust vegna þess hve sjórinn dýpkar snögglega rétt fyrir utan sem öldurnar rísa svona snögglega,“ segir Ægir Þór. Hann ákvað eftir að síðasti hóp- urinn var farinn úr Vatnshelli á laugardaginn að kíkja á aðstæður á Djúpalónssandi og sjá þær með eigin augum. „Þá sé ég annað par sem stendur í fjörunni. Ekki leið nema um mínúta frá því ég kom á staðinn þar til sjórinn greip þau einnig,“ segir hann. Ægir Þór tók myndir á símann sinn en hann seg- ir að litlu hafi mátt muna að þau gætu ekki staðið upp áður en næsta alda kom aðvífandi, enda erfitt að fóta sig í mölinni sem skríður fram og til baka með öldunum. „Það fór þó vel hjá þeim þar sem þau kom- ust mjög fljótlega upp úr flæðar- málinu.“ Ægir Þór segir að merk- ingar séu á svæðinu, en ljóst er að þær eru ófullnægjandi. mm Áform um hringtengingu ljósleiðara á Snæfellsnesi efnis. Snæfellsnes er tengt landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðara- tengingu. Til að auka öryggi fjar- skipta á Snæfellsnesi er fyrirhugað að tvöfalda tenginguna með ljós- leiðarastrengjum sem færu aðra leið en núverandi strengir þann- ig að til verði hringtenging. Bil- un í streng við Haffjarðará í lok síðasta árs, sem olli sambandsleysi vítt og breitt um Snæfellsnes, kall- aði á hörð viðbrögð, meðal annars frá forsvarsmönnum sveitarfélaga á svæðinu. Þeir sætta sig ekki við að atvinnulíf geti lamast og fjölmiðlar og ýmis þjónusta liggi niðri sökum þess að kerfið sé ekki nógu traust. Í umræddir auglýsingu Ríkis- kaupa er auglýst eftir annars veg- ar aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á tvöföldun ljósleið- aratenginga á Snæfellsnesi á næstu þremur árum, eða hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og reka til framtíðar tvöföldunina með opinberum stuðningi, komi til þess að enginn ætli að gera það án opinbers stuðnings. Aðil- ar sem óska eftir opinberum stuðn- ingi skulu uppfylla tilteknar kröf- ur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raun- hæfa verkáætlun og fleira. Tvöföld- unin skal tengja saman símstöðvar frá Hörðubóli í Dölum til Stykkis- hólms. Leið ljósleiðarastrengs skal vera um láglendi og nærri þjóðveg- um á leiðinni. Í auglýsingunni seg- ir einnig að nýta skuli hagkvæma samlegð með öðrum fyrirhuguðum jarðvinnu- og veituframkvæmd- um á leið nýja ljósleiðarastrengs- ins. Verkinu skal lokið eigi síðar en árið 2016 og helst árið 2015 sé þess kostur. Ljósleiðarakerfið skal þannig byggt að einnig verði hægt að nota það til að tengja með ljós- leiðara heimili og fyrirtæki sem eru á leið strengsins, þótt tenging við slíka staði sé ekki hluti þessarar tvö- földunar. þá Ferðamenn hætt komnir í ölduróti á Djúpalónssandi Ægir Þór segir að aðvaranir á skiltum við Djúpalónssand þurfi að vera ákveðnari. Þar segir lítið sem ekkert um þá hættu að öldurnar geta gripið fólk með þessum hætti. Þar er helst bent á að ekki skuli synda í sjónum og þess háttar. Par erlendra ferðamanna í flæðarmálinu á Djúpalónssandi. Skömmu eftir að myndin var tekin þreif aldan þau með sér út og mátti litlu muna að fólkið kæmist ekki í land að nýju. Fólkið berst við að komast upp á þurrt land að nýju. Faxi RE bíður löndunar í Akraneshöfn árla morguns í síðustu viku.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.