Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Í nóvember síðastliðnum var haldin fræðsla fyrir foreldra í Þorpinu á Akranesi. Markmið- ið var að efla foreldrana til að ræða við börnin sín um mikil- væga hluti eins og kynlíf og sam- félagsmiðla. Þetta heppnað- ist mjög vel þar sem frístunda- ráðgjafar voru með fyrirlestur um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna og Sigga Dögg kynfræðingur sló í gegn með áhugaverðum umræðum um kynlíf, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur. Slík fræðsla varð- ar alla foreldra þar sem hún snýr að þeim málefnum sem brenna á börnum og ungmennum í dag. Það er nauðsynlegt að foreldr- ar þori að taka umræðuna við börnin sín þegar þau koma með spurningar um þessa hluti. Börn- in vilja fá fræðslu og þá fyrst og fremst frá foreldrum sínum eða öðrum fullorðnum aðila sem þau treysta. Auðvitað er mikilvægt að skólinn veiti kynfræðslu og er misjafnt eftir skólum hversu mik- il áhersla er lögð á slíka fræðslu. Oft vakna frekari spurningar hjá börnum eftir kynfræðslutíma í skólanum og þá er gott að for- eldrarnir séu tilbúnir að svara og að geta rætt málin við þau á jafningjagrundvelli. Til að stuðla að kynheilbrigði barna og ung- menna verða foreldrar einnig að vera í stakk búnir að hefja sam- ræðurnar og gefa sér tíma til að ræða málin við þau. Ef börn fá ekki svör frá áreiðanlegum full- orðnum einstaklingum eru þau líklegri til að leita sér svara á ver- aldarvefnum. Það er eitthvað sem við ættum að reyna að koma í veg fyrir þar sem hver sem er get- ur sett hvað sem er á internetið. Tæknin er orðin svo gríðaleg og margir foreldrar gera sér oft ekki grein fyrir hversu stórt hlutverk hún spilar í daglegu lífi barna. Á internetinu má finna ýmislegt óæskilegt og því ber að fylgjast vel með hvað börnin eru að skoða og gera þar. Lang flest börn og ungmenni nú til dags nota Fa- cebook, Snapchat og fleiri sam- félagsmiðla mikið á hverjum ein- asta degi. Þessir miðlar eru not- aðir til að senda allskyns myndir og skrifa hin ýmsu innlegg. Mik- ilvægt er að brýna fyrir börnum að um leið og eitthvað er sett á netið þá er það þar og það verð- ur ekki tekið til baka. Það má því segja að internetið hafi sínar dökku hliðar þó að það hafi haft margt jákvætt í för með sér. Sem starfsmaður í frístunda- miðstöð get ég með sanni sagt að börnin þurfa að hafa góðar fyr- irmyndir sem þau geta talað við. Við megum ekki gera ráð fyrir að þau viti hluti sem fullorðna fólk- inu finnst sjálfsagt að vita. Sam- ræður foreldra og barna eru lík- lega ein öflugasta forvörnin og það mun skila sér í ábyrgari hegð- un barnanna á unglingsárum. Jensína Kjerúlf Kristinsdóttir Nýjasta útspil sjávarútvegsráð- herra, að hann treysti sér ekki til að leggja fram nýtt fiskveiðstjór- nunarfrumvarp sökum ósam- komulags á milli stjórnarflokk- anna, hefur vakið mikla athygli þjóðarinnar og kristallast þar sá mikli ágreiningur sem ríkir um eignarhald og ráðstöfunarrétt á þessari sameiginlegu sjávarauð- lind landsmanna. Þegar byrjað er að ræða um kvótakerfið svokallaða lokast oft- ar en ekki eyru þeirra sem ekki hafa beina hagsmuni af sjávar- útvegi og mörgum þykir mál- ið flókið og illskiljanlegt. Erf- itt reynist að keppa við þá miklu áróðursmaskínu sem samtök í sjávarútvegi setja jafnan í gang þegar þeim þykir sínum hags- munum ógnað og gleymist seint sú herferð og heimsendaspá sem lýst var yfir af LÍÚ á síðasta kjör- tímabili þegar reynt var að bylta kvótakerfinu. Dóttir mín ráðlagði mér að nálgast umræðuna um sjávarút- vegsmál á sem auðskiljanlegastan hátt svo ungt fólk gerði sér bet- ur grein fyrir því út á hvað það gengi að breyta kvótakerfinu. Meginatriðin eru að tryggja at- vinnurétt og afnot komandi kyn- slóða af sjávarauðlindinni með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér til þjóðarinnar. Nýting fiskimiðanna Ágreiningur innan stjórnarflokk- anna virðist fyrst og fremst snú- ast um það hver eigi að fara með eignarhald á nýtingu fiskimiðanna – útgerðirnar eða ríkið fyrir hönd þjóðarinnar. Þau drög að nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi sem kynnt voru fyrir okkur í stjórnar- andstöðunni í haust gengu út á það að gerðir yrðu samningar til 23 ára með óbreyttu hlutfalli til byggðaráðstafana, ekkert var þar tekið á meiri möguleikum til ný- liðunar með öflugum leigupotti ríkisins né byggðafestu aflaheim- ilda svo eitthvað sé nefnt. Í raun- inni var verið að njörva núver- andi kerfi niður óbreytt um aldur og ævi og nýrri ríkisstjórn í raun gert ókleift að gera breyting- ar á kvótakerfinu þótt hún fengi til þess nægan þingstyrk í næstu kosningum. Þess vegna hef ég sagt það að ég gráti það ekki að ríkisstjórninni hafi ekki tekist að ná samstöðu um að leggja þetta óláns frumvarp fram og stjórn- arandstaðan hefur mér vitanlega ekki fengið nein tækifæri til að hafa áhrif á efni þess. Stjórnarliðar hafa látið að því liggja að það sé vegna andstöðu stjórnarandstöðunnar sem hætt hafi verið við að leggja frumvarp- ið fram á þessu vorþingi. Þetta lýsir best vandræðaganginum á stjórnarheimilinu þessa dagana þegar hvert málið á fætur öðru er í uppnámi. Umræðan um veiðigjöld og breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu eru tvö aðskilin mál að mínu mati. Það má með sanni segja að það þarf að nálgast það verkefni að ná auðlindarentu út úr sjávarútvegi með jafnræði í huga og með sem gagnsæjust- um og skilvirkustum hætti. Þau veiðigjöld sem urðu að lögum árið 2010 hafa ekki náð tilgangi sínum sem skyldi þar sem ekki hefur tekist að fá þær upplýsingar sem til þurfti til að álagning yrði rétt. Mismunandi álagning Ég tel rétt að skoða mismunandi álagningu eftir útgerðarflokkum, einhvers konar þrepaskipta álagn- ingu, þar sem brugðist væri við erfiðleikum minni útgerða við að standa undir þeim veiðigjöldum sem þær búa við í dag. En í mín- um huga er það knýjandi réttlæt- ismál að breyta sjálfu fiskveiði- stjórnarkerfinu áður en krafan um eignarétt útgerðarinnar verð- ur enn háværari í valdablokkum landsins bæði í fjármálageiranum og hjá stórútgerðinni. Afleiðingum hagræðing- ar í sjávarútvegi má skipta í þrjá flokka á landsvísu: Þau byggðarlög sem hagn-1. ast hafa á samþjöppun í greininni og njóta í núinu mikilla tekna og stöðugrar atvinnu. Þau sjávarpláss þar sem 2. eru minni sjávarútvegs- og fjölskyldufyrirtæki og þar sem ekkert má út af bera svo allt fari ekki á hliðina og atvinnuöryggið fari í uppnám. Hinar svokölluðu „brot-3. hættu byggðir“ sem Byggðastofnun hefur ver- ið að vinna með. Þeirra á meðal eru mörg minni sjávarpláss sem eru í gíf- urlegum vanda eftir að fiskveiðiheimildirnar hafa verið fluttar á brott og lífs- björgin í raun tekin frá öll- um íbúum þessara staða. Þar býr fólk ekki við bú- setuöryggi lengur og byggðarlagið hefur verið gjaldfellt á einu bretti. Ég treysti ekki núverandi ríkis- stjórn fyrir ásættanlegum breyt- ingum á fiskveiðistjórnarkerfinu en ég geri mér líka fulla grein fyr- ir því að ef nást eiga fram breyt- ingar á núverandi kerfi verða all- ir að slá eitthvað af sínum ítrustu kröfum, annars festist núverandi kerfi bara enn frekar í sessi. Sátt- in á ekki bara að ná til hagsmuna- aðila í sjávarútvegi heldur líka til fólksins í landinu með tryggara atvinnuöryggi og í eflingu byggða ásamt rétti komandi kynslóða til atvinnufrelsis og að skýrt eigna- réttarákvæði á sjávarauðlindinni verði sett í stjórnarskrá. Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höf. er alþingismaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. Ritari.is er ungt sprotafyrirtæki til húsa við Stillholt á Akranesi. Það býður upp á heildarlausnir í skrif- stofumálum, svo sem ritaraþjón- ustu, símsvörun, úthringingar, bók- haldsþjónustu og stofnun og rekst- ur fyrirtækja. Á heimasíðu fyrir- tækisins segir að Ritari.is vilji starfa með fyrirtækjum og rekstraraðilum sem leiti leiða til að ná fram hag- ræðingu og hagkvæmni í rekstri. Þannig geti t.d. verið hagkvæm- ara að fá Ritara til að svara í sím- ann heldur en ráða sérstakan starfs- mann í viðkomandi fyrirtæki til þess. Smám saman hefur starfsem- in verið að aukast í Ritara.is og nú síðast bættist Orange Project í hóp viðskiptavina þegar það samdi við Ritara um ritara- og símsvörunar- þjónustu. „Samstarfið felst í því að Ritari.is mun sjá um símsvörun og bókunarþjónustu ásamt öðrum rit- arastörfum sem til falla og óskað er eftir af þeim fyrirtækjum sem eru innan veggja Orange Project,“ seg- ir Ingibjörg Valdimarsdóttir fram- kvæmdastjóri Ritari.is Orange Project býður m.a. upp á skrifstofurými til leigu, lögfræði- þjónustu, bókhaldsþjónustu og rit- araþjónustu. „Með því að fara í samstarf með Ritara þá er verið að tryggja að ritaraþjónustan sé ávallt sinnt af fagmönnum á meðan við- skiptavinirnir geta einbeitt sér að kjarnastarfsemi fyrirtækis síns,“ segir Tómas H Ragnars fram- kvæmdastjóri Orange Project. mm Við hjónin að Vestur- götu 17 vorum boð- uð á fund bæjarráðs 29. janúar síðastliðinn til að gera grein fyrir okkar afstöðu til hausaþurrkunar Laugafisks. Það er með okkur eins og svo marga að það er ekki auðvelt að tjá sig um þessi mál, sem tengjast svo náið vinnuveit- endum okkar og lífsviðurværi. Hags- munirnir sem liggja undir eru svo mikl- ir. Undirrituð starfar hjá Akraneskaup- stað og eiginmaður minn er starfsmað- ur HB Granda. Við ásamt fleirum hér í nágrenn- inu, höfum m.a. staðið í mótmælum og málaferlum gagnvart Heilbrigðiseftir- liti Vesturlands og umhverfisráðuneyt- inu, en höfum ekki haft erindi sem erf- iði. Fram kom á síðasta bæjarstjórnar- fundi að Laugafiskur hafi alltaf starfað eftir útgefnu starfsleyfi, það hafi aldrei verið brotið. Þetta staðfesti formaður stjórnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og við trúum því að hún hafi rétt fyrir sér. En við vitum af biturri reynslu að starfsleyfi í þessari grein eru svo rúm að það er varla hægt að brjóta þau. Þessi setning í núverandi starfsleyfi er lýsandi dæmi: „Loftræstingu skal þannig háttað að hún valdi fólki í nærliggjandi húsum eða vegfarendum ekki óþægindum vegna lyktar, hávaða eða annarrar mengun- ar, EFTIR ÞVÍ SEM FRAMAST ER UNNT.“ Sem sagt starfsleyfið er og verður án efa opið í alla enda og kanta enda kannski ekki hægt að vera með slíka framleiðslu án þess. Við höfum kvartað þegar vond ýldu- lykt truflar okkur á okkar heimili og höfum við þá sent á alla bæjarfulltrúa, heilbrigiseftirlitið, umhverfisráðuneyti og síðast en ekki síst á HB Granda sem er núverandi eigandi Laugafisks. Okkur þótti vænt um að vera köll- uð á fund bæjarráðs, það sagði okkur að ekki væri öllum alveg sama um okkur. En það er skemmst frá því að segja að aðalfréttin af þessum fundi og svar bæj- aryfirvalda er að fara ásamt fríðu föru- neyti að heimsækja nýju hausaþurrk- unina á Sauðárkróki sem tók til starfa fyrir skemmstu. Sú verksmiðja er aðeins brotabrot af þeirri stærð verksmiðju sem hér er fyrirhuguð. Við hausaþurrk- unina á Sauðárkróki starfa þrír starfs- menn eftir því sem við best vitum. Seg- ir meira en mörg orð. Hér á Akranesi er fyrirhugað að þre- falda afköst hausaþurrkunarinnar úr 170 tonnum á viku í 600 tonn. Það yrði heimsmet að gera slíkt í íbúðabyggð og fannst okkur nú nóg fyrir. Nú á að boða til íbúaafundar. Það er ekki alveg nýtt því við vorum á íbúa- fundi sem boðið var uppá áður en Laugafiskur tók til starfa á núverandi stað. Þá var ekkert á okkur hlustað og því skyldi það vera gert núna? Ef að þetta nýja deiliskipulag verð- ur samþykkt sem liggur fyrir og HB Grandi fær að setja þessa risaverk- smiðju niður á Breiðinni, þá verður það umhverfisslys sem er algjörlega óaftur- kræft fyrir alla Akurnesinga. Fyrir skömmu fékk Akraneskaup- staður styrk til þess að gera Breiðina að fallegu útivistarsvæði en hver hefur yndi af því að vera þar við þessar aðstæður og miðað við síðustu teikningar af fyrir- hugaðri uppfyllingu sem ég sá í Skessu- horni fyrir nokkrum dögum, sýnist mér að Skarfavörin sé farin og það yrði ekki gott fyrir ásýnd Breiðarinnar. Við vitum öll að hér takast á mis- mundandi sjónarmið. Hvort eigi að meta meira atvinnutækifæri, sem verða þó ótrúlega fá í þessu tilliti, þegar há- tæknin hefur tekið við. Það er aldrei spurt hvað tapast í störfum á þessu svæði vegna ástands- ins svo við tölum nú ekki um allar lóð- irnar sem eru nánast tilbúnar fyrir íbúa- byggð en enginn hefur áhuga á við nú- verandi ástand. Hausaþurrkunina má setja niður hvar sem er fjarri íbúabyggð svo fremi sem heitt vatn sé til staðar. Eigum við hér á Niður- Skaga að sætta okkur við að búa við verri lífsgæði en aðrir íbúar Akraness? Við greiðum okkar skatta jafnt við aðra en þurfum að búa við það að eignir okkar eru minna virði en annarra í bænum. Það var athyglisvert að fylgjast með því þegar mótmælt var að kaffihús risi á Jaðarsbökkum og að gistiheimili yrði í bókasafninu á Heiðarbraut. Þá risu upp mótmæli íbúa sem gerðu allar þær hug- myndir að engu. Þær hugmyndir virt- ust saklausar að okkar mati miðað það sem við höfum þurft að búa við. Þess- ar athugasemdir voru allar teknar til greina. Við hjónin gerðum okkar hús upp fyrir tuttugu árum eins og svo margir á þessu svæði gerðu. Nú er komið að viðhaldi utanhúss hjá okkur. Hvað eig- um við að „henda“ mörgum milljónum í fasteign þegar við vitum að við fáum það aldrei til baka? Rannveig Þórisdóttir Ingibjörg Valdimarsdóttir og Tómasa H Ragnars þegar samkomulagið var undirritað. Ritari.is sífellt að fjölga viðskiptavinum Pennagrein Jöfn lífsgæði á Akranesi? Sátt við hverja? Pennagrein Pennagrein Foreldrar eru mikilvægir þegar kemur að forvörnum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.