Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Býr með kindur í Ögri og smíðar í Hólminum Fólk við Breiðafjörð, svo sem í Stykkishólmi, stundar gjarnan fjölbreytta atvinnu. Lárus Franz Hallfreðsson bóndi og smiður á bænum Ögri, eina sveitabæn- um sem telst til Stykkishólms, er ágætt dæmi um það. Lárus Franz fæddist og ólst upp hjá foreldrum sínum í Hólminum. Hann var frá barnsaldri æðimikið hjá afa sín- um og ömmu í Ögri og eignaðist helming í jörðinni þegar hann var 16 ára gamall. Lárus hefur lengst af unnið við búskap og stundað grásleppuveiðar og sjómennsku. Seinni árin hefur hann unnið við smíðar og í desember síðastlið- inn lauk hann sveinsprófi frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Lárus er einn af þeim sem notið hefur góðs af helgarnámi í iðnmenntun sem FVA hefur boðið upp á í nokkur ár, einmitt fyrir þá sem eiga að baki starfsreynslu við iðn og fara í gegnum raunfærni- mat, þar sem metin er kunnátta og færni viðkomandi nemanda þegar hann kemur til náms. Systurnar gáfu honum Franz nafnið Lárus kom í heiminn undir hand- leiðslu systranna á St Franciskus- spítalanum. Hann fæddist einmitt á degi heilags Franz 4. október árið 1960. „Systurnar kölluðu mig því Franz litla og það festist við mig. Lárusar nafnið bættist svo framan við þegar ég var skírður. Ég heiti í höfuðið á Lárusi afa mínum Guð- mundssyni en hann og amma mín Elín Bjarnadóttir fluttu í Ögur frá Drangsnesi 1952. Ég fór snemma að vera hjá þeim í Ögri að hugsa um búskapinn með afa og svo á grásleppunni með honum að vor- inu. Þegar ég var sextán ára keypti ég svo hálfa jörðina og á hana í dag á móti föðursystkinunum sem voru fimm með pabba. Þegar ég gifti mig 1993 fluttum við í Ögur og höfum átt þar heima síðan,“ segir Lárus, en kona hans er Guð- rún Hauksdóttir lögreglukona í Stykkishólmi. Hún er ættuð norð- an úr Brekku í Húnaþingi. „Ég var strax ákveðinn í því að verða bóndi og fór því á Hvanneyri í búfræði- nám. Meðan skelveiðarnar voru hér á fullu var ég á sjónum. Það var sældarlíf, frekar róleg vinna miðað við sjómannsstarf og mjög góðar tekjur. Eftir að skelveiðum var hætt var ekki lengur eftir miklu að slægjast á sjónum. Þá fór ég að vinna mikið við smíðar með föður mínum og sótti mér síðan réttind- in á síðasta ári.“ Kindurnar vilja halda sig úti Lárus segir að það fari ágætlega saman að stunda sauðfjárbúskap og smíðar. Þegar blaðamaður átti leið út í Ögur í vetur vegna fréttar um lagningu ljósleiðara keyrði hann einmitt upp að bænum og tók þar mynd af hraustlegum og ullarmiklum kindum sem gefið var úti við bæinn. Svo höfðu þær líka fjörubeitina fyrir neðan bakk- ann. „Ég læt liggja við opið og gef þeim eina gjöf að kvöldinu. Þær vilja miklu frekar halda sig úti þó það sé grimmdar frost og gjóla, enda sástu að þær eru skjóllegar. Það er ekki fyrr en þær blotna í slyddu og kalsa sem þær leita inn. Ég tek þær svo inn núna í mán- uðinum þegar komið er að því að taka af þeim ullina,“ segir Lárus. Hann er með um 220 lambær fyrir utan geldneyti. „Þetta er á margan hátt mjög þægilegur búskapur. Svo erum við með hundrað kinda fjár- hús sem byggt var fyrir tæplega 30 árum til viðbótar gömlu húsunum. Þar er ég með 70 stíur tilbúnar fyrir lambærnar að vorinu,“ seg- ir Lárus. Aðspurður segir hann að frjósemin sé yfirleitt ágæt, á bilinu svona 85-88% tvílembt. Þegar blaðamaður hitti Lárus var hann að dytta að gluggum gamals húss skammt frá Vatnasafninu í Stykk- ishólmi. „Það hefur verið meira en nóg að gera í smíðunum hérna og mér skilst að það verði áfram. Ég er að vinna hjá fyrirtæki sem heit- ir Narfeyri og Baldur Þorleifsson á og starfrækir. Verkefnin hafa mik- ið til verið að gera upp og dytta að gömlum húsum hérna í Stykkis- hólmi og það hefur verið nóg að gera í því.“ þá Lárus Franz Hallfreðsson við smíðar í Stykkishólmi. Kindurnar eru ullarmiklar og bera sig vel þar sem þeim er gefið úti í Ögri. BEIÐNI UM UPPLÝSINGAR (RFI) LJÓSLEIÐARAHRINGTENGING SNÆFELLSNESS Snæfellsnes er tengt landsneti fjarskipta með einfaldri ljósleiðara tengingu. Til að auka öryggi fjarskipta á Snæfellsnesi er fyrir- hugað að tvöfalda tenginguna með ljósleiðarastrengjum sem færu aðra leið en núverandi strengir þannig að til verði hringtenging. Auglýst er eftir: A. Aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á tvöföldun ljósleiðaratenginga á Snæfellsnesi á næstu þremur árum. eða B. Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og reka til framtíðar tvöföldunina með opinberum stuðningi, komi til þess að enginn ætli að gera það án opinbers stuðnings. Innanríkisráðherra hefur falið fjarskiptasjóði að styrkja verkefnið, sé þess þörf. Aðilar sem óska eftir opinberum stuðningi skulu uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi, fjárhagslegan styrk, reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, raunhæfa verkáætlun o.fl. Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu til Ríkiskaupa á netfangið utbod@rikiskaup.is fyrir kl. 12:00 þann 06.03.2015. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila, auk upplýsinga um ofan- greint eftir því sem við á. Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum/skýringum og skulu slíka fyrirspurnir sendar á netfangið utbod@rikiskaup.is. Nánari upplýsingar er að finna á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is.   Þeir sem geta sótt um styrk eru einstaklingar og lögaðilar sem:  stunda framleiðslu á vörum sem falla undir c-bálk íslensku atvinnugreinaflokkunarinnar ÍSAT2008. Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.  flytja þurfa framleiðsluvöru sína meira en 245 km frá framleiðslustað á innanlandsmarkað. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars og er umsóknafrestur til og með 31. mars. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Byggðastofnunar og í síma 455-5400.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.