Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Er þér farið að lengja eftir vorinu? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi) Páll Guðmundsson: Já, það fer að líða að því. Þessi vetur hefur verið erfiður, ekki síst til sjávarins. Ólafur Birgir Kárason: Já, ég hlakka til þegar fótoltinn byrjar í sumar. Sigurður Hjartarson: Já, það mætti fara að koma því þetta er búið að vera frekar leið- inlegt, hefur þó sloppið bærilega þar sem veðurhæðin hefur ekki verið svo mikil hérna hjá okkur. Edda Sóley Kristmannsdóttir: Já, eiginlega, vorið er nú besti árstíminn finnst mér. Helga Guðmundsdóttir: Æ-i, það væri nú gott að það færi að vora. Veturinn er búinn að vera hálfleiðinlegur. Fimmtudaginn 19. febrúar var haldið fjórgangsmót á vegum hestamannafélagsins Grana á Mið- Fossum í Borgarfirði. Keppt var í tveimur flokkum og voru skráning- ar í kringum 20 í hvorum flokki fyr- ir sig og riðin voru bæði A og B úr- slit í báðum flokkum. Fór þetta allt vel fram og þakkar Grani áhorfend- um fyrir komuna og þátttakendum fyrir góða þátttöku. Næsta Grana- mót mun verða fimmtudaginn 19. mars á Mið-Fossum. Helstu úrslit voru þessi: Verðlaunahafar í A-úrslitum í 2. flokki. 6. Moa Enqist og Skáli frá Skáney (unnu sér rétt í A-úrslitum) 7. Íris Ragnarsdóttir Pedersen og Gnýfari frá Ósi 8. Erla Rún Rúnarsdóttir og Fagra- nótt frá Borgarnesi 9. Harpa Sigríður Magnúsdóttir og Sólon frá Krækishólum 10. Gunnhildur Birna Björnsdóttir og Sómi frá Skáney 11. Hera Sól Hafsteinsdóttir og Gefjun frá Skáney B-úrslit 1. flokki 6. Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi (unnu sér rétt í A-úr- slitum) 7. Aníta og Yrma frá Skriðu 8. Axel Örn Ásbergsson og Sproti frá Hjarðarholti 9. Gyða Helgadóttir og Fiðla frá Breiðumörk 2 10. Svavar Jóhannsson og Saga 11. Haukur Bjarnason og Birtingur frá Skáney A-úrslit 2. flokki 1. Sigríður Ása Guðmundsdóttir og Almar frá Syðri-Völlum 6,30 2. Rósa Emilsdóttir og Gnýr frá Reykjarhóli 6,13 3. Móa Enqvist og Skáli frá Skáney 6,03 (komu uppúr B-úrslitum) 4. Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Blesi frá Lundum 5,90 5. Sara Lind Sigurðardóttir og Hvönn frá Syðri-Völlum 5,73 6. Helgi Baldursson og Neisti frá Grindarvík 5,23 A-úrslit 1. flokki 1. Halldór Sigurkarlsson og Hrafn- katla frá Snartatungu 7,10 2. Einar Reynisson og Muni frá Syðri-Völlum 6,73 3. Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi 6,70 (komu uppúr B- úrslitum) 4. Sigrún Rós Helgadóttir og Kaldi frá Hofi 1 6,67 5. Sigvaldi Lárus Guðmundsson Sparta frá Skógskoti 6,53 6. Klara Sveinbjörnsdóttir 6,47. -fréttatilkynning Árleg folaldasýning var haldin í Söðulsholti á sunnudaginn. Aldrei þessu vant var veðrið til friðs. 37 folöld voru skráð og sáust mörg fal- leg tilþrif. Þá er alltaf gaman að spá og spekulera hvaða stóðhestar eru að koma vel út úr sýningum sem þessum. Þarna mátti m.a sjá nokkur afkvæmi undan Langfeta frá Hofs- stöðum, Ölni frá Akranesi, Sólon frá Skáney, Hersi frá Lambanesi og Goða frá Bjarnarhöfn. Veitt voru verðlaun fyrir efstu þrjú í hvor- um flokki og völdu áhorfendur svo þann grip sem þeim fannst standa upp úr sem var að þessu sinni Svala frá Söðulsholti undan Sólon frá Skáney og Hildi frá Sauðárkróki. Dómarinn á folaldasýningunni var Valberg Sigfússon. Efstu þrjár í merarflokknum 1. Svala frá Söðulsholti undan Sól- on frá Skáney og Hildi frá Sauðár- króki. Eig/rækt. Einar Ólafsson. 2. Rauðhetta frá Stykkishólmi und- an Kolbeini frá Hárlaugsstöðum og Hrefnu frá Smáhömrum. Rækt/eig. Eiríkur Helgason. 3. Hamradís frá Ólafsvík und- an Hrímni frá frá Ósi og Flugu frá Bjarnarhöfn. Eig/rækt. Jónas Gunnarsson. Þrjú efstu hestfolöldin 1. Þristur frá Minni-Borg undan Langfeta frá Hofsstöðum og Lyft- ingu frá Minni-Borg. Eig/rækt. Sigurbjörn G. Magnússon 2. Faxi frá Ólafsvík undan Ugga frá Bergi og Sýn frá Ólafsvík. Eig/ rækt. Stefán Kristófersson. 3. Burkni frá Borgarlandi und- an Klaka frá Skagaströnd og Vig- dísi frá Borgarlandi. Eig/rækt. Ásta Sigurðardóttir. iss Vorið nálgast, ískyggilega hægt samt, í hulu þessara umhleypinga sem við ábúendur Íslands höfum þurft að upplifa. Allt tekur enda stendur einhvers staðar, gott er að hafa það í huga og segja það jafn- vel fyrir framan spegilinn á morgn- ana til að halda geðheilsunni. Það mun koma betri tíð. Meira að segja gosið náði skilaboðunum því það er loks hætt, nú geta ofurjeppar þeyst af stað til að skoða gosstöðvarn- ar nema ferðaþjónustuaðilar vita líklega ekki hvar gosstöðvarnar er að finna því enginn hefur fengið að fara þangað nema útvaldir, þar fremstir í flokki fréttamenn og ljós- myndarar Skessuhornsins. Reynd- ar stalst einhver forríkur útlend- ingur til að leigja þyrlu og lenda við gíginn sjálfan, til þess eins að taka „sjálfu“ af sér og eldfjalli en það er annað mál. Veturinn sem nú stendur yfir hefur verið ákvarðanafælnasti vet- ur sem ég man eftir. Annað hvort er búið að vera frost og vindur eða hiti og slabb. Ég fagna reyndar öll- um veðrabreytingum, það er eflaust þreytandi að hata veðráttu á Íslandi til lengdar, er það yfir höfuð hægt? Ég þekki reyndar nokkra slíka Don Kíkóta, sem sjá sumarið í hillingum allt haustið, veturinn og vorið, tala í sjö mánuði um hversu mikið skíta- veður sé í þessu „pleisi“. Svo fara þeir á nokkra ísrúnta og allt í einu er sumarið búið. Aðspurðir, samt oftar að fyrra bragði, hefja þeir til máls andúð sína á veðurfari okkar fögru eyju, okkur veðurlunduðu til mikils leiða. Á ég að hafa samvisku- bit yfir því að þeim finnst leiðinlegt veður, ég bara spyr? En eitt er satt, ég bíð alltaf eftir sumarhitanum. Ekki útaf óþoli fyr- ir harkalegri veðráttu heldur vegna þess að það styttist óðum í stang- veiðitímabilið. Já, ég viðurkenni það, ég er gjörsamlega innfelld- ur og „húkkaður“ af veiðigyðjunni sem rithöfundurinn Björn Blöndal skrifaði eitt sinn um. Ég stend mig stundum að því að fara í bílskúrinn og athuga með búnaðinn, athuga hvort eitthvað sé horfið frá fyrri at- hugun. Faðma stangarrekkann og tel flugurnar, ber á línur og hreyfi við hjólunum svo legurnar festist al- veg örugglega ekki. Reyndar hef ég ekki gengið svo langt að klæða mig í vöðlur til að athuga leka en næstum því. Sérstaklega hefur þetta ágerst í þeirri tíð sem gengið hefur yfir okk- ur, að ég hef látið hugann reika við uppáhaldsveiðistaði mína, séð fisk vaka í hugarskotum og jafnvel fund- ið tökuna þegar fiskurinn tekur. Oft er þetta áður en undirritaður sofnar, þá hverfur hugurinn til hlýrri staða, grösugri bakka, lognstillts vatnsins eða gleymi mér algerlega í niðn- um af ánni sem verður örugglega heimsótt í sumar. Í einu tölublaði af Veiðimanninum, man ekki ár- ganginn, var birt saga af manni sem stóð stjarfur og óferjandi í skrifstofu sinni vitandi af veiðitímabilinu sem óðum var að koma. Ég skil vel þann mann, þetta er tilfinning sem sem einungis veiðimenn skilja. Þeg- ar þetta er skrifað þann 1. mars er ágætt veður, þó blundar sú vitn- eskja í undirrituðum að páskahretið mun líklegast koma. Það hlýtur að vera, það er nafn í íslenskum orða- forða yfir páskaveðrið. Reyndar eru sjö nöfn yfir hretin sem munu dynja yfir okkur fljótlega. Það er páska- hret, hrafnahret, sumarmálshret, kóngsbænadagshret, krossmessu- kast, hvítasunnukast og þegar menn og dýr eru alveg að fara að fá kast yfir þessu öllu saman kemur far- dagahretið í byrjun júní. Þá loks- ins opnar Norðurá og skipulagðir ísrúntar um landið hefjast, sumar- ið loks alkomið (nema það rigni) og við getum öll varpað öndinni létt- ar. Reyndar kemur haustið mjög fljótlega í kjölfarið og bölmóðurinn byrjar að nýju. Með kveðju. Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði Pistill Hretin og draumar um árniðinn ljúfa Fjórgangsmót Grana var haldið á Mið-Fossum Verðlaunahafar í A-úrslitum í 2. flokki. Sigurvegarinn í hestaflokknum; Þristur frá Minni-Borg. Folaldasýning í Söðulsholti Sigurvegarinn í merarflokknum; Svala frá Söðulsholti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.