Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 SK ES SU H O R N 2 01 5 Auglýsing um lýsingu deiliskipulags Skáleyjar í Hvammsfirði Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti þann 17. febrúar 2015 að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing deiliskipulagstillögunar felur í sér eftirfarandi: Skáley er staðsett á innanverðum Hvammsfirði nærri Dagverðarnesi í Dalabyggð. Í Skáley eru engar nýtanlegar byggingar lengur og er fyrirhugað að byggja frístundarhús og bátaskýli ásamt bryggju fyrir heilsársnotkun. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að fá gistimöguleika í Skáley með byggingum sem verður gert í sátt við landslag, jarðmyndanir, lífríki og menningarminjar. Lýsing ásamt fylgigögnum verður til sýnis í Stjórnsýsluhúsinu Búðardal á opnunartíma frá og með 27. febrúar til og með 27. mars 2015 Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsinguna. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 27. mars 2015 og skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Miðbraut 11, 370 Búðardal. Búðardal 26. febrúar 2015, Bogi Kristinsson Magnusen Skipulags og byggingarfulltrúi Höfum hækkað verð fyrir innlagt hrossakjöt tímabundið um 16% til að sinna mikilvægum erlendum kaupanda. Nánari upplýsinga á vef SS og í stöð SS á Selfossi í s. 480 4100. Bændur athugið! SK ES SU H O R N 2 01 5 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2014 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 12. mars Föstudaginn 13. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SK ES SU H O R N 2 01 5 Nýtt ungbarnablað á íslensku frá Rauma Opið: Mánud. – föstud. kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46, 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 5 Nafn: Sandra Sif Sæmundsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ein- hleyp, búsett í póstnúmeri 108 í Reykjavík en alin upp í Saurbæ í Dölum. Starfsheiti/fyrirtæki: Verkamaður á loðnuvertíð í HB Granda. Áhugamál: Ljósmyndun, dýr, ferðalög og fleira. Vel að merkja sinni ég engu áhugamála minna neitt sérlega vel. Vinnudagurinn: Mánudagurinn 2. mars. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Ég vaknaði kl. 22:00 kvöld- ið áður og borðaði „morgunmat“. Ég vinn bara næturvaktir svo sólar- hringurinn er gersamlega á hvolfi. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Eina dós af skyr.is og svo drakk ég vatn. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég ók af stað um hálfri klukkustund fyrir miðnætti. Ég reyni alltaf að vera mætt minnst korteri fyrir vinnu til að geta kíkt aðeins í kaffi og klætt mig í gallann í rólegheitum. Hvað varstu að gera kl. 10? Ég var að raða hrognapönnum í frysti- skápana ásamt samstarfsfélaga mín- um. Hvað varstu að gera í hádeginu? Vaktin mín kláraðist akkúrat á há- degi þennan daginn svo ég nýtti tækifærið og skrapp til Reykjavík- ur og sótti mér fleiri föt, fartölvuna mína og fleira slíkt. Ég hafði staðið 16 tíma vaktir alla vikuna fram að þessum degi svo fjögurra tíma auka frí var nokkuð kærkomið. Hvað varstu að gera kl. 14? Ég var í baði. Sjóðandi heitu baði sem losaði um vöðvabólgu. Hvenær hætt og hvað var það síðasta sem þú gerðir? Þegar ég hætti í hádeginu var ég við færi- bandið í frystingunni að pakka frosnum hrognum í kassa. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Vöfflur með glassúr, rjóma, banönum, jarðarberjum og súkk- ulaðikurli. Valný í eldhúsinu bakaði þessar gómsætu vöfflur í kaffitím- anum. Vegna þess hve sólarhring- urinn er skakkur hjá mér reyndist þetta verða kvöldmaturinn minn. Hvað stendur upp úr eftir dag- inn? Hvað það lá vel á öllum í vinnunni og mikið um vinnustaða- grín sem er nauðsynlegt til að stytta stundirnar því vinnan er nokkuð einhæf. Dag ur í lífi... Verkamanns á loðnuvertíð Fjölmenni kynnti sér sprotafyrirtæki í úrvinnslu landbúnaðarvara Matarmarkaður Búrsins var hald- inn á fyrstu hæð félagsheimilisins Hörpu í Reykjavík um liðna helgi. Óhætt er að segja að fólk hafi tekið því fagnandi þegar bændur og aðr- ir framleiðendur af landsbyggðinni komu til að kynna og selja vörur sínar. Engum blöðum er um það að fletta að mikil nýsköpun er að eiga sér stað í úrvinnslu landbúnaðaraf- urða og ekki hvað síst eru það litlu einyrkjarnir og sprotafyrirtækin sem eru að sýna hvað mestar fram- farir. Hvort sem það voru afurð- ir dýra eða jurta, greinilegt var að margt nýtt er að verða til. Af Vest- urlandi má nefna að þarna sýndu vörur sínar félagar í Ljómalind í Borgarnesi; Mýranaut, Hundastapi og Anna Dröfn í Kví Kví, Geitabú- ið á Háafelli var með fjölbreytt- an bás og þá var hægt að kaupa ís og aðra vöru frá Erpsstöðum. Að- spurður sagði Þorgrímur bóndi og mjólkurfræðingur á Erpsstöðum að aðsóknin hafi verið mjög góð og mikil sala í bás þeirra. Sömu sögu höfðu aðstandendur Ljómalindar og Háafells að segja. mm/ Ljósm. mm/hb Umferð um Hvalfjarðargöng eykst ár frá ári Umferðin í Hvalfjarðargöngum hefur aukist álíka mikið undanfar- in tvö ár eða um 2,7% árið 2014 og 2,5% 2013. Sólarhringsumferð- in var 5.312 ökutæki í fyrra, sem svarar til aukningar um nær 150 ökutæki að jafnaði á sólarhring frá fyrra ári. Tekjur af veggjaldi 2014 námu 1.136 milljónum króna, sem er aukning um 4,1% frá fyrra ári. Spölur, sem á og rekur Hval- fjarðargöng, birti ársuppgjör 2014 í Kauphöll Íslands síðastliðinn föstudag vegna sextánda fjárhags- árs félagsins. Hagnaður eftir skatta nam 445 milljónum króna á rekstr- arárinu 2014 en var 355 milljónir króna 2013. Hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi 2014 nam 56 milljónum króna en var 38 millj- ónir króna á sama tímabili 2013. Rekstrarkostnaður án afskrifta var 335 milljónir króna í fyrra en var 329 milljónir króna 2013. Kostn- aður jókst vegna viðhalds, raf- magns og launa en lækkaði vegna trygginga. Fram hefur komið að innheimta veggjalda muni standa a.m.k. til ársins 2018, en henni á að ljúka þegar Spölur hefur greitt öll lán sem á mannvirkinu hvíla og mun þá skila göngunum í hendur íslenska ríkisins. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.