Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 það í litlum og sjálfstæðum eining- um. Einhverjir pappírspésar komu í veg fyrir uppbyggingu í Borgarnesi. Þeir héldu að það kæmi kannski slæm lykt af þessu. Þetta hefði getað orðið stóriðnaður hér í landshlutan- um og skapað mikla atvinnu, enda er kjúklingaframleiðsla með blóma í dag. Þessi hugmynd var mjög góð en við vorum mjög óheppnir.“ Helgi dregur þó ekki dul á að kannski hafi þetta verið meira en venjuleg óheppni. „Það hefur eng- inn getað gefið útskýringar á því af hverju lágmarksfjarlægðin var auk- in úr þremur upp í fimm kílómetra. Mér finnst eins og menn hafi bara viljað stoppa uppbygginuna á Mið- Fossum af með þessu. Kjúklinga- framleiðslan var á örfáum hönd- um og menn kærðu sig ekkert um aukna samkeppni og brugðu fæti fyrir Mið-Fossa og Reykjagarð með þessum hætti.“ Mið-Fossar verða hestabúgarður Þó ekki mætti halda hænsnfugla á Mið-Fossum var sögunni þó hvergi lokið enn. Ármann Ármannsson var ekki á því að leggja árar í bát. „Eftir að Ármann varð að hætta við kjúk- lingabúskapinn vegna reglugerðar- breytinganna fór hann að hugsa um að nýta húsakostinn á jörðinni í að leigja hann undir hjólhýsi og tjald- vagna. Þá spurði ég hann af hverju hann vildi ekki frekar koma upp að- stöðu til hestamennsku og innrétta hesthús. Það vantaði svolítið slíka aðstöðu fyrir fólk hér í sveitinni og fyrir Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.“ Úr því varð að það var farið út í að byggja upp aðstöðu til hestaí- þrótta á Mið-Fossum. Landbún- aðarháskólinn vildi hins vegar ekki leigja aðstöðu á Mið-Fossum til að byrja með. Við kláruðum hesthús- ið á Mið-Fossum. Þá fluttu Jakob Sigurðsson og Heiða Dís Fjeldsted, sem þá bjuggu saman, í kjallarann í íbúðarhúsinu og voru þarna með hesta. Það leið eitt og hálft ár og þá var skipt um rektor á Hvanneyri. Sá var jákvæðari en sá fyrri til þess að leigja Mið-Fossa fyrir skólann. Jak- ob og Heiða Dís fluttu út þegar Jak- ob keypti sér jörð og skólinn tók yfir. Þetta passaði því fínt. Þarna var ég orðinn starfsmaður hjá Ármanni Ármannssyni og skólinn leigði ákveðinn fjölda af hesthússplássum á Mið-Fossum. Þarna var bænum alfarið breytt í hestabúgarð, hlaðan gerð sem reiðhöll og fjósinu breytt í hesthús. Þetta gekk mjög vel. Ár- mann byggði stærri reiðhöll, allt var í blóma, stöðug námskeið, mik- ið líf með mörgu fólki - mikil vinna. Menn lögðu mikið á sig til að koma þessu öllu í gang. Það var ekki mik- ið af eiginlegum reiðhöllum í land- inu á þessum tíma. Það kom fólk alls staðar af á landinu og erlendis frá til að stunda og læra hestamennsku á Mið-Fossum. Starfsemin þar gerði svo alveg sitt til að laða fólk til náms við Landbúnaðarháskólann.“ Áföllin dynja yfir Helgi segir að efnahagshrunið haust- ið 2008 hafði ekki haft áhrif á starf- semina að Mið-Fossum. Aðsóknin að henni jókst hreinlega eftir það. „Við vorum með tveggja ára nám á vegum Landbúnaðarháskólans sem hét Reiðmaðurinn og fólk flykktist í það. Þetta var geysivinsælt. Fólk kom um helgar að Mið-Fossum til að læra.“ Önnur áföll settu hins veg- ar strik í reikninginn. Þau áttu eft- ir að verða afdrifarík. „Ármann Ár- mannsson eigandi Mið-Fossa varð fyrir slysi þannig að hann lamaðist. Við það var rekstrinum breytt þann- ig að Landbúnaðarháskólinn tók alla jörðina á leigu en Ármann átti jörð- ina og húsakostinn áfram. Þannig er það enn í dag. Ég varð starfsmaður skólans sem bústjóri. Það var á sinn hátt mjög gott því það gaf okkur færi á að halda áfram með okkar starf á Mið-Fossum. Reynir Aðalsteinsson kom inn í þetta sem reiðkennari á vegum skólans. Það var mjög gam- an að vinna með Reyni. En þá dundi á annað áfall. Reynir lést á besta aldri eftir snarpa en harðvítuga baráttu við krabbamein í ársbyrjun 2012. Þessi síendurteknu áföll þar sem Ármann slasaðist og Reynir féll frá veiktu án nokkurs vafa stoðirnar í starfinu á Mið-Fossum,“ segir Helgi. „Aðrir reiðkennarar tóku við eft- ir fráfall Reynis Aðalsteinssonar og ég starfaði undir þeim á Mið-Foss- um. Þarna fór hins vegar að draga úr námskeiðahaldinu. Eftir á að hyggja má segja að þegar Reynir féll frá hafi þetta eiginlega hrunið. Það dró ein- hvern veginn úr kraftinum. Áhug- inn á námskeiðum á Mið-Fossum dó hreinlega. Nú hefur þetta lognast út af. Það var aðeins einn hópur í fyrra og enginn núna.“ Uppsögn og leiðindi Tvö ár liðu eftir fráfall Reynis þar til næst dró til tíðinda í störfum Helga á Mið-Fossum. „Ágúst Sigurðsson hætti sem rektor Landbúnaðarhá- skólans. Svo kemur hrina uppsagna starfsfólks við Landbúnaðarháskól- ann í október í fyrrahaust. Ég var einn af þeim tíu sem misstu vinn- una þar. Mér var sagt upp sem bú- stjóra en nýr maður átti að taka við því starfi og vera jafnframt reiðkenn- ari.“ Helgi dregur ekki dul á að sárindi hafi fylgt því að verða sagt upp stöð- unni sem bústjóri við Landbúnað- arháskólann. Í kjölfarið fylgdu leið- indi. „Það var þriggja ára leigusam- ingur gerður við mig þegar ég byrj- aði sem bústjóri. Þegar mér var sagt upp störfum var ég beðinn um að flytja út úr húsinu á Mið-Fossum sem fyrst og innan þriggja mánaða til að liðka fyrir nýjum manni. Ég fór með leigusamninginn til lögfræð- ings og fékk það á hreint að ég væri með leigusamning upp á lengri tíma eftir að hafa búið þarna svona lengi. Ég get verið þarna út tímabil samn- ingsins sem er til haustsins 2016. Ég veit hins vegar ekki hvað ég geri. Ég viðurkenni fúslega að mér fannst mjög erfitt að missa vinnuna eftir að hafa unnið gott starf. Mér finnst rosalega erfitt að hafa unnið í sjö ár fyrir opinbera stofnun og þurfa svo að leita til lögfræðinga til að fá það staðfest sem búið er að skjalfesta á pappíra svart á hvítu. Það var reynt að plata mig. Ég er langt frá því sátt- ur við uppsögnina og hvernig staðið var að henni. Mér fannst þetta vera feluleikur þegar mér var sagt upp og nýr maður ráðinn í staðinn. Kannski var þetta öðrum þræði vegna þess að ég var að vinna hjá Landbúnaðarhá- skóla en ekki með akademískan bak- grunn og formlega menntun.“ Sáttur við sjálfan sig Hann var þó ekki atvinnulaus enda maður með víðtæka reynslu. Ein- ar dyr lokuðust en aðrar opnuð- ust í staðinn. „Í dag er ég að vinna hjá Brúneggjum á Stafholtsveggj- um hér í Borgarfirði við að fram- leiða hænuegg. Ég er kominn aftur í kjúklingana. Það er bara fínt. Ég hef alltaf haft gaman af því að vinna með hænsni,“ segir Helgi og brosir í kampinn áður en hann bætir við: „Svo er ég áfram í hestamennskunni með dætrum mínum. Rósa fyrr- verandi kona mín er með pláss fyr- ir níu hesta hér í gamla hesthúsinu á Hvanneyri. Við erum mikið hér með hestana okkar allra.“ Hefur hann aldrei hugleitt að fara aftur til Ástralíu? „Nei. Ég á ekki eftir að fara út aftur, allavega ekki á meðan dætur mínar eru ógiftar,“ svarar Helgi og hlær dátt. Í lok viðtalsins verður Helgi hugsi á svip. „Þegar ég lít svona um öxl þá má segja að allt mitt líf hafi ver- ið tilviljunum háð. Ég fór með for- eldum mínum til Ástralíu, kom aft- ur til Íslands fyrir tilviljun og flutti svo í Borgarfjörð fyrir tilviljun. Hér hef ég búið síðan 1998 og er hér enn, kannski fyrir hálfgerðar tilviljanir. Ég á marga vini hér í héraðinu og hérna á Hvanneyri. Ég er alveg sátt- ur við sjálfan mig þó ég sé ekki sátt- ur við að hafa misst starfið á Mið- Fossum. Tímarnir þar hafa þó um margt verið krefjandi og erfiðir. Ef ég yrði spurður hvort ég myndi vilja endurtaka þetta þá væri svarið „nei.“ Það er svo oft búin að vera svo mik- il óvissa tengd Mið-Fossum, miklar hræringar og skyndilegar breyting- ar eins og ég hef sagt frá í þessu við- tali.“ mþh Dætur Helga og Rósu, þær Sigrún Rós og Gyða voru ekki háar í loftinu þegar þær byrjuðu að sýna hestunum áhuga. Hér er Gyða tveggja ára að ræða við hryssuna Lísu á Mið-Fossum. Sigrún Rós og Gyða með Snata á Mið-Fossum sem brosir sínu breiðasta. Hann varð 18 ára gamall sem er mjög hár aldur fyrir hund. Helgi á einum fáka sinna með Mið-Fossa í baksýn. Helgi í firmakeppni á hestum með gæðingamóðurinni Frostrós frá Fagradal í byrjun júlí árið 1999. Sigrún Rós á baki föður síns í stofunni heima. Árið er 1998. Uppbygging hefst á Mið-Fossum um aldamótin. Vor 5 28. apríl - 3. maí Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í þessari rómantísku ferð njótum við þýskrar vorfegurðar á ferð um borgirnar Wiesbaden, Rüdesheim, Koblenz og Heidelberg. Siglt verður eftir tignarlegu ánni Rín, milli stórfenglegra vínhæða þekktustu vínræktarsvæða heims. Verð: 123.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Vor í Wiesbaden

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.