Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Júlíana – hátíð sögu og bóka fór fram í Stykkishólmi Júlíana – hátíð sögu og bóka var haldin í Stykkishólmi um liðna helgi. Þetta var í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en það er óform- legur félagsskapur kvenna sem hef- ur frá upphafi staðið fyrir og skipu- lagt dagskrána. Hópurinn á „lög- heimili og varnarþing“ á Hótel Egilsen. Venjulega hefur dagskrá- in byrjað á leshring í byrjun nýs árs og er hann opinn öllum áhuga- sömum. Í ár var þema hátíðarinn- ar „minningar“ og var Vonarland- ið, saga Kristínar Steinsdóttur, les- in og rædd. Á setningu hátíðarinnar í Vatna- safninu fimmtudaginn 26. febrú- ar komu fram Söngsveitin Blær og þær Rakel Olsen og Hjördís Páls- dóttir sem voru með dagskrá sem þær kölluðu „Guðað á glugga“. Þær sögðu frá fjórum gömlum íbúð- arhúsum í Stykkishólmi og fjöl- skyldum sem þar bjuggu. Einnig voru afhent verðlaun fyrir verk úr myndbandasamkeppni sem grunn- skólanemendur unnu í tengslum við hátíðina. Á hverri hátíð er veitt heiðursviðurkenning fyrir fram- lag einstaklings til menntunar eða menningarmála. Í ár var Rakel Ol- sen heiðruð fyrir störf sín að end- urbyggingu gamalla húsa í Stykk- ishólmi. Rithöfundarnir Kristín Steins- dóttir, Helga Guðrún Johnsson, Hallgrímur Helgason og Elísabet Jökulsdóttir voru sérstakir gestir hátíðarinnar að þessu sinni. Á föstudeginum var opnuð sýn- ingin „Ég man“ í Amtsbókasafn- inu á verkum sem grunnskólabörn unnu í tengslum við hátíðina. Sögu- stund fyrir börn var á Hótel Egil- sen og í Bókaverzlun Breiðafjarðar las Helga Guðrún Johnson úr bók sinni, Sagan þeirra, sagan mín. Einn skemmtilegasti viðburður Júlíönuhátíðar er kallaður Sögu- menn í heimahúsum. Að þessu sinni buðu gestum heim íbúar á Silfur- götu 3 og Bókhlöðustíg 1. Á Silfur- götunni sagði Dagbjört Höskulds- dóttir frá móður sinni, Kristínu Níelsdóttur frá Sellátri, en hún bjó í því húsi um skeið, og á Bókhlöðu- stígnum rifjuðu Jóhannes Finn- ur Halldórsson og Guðrún Erna Magnúsdóttir upp ljúfar minning- ar, ástir og angist, frá þeim árum sem heimavist fyrir nemendur úr Dölum og af Snæfellsnesi var starf- rækt við skólann í Stykkishólmi. Rithöfundar spjölluðu um verk sín í Gömlu kirkjunni á laugar- deginum. Hallgrímur Helgason sagði frá tilurð bókarinnar, Kon- an við 1000°, og las kafla úr henni. Höfðu þeir á orði, sem ekki höfðu lesið bókina, að líklega væri betra að ná sér í hljóðbókina með upp- lestri höfundar heldur en pappírs- útgáfuna. Kristín Steinsdóttir sagði frá nokkrum kvenpersónum í bók- um sínum og Elísabet Jökulsdótt- ir kallaði erindi sitt „Hvað veit ég um mömmu?“ Þar fjallaði hún um eigin ljóð og móður sína, Jóhönnu Kristjónsdóttur, út frá bók henn- ar Svarthvítir dagar sem kom út sl. haust. Af öðrum dagskrárliðum má nefna sögugerð á Hótel Egilsen, lestur ljóða eftir Júlíönu Jónsdóttur í Norska húsinu og myndasýningu á Sjávarpakkhúsinu þar sem sýnd- ar voru ljósmyndir Hinriks Finns- sonar frá 7. áratugnum af fólki og mannlífi í Hólminum. Hátíðinni var svo slitið á Hótel Egilsen í hádeginu á sunnudegin- um þar sem boðið var upp á kóte- lettur í raspi með viðeigandi með- læti og heitan sveskjugraut með sykri og rjóma á eftir. Aðsókn var góð á dagskrárliði og ekki spillti að veðrið var skaplegt, bjart en nokkuð kalt. Aðstandendur Júlíönuhátíðar voru ánægðir með hvernig tókst til með viðburðina og vilja þakka þeim fjölmörgu sem komu að undirbúningi og fram- kvæmd og ekki síst rithöfundunum og gestum hátíðarinnar. Texti og myndir: Eyþór Ben. Guðað á glugga. Hjördís Pálsdóttir segir frá húsum og íbúum þeirra. Sögnsveitin Blær söng við setningarathöfnina í Vatnasafninu. Gestir á Bókhlöðustíg 1. Rakel Olsen var veitt viðurkenning fyrir störf að menningarmálum í Stykkishólmi. Hallgrímur Helgason fór á kostum í gömlu kirkjunni. Gréta Sigurðardóttir veitir Sveini Ágústi Óskarssyni, Hauki Páli Kristinssyni og Einari Bergmann Daðasyni viðurkenningu fyrir myndbandsverkefni. Á myndina vantar Vigni Stein Pálsson sem líka var einn verðlaunahafanna. F.v. Þórhildur Pálsdóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir og Ingi Hans Jónsson. Dagbjört Höskuldsdóttir. Ljóð Júlíönu Jónsdóttur voru lesin í Norska húsinu. Þóra Margrét Birgisdóttir, Ásdís Árnadóttir og Sunna Högnadóttir lásu ásamt Hjördísi Pálsdóttur.Jóhannes Finnur og Þórunn Sigþórsdóttir gestgjafi á Bóhlöðustíg 1.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.