Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Þótt ég drekki drjúgum enn - dufla ég ekki lengur Vísnahorn Eitt af þessum nauðsynja- verkfærum nútímans sem enginn vissi að hann vant- aði fyrr en fyrirbrigðið var fundið upp, eru bifreiðar. Bifreiðar eru náttúr- lega tæki sem enginn getur án verið en samt sem áður! Það er sameiginlegt með bifreiðum og karlmönnum að hvort tveggja þarfnast við- halds. Það er samt ekki mjög mikið af sérhæfð- um stofnunum til viðhalds og andlegra end- urbóta á karlmönnum en aftur töluvert af bif- reiðaverkstæðum sem ætluð eru þeim málm- tólum til hagsbóta. Eins og stundum gerist er þjónusta þessara fyrirtækja misjöfn og eitthvað hefur Jónas Jónsson frá Grjótheimi ekki ver- ið ánægður með þjónustuna hjá Bifreiðaverk- stæðinu Stilli er hann kvað: Enga snilli eg hef spurt, en okurvillur líðast. Fékk með illu illa smurt inn á Stilli síðast. Það er ekki alltaf á einhverju guðsbarnamáli sem hagyrðingar ljóða hver á annan og eins þó prestar eigi í hlut. Séra Jón Guðnason síðar skjalavörður, ljóðaði eitt sinn á Jóhannes úr Kötlum: Ljóðdísar þú hrepptir hlut, hlaust hann samt í meinum. Leir í stafni, leir í skut, lengi er von á einum. Jóhannes svaraði: Þú hefur lengi á lífs þíns dröfn ljóðdís haft að frillu. Loksins henni leystist höfn, lengi er von á illu. Sjálfur hef ég aldrei komið til þessara fjöl- frægu og undurfögru útlanda. En það er nú allt í lagi, fullt af fólki þar samt þannig að þetta bjargast nú allt án mín. Mér er þó nær að halda að Jón Ingvar Jónsson hafi verið staddur í Þjóð- verjalandi þegar hann kvað: Raunaleg streymir hún Rín, rök eins og skjólfötin mín. Wissen Sie was ich meine? Hún silast með sull sitt hjá Bonn, á sekúndu mörg þúsund tonn. ,,Ég hef þetta eftir Heine“. Þarna í úttlandinu ku vera fögur og ræktar- leg landbúnaðarhéruð og framleitt heilmikið af Landa eða einhverju Gambraglundri sem þeir drekka sér til heilsubótar enda vatnið ódrekk- andi og mjólkin dýr. Þó eru menn þar að fram- leiða mjólk alveg eins og hérna á skerinu. Á fyrstu dögum kúasæðinga hérlendis voru það helst ráðunautar sem sáu um þá hlið mála. Á þeim tímum orti Lárus Þórðarson frá Grund í Svínadal og þóttu breytingar á orðnar frá fyrri dögum: Nú þarf ei við naut að glíma. Nú er tæknin vakandi. Nú er bara nóg að síma og nautið kemur akandi. Í útlöndum eru víst líka ógurlega stór fjöll og útsýnið, maður minn! Það gæfi sko gott ef það kæmi á fasteignasölu í Reykjavík. Þá er bara að ekki skelli yfir þoku rétt á meðan sölumaður- inn er að sýna væntanlegum kaupanda íbúðina. Í óbyggðaferð varð Böðvari Guðlaugssyni að orði þegar þokan fór að gera sig heimakomn- ari en gott þótti: Leiðinda þoka lykur fjallanna kolla og lúmskast niður smáfellin mosagræn. Fúll í skapi og rámari en nokkur rolla raula ég slitur úr heiðinni sultarbæn. Margt hefur verið brasað og brallað í óbyggða- ferðum. Sumt siðsamlegt og eftirhafandi. Ann- að ekki. Ekki man ég hver það var sem orti undir nafninu Loki en væntanlega hefur hann verið kominn eitthvað yfir miðjan aldur þeg- ar hann orti: Að viði röðull sígur senn, svona lífið gengur. Þótt ég drekki drjúgum enn dufla ég ekki lengur. Stundum hefur það borið við að hinar svo- nefndu sprittbremsur hafa farið að láta í sér ískra þegar gengið hefur verið rösklega um gleðinnar dyr og einhver ágætur maður gæti vel hafa látið sér þetta um munn fara eftir fyr- irlestur hins betri helmings: Nú er þrotinn máttur minn, mér að setur ekka. Ekki á morgun, heldur hinn hætti ég að drekka. Það er nú samt alltaf þannig að eftir óbyggða- ferðir sem og annað slark tekur hvunndagurinn við með sínu lífsbasli. Misánægjulegu eins og oft verður en lítið annað að gera en láta sig hafa það. Að loknum alveg nógu löngum vinnudegi sagði Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum: Brags við þvætting þagna hlýt, þeim er ei stætt að ríma, sem eftir mætti mega skít moka að hættutíma. Stundum er talað um endurkomu Krists en allt er það nú samt mjög óljóst orðað og reynd- ar óvíst að við þekktum hann aftur. Jafnvel þó hann kæmi með merkispjaldi og þaðan af síð- ur að nokkur tæki mark á honum. Um þá hluti kvað Ármann Þorgrímsson: Þó við Kristi þykjumst trú og þráum heitt að fá´ann, ef hann kæmi aftur nú enginn vildi sjá´ann. Það er varla hægt að ætlast til þess að þeir sem ekki þekkja annað en hafa rafmagn til allra hluta geri sér grein fyrir þeim breytingum sem urðu á lífsháttum fólks við tilkomu þess. Von að fólk yrði fegið að fossarnir gerðu nú loksins gagn frekar en hlunkast þetta niður í algjöru tilgangsleysi. Þegar Valdimar Benónýsson kom til Reykjavíkur þótti honum mikið um allt það sem rafmagnið vann þar en var gert með hand- eða hestafli fyrir norðan: Þúsund hrossa gildi gaf glæsiblossinn rjóði: Tæknihnossið alið af úrvals fossastóði. Aldraður bóndi sem flutt hafði til Reykjavík- ur var spurður að því hvort hann hefði feng- ið eitthvað að gera. Svarið var; ,,Æ það get ég varla sagt. Ég er að dútla þetta hálfan daginn frá átta til fimm“. Um annan önnum kafinn mann kvað Albert Jóhannsson: Ei þótt reri út á sjó önnum kafinn var hann. Alla daga ýsur dró eða hrúta skar hann. „Menn eiga að hafa vit á að vera í góðu skapi,“ sagði Dúddi heitinn á Skörðugili og væri bet- ur að fleiri mundu temja sér þá lífsreglu. Teitur Hartmann lýsti sínum aðstæðum svona: Lífs míns hef ég fleyi fleytt framhjá luktum sundum. Kátleg hugsun breiðir breitt bros á varir stundum. Ekkert heftir andans flug, enda skal þess njóta. Manni dettur margt í hug meðan aðrir hrjóta. Gæti þó verið að Guðríður í Austurhlíð hafi verið farin að eldast þegar hún orti þessa haust- legu vísu: Svellar að skörum, sölnar stör svifar í förin hrímið. Styttast svörin, stirðna kjör staðnar á vörum rímið. Ætli við látum þessu svo ekki lokið með vísu Eyjólfs í Sólheimum sem gæti svosem átt við fleiri: Ósköp þreytast augun mín, ellin tekur völdin. Þó ég hafi sálarsýn sé ég illa á kvöldin. Með kærri þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Logi Bjarnason myndlistarmaður opnaði sýninguna Morphé í Safna- húsi Borgarfjarðar sl. laugardag. Sýningin, sem er fyrsta einkasýning Loga, er í Hallsteinssal og verður opin til 13. apríl. Verkin á sýning- unni tengjast Borgarnesi og unnin út frá einu áhugasviði myndlistar- mannsins sem er hlaup. Íþróttir og myndlist virðist ólíkleg blanda en Logi leggur stund á tilraunakennda myndlist og samtímalist. Eftir nám við Myndlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands nam Logi í þrjú ár við Städelschule í Frankfurt í Þýskalandi og er með M.A. gráðu frá þeim skóla. Hann er fluttur aft- ur til Íslands og er virkur innan listageirans, situr í stjórn Nýlista- safns Íslands og Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði hérlendis og erlendis og hef- ur þá hugsjón að það sé ekki hvað þú sérð í myndlist sem skiptir öllu máli. Það sem liggur að baki verk- inu skiptir meiru, spurningin: „Af hverju er verkið?“ Verkið sem ber nafn sýningarinn- ar Morphé, og þýðir form á grísku, ber þess vitni að Logi er að miðla líkamlegri áreynslu inn í samtíma- listina. Þar vinnur hann verk sem er unnið eftir kortlagningar hlaupa- leiða hans um Borgarnes og er afurð- in verk einhversstaðar á milli skúlp- túrs og myndlistar. Margir kann- ast kannski við að sjá álíka mynstri miðluðu með reglulegum hætti á síðum samfélagsmiðla eftir hlaupat- úra tæknivæddra hlaupagarpa. Með þessum hætti blandar Logi samtíma Borgarness inn í listina. Annað verk á sýningunni er Chroma Treximo og þýðir litahlaup. Það verk er unnið úr steypu sem Logi kallar efni Borgnes- inga. Í steypuna hefur hann þrykkt íþróttafötum sínum og fyllir með lit. Úr verður heillandi blanda grófleika og litadýrðar sem hefur áhugaverða sögu um á bak við sig. Fjölmargir lögðu leið sína á opnun sýningarinnar og er greinilega mikill áhugi í Borgarnesi fyrir list. eha Logi og verkið Chroma Treximo sem er unnið úr steypu og hlaupafötum. Áreynslan í listinni Skálmöld Einars er næsta frumsýning í Landnámssetrinu Föstudaginn 6. mars klukkan 20 verður Skálmöld Einars Kárasonar frumsýnd á Sögulofti Landnáms- setursins í Borgarnesi. Fyrir jólin kom út skáldsagan Skálmöld eft- ir Einar en hún er fjórða og síð- asta bókin í bókaflokki hans sem byggður er á Íslendingabók Sturlu Þórðarsonar. Skálmöld er þó efnislega fyrst í röðinni og fjallar um uppgang Sturlu Sighvatsson- ar og dramatísk örlög hans, föður hans og bræðra og endalokin með Örlygsstaðabardaga. Skálmöld er skrifuð sem eintöl fjölda pers- óna, karla og kvenna, sem upp- lifðu þennan viðburðaríka tíma. Í sýningunni segir Einar þessa sögu eins og hann setur hana fram í bókinni en hann stendur ekki einn á sviðinu heldur hefur hann dóttur sína Júlíu Margréti sér til fullting- is. Saman segja þau feðgin söguna með mismunandi röddum. Þessi stórkostlegu örlög, ris og fall fjöl- skyldu á Sturlungaöld. Allt frá frumsýningu á sýn- ingu Benedikts Erlingssonar Mr. Skallagrímsson sem frumsýnd var við opnun Landnámsseturs í maí 2006 hafa sýningar þar sem höf- undur flytur sitt eigið, efni oft- ast einn, notið mikilla vinsælda. Mr. Skallagrímsson var sýnd fyrir fullu húsi í þrjú ár og næsta sýning Brák eftir Brynhildi Guðjónsdótt- ur sló líka eftirminnilega í gegn. Báðar hlutu þessar sýningar tvenn Grímuverðlaun – fyrir besta hand- rit og besta leik í aðalhlutverkum. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hjá Landnámssetrinu segir að þau kalli þetta form gjarnan „Hinn tal- andi höfund,” því í öllum tilfellum fer flytjandinn með sitt eigið efni. „Sýningarnar á Söguloftinu eru nú að nálgast annan tuginn og meðal flytjenda hafa verið Gísli Einars- son sem samdi sýningu sem hann kallaði Mýramanninn, Gunnar Þórðarsson sem sagði sögurnar á bak við lögin sín og flutti nokkur þeirra, Jón Gnarr og Ari Eldjárn með skemmtisögur, Þór Tulinius sem sagði sögu Þorgeirs Ljós- vetningagoða og kristnitökunnar í sýningunni Blótgoðar svo aðeins nokkur dæmi séu tekin. En það er Einar Kárason sem á metið, hann hefur fjórum sinnum áður stigið á stokk og flutt efni eftir sjálfan sig á Söguloftinu. Einu sinni reynd- ar með KK með sér enda var hann þar að segja sögu KK sem flutti lög sem innblásin voru af atburðum í lífi hans. Og nú er “hinn talandi höfundur“ sem sagt kominn aft- ur með dóttur sinni Júlíu Margréti til að segja okkur nýjustu skáld- sögu sína Skálmöld,“ segir Sigríð- ur Margrét. mm Einar Kárason og dóttir hans Júlía Margrét stíga nú á svið Söguloftsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.