Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms frumsýnir á föstudags- kvöldið leikstykkið „Barið í brest- ina – Gamanleikrit með söngvum,“ eftir Guðmund Ólafsson. Sýnt verður í félagsheimilinu Lyng- brekku sem leikdeildin hefur ein- mitt tekið á leigu næstu tvö árin. „Leikritið gerist á stofnun sem er sambyggð heilsugæslustöð og elli- heimili. Stjórnendur hennar áttu að kaupa magaskoðunartæki fyr- ir stofnunina en ákváðu frekar að eyða fénu til að styrkja knattspyrnu- lið bæjarins með því að kaupa leik- mann frá Færeyjum. Þegar leikritið gerist er svo ráðherrann sem barð- ist fyrir fjárveitingu til tækisins að koma í heimsókn til að sjá það og þá eru góð ráð dýr,“ segir Gunnar Björn Guðmundsson. Blaðamaður Skessuhorns var viðstaddur eina af síðustu æfingum leikritsins í Lyngbrekku á mánu- dagskvöldið og óhætt er að segja að þar hafi verið mikið fjör. Alls taka tæplega 30 þátt í þessari skraut- legu sýningu og fólk fer á kostum í túlkun sinni á hinum ýmsu pers- ónum leiksins. Það er svo krydd- að með sönglögum sem allir kann- ast við. „Þetta leikrit hefur verið sýnt á nokkrum stöðum og gengið ákaflega vel. Það hefur verið mik- il ánægja með það,“ segir Guð- mundur. Verkið var upphaflega sýnt í Ólafsfirði. Fyrir ári síðan var það sett uppi í félagsheimilinu Ara- tungu í Biskupstungum og alls sýnt 12 sinnum fyrir fullu húsi. Sjálfur hefur Gunnar víðtæka reynslu sem leikstjóri þar sem hann hefur komið að stórum verkefn- um. Hann leikstýrði kvikmyndinni Astrópíu sem frumsýnd var 2007. Hann er ekki óvanur gamanleikj- um og var t.d. leikstjóri áramótas- kaupanna í sjónvarpinu 2009 til 2012. „Það er búið að vera frábært að vinna að þessari sýningu. Hóp- urinn sem leikur í henni er mjög sterkur og vel þjálfaður. Frumsýn- ing verður á föstudagskvöld klukk- an 20:30. Það verður hægt að panta miða í síma 846-2293 og á vefn- um midi.is. Við getum lofað góðri sýningu. Það verður mikið sprell,“ sagði Gunnar leikstjóri í samtali við Skessuhorn. mþh Mikill fjöldi fólks kynnti sér náms- tilboð við háskóla á Íslandi á Há- skóladeginum svokallaða sem haldinn var í Reykjavík síðastlið- inn laugardag. Þar bauðst fólki að heimsækja húsakynni Háskóla Ís- lands og Háskólans í Reykjavík. Auk fulltrúa námsgreina við þessa skóla voru landsbyggðarháskólarn- ir þrír, þar sem tveir eru á Vestur- landi, einnig með kynningarbása þar sem fólk á þeirra vegum upp- lýsti gesti og gangandi um skólana og starfsemi þeirra. Þessir skólar eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn á Hólum. „Það gekk rosalega vel. Fjölmargt fólk kom til okkar. Það var áhuga- samt og spurði mikið um skólann. Mér skilst að alls hafi um fimm þús- und manns komið á Háskólatorg- ið þar sem við vorum þennan dag enda var gott veður,“ sagði Bára Sif Sigurjónsdóttir kynningarstjóri Landbúnaðarháskólans að deginum loknum. Umsóknarfrestur í Land- búnaðarháskólann rennur út 5. júní næstkomandi. Það eru þegar farn- ar að berast umsóknir. „Við frá há- skólunum erum nú á ferðalagi um landið að kynna skólana. Við vor- um að koma úr framhaldsskólanum á Laugum og nú erum við á leiðinni á Sauðárkrók. Svo Höfn, Egilsstaði, Akureyri, Ísafjörð og á Selfoss. Það má nálgast nánari upplýsingar um þetta allt á heimasíðu Landbúnað- arháskólans (lbhi.is),“ þar sem hún var stödd norðanlands í vikunni. Bifröst með nýjungar Svipaða sögu er að segja frá Bif- röst. „Það var stöðugur straumur til okkar. Fólk hafði sérstaklega mik- inn áhuga á nýjum námslínum sem við erum að bjóða nú svo sem BA í stjórnmálahagfræði, BA í miðlun og almannatengslum og BA í byltinga- fræði. Þetta má allt kynna sér á síðu skólans bifrost.is. Umsóknarfrest- urinn fyrir skólavist á Bifröst er 15. júní. „Við erum með frest tíu dög- um síðar en opinberu háskólarnir. Það eru strax byrjaðar að koma um- sóknir og þetta lítur vel út,“ segir Brynjar Þór Þorsteinsson markaðs- stjóri Háskólans á Bifröst. Báðir háskólarnir á Vesturlandi taka svo þátt í framhaldi á Háskóla- deginum þar sem heimsóttir verða framhaldsskólar úti á landi. Þann 19. mars verða þeir í Menntaskóla Borgarfjarðar milli kl. 9.30 og 11.00 og síðan í Fjölbrautaskóla Snæfell- inga milli kl. 13 og 14.30. mþh Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarð- arsveitar í síðustu viku var sam- þykkt að fela oddvita og sveitar- stjóra að ræða við fulltrúa Akranes- kaupstaðar um möguleika samstarfs um staðarval og uppbyggingu skila- réttar vestan Akrafjalls. Málið hafði áður komið til umfjöllunar í sveit- arstjórn Hvalfjarðarsveitar. Reyn- isrétt hefur í nokkurn tíma þótt of lítil og því skoða menn uppbygg- ingu nýrrar réttar og jafnvel á nýj- um stað. þá Undanfarnar vikur virðist sem mjög hafi tekið að þrengja í búi lágfótu. Vísbendingar eru um að allt of mikið sé orðið af tófunni og viðgangur hennar kominn langt út fyrir skynsamleg og eðlileg mörk. Í kjölfar umhleypingatíðar sækir tóf- an því í vaxandi mæli til byggða í æt- isleit og er þá auðveld bráð slyngra tófuskytta. Nótt eina í síðustu viku skaut Snorri Jóhannsson refaskytta tólf tófur á bæjarhlaðinu á Sig- mundarstöðum í Þverárhlíð. Lagt var út hræ fyrir tófuna einungis 25 metra frá fjárhússdyrunum og voru því hæg heimatökin þegar sú stutt- fætta kom í útiljósin. Fjórar tófur hafði Snorri áður skotið á sama stað í janúar. Að sögn Einars Guðmanns Örnólfssonar bónda á Sigmund- arstöðum er fjölgunin í refastofn- inum orðin mjög áberandi. Hann segir að ekki líði það kvöld, ef hann aki niður sveit, að hann sjái ekki að minnsta kosti eina tófu og oft fleiri í ljósunum frá bílnum. Áður sáu menn rjúpur í sama mæli á þessum stöðum, en ekki lengur. „Tófur eru út um allt og greinilegt að mjög er tekið að þrengja að hjá þeim. Þeg- ar ég var að alast upp fóru menn inn á afrétti til að vinna á tófunni. Nú kemur hún hins vegar sjálf til byggða, nánast inn í forstofu hjá manni,“ segir Einar. Ýmsir fleiri hafa verið að vinna á tófunni auk Snorra Jóhannsson- ar. Þannig segir Einar að Guð- jón Kjartansson bóndi á Síðumúla- veggjum sé búinn á síðustu tólf mánuðum að skjóta 17 tófur þegar hann hefur verið á gangi í klettun- um á landareign sinni. Þá hafi eft- ir áramótin verið skotnar a.m.k. sex tófur frá útihúsunum í Örnólfsdal. Við smalamennsku nokkru sunnar í héraðinu síðasta haust sáu bænd- ur í Flókadal sjö tófur á ferð sinni á tiltölulega litlu svæði. Þannig má því segja að krökkt sé af tófu í ætis- leit vítt um Borgarfjörð og senni- lega um allt land. Ójafnvægi í náttúrunni Snorri Jóhannesson á Augastöð- um hefur stundað grenjavinnslu til áratuga, en segist hættur því fyr- ir hið opinbera en grandar tófu af landareign sinni og fyrir aðra land- eigendur sem til hans leita. Hann segir ýmsar ástæður fyrir þess- ari miklu fjölgun tófunnar og að í sjálfu sér þurfi hún ekki að koma á óvart. Eftirlitslausum eyðijörðum hafi t.d. fjölgað og því finni refur- inn sig öruggari niður á láglendi. Þá hafi sparnaður hins opinbera við launagreiðslur til veiðimanna orðið til þess að sveitarfélögin hafi slegið slöku við grenjaleit sem aft- ur hefur orðið til þess að tófan hef- ur náð að fjölga sér óáreitt og tekið sér bólfestu á stöðum þar sem hún sást ekki áður. „Hún kemst víða um óáreitt og er því flutt til byggða, svo einfalt er það,“ segir Snorri. Hann segir þetta ófremdarástand og að búið sé af mannavöldum að skapa mikið ójafnvægi í náttúrunni. „Hið opinbera ver nú háum fjárhæðum í ýmsar rannsóknir lærðra vísinda- manna á tófunni, t.d. hvað hún éti sér til viðurværis. Við vitum það hins vegar ágætlega og krefst því ekki dýrra rannsókna að mínu mati. Það þarf að auka markvisst grenja- veiðar á ný. Öðruvísi kemst ekki aftur á það jafnvægi sem við viljum hafa í náttúrunni,“ segir Snorri Jó- hannesson á Augastöðum. mm Það er mikið fjör á sviðinu í þessari sýningu. Fleiri myndir af þessari uppsetningu Leikdeildar Skallagríms verða settar á vef Skessuhorns í vikunni. Líf og fjör í Lyngbrekku Gunnar Björn Guðmundsson segir leikurum til á æfingu í Lyngbrekku á mánudagskvöld. Það er mikið spilað og sungið í leikritinu. Tónlistarstjóri er Steinunn Pálsdóttir. Hún spilar á píanó og með henni eru tveir gítarleikarar. Lágfóta í ætisleit færir sig í vaxandi mæli til byggða Fé rekið til Reynisréttar sem þykir of lítil miðað við fjárfjölda á svæðinu. Akranes í baksýn. Ljósm. mm. Samstarf um skilarétt vestan Akrafjalls Mikill áhugi á háskólunum Háskólinn á Bifröst býður upp á ýmsar nýjungar á nýju skólaári. Það var erill á bás Landbúnaðarháskólans á Háskóladeginum. Þar voru meðal annarra Ragnar Frank Kristjánsson og Björn Þorsteinsson rektor að kynna náms- framboð skólans.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.