Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Rótarýdagurinn í Hjálmakletti Rótarýdagurinn var haldinn há- tíðlegur laugardaginn 28. febrú- ar af Rótarýklúbbum um land allt. Rótarýklúbbur Borgarness hélt upp á daginn með því að standa fyr- ir opnum fundi í Hjálmakletti. Yf- irskrift fundarins var; „menntun - saga – menning.“ Fundarstjórn var í höndum Margrétar Vagns- dóttur frá Rótarýklúbbi Borgarness og ýmsir aðilar héldu erindi. Fyrst- ur var Magnús B. Jónsson, verð- andi umdæmisstjóri íslenska rótarý- umdæmisins. Magnús flutti erind- ið „Rótarý, heima og heiman“ og fræddi viðstadda um sögu og tilgang Rótarýhreyfingarinnar. Gætt hefur misskilnings um eðli Rótarý, að það sé leyniklúbbur karla, en staðreynd- in er sú að Rótarý eru alþjóðleg samtök karla og kvenna sem standa fyrir mannúðar- og menningastarfi, stuðla að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetja til góðvild- ar og friðar í heiminum. Hreyfing- unni er ætlað að vera starfsgreina- samband og hafa allt að fimm að- ila úr hverjum starfsvettvangi innan sinna raða. Meðlimir hittast viku- lega og snæða saman ásamt því að hlýða á fræðsluerindi um ýmis mál. Langstærsta verkefni hreyfingarinn- ar undanfarin ár hefur verið barátt- an gegn lömunarveiki (e. End Pol- io). Rótarýhreyfingin á Íslandi hef- ur einnig styrkt ellefu einstaklinga til framhaldsnáms í friðarmálum og er aðeins eitt annað land í heimin- um sem hefur viðlíka árangur. Mennta heimsborgara með rætur í sveitinni Næstur steig á stokk Vilhjálmur Eg- ilsson rektor Háskólans á Bifröst sem flutti erindi um framtíð háskóla á Íslandi. Þar fór hann meðal annars yfir fyrirsjáanlega fjölgun eldri borg- ara og bætta heilsu á eldri árum. Þar þurfi háskólarnir að taka við sér og koma til móts við þær þarfir þegar fólk hefur lokið störfum á vinnu- markaði en hefur enn fulla heilsu og áhuga á að takast á við nýjan starfs- vettvang. Vilhjálmur talaði um að tækniþróun og tæknibreytingar séu í raun það eina sem hafi breyst hinu stóra sögulega samhengi, öll stríð og kreppur hafi komið fyrir áður í mannkynssögunni á öðrum tíma og á öðru leiksviði, með öðrum sögu- persónum. En í grunninn sé allt- af verið að kljást við mannlegt eðli og breytingin sé á tæknisviðinu. Það sé því mikilvægt að mennta kenn- ara til að vera í framlínu miðlun- ar og tækniframþróunar. Þar sé hin raunverulega fjárfesting. Sem fyrr sé það metnaður Háskólans á Bifröst að mennta heimsborgara með ræt- ur í sveitinni. Veruleiki ‘ daglaunamanna Heiðar Lind Hansson sagnfræð- ingur tók við af Vilhjálmi og flutti fundargestum erindi úr Sögu Borg- arness, sem Egill Ólafsson heitinn, frændi Heiðars, hafði ráðgert að flytja þennan dag. Egill vann að rit- un 150 ára sögu Borgarness en varð bráðkvaddur í janúar síðastliðnum. Heiðar Lind staðfesti við fundar- gesti að samið hefði verið um að hann tæki við og lyki verki frænda síns. Að þeirri tilkynningu lokinni flutti Heiðar Lind bráðskemmti- legt erindi og gaf fundargestum innsýn inn í veruleika daglauna- manna í byrjun tuttugustu aldar sem þurftu að sanna fyrir hreppsnefnd með hvaða hætti þeir hygðust sjá sér og sínum farboða, því ómaga vildi hreppsnefndin ekki á sitt forræði. Önnur var sagan af framtakssemi einstaklinga sem tóku sig saman og boruðu brunn til að fá rennandi vatn í sín hús og í næsta nágrenni. Að lokum sagði Heiðar Lind frá fyrir- ætlunum sem ekki gengu eftir um að fá sjúkrahús í Borgarnes. Gaman er að velta vöngum yfir því hver staðan væri ef byggt hefði verið sjúkrahús í Borgarnesi á sínum tíma. Þá var komið að söngatriði systr- anna Theodóru og Birnu Þorsteins- dætra en jafnframt flutti Theo- dóra erindi um menningu. Í fund- arlok afhenti Daníel Ingi Haralds- son forseti Rótarýklúbbs Borgar- ness, Ásgeiri Sæmundssyni sjúkra- flutningamanni Heilbrigðisstofn- unar Vesturland Lúkas, sjálfvirkt hjartahnoðbretti, sem Rótarýklúbb- urinn í Borganesi hefur safnað fyrir síðustu vikur. Tækið verður til taks í sjúkrabíl heilsugæslustöðvar HVE í Borgarnesi. Sjá nánar aðra frétt hér í blaðinu. eha Margir voru viðstaddir Rótarýdaginn í Hjálmakletti. Eldri borgarar á Akranesi eru orðnir langþreyttir á því sem þeir telja vanefndir af hálfu bæjar- yfirvalda varðandi framtíðarhús- næði og félagsmiðstöð fyrir starf- semi þeirra. Síðastliðinn föstudag var haldinn opinn fundur um mál- ið. Fulltrúar í viðræðunefnd eldri borgara, sem hefur haft samskipti við bæjaryfirvöld á sinni könnu fyrir hönd Félags eldri borgara á Akranesi og nágrenni (FEBAN), boðuðu til þessa fundar. Á honum voru einnig nokkrir af fyrrverandi og núverandi bæjarfulltrúum auk bæjarstjóra Akraness. Mæting á fundinn fór fram úr björtustu von- um. Alls komu um 180 manns og var hvert sæti setið. Þetta er talið endurspegla vaxandi óþolinmæði eldri borgara í garð bæjaryfirvalda á Akranesi. Löng og erfið saga Á síðasta kjörtímabili var skip- aður vinnuhópur þriggja fulltrúa frá Akranesbæ og tveggja fulltrúa FEBAN sem átti að vinna að til- lögum um nýtt húsnæði fyrir eldri borgara. Ýmsir möguleikar voru skoðaðir. Niðurstaðan varð að lok- um sú að á síðasta ári var keypt hús- næði og stór lóð flutningafyrirtæk- isins ÞÞÞ við Dalbraut. Húsinu skyldi breytt í félagsheimili eldri borgara en fjölbýlishús reist á lóð- inni. Nýr meirihluti í bæjarstjórn ákvað síðasta vor að halda fast við þessa ákvörðun. „Síðan hefur ekk- ert gerst,“ segir Ólafur Guðmunds- son sem er fulltrúi FEBAN ásamt Jóhannesi Ingibjartssyni í nefnd- inni. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að bæjarfélagið greiði á þessu ári 128 milljónir króna vegna kaupa á húsi og lóð ÞÞÞ við Dalbraut. Í fyrra greiddi bærinn síðan 84 millj- ónir króna til þessa. Það sé því ekki rétt að ekkert hafi gerst. „Þessi fjár- festing er gerð með það í huga að starfrækja þarna þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara. Fundurinn á föstudaginn var góður. Að mínu mati er það eðlilegt að nýkjörnir bæjarfulltrúar þurfi sinn tíma til að taka stórar ákvarðanir. Það þarf að vanda vel til verka varðandi skipu- lag og hönnun á Dalbrautinni,“ segir Regína Ásvaldsdóttir. Vildu fá hlutina á hreint Nýr meirihluti tók við stjórn Akra- nesbæjar síðastliðið vor. „Niður- staða þeirra varð sú í júlí í fyrra að halda áfram fast við þær ákvarðan- ir sem fyrri meirihluti hafði tekið,“ segir Jóhannes og samsinnir Ólafi í því að ekkert hafi gerst í málinu síð- an þá. „Það þarf að fara í ákveðna deiliskipulagsvinnu og síðan leggja fé í að hanna húsið svo það henti starfsemi eldri borgara. Ekki er gert ráð fyrir neinu slíku á fjárhagsáætl- un Akraness á þessu ári. Þar af leið- andi er ekki hægt að sækja um fjár- muni til Framkvæmdasjóðs aldr- aðra á næsta ári. Þannig er ljóst að það stefnir í að ekkert gerist heldur þá. Það var af þessum sökum sem við tveir sem tengiliðir FEBAN við bæinn í þessu máli, ákváðum að boða til þessa fundar í húsakynnum félagsins nú á föstudag. Eldri borg- Listin að segja sögur, sagnalist, nýt- ur vaxandi vinsælda hér á landi, eins og víða í löndunum í kringum okk- ur. Sagðar eru sögur í skólum, boð- ið er upp á sögustundir fyrir ferða- menn og sögur eru einnig notað- ar í tengslum við rekstur fyrirtækja og stofnana. Stöðugt fleiri bætast í hóp sagnaþulanna, fólks sem sæk- ir sér þekkingu og reynslu í því að segja sögur og fæst við það á ýms- um vettvangi. Íslenskir sagnaþul- ir taka virkan þátt í samstarfi nor- rænna sagnaþula og á ári hverju er haldið fimm daga norrænt sagna- þing með námskeiðum, sögustund- um og samveru. Sagnaþingið verð- ur haldið á Íslandi í sumar, í Grund- arfirði dagana 19. til 24. júlí. Þátttakendur og kennarar koma frá öllum Norðurlöndum og Kan- ada, auk Íslendinga. Boðið er upp á fimm námskeið, meðal annars um húmor og alvöru, sagnagerð fyrir börn, tengsl ævintýranna og eigin lífs, sögur sem verða til í núinu og hvernig flétta má saman sögum og söngvum. Hvert námskeið stendur í fjóra daga og er ýmist kennt á norð- urlandamálum, íslensku eða ensku. Þriðjudaginn 21. júlí verður boð- ið upp á opið sagnakvöld í Grund- arfjarðarkirkju, þar sem kennarar á námskeiðunum segja sögur. Sagnalistin hefur blómstrað á Vesturlandi undanfarin ár og er vonast til þess að heimamenn nýti sér þetta einstaka tækifæri til að sækja sér þekkingu og reynslu í því að segja sögur. Nánari upp- lýsingar um sagnaþingið og nám- skeiðin er að finna á www.felags- agnathula.is. -fréttatilkynning Húsfyllir á fundi FEBAN um húsnæðismál aldraðra á Akranesi arar eru stöðugt að spyrja okkur um stöðu mála. Við vildum nú taka af skarið og greina félagsmönnum frá stöðunni á opnum fundi og jafn- framt kalla eftir svörum bæjarfull- trúa og þeirra sem stjórna í dag,“ segja þeir Jóhannes og Ólafur. Regína Ásvaldsdóttir segir að sett hafi verið fjármagn til að undirbúa breytingu á deiliskipulagi í fjár- hagsáætlun ársins 2015 en ekki til hönnunar húsnæðisins. Á síðasta fundi bæjarráðs kom fram að húsið við Dalbraut verður afhent bænum 1. maí næstkomandi. Bæjaryfirvöld bregðast við Fyrir fundinn á föstudaginn var bæjarráð búið að taka ákvörðun um að skipa nefnd um húsnæðismál eldri borgara á Akranesi þar sem fulltrúar FEBAN ættu sæti ásamt fulltrúum bæjarins. Var bæjarstjóra falið að útbúa erindisbréf fyrir slíka nefnd og koma í hendur FEBAN. „Aðsóknin að fundinum fór fram úr okkar björtustu vonum. Umræð- ur urðu gagnlegar og málefnalegar. Þennan sama dag og fundurinn var haldinn var formanni FEBAN af- hent bréf bæjarstjóra um að skip- uð yrði nefnd um þetta mál. Nú á mánudagsmorgun var svo tilkynnt hverjir yrðu í nefndinni fyrir hönd bæjarins. Við verðum svo áfram fyrir hönd FEBAN. Verk nefndar- innar verður að undirbúna breyt- ingu á deiliskipulagi lóðarinnar við Dalbraut. Það þarf líka að fara yfir þarfagreiningu varðandi húsnæð- ið og byrja að huga að því hvernig það verður innréttað. Húsið hefur ýmsa kosti. Meðal annars eru mörg bílastæði þarna og staðsetningin er góð og miðsvæðis í bænum. Hins vegar er það á tveimur hæðum og því þarf að mæta með breytingum svo sem viðbyggingu fyrir lyftu og stiga,“ segja Jóhannes Ingibjartsson og Ólafur Guðmundsson. Að sögn þeirra félaga þarf nú að láta verkin tala. Leggja verði fram áætlun um framkvæmdina, kostn- aðaráætlun og samþykkt bygginga- fulltrúa. Að þessu loknu sé hægt að sækja um framlag úr Framkvæmda- sjóði aldraðra. „Það er þetta sem við erum nú að pressa á að verði gert í ár svo að hægt verði að nýta næsta ár til framkvæmda,“ segja þeir fé- lagar Jóhannes og Ólafur. mþh Jóhannes Ingibjartsson og Ólafur Guðmundsson eru fulltrúar FEBAN í viðræðum við Akranesbæ um nýtt húsnæði fyrir starfsemi eldri borgara á Akranesi. Báðir eru fyrrverandi byggingafulltrúar og hafa mikla þekkingu á byggingamálum. Fullt var út úr dyrum á fundinum á föstudag sem haldinn var í núverandi húsakynnum FEBAN. Frá kvöldvöku á Sagnaþingi á Núpi árið 2011, en þingið er nú haldið í þriðja sinn hér á landi. Sagnanámskeið verður í Grundarfirði í sumar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.