Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 10. tbl. 18. árg. 4. mars 2015 - kr. 750 í lausasölu HEFUR SAFNAÐ FYRIR ÖKUTÆKI FYRIR HVERJU LANGAR ÞIG AÐ SAFNA? Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Er þér annt um hjartað? Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Hvíldarstólar Tau- eða leðurklæddir Opið virka daga 13-18 20% afsláttur Síðastliðinn föstudag var vægast sagt mokafli hjá bátum sem réru frá Snæfellsbæ. Þessi góðu aflabrögð eru talin vita á gott nú þegar hill- ir undir vor með loðnugöngum upp að Snæfellsnesi og þorskurinn býr sig undir hrygningu. Þennan dag komust menn loks á sjó frá höfn- um í Snæfellsbæ eftir langan ótíð- arkafla. Þeir urðu ekki fyrir von- brigðum. Aflinn var afar góður hjá þeim í öll veiðarfæri. Sem dæmi má nefna dragnótarbátinn Egill SH sem fékk risastórt hal af stórum og vænum þorski; alls 42 tonn. Að sögn fróðra manna mun þetta vera mesti afli sem vitað er til að íslensk- ur dragnótarbátur hafi fengið í einu kasti. Sjá nánar frétt á bls. 12. Ljósm. af Egill SH kemur að landi með 57 tonn sem er langstærsti dragnótarróður í sögu bátsins. Egill setti Íslandsmet Lögreglan á Akranesi fékk góða gesti í liðinni viku þegar nokkur börn af leikskólanum Vallarseli kíktu við og fengu að skoða stöðina. Fengu þau meðal annars að skoða fangaklefana og setjast upp í lögreglubíl. Þessum unga manni leiddist það ekki eins og glöggt má sjá á ánægjusvipnum. Ljósm. jho. Á fundi sveitastjórnar Hvalfjarðar- sveitar í síðustu viku var samþykkt byggingarleyfi fyrir Hvalstöðina um byggingu 270 fermetra við- byggingar við kjötvinnsluna í hval- stöðinni í Hvalvirði. Um er að ræða stálgrindarhús með yleiningum. „Það verður ekki stundaður hval- skurður á Akranesi í sumar. Vinnsl- an færist inn í Hvalfjörð,“ segir Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson, stöðvarstjóri Hvals hf. í Hvalfirði, í samtali við Skessuhorn. Með þessu er ljóst að vinnslu hvalkjöts á Akra- nesi er lokið hvað sem síðar verður. Hún á sér áratuga langa sögu, nán- ast jafn langa og hvalstöðvarinnar sem hefur verið rekin með hléum síðan árið 1948. Hvalskurður á Akranesi hef- ur skapað tugi starfa yfir sumar- tímann. Líklega verður bætt við stöðugildum í hvalstöðinni til að mæta aukinni vinnslu þar, en óljóst á þessari stundu hve mörg störf það gætu orðið. Síðustu vertíð- ar hefur hvalskurður verið stund- aður í húsakynnum HB Granda á Akranesi. Það er hluti hins svo- kallaða Heimaskagahúss sem not- að hefur verið til þessa. Þetta hús- næði er á öðrum árstímum notað fyrir fiskvinnslu svo sem frystingu loðnuhrogna þar sem mjög strang- ar reglur gilda. Það hefur löngum verið ljóst að kjötvinnsla færi ekki saman við fiskvinnslu í einu og sama húsnæðinu þó hvort tveggja væri stundað á ólíkum árstímum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit- ar hefur einnig samþykkt tilmæli í bókun umhverfis,- skipulags og náttúruverndarnefndar til land- eiganda að láta deiliskipuleggja svæði hvalstöðvarinnar til atvinnu- reksturs. Þónokkrar framkvæmd- ir hafa staðið yfir við hvalstöðina í vetur og fjöldi manna haft þar at- vinnu við endurbætur og uppbygg- ingu. Meðal annars hefur verið byggt nýtt og fullkomið hús fyr- ir búningaaðstöðu og aðstöðu fyr- ir starfsmenn til að hægt væri að fylgja nútíma kröfum og reglum sem tengjast því að þarna er stund- uð matvælavinnsla. Af þeim fram- kvæmdum má sjá að hvalveiðar verða áfram stundaðar sem fyrr þó vinnslu verði nú hætt á Akranesi. mþh Hvalur stækkar kjötvinnslu í Hvalfirði og hættir hvalskurði á Akranesi Mynd af Hvalstöðinni tekin í síðasta mánuði. Nýja húsið fyrir kjötvinnsluna mun rísa í sundinu fyrir miðri mynd næst núverandi kjötvinnslu. Framkvæmdir eru þegar hafnar enda þarf húsið að standa tilbúið fyrir hvalvinnslu í júní næst- komandi. Kjötskurði verður nú hætt í Heima- skagahúsinu þar sem þessi mynd var tekin árið 2009.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.