Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Sólbakka 2, Borgarnesi - 437 1400 - ljomalind.is SK ES SU H O R N 2 01 5 Verkefnastjóri Sveitamarkaðurinn Ljómalind í Borgarnesi óskar eftir starfskrafti í hlutastarf frá og með 1. apríl. Um er að ræða 8-12 klst. vinnu á viku auk sumarvinnu. Líklegt er að starfshlutfallið muni aukast með tímanum. Á meðal verkefna er afgreiðsla í búðinni, þrif, vinna við bókhald, skrif á heimasíðu, markaðsmál og annað sem fellur til við rekstur sveitamarkaðar. Við leitum að þjónustuliprum aðila með góða samskiptahæfni sem verður að geta unnið sjálfstætt og með hópi fólks. Áhugasamir hafi samband við ljomalind@ljomalind.is eða við Önnu Dröfn í síma 8653899. Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað: Störf flokkstjóra (100% og 50% störf) við Vinnuskólann, • fyrir 20 ára og eldri. Starf ve• rkstjóra við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 20 ára og eldri. Störf • við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 18 ára og eldri. Nánari upplýsingar um fyrrgreind störf er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is en þar skal jafnframt sækja um störfin rafrænt á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 18. mars. SK ES SU H O R N 2 01 5 Sumarstörf hjá Akraneskaupstað Samþykkt breyting á deiliskipulagi Stofnanareits, Heiðarbraut 40, Akranesi Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi þann 24. febrúar 2015, breytingu á deiliskipulagi Stofnanareits vegna Heiðarbrautar 40. Tillagan var auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar. Sú breyting var gerð frá auglýstri tillögu að hámarksfjölda íbúða er fækkað úr 26 í 18. Bílastæðum er fjölgað úr 17 í 20. Byggingarreitur vestan við núverandi hús er felldur niður. Byggingarreitur austan við núverandi hús verður tvær hæðir í stað þriggja. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðstjóri skipulags- og umhverfissviðs SK ES SU H O R N 2 01 5 Fjölbrautaskóli Vesturlands AFREKSÍÞRÓTTIR Afreksíþróttasvið við FVA er hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína. Íþróttagreinar sem eru í boði:  knattspyrna  sund  golf  körfubolti  badminton  keila Almennt eru æfingar á skólatíma 3x í viku auk annarrar fræðslu er tengist íþróttaiðkun. Nemendur sækja rafrænt um skólavist á bóknámsbraut en sérstakt umsóknarblað er fyrir afreksíþróttasviðið á www.fva.is eða á skrifstofu skólans. FRÁBÆR KENNSLUAÐSTAÐA – AKRANESHÖLL – JAÐARSBAKKALAUG Nánari upplýsingar um nám á brautum er að finna á vef skólans www.fva.is Þrír ungir Skagamenn, þeir Björn Þór Björnsson, Jóhannes Þorkels- son og Snorri Kristleifsson hafa fest kaup á vefnum Úrslit.net, sem er úrslitaþjónusta þar sem knatt- spyrnuáhugamenn geta fylgst með gangi mála í nær öllum knatt- spyrnuleikjum sem spilaðir eru hér á landi. Blaðamaður tók hús á þeim Birni og Snorra og spjallaði við þá um aðdraganda kaupanna. „Hug- myndin um góða, snjallsímavæna úrslitaþjónustu fyrir áhugamenn um íslenska knattspyrnu hafði blundað í okkur í allnokkurn tíma. Þegar við sáum Úrslit.net auglýst til sölu ákváðum við að grennslast fyrir um málið og náðum á endan- um samkomulagi um kaupverð við fyrri eigendur. Með kaupum á síð- unni varð sú hugmynd að veruleika og sparar okkur gífurlega mörg spor í ferlinu,“ segja þeir Björn og Snorri. Kaupin gengu í gegn síð- astliðinn föstudag og um kaup- verð vilja þeir ekkert gefa upp „Við greiddum sanngjarnt verð fyrir vef- inn og fjármögnuðum kaupin úr eigin vasa.“ Aðspurðir um ástæður kaupanna tilgreina þeir að fyrst og fremst hafi þá einfaldlega langað að prófa slík- an rekstur en auðvitað sjái þeir líka möguleika á að geta haft einhverj- ar tekjur af honum. „Þetta verð- ur rekið með sölu auglýsinga og við eigum ekki von á að vefurinn færi okkur mikið ríkidæmi,“ seg- ir Snorri og brosir og Björn tek- ur undir það. „En við eigum held- ur ekki von á að tapa á rekstrinum, alls ekki. Þetta er vefur sem nær allir íslenskir knattspyrnuáhuga- menn þekkja, við þurfum því ekki að standa í því að koma honum á framfæri, það er mikill kostur.“ bæta þeir við. Þeir segja vefinn hafa verið vel rekinn af fyrri eigendum og eins að kerfið sem snúi að úr- slitum og tölfræði sé mjög gott, fátt þurfi að bæta þar. „Vefurinn virk- aði ekki nógu vel í snjallsíma og það ætlum við að bæta. Hann verð- ur áfram aðgengilegur og notenda- vænn og snjallsímaútgáfan verður í sama stíl,“ segja þeir. Stefnt er að því að snjallsímaútgáfan verði kom- in í gagnið fyrir fyrstu umferð efstu deildar karla nú í sumar. Um þjónustuna sjálfa segja þeir hana byggja á því að gífurlega öfl- ugu tengslaneti sé haldið úti um allt land. „Við munum manna alla leiki í sumar í efstu deildum karla og kvenna og í næstefstu deild karla. Síðan verðum við með tengiliði hjá félagsliðum neðri deilda þann- ig að staða allra leikja verður upp- færð eins fljótt og auðið er,“ segir Björn og bætir því við að þeir sjái fram á að fara sjálfir á eins marga leiki og þeir mögulega geta. „Lík- lega mun megnið af okkar frítíma fara í að sinna þessu verkefni, þetta verður mikil vinna en skemmtileg,“ segir Snorri. kgk Björn Þór Björnsson og Snorri Kristleifsson, tveir nýrra eigenda Úrslit.net. Þrír ungir Skagamenn kaupa Úrslit.net

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.