Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Fjör á opnum dögum í FVA Líf og fjör var í Fjölbrautaskóla Vest- urlands í síðustu viku, þegar skólinn stóð fyrir hinum árlegu opnu dög- um. Á opnum dögum stendur nem- endum til boða að taka þátt í margs konar námskeiðum, hlusta á fræð- andi fyrirlestra eða fara í ferðir í stað hefðbundinnar kennslu. Dag- skráin var með fjölbreyttu sniði, líkt og undanfarin ár og stóðu nemend- ur að auki fyrir nokkrum viðburðum á kvöldin, svo sem félagsvist, Pub Quiz og skemmtilegu kaffihúsa- kvöldi þar sem haldin var Gettu bet- ur keppni á milli nemenda og kenn- ara ásamt tónlistaratriðum. Opn- um dögum lauk svo með árshátíð nemendafélagsins og balli á Gamla Kaupfélaginu. Opnu dagarnir þóttu vel heppn- aðir í ár þrátt fyrir að ýmsir við- burðir hafi fallið niður vegna veð- urs á miðvikudeginum, þar á meðal nokkrar ferðir og námskeið þar sem leiðbeinendur komust ekki á Akra- nes. En nóg var um að vera þrátt fyrir það. Efnt var til keilumóts, fót- boltamóts, badmintonmóts og pútt- móts, haldið hnefaleikanámskeið, nemendur lærðu brauðbakstur, zumba, hot yoga og fengu kennslu í táknmáli svo eitt sé nefnt. Þá hélt Vilhjálmur Birgisson erindi um rétt- indi og skyldur á vinnumarkaði fyr- ir nemendur. Í ár var var stærsti fyr- irlesturinn „Ber það sem eftir er“ þar sem Þórdís Elva Þorvaldsdótt- ir fjallaði um netnotkun, hefndark- lám og „sexting“. Auk þess var með- al annars haldin kennsla í origami, kassaklifri og sigi, förðun, skraut- skrift, brjóstsykurgerð, rússnesku og pizzugerð. Opnum dögum lauk síð- an með árshátíð nemendafélags skól- ans á fimmtudagskvöldinu og fengu nemendur árshátíðarfrí á föstudeg- inum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Linda Dröfn Jóhannes- dóttir kennari við FVA tók á opnum dögum. grþ Ungur skurðlæknir úr Borgarnesi nýfluttur heim frá Svíþjóð Um nokkurt skeið hafa það þótt tíð- indi ef læknar flytja aftur heim til Ís- lands eftir vinnu og nám erlendis, alltjent var það þannig fyrir lækna- verkfall og nýgerða samninga við lækna. Á dögunum hóf störf á hand- lækningadeild Heilbrigðisstofnun- ar Vesturlands á Akranesi Árni Þór Arnarson, en hann er nýfluttur heim frá Svíþjóð. Árni Þór hefur ákveðið að búa í Borgarnesi en þar ólst hann upp frá þriggja ára aldri. Árni lauk kandídatsnámi frá Landsspítala Há- skólasjúkrahúsi árið 2007 og starfaði í tæp þrjú ár á LSH áður en hann hélt til sérfræðináms í skurðlækningum til Svíþjóðar. Þar hafði hann starf- að í fjögur ár á sjúkrahúsi í Kristi- anstad í Suður-Svíþjóð þegar hann ákvað að flytja aftur heim. Spurður hvort nýgerðir kjarasamningar við lækna hafi haft þar áhrif, svarar Árni Þór að svo hafi ekki verið. Hann hafi áður verið búinn að ákveða að koma heim og ýmsar ástæður legið fyrir þeirri ákvörðun. Þó ekki sú að álagið á sjúkrahúsinu í Kristianstad, sem er svipaðrar stærðar og LSH, sé líklega öllu meira en á sjúkrahúsinu á Akranesi. „Hérna á sjúkrahúsinu fékk ég mjög góðar móttökur þeg- ar ég kom. Ég mætti mikilli hlýju og hér skynja ég mjög gott andrúms- loft. Ég held að fólki líði vel á þess- um vinnustað,“ sagði Árni Þór þeg- ar blaðamaður Skessuhorns spjallaði við hann á dögunum. Mikill landsbyggðar- maður Í spjallinu við Árna Þór kom fram að hann er mikill landsbyggðarmað- ur og það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann sóttist frekar eft- ir stöðu á Akranesi en á Landsspít- alanum. „Á námsárunum leysti ég meðal annars af eitt sumar í Búðar- dal og var þá líka með móttöku fyrir sjúklinga á Reykhólum. Það var gott sumar og ég þroskaðist líka heilmik- ið á því að þurfa að treysta á sjálf- an mig,“ segir Árni Þór. Spurður um ástæður þess að hann ákvað að flytja heim aftur, sagði hann að þær væru ýmsar, þó aðallega persónu- legar. „Börnin mín tvö eru hérna á Akranesi og mig langaði að vera ná- lægt þeim. Síðan kom það á daginn að ég er svo mikill Íslendingur að ég sá ekki að ég myndi aðlagast sænsku samfélagi. Það var alltaf þessi sam- anburður við það sem er hérna á Ís- landi. Ég held að meðan svo er þá er maður ennþá Íslendingur. Þeg- ar samanburðinum sleppir og fólk jafnvel hættir að fylgjast með frétt- um hérna heima þá er lítið eftir af ættjarðarástinni. Ég er líka mik- ill útivistar- og veiðimaður og fann mig ekki í því í Kristianstad.“ Bjóst ekki við að flytja í Borgarnes aftur Árni Þór er sonur tannlækna- hjónanna í Borgarnesi; Arnar Jóns- sonar og Önnu G Ricther. Hann kom með þeim þriggja ára gamall í Borgarnes. „Ef einhver hefði sagt við mig fyrir 15 árum að ég ætti aftur eftir að flytja í Borgarnes þá hefði ég ekki trúað því. Ég hafði engar sérstakar taugar til staðarins þegar ég var að alast þar upp, fannst Borgarnes þá mikið frænda- og frænkusamfélag. Kannski var það vanþroski hjá mér að hugsa þann- ig. Það var mjög gaman að flytja þangað núna og hitta fólk sem ég hafði ekki séð lengi. Það er tekið vel og fagnandi á móti mér og ég efast ekkert um að það verður gott að búa í Borgarnesi,“ segir Árni Þór sem er í sambúð með unnustu sinni Hildi Aðalbjörgu Ingadóttur sjúkraþjálfara í Borgarnesi. „Ég var eiginlega lítið í Borgarnesi eftir að ég fór í Menntaskólann á Akureyri. Kom þó heim á sumrin og vann í Loftorku hjá feðgunum Konráði og Andrési. Núna er ég aftur að rifja upp gömlu kynni af Borgarnesi og Borgfirðingum.“ Hér er algjör paradís í útivist Árni Þór segist ekki hafa kunnað nógu vel við sig í Kristianstad og ekki upplifað það frjálsræði sem hann hafði kynnst áður. „Þarna er þéttbýlt og flatt og langt út í óspillta og villta náttúru ólíkt því sem er hérna á Íslandi. Ég er mikill sport- veiðimaður, bæði í stangveiði og skotveiði. Ég lærði að veiða geddu þarna við ströndina en var ráðlagt að borða hana ekki. Það er mik- il mengun í sjónum þarna og hún kemur meðal annars frá Rússlandi. Þegar ég sagði Svíunum að á Íslandi drykki ég vatn úr næsta læk þá áttu þeir erfitt með að trúa því. Það er náttúrlega algjör paradís að stunda útivist og sportmennsku hérna á Ís- landi og ekki síst í Borgarfirðinum. Eitt af því sem ég hlakka mikið til að gera er að skreppa í veiði í ein- hverja skemmtilega veiðiá. Ég er ekkert síður fyrir silungsveiðina en laxveiðina. Það er munur að hérna tekur það ekki nema örfáar mínút- ur að komast út í náttúruna og hér er loftið hreint og tært,“ segir Árni Þór Arnarson. þá Árni Þór Arnarson skurðlæknir er nýfluttur heim frá Svíþjóð og starfar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Nemendur lærðu meðal annars að baka brauð og pizzur. Hér er verið að gera brauðið klárt. Ýmis íþróttamót voru haldin í tilefni opinna daga og haldið var námskeið í hnefaleikum. Heklaðar dúllur. Það var kaldur dagur þegar farið var í gönguferð meðfram ströndinni. Til stóð að farið yrði í fjallgöngu á Akrafjall en ferðinni var breytt vegna veðurs. Það var öllu hlýrra á Hot yoga námskeiðinu en í gönguferðinni. Keilumótið þótti vel heppnað og skemmtilegt.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.