Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 04.03.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Lið SamVest stóð sig vel í Bikarkeppninni 15 ára og yngri SamVest, sem er frjálsíþróttasam- starf sjö héraðssambanda á Vest- urlandi og Vestfjörðum, sendi lið til keppni í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fór í Laugardals- höllinni síðastliðinn sunnudag. Samanlagt var liðið í sjötta sæti af átta keppnisliðum. SamVest hlaut 48 stig, tveimur stigum minna en Breiðablik sem varð í fimmta sæt- inu. FH sigraði, A-lið ÍR varð í örðu sætinu, Norðurland í því þriðja og HSK/Selfoss í fjórða sæti. Sam- Vest náði að tefla fram keppendum í öllum greinum nema 1500 metra hlaupi hjá strákum og fékk því ekki stig fyrir þá grein. Liðsmenn SamVest kom að þessu sinni frá HSH, UDN, UMSB og HHF, frá Borgarnesi, Borgarfirði, úr Dölum, Stykkishólmi, Grund- arfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Ekkert þeirra sjö sambanda innan SamVest hefði getað sent eigið lið á Bikarkeppnina en saman náðu þau að mynda lið og gefa krökkunum tækifæri á að keppa við sína jafn- ingja í stóru frjálsíþróttaliðunum. Fimm af tíu keppendum SamVest koma frá stöðum þar sem þau hafa ekki þjálfara að staðaldri og í keppn- inni á sunnudag höfðu þau ekki þjálfara nema í síðustu greinunum sem voru boðhlaupin. Á starfssvæði SamVest leggja líka margir foreldr- ar á sig að keyra langar leiðir reglu- lega með börnin sín til æfinga og jafnvel enn lengra í keppnir. Þeir sem lengsta áttu að fara, krakkar frá Patreksfirði og Tálknafirði, lentu í erfiðleikum með að komast heim á sunnudagskvöld. Þau þurftu að ganga á milli bíla vegna ófærðar á Kleifaheiði og komust ekki heim til sín fyrr en seint og um síðir enda sátu bílar pikkfastir á heiðinni. Það er mikið á sig lagt og ólíkar aðstæð- ur iðkenda í frjálsum íþróttum sem reyndar í fleiri íþróttagreinum í landinu. þá Níu af tíu í spræku liði SamVest sem keppti í Bikarkeppninni. Sú tíunda í liði SamVest. Sveit Tryggva vann afgerandi sigur Sveitakeppni Briddsfélags Akra- ness lauk síðastliðið fimmtudags- kvöld, eftir sjö kvölda keppni. Það var sveit Tryggva Bjarnasonar sem sigraði örugglega, hlaut 148 stig. Með honum í sveit voru sem fyrr Þorgeir Jósefsson, Karl Alfreðsson og Bjarni Guðmundsson. Í öðru sæti varð skrapsveit Borgfirðinga, kennd við hinn unga og efnilega Heiðar Árna Baldursson frá Múla- koti. Auk hans spiluðu einu sinni eða oftar Baldur Björnsson, Flemm- ing Jessen, Sveinn Hallgrímsson, Lárus Pétursson, Sveinbjörn Eyj- ólfsson, Jón Eyjólfsson og Eyjólf- ur Kristinn Örnólfsson. Borgfirð- ingar uppskáru 116 stig, einu fleira en Ingi Steinar Gunnlaugsson og félagar sem urðu þriðju. Með Inga Steinari í sveit voru Ólafur Grét- ar Ólafsson og bræðurnir Þorvald- ur og Guðjón Guðmundssynir. Að sögn Einars Guðmundssonar for- mann BA verðu nú á fimmtudags- kvöld stakt tvímenningskvöld áður en Akranesmótið í tvímenningi hefst í næstu viku. Spilað er í sal FEBAN að Kirkjubraut 40. mm Samið hefur verið um tólf stóðhesta Hrossaræktarsamband Vesturlands hefur gert samninga um tólf stóð- hesta sem verða til afnota á starfs- svæði sambandsins á komandi sumri. Samningarnir eru allir gerð- ir með þeim fyrirvara að hestarn- ir náir lágmarksnotkun. Folatollur kostar frá 75 til 184 þúsund krónur fyrir hryssuna, eins og lesa má um í auglýsingu í Skessuhorni. Stóðhestarnir sem um ræðir eru: Farsæll frá Litlagarði - Tímabil 20.06 til 25.07 Brennir frá Efri-Fitjum - Tímabil 20.06 til 25.08 Eldjárn frá Tjaldhólum - Tímabil 20.06 til 25.07 Jarl frá Árbæjarhjáleigu - Tímabil 20.06 til 25.07 Hrafn frá Efri-Rauðalæk - Tímabil 20.06 til 25.08 Hvinur frá Vorsabæ - Tímabil 20.06 til 25.07 Þorlákur frá Prestsbæ - Tímabil 20.06 til 25.07 Snillingur frá Íbishóli - Tímabil 20.06 til 25.08 Loki frá Selfossi - Tímabil 15.07 til 25.08 Skýr frá Skálakoti. - Tímabil 20.06 til 25.07 Steggur frá Hrísdal - Tímabil 20.06 til 25.08 Æsir frá Efri-Hrepp. - Tímabil 20.06 til 25.08. mm/Heimild: hrossvest.is Stóðhesturinn Loki frá Selfossi verður til afnota á vegum HrossVest í sumar. Hann er jafnframt dýrasti stóðhesturinn sem sambandið býður að þessu sinni. Morgan og Megan við undirritun samninga. Skagakonur fá erlendan liðsstyrk Kvennalið ÍA í knattspyrnu hef- ur fengið liðsstyrk fyrir komandi sumar í fyrstu deildinni. Það eru bandarísku leikmennirnir Morg- an Glick og Megan Dunnigan sem munu koma til liðsins í maímánuði. Morgan er samkvæmt því sem fram kemur á vef Knattspyrnufélags ÍA sterkur markmaður og Megan fjölhæfur varnarmaður. Þær koma báðar úr bandaríska háskólaliðinu Stephen F Austin State University og munu án efa styrkja leikmanna- hópinn hjá ungu liði ÍA. þá Versnandi staða Vesturlands- liðanna í körfu Bæði Vesturlandsliðin í Dominosdeild karla í körfubolta töpuðu leikj- um sínum á fimmtudags- kvöldið síðasta. Skallagrímur lá fyr- ir Íslandsmeisturum KR í Frosta- skjólinu 96:86 og Snæfell tapaði fyrir ÍR í Breiðholtinu 88:82. Þessi úrslit þýða að ÍR steig stórt skref í að bjarga sér frá falli úr deildinni en að sama skapi versnaði staða Skalla- gríms og Fjölnis. Skallagrímsmenn áttu engu að síður þokkalegan leik gegn KR en Vesturbæingarnir voru þó með öruggt forskot allan tímann. Þeir höfðu átta stiga forskot í hálfleik 41:33. Stigahæstir hjá Skallagrími voru Tracy Smith með 27 stig og 16 fráköst, Sigtryggur Arnar Björns- son með 21 stig og 8 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson með 16 stig og Magnús Þór Gunnarsson 14. ÍR-ingar voru líka með góð tök mest allan tímann í leiknum gegn Snæfelli. Fimm stigum munaði á liðunum í hálfleik 46:41 og einu sinni náðu Snæfellingar að minnka muninn í fjögur stig í seinni hálf- leiknum. Stigahæstir í liði Snæfells voru Chris Woods með 35 stig og 18 fráköst, Austin Bracey 13 stig, Sigurður Á Þorvaldsson 10, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 9 og Sveinn Arnar Davíðsson 8. Í næstu umferð sem fram fer nk. fimmtudagskvöld fær Skallagrímur Njarðvíkinga í heimsókn og Snæ- fell Tindastól. þá Skagamenn með fullt hús stiga Að loknum þrem- ur umferðum í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu, eru Skagamenn með fullt hús stiga, eða níu stig, og efstir í sínum riðli. Þeir fóru norður til Akureyrar síðast- liðinn fimmtudag og mættu Þór í Boganum. ÍA sigraði í leiknum, 2:1. Garðar Gunnlaugsson skoraði um miðjan fyrri hálfleik og Arnar Már Guðjónsson bætti við marki í seinni hálfleiknum áður en Þórsar- ar minnkuðu muninn. Næsti leik- ur Skagamanna í Lengjubikar verð- ur í Akraneshöllinni laugardaginn 7. mars þegar Grindvíkingar koma í heimsókn. þá Úrslit kynnt í Lífshlaupinu Verðlaun fyrir þátt- töku í Lífshlaupinu, heilsu- og hvatning- arverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, voru veitt á föstudaginn í Reykja- vík. Í átakinu taka þátt grunnskól- ar, framhaldsskólar og vinnustað- ir og eru landsmenn hvattir í Lífs- hlaupinu til að huga að sinni dag- legu hreyfingu og auka hana eins og kostur er. „Góð þátttaka var í verk- efninu í ár en um 21.000 einstak- lingar voru skráðir til leiks. Alls voru 406 vinnustaðir skráð með 12.073 liðsmenn til leiks, 34 grunnskól- ar skráðir með 7.539 nemendur til leiks og 13 framhaldsskólar með 662 einstaklinga,“ segir í tilkynningu. Þegar úrslit voru kynnt kom í ljós að í flokki grunnskóla með 90-299 nemend- ur var Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit í sjö- unda sæti yfir þátt- töku. Grundaskóli varð í sjötta sæti af skólum með yfir 500 nemendur. Fjölbrautaskóli Vesturlands varð í öðru sæti framhaldsskóla. Talsvert virkari þátttaka var í fyrirtækjum og þar komu vinnustaðir á Vesturlandi vel við sögu. Af litlum vinnustöðum með 3-9 starfsmenn var Vinnumála- stofnun á Vesturlandi í fyrsta sæti ásamt tveimur öðrum og UMÍS í Borgarnesi í fjórða sæti, með örlítið færri hlaupastundir eða líkamsrækt af einhverjum toga, en Vesturlands- skógar sem voru í fimmta sæti. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.