Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 18. árg. 25. mars 2015 - kr. 750 í lausasölu
HEFUR SAFNAÐ FYRIR
ÖKUTÆKI
FYRIR HVERJU
LANGAR ÞIG AÐ SAFNA?
Allt um sparnað á arionbanki.is/reglulegur_sparnadur
Rafræn áskrift
Ný áskriftarleið
Pantaðu núna
Fluconazol
ratiopharm
Fæst án lyfseðils
Er þér annt
um hjartað?
Eru bólgur og verkir
að hrjá þig?
Sólmyrkvi var hér á landi síðastliðinn föstudagsmorgun og náði hann hámarki klukkan 9:38 um morguninn. Eyþór Benediktsson ljósmyndari í Stykkishólmi fór
með nemendum grunnskólans til að njóta þessa augnabliks sem hver og einn á örsjaldan á ævinni kost að sjá. Það var bjartur og sólríkur dagur sem heilsaði
nemendum og starfsfólki grunnskólans. Skýjabakki lá norðan í fjallgarðinum en sólin var þegar komin upp fyrir hann og dansaði á heiðbláum himninum. Einn
nemandinn hafði á orði eftir að myrkvinn náði hámarki að það væri magnað hversu einungis tvö prósent sólarinnar næðu að lýsa mikið.
Sjá fleiri myndir af sólmyrkva á bls. 29 í Skessuhorni í dag.
Afgerandi áfangar yfirstignir í
undirbúningi sólarkísilverksmiðju
Landnámssetur Íslands,
Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi
Næstu sýningar í
Landnámssetrinu
Hallgrímur og Guðríður
Steinunn Jóhannesdóttir segir
örlagasögu Hallgríms Péturssonar
og Guðríðar Símonardóttur
Frumsýning 2. apríl kl. 20
Skálmöld Einars
Feðginin Einar Kárason og Júlía
Margrét segja frá atburðunum
sem mörkuðu upphaf
Sturlungaaldar
Sýning föstudaginn 10. apríl kl. 20
Fleiri sýningar auglýstar síðar.
Nánari upplýsingar á landnamssetur.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Síðdegis í gær var undirritaður
einn stærsti samningurinn til þessa
vegna undirbúnings byggingar sól-
arkísilverksmiðju Silicor Materials
á Grundartanga. Hann er um kaup
á tugmilljarða króna vélbúnaði fyr-
ir verksmiðjuna frá SMS Siemag
AG í Þýskalandi. Theresa (Terry)
Jester forstjóri Silicor Materials
segir samninginn vera stórt skref
í að ljúka fjármögnun verkefnis-
ins. Annað nýtt skref er að Seðla-
bankinn hefur samþykkt undan-
þágur vegna gjaldeyrishafta. „Við
ætlum að ljúka næstu stigum fjár-
mögnunar fyrir lok apríl. Hönnun
á mannvirkjum og verkfræðivinna
í tengslum við tækjabúnað og þess
háttar hefst eftir það. Í sumar verð-
ur unnið að því að undirbúa svæðið
á Grundartanga fyrir framkvæmdir,
leggja vegi, undirbúa uppskipunar-
svæði og þess háttar. Undir lok árs-
ins stefnum við á að ganga frá síð-
ustu endum í fjármögnuninni. Ég
vonast til að hægt verði að byrja
aðalframkvæmdir við að reisa verk-
smiðjuna í lok þessa árs eða í byrj-
un 2016 þannig að byggingarfram-
kvæmdir verði komnar á fullt þá
um sumarið. Ég reikna með að það
taki um 21 mánuð að reisa verk-
smiðjuna. Hún gæti hafið fram-
leiðslu í árslok 2017 eða þar um
bil. SMS Siemag, sem við sömd-
um við í dag, er mjög gott í því að
halda áætlanir. Verkefnið er komið
á fullt skrið,“ sagði Jester í samtali
við Skessuhorn þegar samningarn-
ir við þýska fyrirtækið voru undir-
ritaðir í gær.
Markaður fyrir kísil
Áætluð heildarfjárfesting í verk-
smiðju Silicor er um 120 milljarð-
ar króna. Þar af kostar tækjabúnað-
urinn um 70 milljarða króna. Sili-
cor mun framleiða hreinan kísil í
sólarhlöð með því að þvo kísilinn í
bræddu áli. Þegar er búið að selja
14 þúsund tonn af 19 þúsund tonn-
um sem gert er ráð fyrir að verk-
smiðjun framleiði á ári. „Það er
mikill markaður fyrir hendi. Bar-
ack Obama Bandaríkjaforseti kom
svo með tímamótayfirlýsingu í síð-
ustu viku. Bandaríkin skulu nú á
næstu árum gera átak til framtíðar í
að þróa og byggja upp endurnýjan-
lega orkugjafa. Þar kemur sólarork-
an inn. Framtíðin er svo sannarlega
björt,“ sagði Terry Jester glaðbeitt.
Áætlað er að verksmiðja Sili-
cor á Grundartanga muni skapa
um 450 bein störf til framtíðar.
Því til viðbótar má gera ráð fyrir á
þriðja hundrað afleiddum störfum.
Af þessu má ljóst vera að gríðar-
leg fjölgun starfa er að verða til um
vestanvert landið.
mþh/þá
Samningar um kaup Silcior Materials á tæknibúnaði frá þýska iðnrisanum SMS
Siemag voru undirritaðir í Reykjavík síðdegis í gær. Gangi allt eftir mun ný sólar-
kísilverksmiðja á Grundartanga standa fullbúin í byrjun árs 2018. Íslenski og
bandaríski fáninn í öndvegi.