Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Íbúar sem búa í næsta nágrenni við Brákarsund í Borgarnesi söfnuðu í liðinni viku undirskriftum 47 íbúa sem búa næst torginu. Þar er mót- mælt tillögu að nýju deiliskipulagi Brákarsunds, en frestur til að gera athugasemdir við það rann út síð- astliðinn mánudag. Voru undir- skriftirnar afhentar í Ráðhúsi Borg- arbyggðar á föstudaginn. Skipulag- ið var kynnt á íbúafundi 11. mars síðastliðinn. Breytingarnar snúa einkum að því að minnka bygg- ingamagnið á reitnum. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt sagði í samtali við Skessuhorn í síðustu viku að tillögurnar snúist um þann hluta svæðisins við Brákarsund sem nú er óbyggður. „Fyrra deiliskipu- lag gerði ráð fyrir fimm fjölbýlis- húsum á reitnum en vegna mikill- ar andstöðu við þau áform var deili- skipulagið fellt úr gildi. Ég hef svo verið í samstarfi við þverpólitískan samstarfshóp og unnið að því að ná sátt um þetta svæði. Ég vinn mikið í samstarfi við fólk og hef gengið á milli hagsmunaaðila. Haldnir voru nokkrir íbúafundir og kallað eftir áliti íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Mín þekking í hönnun á skipulagi og arkitektúr kemur svo þar ofan á og niðurstaðan er reitur með mjög minnkuðu byggingamagni og gert ráð fyrir torgi,“ sagði Sigursteinn. Þrátt fyrir tillögur að minna byggingarmagni og lágreistari byggð telja íbúar í næsta nágrenni Brákarsunds að nýjar tillögur gangi ekki nógu langt í lækkun og fækk- un bygginga. Útsýni muni skerð- ast nái tillagan fram að ganga. Þor- björg Þórðardóttir og María Guð- mundsdóttir voru í hópi þeirra sem stóðu að söfnun undirskriftanna í liðinni viku. Ákveðið hafi verið að safna einungis mótmælum þeirra sem næst torginu búa. „Við fund- um fyrir gríðarlega miklum með- byr með því að mótmæla þessum tillögum og það skrifuðu allir und- ir sem náðist í. Þessar fimmtíu und- irskriftir söfnuðust á fjórum tím- um á fimmtudaginn. Þá voru marg- ir fleiri úr efri byggðum Borgar- ness sem vildu sýna hug sinn með okkur. Við ákváðum hins vegar að þetta yrði einungis mótmæli þeirra sem mestra hagsmuna hafa að gæta að hér rísi ekki of þétt og háreist byggð. Þetta er fólk sem býr við Egilsgötu, Skúlagötu og Brákar- sund,“ sagði Þorbjörg, oftast kölluð Dista, í samtali við Skessuhorn. Jónína Erna Arnardóttir formað- ur umhverfis- og skipulagsnefndar sagði, þegar hún tók við mótmæl- um nágranna Brákarsunds, að at- hugasemdir þeirra færu sína lög- formlegu leið, fyrir nefndina ásamt öðrum athugasemdum. mm Unnið er að endurbótum á nýj- um björgunarbáti Björgunarfélags Akraness í húsakynnum félagsins á Akranesi. Báturinn var keyptur af breska sjóhernum á síðasta ári sem notaði hann til sjómælinga. Hann var smíðaður 1995. Báturinn hef- ur staðið við húsakynni Björgunar- félagsins frá því hann kom til lands- ins í nóvember. Að sögn Guðna Haraldssonar formanns sjóflokks BA hefur komið í ljós að breytingar á bátnum verði nokkuð viðameiri en áætlað var í upphafi. Stefnt er að því að báturinn verði afar vel útbú- inn, meðal annars með fullkomn- um hitamyndavélum. Til að koma nýjum rafbúnaði fyrir þarf að vinna þónokkrar endurbætur á rafkerfinu um borð. Báturinn er þó að öðru leyti í afar góðu ásigkomulagi. Nýi báturinn er 10,5 metr- ar á lengd og rúmir þrír metrar á breidd. Í honum eru tvær 215 hest- afla vélar og tvær skrúfur. Drægni bátsins er 300 sjómílur. Stefnt er að því að báturinn verði tilbúinn og þá vígður á sjómannadaginn sem er samkvæmt venju fyrstu helgi júní- mánðar. Í ár ber þann dag upp á 7. júní. mþh Skessuhorn greindi frá því í síð- ustu viku að búið sé að segja upp starfsmönnum Fiskmarkaðs Íslands á Akranesi og í Stykkishólmi. Að óbreyttu stefnir í að markaðir loki á báðum stöðum. Ástæða þessa er sú að of lítið af fiski berst inn á mark- aðina. Fregnir af þessu hafa vald- ið nokkrum áhyggjum meðal smá- bátasjómanna. Loki markaðirn- ir skerðast möguleikar þeirra til að selja afla sinn. Nú eru fyrirhugað- ar viðræður þar sem bæjaryfirvöld á báðum stöðum og stjórnend- ur Fiskmarkaðar Íslands koma að borðinu. Á Akranesi munu fulltrú- ar Faxaflóahafna einnig taka þátt. „Þetta er mjög mikilvægt mál. Við frá Akranesbæ höfum þegar hitt fulltrúa Fiskmarkaðarins á einum fundi. Þar var einnig Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna en fyrir- tækið á það húsnæði sem Fiskmark- aðurinn notar á Akranesi. Það er vilji til að leysa þetta mál á farsæl- an hátt en ég get á þessari stundu ekki upplýst nánar um hvað fælist í þeirri lausn,“ segir Ólafur Adolfs- son formaður bæjarráðs Akraness. Svipað er uppi á teningnum í Stykkishólmi. „Við erum að und- irbúa fund með forsvarsmönnum Fiskmarkaðs Íslands. Þeir hafa sent okkur bréf þar sem þeir óska fundar með bæjaryfirvöldum hér í Stykkis- hólmi. Við erum að reyna að finna tíma fyrir hann. Ég reikna með að af því geti orðið í vikunni. Það er of snemmt að segja nokkuð um mál- ið fyrr en að þeim fundi er lokið,“ segir Sturla Böðvarsson bæjarstjóri Stykkishólms. mþh Verslunin Allra manna hagur var opnuð síðastliðinn laugardag í rúm- góðum húsakynnum að Innnesvegi 1 á Akranesi. Það er í sama húsi og Bílver er með sína bílasölu og –verkstæði. Verslunin mun bjóða upp á verkfæri, vinnufatnað, veiði- vörur, byggingavörur, gæludýra- vörur, bílavörur og fleira. „Það var opið frá klukkan 10 til 14 fyrsta dag- inn og það kom fjölmargt fólk. Það hefði hæglega verið hægt að halda opnu allan þann dag. Við verðum vör við mikinn áhuga fyrir versl- uninni. Hér er búinn að vera stöð- ugur straumur viðskiptavina frá því við opnuðum,“ sagði María Þórunn Friðriksdóttir verslunarstjóri í sam- tali við Skessuhorn á mánudaginn. Allra manna hagur verður opin frá kl. 8 til 18 alla virka daga. Auk þess verður opið bæði laugardaga og sunnudaga frá kl. 10 til 14. mþh Frá afhendingu undirskriftalista gegn skipulaginu við Brákarsund í Ráðhúsinu síðastliðinn föstudag. F.v. Kolfinna Jóhannesdóttir sveitarstjóri, María Guð- mundsdóttir, Þorbjörg Þórðardóttir og Jónína Erna Arnardóttir formaður um- hverfis- og skipulagsnefndar. Ljósm. eha. Mótmæltu tillögu að deiliskipu- lagi við Brákarsund Tillaga Gjafa að breyttu skipulagi við Brákarsund. Handfæraþorski landað á Akranesi fyrr í þessum mánuði. Rætt um framtíð fiskmarkaða á Akranesi og í Stykkishólmi Báturinn þegar komið var með hann til landsins. Ljósm. þá. Nýr björgunarbátur tilbú- inn fyrir sjómannadaginn María Þórunn Friðriksdóttir er verslunarstjóri í Allra manna hagur á Akranesi. Ný verslun opnuð á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.