Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli­ og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli­ og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Eva Hlín Albertsdóttir evahlin@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Iðn- og tæknimenntað fólk óskast! Í lok síðasta árs beittu Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sér fyrir gerð könnunar á þörf fyrirtækja í landshlutanum fyrir fólki til starfa. Leitast var eftir að finna út hvaða menntun og eiginleika vantaði helst til að fyrirtæk- in næðu að vaxa og dafna. Niðurstöður þessarar könnunar þyrftu ekki að koma á óvart. Menntakerfi okkar er byggt þannig upp að ótrúlega lítið er gert til að beina ungu fólki til menntunar sem fyrirsjáanleg þörf er fyrir á meðan of margir afla sér menntunar sem nýtist seint eða jafnvel aldrei. Ég kýs að nefna ekki dæmi um slíkt af virðingu fyrir fólki sem lagt hefur sig fram við nám sitt í góðri trú um eftirspurn eftir því og kostað miklu til. Þá má ekki gleyma því að við skattgreiðendur erum í flestum tilfellum að kosta þessa menntun. Langmest þörf er nú fyrir fólk í ýmsar starfsgreinar. Iðn- og tæknimennt- að fólk. Þá vantar fólk með þekkingu á tölvum og búnaði, enda byggja nán- ast allar atvinnugreinar á tækni sem kallar á slíka menntun eða/og reynslu. Einstaklingar, sem ekki eru þokkalega tölvufærir og ég tala nú ekki um þeir sem ekki skilja og tala ensku, sitja eftir. Þetta á við allar atvinnugreinar. Bóndinn þarf að kunna á tæki sín enda leiðbeiningarnar á ensku. Ef hann skilur ekki ensku og þorir ekki að eiga við tölvuna getur hann ekki stillt rúllupökkunarvélina til að hún vefji hæfilega fast, marga hringi og skammti plastið rétt. Sjómaður sem ekki kann á siglinga- og fiskileitartækin er í tómu tjóni svo ég tali nú ekki um geislafræðinginn sem stýrir sneiðmynda- vélinni. Reyndar getur það þá verið sjúklingurinn sem verður fyrir mesta tjóninu. Allar atvinnugreinar eru því háðar þekkingu á tækni. Öll iðnvædd og þróuð samfélög byggja á henni. Þá kom fram í könnun SSV að talsvert vantar af starfsfólki með aðra menntun en iðn- og tæknigreinar. Það vantar fólk á sviði kennslufræða, veitingareksturs og annarrar ferðaþjónustu, jafn- vel vantar búfræðinga. Það er frábært að þetta sé kannað og enn betra ef skólakerfið beindi fólki í þær greinar sem fyrirsjáanlega vantar fólk í. Svo virðist sem þetta vandamál, að nú vanti verk- og tæknimenntað fólk á Vesturlandi, sé ekki nýtt af nálinni og alls ekki bundið við okkar lands- hluta. Nýverið var haldinn kynningardagur á Suðurlandi þar sem fram kom að þörfin væri svipuð. Sama er hvar drepið er niður fæti hvað þetta varðar. Allsstaðar kemur fram að skortur er á verk- og tæknimenntuðu fólki. Fæð- ingarárið mitt fyrir rúmlega hálfri öld var samþykkt þingsályktunartillaga á Alþingi þess efnis að fela þáverandi ríkisstjórn að gera nákvæma athugun á þörf atvinnuvega landsins fyrir tækimenntað fólk og áætlun þar sem kæmi meðal annars fram þörf atvinnuvega landsins fyrir raunvísindamenn, verk- fræðinga, tæknifræðinga og iðnfræðinga á næstu tíu árum. Svo virðist sem sama orðalag mætti nota nánast óbreytt væri einhver áhugi fyrir málinu á þingi. Enn er þjóðfélagið í sömu sporum rúmlega hálfri öld síðar. Okkur vantar fólk í starfsgreinarnar. Á forsíðu Skessuhorns í dag er sagt frá undirritun samnings um búnaðar- kaup fyrir væntanlega kísilverksmiðju á Grundartanga. Framkvæmdir hefj- ast strax í sumar og af krafti á nýju ári. Hér erum við líklega að segja eina stærstu frétt í Skessuhorni í atvinnulegu tilliti á þessari öld. Nú hillir undir að búið sé að semja um orku og fjármögnun þessara framkvæmda. Til verð- ur umhverfisvænn iðnaður, eitthvað sem kallað er eftir. Bein störf við þessa verksmiðju verða a.m.k. 450. Reynslan sýnir að til viðbótar því megi reikna með um þrjú hundruð afleiddum störfum. Þannig eru að verða til 750 ný störf á Vesturlandi og er þá einungis verið að tala um eitt þeirra fyrirtækja sem væntanleg eru. Mörg starfanna í Silicor kalla á menntun og þess vegna verður þetta gríðarlega dýrmætur vinnustaður fyrir Vesturland. Enn meira mun því vanta af iðn- og tæknimenntuðu fólki. Magnús Magnússon. Búið er að loka hluta göngustígar- ins meðfram Langasandi á Akra- nesi fyrir almennri umferð þar sem unnið er að lagfæringum á sjóv- arnargarði. Lokaða svæðið nær frá Akraneshöll að Sólmundarhöfða. Reiknað er með að framkvæmd- in taki um þrjár vikur. Þar inni í er páskafrí þannig að lokunin stend- ur frá 20. mars til 15. apríl. Mynd- in er tekin frá Sólmundarhöfða í átt að Akraneshöll og sýnir þann hluta stígsins sem lokaður er. mþh Vinsælum göngustíg lokað vegna framkvæmda Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr safnasjóði fyrir þetta ár 108,6 milljónum króna. Af þeirri upphæð renna tæp- lega 70 milljónir til einstakra verk- efna en 39 milljónir í rekstrarstyrki til viðurkenndra safna um land allt. Af þessari upphæð renna 9.650.000 krónur til safna á Vesturlandi. Styrkir til safna á Vesturlandi skiptast þannig að Byggðasafn Dalamanna fær alls 800 þúsund krónur til verkefnisstyrkja vegna fugla- og steinasafns annars veg- ar og hins vegar vegna dagbóka af Skarðsströnd. Auk þess fá Dala- menn eina milljón í rekstrarstyrk, alls 1,8 milljón króna. Byggðasafnið í Görðum á Akra- nesi fær verkefnisstyrki vegna myndunar og skráningar í Sarp og vegna skráningar steinasafns sam- tals 1,8 milljón króna auk einnar milljónar í rekstrarstyrk, eða sam- tals stuðning upp á 2,8 milljónir króna. Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri fær 400 þúsund króna verkefnastyrk vegna skráningar ís- lenskrar sláttusögu auk rekstrar- styrks að upphæð ein milljón króna, alls 1,4 milljón kr. Norska húsið og Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fær verkefnisstyrk vegna Miðstöðvar og mangara við Breiðafjörð 1300-1700 krónur 450.000 auk einnar milljón- ar í rekstrarstyrk, eða alls stuðning upp á 1.450.000 kr. Loks fær Safnahús Borgarfjarð- ar í Borgarnesi 1,2 milljón í styrk vegna yfirfærslu skráninga í Sarp auk einnar milljónar í rekstrarstyrk, eða 2,2 milljónir króna. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að alls hafi borist að þessu sinni umsóknir um styrki í 130 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 86 verkefna og eru þeir frá 250.000 krónum upp í tvær milljónir króna. Rekstrarfélag Sarps hlaut hæsta einstaka verkefnastyrkinn að þessu sinni í verkefnið „Notendavænni Sarpur“ en flest viðurkennd söfn á Íslandi nota Sarp sem skráning- arkerfi fyrir safnkost sinn og til að miðla upplýsingum um hann til al- mennings. mm Innan við tíu milljónir til safna á Vesturlandi Svipmynd úr Byggðasafninu í Görðum á Akranesi. Nefnd sú um framtíðarskipulag og -rekstur Landbúnaðarháskóla Íslands og háskólanna á Hólum og Bifröst, sem Illugi Gunnars- son menntamálaráðherra skipaði nýverið, hefur haldið sinn fyrsta fund. Hann fór fram að Gauks- mýri í Húnvatnssýslu þriðjudaginn 17. mars í vikunni sem leið. „Við erum bara rétt að komast af stað og ómögulegt að segja fyrir um það nú hvenær störfum nefndarinnar lýkur,“ segir Haraldur Benedikts- son þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi í sam- tali við Skessuhorn. Auk hans eiga sæti í nefndinni Ásmundur Einar Daðason þingmaður Framsókn- arflokksins í kjördæminu, rektor- ar skólanna þriggja, sveitarstjórar Borgarbyggðar og Skagafjarðar og tveir fulltrúar ráðuneytanna. Har- aldur og Ásmundur Einar skipta með sér formennsku í nefndinni. Einar Karl Haraldsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri nefnd- arinnar. Hlutverk hans er að boða fundi, halda utan um upplýsinga- flæði, skrifa fundargerðir og skjöl sem og annað sem tilheyrir starfi nefndarinnar. mþh Nefnd um framtíð landsbyggðar- háskóla hefur komið saman Starfsmenn Áhaldahúss Akranes- kaupstaðar nota nú tækifærið milli lægða til að huga að viðgerðum á götum bæjarins. Holur hafa mynd- ast í slitlag eftir veturinn. Þessi mynd var tekin af Magnúsi Sig- urðssyni þar sem hann var að moka malbiki ofan í holur á Faxabraut við Akraneshöfn. „Það eru skemmdir víða en þó einkum á Faxabrautinni og Vesturgötu. Það verður að moka í þessar skemmdir sem fyrst eftir að þær myndast því þær stækka fljótt,“ sagði hann. mþh Kíttað í holur eftir erfiðan vetur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.