Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 19
19MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Ætla að styðja uppbygg-
ingu svæðisins
Hlynur Guðlaugsson og Krist-
ín Sveiney Baldursdóttir eru að
kaupa hús á Hvanneyri og hyggj-
ast flytja til baka í byrjun sumars
ásamt tveimur dætrum. Hann rekur
prentsmiðju í Hafnarfirði og hún er
rekstrarstjóri á tannlæknastofu.
„Ég bjó á Hvanneyri 2008-2011
með stelpurnar og var í námi í skóg-
fræði og landgræðslu við Landbún-
aðarháskólann og fluttist eingöngu
þangað vegna námsins. Ég var ein-
stæð móðir og fannst heillandi að
fara með börnin mín í svona sam-
félag,“ segir Kristín Sveiney að-
spurð hvers vegna fjölskyldan væri
að flytjast til Hvanneyrar. „Svo
kynntist ég manni og hann lokk-
aði mig í bæinn. Ég er í raun búin
að vera ósátt síðan og núna er kom-
ið að mér að draga hann til baka,“
segir hún glaðlega. „Okkur stelp-
unum leið rosalega vel á Hvann-
eyri og nærsamfélagið þar er ynd-
islegt. Mig langar til að bjóða börn-
unum uppá að kynnast þessu ör-
yggi. Þetta er frábær staðsetning,
hæfilega langt í burtu. Það er stutt
í helstu þjónustu í Borgarnesi en
nógu langt til að teljast í sveit.“ Þau
segjast upplifa að það sé mikið álag
á höfuðborgarsvæðinu og takturinn
sé hægari úti á landi. „Ég mun keyra
á milli, en með möguleika á að gista
ef þarf. Það þarf vegna rekstursins,“
segir Hlynur. „Síðan stefnum við á
að koma með einhverja þjónustu
á svæðið og styðja við uppbygg-
inguna,“ útskýrir Kristín Sveiney.
Skiptir máli að skólinn
sé á svæðinu
Kristínu Sveineyju þótti mikil lífs-
gæði fólgin í að dæturnar hafi ekki
þurft að ferðast langar leiðir í skóla.
„Eldri stelpan var í þriðja bekk þeg-
ar við fórum og hin á leikskólanum
og báðir skólarnir eru mjög góðir.
Upplyfting fyrir hópinn þinn
FYRIR KONUR – 3 klst.
með Sigurborgu, 5Rytma kennara og sagnakonu
Gyðjugleði!
Við heiðrum gyðjuna í okkur, fræðumst, skreytum okkur og
dönsum að lokum, fyrir allar gyðjur, ekki síst okkur sjálfar.
Konur á krossgötum
Þú gerir klippimynd með markmiðum þínum, heyrir
stjörnuspá og dansar inn í tímamótin.
Til fundar við formæður – örnámskeið
Þú setur saman sögubrot af formóður, færð leiðsögn um
það að segja sögur og stígur loks á stokk og segir söguna.
FYRIR KONUR OG KARLA– 1 klst.
með Inga Hans, sagnamanni og grúskara
Snæfellingurinn James Bond
Fyrirmyndin að James Bond var íslenski Kanadamaðurinn,
njósnarinn og ævintýramaðurinn William Stephenson.
Sagan af Barbie og hinum gömlu leikföngunum
Skemmtileg nostalgía og það rifjast upp ótal gamlar
minningar.
„Allt satt og rúmlega það“
Skemmtisögur að hætti Inga Hans, þar sem hann nýtir
eftirhermuhæfileika sína óspart.
Bjóðum dagskrá fyrir
hópa, félagasamtök,
vinnufélaga og vini,
konur og karla.
Nánari upplýsingar á www.ildi.is og í síma 438 1700. Ingi Hans og Sigurborg í Grundarfirði
Laus störf hjá íþróttamannvirkjum
Akraneskaupstaðar
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:
100% starf karlmanns í Íþróttahúsinu við Vesturgötu•
80% starf kvenmanns í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum•
Sumarafleysingar í Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum•
Störfin felast m.a. í gæslu í búningsherbergjum karla og
kvenna, þrifum og afgreiðslu í íþróttamannvirkjum.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar
til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl n.k.
Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Styrkir til greiðslu
fasteignaskatts 2015
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteignaskatts
til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-, æskulýðs-,
tómstunda- eða mannúðarmála.
Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til
gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl.
Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Hlynur Guðlaugsson og Kristín Sveiney Baldursdóttir ásamt dætrunum Lindu Rós
og Erlu Magneyju.
Ég er ekki viss um að við værum að
koma aftur ef leik- og grunnskól-
inn væri ekki á svæðinu. Mér finnst
skárra að hugsa til þess að það er
sú eldri sem mun taka skólabíl-
inn en ekki sú yngri,“ segir Krist-
ín Sveiney en sú eldri mun fara í
sjöunda bekk í haust og sú yngri í
þann þriðja. Fjölskyldan er í hesta-
mennsku og fær þannig mikinn fé-
lagsskap. „Ég hef kynnst mörgum
af mínum bestu vinum á Hvann-
eyri. Svo var mjög mikið félagslíf
í LBHÍ og mikill samgangur milli
manna. Kennararnir eru með okk-
ur í hestunum og allt svo náið,“
segir Kristín Sveiney að lokum.
eha
Freisting vikunnar
Fátt er dýrðlegra en að nýta
hráefni vel. Það er heldur ekki
amalegt að breyta til úr banana-
brauðinu og búa til þessa girni-
legu bananatertu úr vel þrosk-
uðum banönum. Að þessu sinni
er þó hægt að stytta sér leið að
freistingu vikunnar því upp-
skriftin er fengin hjá Geira-
bakaríi í Borgarnesi og tertan
fáanleg þar. En þeir sem vilja
spreyta sig geta fylgt þessari
uppskrift sem gerir sirka þrjá
kringlótta 24 sm botna sem eru
svo smurðir með bananakrem-
inu og súkkulaðibráð hellt yfir.
Djöflabotnar:
390 gr. sykur
150 gr. smjörlíki
2 stór egg
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
60 gr. kakó
330 gr. hveiti
300 ml. súrmjólk
Hrærið saman með spaða
smjörlíki og sykri. Setið egg-
in ofan í í sitthvoru lagi, ekki
of hratt samt. Þegar eggin eru
komin vel saman við smjörið
og sykurinn er súrmjólkinni og
þurrefnunum blandað saman
við og hrært í um mínútu. Bak-
að við 200 gráður í 20 mínútur
til viðmiðunar.
Bananakrem:
250 gr. flórsykur
170 gr. smjör
2 bananar
Flórsykur og smjöri hrært sam-
an í smjörkrem með spaða í
sirka 6-7 mínútur. Bananarn-
ir afhýddir og settir út í smjör-
kremið og hrært rólega þangað
til bananarnir maukast. Smurt
strax á botnana og fryst.
Súkkulaðibráð:
400 gr. flórsykur
75 gr. kakó
200 gr. smjör
100 ml. mjólk.
Bananaterta frá Geira
Smjör og mjólk brædd í potti á
hellu, flórsykri og kakó komið fyrir
í hrærivélarskál. Þegar smjörið og
mjólkin eru við það að fara að sjóða
er blöndunni hellt yfir í skálina og
öllu blandað saman í hrærivélinni.
Bananaterturnar teknar úr frosti og
súkkulaðibráðinni hellt yfir.
Bananaterta. Ljósm. eha