Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 11
11MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 www.skessuhorn.is Fylgist þú með? S: 433 5500 Tæplega sextugur maður sem um tíma var verktaki á Akranesi og nágrenni en nú með lögheimili á Hvammstanga, er í nýlegum dómi Héraðsdóms Veturlands sakfelld- ur fyrir stórfellt brot gegn skatta- lögum. Maðurinn er dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fang- elsi og gert að greiða 58 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs innan fjög- urra vikna frá uppkvaðningu dóms- ins, en sæti ella fangelsi í 12 mán- uði. Málið höfðaði sérstakur sak- sóknari með ákæru 20. septem- ber 2013. Það er rakið til þess að embætti skattrannsóknastjóra hóf rannsókn á bókhaldi og skattskilum Leiksopps Akraneskaupstaðar ehf., áður Verkfells ehf., fyrir rekstrar- árin 2005 til og með 2009. Leiddi rannsóknin m.a. í ljós meint brot ákærða, þar sem ákærði var grun- aður um að hafa staðið skil á röng- um virðisaukaskattsskýrslum fyr- ir hönd félagsins, vegna allra upp- gjörstímabila 2005 til 2008 og van- rækslu á skilum á virðisaukaskatts- sskýrslum vegna uppgjörstímabil- anna janúar og febrúar rekstararár- ið 2009. Rannsóknin leiddi í ljós að vanframtalinn útskattur hefði num- ið 17,3 milljónum króna og mögu- legur innskattur hefði numið 2,3 milljónum. Þá hefðu bókhaldsgögn ekki verið afhent. Ákærði fór fram á sýknu í mál- inu. Hann byggði sýknukröfu á þeim grunni að þó svo að hann hafi verið skráður stjórnarmað- ur félagsins hafi hann ekki kom- ið að fjármálum þess eða skattskil- um. Héraðsdómur féllst ekki á að þau rök. Í niðurstöðum dómsins segir að ágreiningslaust sé í mál- inu að ákærði var stjórnarformað- ur einkahlutafélagsins á þeim tíma sem um ræðir og það hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Ákærði hafi jafnframt fyrir dómi borið að hann hafi séð um þær framkvæmd- ir sem þurfti að gera og því hefði ekki verið ráðinn framkvæmda- stjóri. þá Ferðaþjónustuaðilar á Snæfells- nesi komu saman í Grundarfirði á þriðjudaginn í liðinni viku til að stilla saman strengi sína fyrir kom- andi vertíð. Fundurinn var um stefnumótun og framtíðarsýn í ís- lenskri ferðaþjónustu. Markmið- ið var að kynna þá vinnu sem unn- in hefur verið varðandi stefnumót- un í þessum málaflokki á Snæfells- nesi auk þess að kalla fram umræð- ur um framtíðarsýn í greininni. Það voru Svæðisgarðurinn Snæfells- nes, Þjóðgarðurinn Snæfellsnes og markaðs- og kynningarfulltrúar á Snæfellsnesi sem stóðu fyrir fund- inum. Þokkalegasta mæting var á fundinn enda er þetta stækkandi at- vinnugrein á landinu öllu. tfk Dæmdur til hárrar fjársektar og fangelsisvistar fyrir skattsvik Ferðaþjónustufólk á Snæfellsnesi kom saman Leikdeild Umf. Skallagríms kynnir gamanleik með söngvum: Barið í brestina Höfundur: Guðmundur Ólafsson - Leikstjóri: Gunnar Björn Guðmundsson Bráðfyndinn gamanleikur sýndur í Lyngbrekku 6. sýning miðvikudaginn 18. mars kl. 20:30 7. sýning laugardaginn 21. mars kl. 20:30 8. sýning sunnudaginn 22. mars kl. 20:30 9. sýning miðvikudaginn 25. mars kl. 20:30 10. sýning  mmtudaginn 26. mars kl. 20:30 11. sýning föstudaginn 27. mars kl. 20:30 LOKASÝNING laugardaginn 4. apríl kl. 20:30 ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðapantanir í síma 846 2293 og á midi.is Veitingasala á sýningum - enginn posi á staðnum UPPSE LT! UPPSE LT! UPPSE LT! Umsagnir áhorfenda: „Ég hló stanslaust allan tímann!“ „Ég held ég ha aldrei hlegið svona mikið á leiksýningu!“ Miðaverð kr. 2.500 Börn & eldri borgarar kr. 2.000 Verslunarstjóri Vínbúðin Búðardal Umsóknir óskast fylltar út á vinbudin.is. Umsóknarfrestur er til og með 7.apríl.2015 Starfshlutfall er 42,5 - 45% eftir árstíma. Ráðið verður í stöðuna sem fyrst og mikilvægt að viðkomandi geti byrjað fljótlega. Nánari upplýsingar veitir Emma Ásudóttir Árnadóttir (emma@vinbudin.is / 560 7700). ÁTVR rekur 49 Vínbúðir um allt land. Stefna ÁTVR er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Fyrirtækið vill að vinnustaðurinn sé öruggur, heilsueflandi og skemmtilegur þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð. Helstu verkefni og ábyrgð - Sala og þjónusta við viðskiptavini - Fylgja eftir gæða- og þjónustustefnu fyrirtækisins - Dagleg stjórnun - Birgðahald og umhirða búðar Hæfniskröfur - Jákvæðni og rík þjónustulund - Hæfni í mannlegum samskiptum - Frumkvæði og metnaður í starfi - Reynsla af verslunarstörfum nauðsynleg - Tölvukunnátta nauðsynleg (þekking á Navision er kostur) Starf verslunarstjóra í Vínbúðinni Búðardal er laust til umsóknar. Gildi Vínbúðanna eru LIPURÐ - ÞEKKING - ÁBYRGÐ. Ráðningar í stöður hjá fyrirtækinu munu taka mið af þessum gildum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.