Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Þótt Helgafellssveit á Snæfells- nesi sé meðal fámennustu hreppa landsins njóta hreppsbúar nútíma þæginda. Meðal annars eru þeir nýbúnir að fá hágæða fjarskipta- og sjónvarpssamband í gegnum ljósleiðara. Þessi tenging komst á í Helgafellssveit 10. mars síðast- liðinn en ljósleiðarinn var lagður síðasta haust og lokið við lagningu strengsins á jólaföstunni. Heim- ili í Helgafellssveit eru nú hvert af öðru að tengjast ljósleiðaran- um. Þegar blaðamaður Skessu- horns leit við á bænum Hraunhálsi í síðustu viku var einmitt verið að tengja bæinn ljósleiðaranum. Var Hraunháls sjötti bærinn í sveit- inni sem fékk tenginguna. Jóhann- es Eyberg Ragnarsson bóndi á Hraunhálsi var einmitt starfsmað- ur sveitarstjórnar Helgafellsveitar með ljósleiðaraverkefnið. Jóhann- es segir að nú sé verkefninu eigin- lega lokið. Sextíu heimili og sum- arbústaðaeigendur keyptu aðgang að ljósleiðaranum og geta nú all- ir tengst kerfinu. Jóhannes segir að vissulega væri þessi nýja þjónusta bylting í sveitinni. Þegar blaða- maður spyr hann hvort að nú megi ekki búast við einhverjum frátöf- um frá bústörfum þegar aðgangur komi að fjölda sjónvarpsrása með spennandi efni, sagðist Jóhannes svo sem ekki búast við því. Leitað að heitu vatn En það eru fleiri þægindi og hag- kvæmni í heimilishaldi og bú- rekstri sem bændur á Hraunhálsi eru að sækjast eftir. Þessa dagana eru að hefjast tilraunaboranir eftir heitu vatni í landi Hraunháls. „Við ætlum að láta bora tvær hitasti- gulsholur og það verður gaman að vita hvort að heitt vatn finnist hér í nýtanlegu mæli. Ég yrði ánægð- ur með ef einhver vella fyndist sem við gætum nýtt til að knýja varma- dælu. Hérna er í sveitinni hef- ur svo sem víða verið borað eft- ir heitu vatni. Sumsstaðar með góðum árangi eins og til dæmis á Hofsstöðum þaðan sem hitaveitan fyrir Stykkishólm fær vatn.“ Forlögin gripu í taumana Segja má með sanni að Jóhann- es Eyberg hafi ekki sótt vatnið yfir lækinn þegar hann leitaði sér kvon- fangs. Kona hans Guðlaug Sigurð- ardóttir er af næsta bæ, Staðarbakka. Reyndar er hvorugt þeirra innfætt í sveitina, komu þangað barnung sama vorið. Það voru víst ekki nema 12 dagar milli þess sem foreldrar þeirra fluttu í sveitina. Þá var Jó- hannes tveggja ára og Guðlaug eins árs. Foreldrar Jóhannesar komu frá Brimilsvöllum í Fróðárhreppi og höfðu áður búið víða við Breiðafjörð. Þar á meðal verið um tíma vitaverð- ir í Höskuldsey á Breiðafirði. For- eldar Guðlaugar fluttu hins vegar á Staðarbakka frá Vestmannaeyjum. Þau Jóhannes og Guðlaug telja ekki ólíklegt að forlögin hafi hagað hlut- unum svona. Saman eiga þau eina dóttur, Kristínu Rós, sem er mennt- aður hagfræðingur og starfaði um tíma í Seðlabankanum, þangað til hún kunni ekki lengur við sig í höf- uðborginni og starfar nú við kennslu í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Fimm ár í bygginga- flokki hjá Rarik Jóhannes segist sem unglingur ekk- ert hafa frekar verið að spá í að ger- ast bóndi. Reyndar á þeim tíma ekkert leitt hugann að því. „Ég fór snemma að heiman að vinna. Vor- ið eftir fermingu byrjaði ég í bygg- ingaflokki hjá Rarik. Við vorum að byggja aðveitustöðvarnar við byggðalínuna. Þetta voru yfirleitt um 20 manns í flokknum yfir sum- arið en fór svo niður í fimm að vetr- inum. Við byggðum aðveitustöðv- ar um allt land. Lengst vorum við í Skagafirði, í eitt ár með bækistöð í Varmahlíð. Við vorum víða að vinna, á Akureyri, Kópaskeri, Hornafirði, Selfossi, Hvolsvelli, Glerárskógum við Búðardal, svo einhverjir stað- ir séu nefndir. Þetta var fjölbreytt og skemmtileg vinna sem gaf góðar tekjur. Við unnum í tólf daga törn- um og vinnudagurinn var langur, aldrei unnið styttra en til sjö og oft til tíu á kvöldin. Ég var í fimm ár hjá Rarik.“ Þrjár vikur í búfræðinámi Um það leyti sem Jóhannes vann hjá Rarik skyldu foreldrar hans. „Þá má segja að búið hafi farið hér svolít- ið upp á rönd. Mamma var hér eft- ir við búskapinn en pabbi fór burtu. Hann dó svo örfáum árum seinna, árið 1980. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að taka við búinu en var alls ekki viss hvort ég ætti að ráð- ast í það. En þarna veturinn eftir að pabbi dó kynnumst við Lauga. Hún hafði mikinn áhuga á búskap og því var það alveg gráupplagt fyrir okkur að taka við búinu hérna,“ segir Jó- hannes. Aðspurður hvort hann hafi leitað sér búfræðimenntunar segist Jóhannes hafa verið í bændaskóla í þrjár vikur. Það var einmitt á þeim árum sem hann var að byrja í bú- skapnum að á Hólum var boðið upp á námskeið fyrir verðandi bændur. „Mín búfræðimenntun var nú ekki meiri og það náttúrlega sjá það all- ir að ég kann ekki að búa, Lauga er aðal bóndinn,“ segir Jóhannes Ey- berg og hlær. Lítið en gott bú Þau Jóhannes og Guðlaug byrj- uðu strax að byggja upp á Hrun- hálsi enda var jörðin fremur illa hýst þegar þau tóku við búinu. Hlöðu byggðu þau 1982, íbúðarhúsið árið eftir og fjósið og haughúsið byggðu þau árin 1984-85. Spurður um bú- stærðina segir Jóhannes að það sé lítið en gott bú. Mjólkurframleiðslan er um 200 þúsund lítrar á ári, 25-27 mjólkandi kýr í fjósi auk geldneyta og kindurnar eru um hundrað. Jó- hannes segir að það sé Guðlaug sem sýni sauðfjárræktinni mestan áhuga. Búið er margverðlaunað fyrir fallega og góða hrúta, það sýna innrömmuð verðlaunaskjöl í herberginu í fjár- húsunum, vaktherberginu á sauð- burðinum. Jóhannes Eyberg segist lengst af hafa unnið með búskapn- um. „Í desember 1984 gerðist ég frjótæknir, sæðingamaður, og starf- aði við það þangað til 2007. Góðar aukatekjur fylgdu því starfi en það var mjög bindandi. Síðasta vor tók ég svo að mér að vinna við ljósleið- araverkefnið. Þetta var náttúrlega enginn venjulegur vinnudagur hjá mér meðan það stóð yfir. Þá fór ég upp klukkan hálf sex á morgnana í fjós til að vera mættur þegar vinnu- flokkurinn kom á staðinn klukkan átta. Ég var að lóðsa þá um svæðið að finna lagnaleiðir.“ Vill eitt sveitarfélag á Snæfellsnesi Jóhannes Eyberg átti um tíma sæti í hreppsnefnd Helgafellssveitar. „Ætli ég hafi ekki verið samtals tíu ár í hreppsnefndinni. Ég hætti síð- asta vor og þá var þetta orðið gott.“ Aðspurður segist Jóhannes ekki vera sáttur með hvað erfiðlega gengur að sameina sveitarfélög á Snæfells- nesi. „Það náttúrlega sjá það allir að það er ekkert vit í því að vera með fimmtíu manna sveitarfélag eins og Helgafellssveit. Það var kosið um sameiningu 1994. Þá var samstað- an ekki meiri en svo að það þurfti að kjósa þrisvar vegna kærumála og ætli sé ennþá gróið um heilt. Það er líka meintur rígur á milli kaupstað- anna þriggja hérna á svæðinu sem hefur hindrað sameiningar. Það vilja allir vera kóngar og fyrir vikið höf- um við tapað frá okkur bæði Skógar- strönd og Kolbeinsstaðahreppi. Ég er fylgjandi sameinuðu sveitarfélagi á Snæfellsnesi og held að það yrði miklu sterkari heild en það sem við höfum núna. Með því yrðu málin einfaldari í framkvæmd og samfé- lagið miklu heildstæðara þegar til lengdar liti.“ þá „Fyrst konan hafði áhuga á búskap var þetta gráupplagt“ Spjallað við Jóhannes Eyberg Ragnarsson bónda á Hraunhálsi í Helgafellssveit Jóhannes Eyberg og Guðlaug Sigurðardóttir bændur á Hraunhálsi. Jóhannes hefur gert talsvert af því að gera upp gamlar dráttarvélar. Þessi traktor er frá Eggerti á Hofsstöðum, fyrir og eftir endurgerð vélarinnar. Nýbúið að tengja ljósleiðarann og kominn fjöldi stöðva á skjáinn. Jóhannes Eyberg og þeir Leifur Ingólfsson og Guðmundur Hreiðarsson frá Telneti. Séð heim að Hraunhálsi. Fjöldi verðlaunaviðurkenninga fyrir sauðfjárrækt er í vaktherberginu í fjárhúsinu á Hraunhálsi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.