Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Nýverið fór fram í Laugardals- höllinni í Reykjavík úrslitakeppni í söngkeppni Samfés. Þar kepptu fulltrúar félagsmiðstöðva á land- inu. Sigurvegari varð Jóhanna Ruth Luna Jose úr félagsmiðstöðinni Fjörheimum í Reykjavík. Í öðru sæti hafnaði hins vegar Skagamað- urinn Símon Orri Jóhannsson úr félagsmiðstöðinni Arnardal. Sím- on söng lagið La donna è mobile úr óperunni Rigoletto eftir Verdi. Það var Halla Margrét Jónsdóttir sem lék undir á píanó. Símon er ný- byrjaður að syngja og hefur aldrei stundað söngnám. „Ég tók fyrst þátt í Hátónsbark- anum í Grundaskóla með vinum mínum, bara svona upp á grínið. Þegar ég vann í þeirri keppni ákvað ég að taka þátt í SamVest í Búðar- dal, undankeppninni fyrir söng- keppni Samfés hér á Vesturlandi og vann þar einnig,“ segir Símon. Halla Margrét sá einnig um und- irleik á keppninni í Búðardal. Þeg- ar blaðamaður spyr hvers vegna Símon Orri hafi valið að syngja La donna è mobile, svarar hann því til að Flosi Einarsson tónmennta- kennari hafa bent honum á lagið. „Svo er það náttúrulega í Ristor- ante pítsuauglýsingunum,“ segir Símon. kgk Símon Orri í öðru sæti í söngkeppni Samfés Símon Orri og Halla Margrét að keppni lokinni. Ljósm. Sigríður Kr. Valdimars- dóttir. Á síðustu árum hafa verið stofnuð fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu. Forsvarsmenn margra þeirra tak- ast nú á við það að fylgja eftir mik- illi aukningu í komu ferðamanna til landsins. Eitt þeirra er Snæfells- nes Excursions en eigandi þess er Hjalti Allan Sverrisson í Grundar- firði. Hjalti hefur verið að færa út kvíarnar með sitt fyrirtæki síðustu árin og á þessu ári ætlar hann að bjóða upp á fleiri ferðir fyrir ferða- menn og verður meðal annars í sam- starfi við Sæferðir í Stykkishólmi. Það var einmitt í bækistöðvum Sæ- ferða sem blaðamaður Skessuhorns hitti Hjalta að máli í liðinni viku. Hann var þá nýkominn af samráðs- fundi fólks frá rúmlega 15 fyrirtækj- um í ferðaþjónustunni við Breiða- fjörð og Vestfirði sem standa að baki heimasíðunni vinterbrake.is. „Það hafa verið mikil fundahöld hjá okk- ur að undanförnu. Í gær vorum við til dæmis að funda aðilar sem eru í samvinnu um Svæðisgarð Snæfells- ness,“ sagði Hjalti. Þessa dagana er að byrja mikil vertíð hjá honum. Fyrsta skemmtiferðaskip ársins er væntanlegt til Grundarfjarðar og önnur 29 skip í sumar, sem er mik- il aukning frá síðustu árum. Hjalti hefur leyst þörf fyrir hópferðabíla við komu skemmtiferðaskipanna með góðu samstarfi við Hópferða- bíla Akureyrar. Einnig hefur hann leigt bíla í fleiri ferðir. Nú er Hjalti að skoða kaup á tveimur fimmtíu manna rútum. „Það verður að stíga varlega til jarðar og ekki ætla sér að gleypa allan heiminn. Það er nú ekki ennþá tryggt að þessi ferðamanna- straumur til landsins haldist, þótt vissulega sé full ástæða til bjartsýni,“ segir hann. Strætóferðirnar uppistaðan Hjalti er Grindvíkingur að upp- runa en kona hans Lísa Ásgeirsdótt- ir er frá Grundarfirði. Þau fluttu í Grundarfjörð fyrir fimm árum. Hjalti segist lengi hafa starfað við ferðaþjónustuna og meðal annars á árum áður keyrt fyrir fyrirtæk- ið Hópbíla. Hann stofnaði fyrir- tækið Snæfellsnes Excursions árið 2012 og frá upphafi hefur uppi- staðan í starfseminni verið að gera út bíla til strætisvagnaferða á Snæ- fellsnesi. Árið 2012 voru það ein- göngu ferðir milli Hellissands og Stykkishólms. Ári seinna var síðan gerður samningur í gegnum Strætó bs, við Samtök sveitarfélaga á Vet- urlandi um aksturinn og þá bættist við leiðin Stykkishólmur-Borgar- nes-Stykkishólmur og ferðum var um leið fjölgað. Yfir sumarið eru tvær ferðir á dag á þessum leiðum flesta daga vikunnar. Hjalti segir að fólk nýti sér í æ ríkara mæli strætó- ferðirnar. Einkum séu það erlend- ir ferðamenn sem fylli vagnana yfir sumarið en Íslendingar eru enn sem komið er í meirihluta í vetrarferð- um. Kannski á það eftir að breytast með fjölgun ferðamanna til lands- ins, einnig yfir vetrartímann. „Það er að sjá ótrúlega fjölgun útlend- inga að vetrinum. Maður verður til dæmis var við miklu fleiri bílaleigu- bíla en áður,“ segir Hjalti. Spennandi samstarf við Sæferðir Yfir vetrartímann frá desember og fram í mars er Hjalti að keyra með hópa ferðafólks fyrir ferðaskrifstofu- rnar. Þetta hafa verið frá tíu upp í sextán ferðir á þessu tímabili. Hann segir mikla aukningu í ferðunum á Snæfellsnes en veðrið í vetur hafi þó sett strik í reikninginn. „Stundum höfum við verið veðurteppt í Reykja- vík og ekki komist á Snæfellsnesið. Síðan hefur hvorki hvalurinn eða síldin sýnt sig en reyndar hefur ver- ið mikið um stórhveli út af loðnunni síðustu vikurnar. Við höfum komið til móts við þá ferðalanga með því að fara í skoðunarferðir í Kolgrafa- fjörð, Berserkjahraun og dagsferð- ir til Stykkishólms. Síðan hafa ver- ið margar ferðir með fólk sem vill njóta norðurljósanna. Sem betur fer hafa um 90% þess ferðafólks upplif- að norðurljósin í vetur og verið mjög ánægt,“ segir Hjalti. Síðustu sumur hefur hann efnt til skoðanaferða um Snæfellsnesið. Hann segir að aukn- ing hafi verið í þessar ferðir síðasta sumar. Næsta sumar er hugmyndin að tengja ferðirnar samstarfinu við Sæferðir. „Ég tek þá við hópum í Reykjavík og þar verða meðal annars þeir sem fara í Viking-sushi ferðirn- ar með Sæferðum sem og þeir sem fara í skoðunarferðir um Snæfells- nesið. Þetta verður spennandi sam- starf við Sæferðir og gaman að sjá hvað kemur út úr því. Yfir sumarið erum við svo líka með reglubundnar ferðir frá Arnarstapa upp að sporði Snæfellsjökuls.“ Markaðsstarfið að skila sér Hjalti hefur verið að bæta bílakost- inn jafnt og þétt, enda hefur ekki veitt ekki af því við fjölgun ferða og aukna þjónustu. „Svo er að sjá sem markaðsstarfið þessi þrjú ár sem við höfum verið í rekstri sé að skila sér. Við erum orðin vel sýnileg á mark- aðinum. Fyrirtækið á orðið fjóra fólksflutningabíla af minni stærð- inni og við erum núna að skoða kaup á einum eða tveimur 50 manna bíl- um sem myndu þá koma til okkar á næstu vikum. Þetta eru svona þrjátíu skipti á ári sem við höfum þurft að bæta við bílum og yfirleitt þar not- ið góðs af samstafi við Hópferðabíla Akureyrar. Við höfum kosið að fara varlega í fjárfestingar meðan traust- ur grunnur undir reksturinn er að byggjast upp. Fastir starfsmenn hafa verið þrír til fjórir yfir vetrartímann og þeim fjölgar talsvert yfir sumarið á aðalvertíðinni. Við erum þó mik- ið með lausráðna bílstjóra og viljum gjarnan fá fleiri á skrá sem og leið- sögumenn sem oft virðist vera mikil vöntun á,“ segir Hjalti Allan Sverris- son hjá Snæfellsnes Excursions. þá Færir út kvíarnar en ætlar ekki að gleypa heiminn Spjallað við Hjalta Allan í Snæfellsnes Excursions í Grundarfirði Hjalti Allan Sverrisson hjá Snæfellsnes Excursions. Styrkjum úthlutað úr húsafriðunarsjóði Nú liggur fyrir úthlutun styrkja Minja- stofnunar Íslands úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2015. Tilgangur styrkveit- inga úr sjóðnum er að tryggja viðhald og endurbætur á friðlýstum og friðuð- um húsum og mannvirkjum. Einnig er heimilt að veita úr sjóðnum styrki til viðhalds eða endurbóta annarra mann- virkja að því gefnu að þau hafi menn- ingarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Heildarverðmæti styrkja sem renna til mannvirkja á Vesturlandi er 7,2 milljónir króna og skiptast þann- ig: Hreppslaug í Efri-Hrepp í Skorradal, 900 þúsund kr. Íþróttahúsið á Hvanneyri, 900 þúsund kr. Gamla húsið á Sauðafelli í Dölum, 700 þúsund kr. Samkomuhúsið Aðalgötu 6 í Stykkis- hólmi, 700 þúsund kr. Norska húsið, Stykkishólmi, 700 þúsund kr. Stafholtskirkja í Stafholtstungum, 600 þúsund kr. Skólahúsið í Ólafsdal við Gilsfjörð, 600 þúsund kr. Bjarnarhafnarkirkja í Helgafellssveit, 500 þúsund kr. Búðakirkja á Búðum á Snæfellsnesi, 500 þúsund kr. Gamla húsið að Ferjukoti í Borgarfirði, 500 þúsund kr. Leifsbúð í Búðardal, 500 þúsund kr. Mjólkurhúsið í Ólafsdal við Gilsfjörð, 500 þúsund kr. Strýta í Flatey á Breiðafirði, 400 þúsund kr. Brautarholt I í Haukadalshreppi í Döl- um, 300 þúsund kr. Þverá í Eyja- og Miklaholtshreppi, 300 þúsund kr. Bakkakot í Skorradal, 200 þúsund kr. kgk Gamla íþróttahúsið á Hvanneyri. Gamli bærinn á Ferjukoti. Hreppslaug í Skorradal.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.