Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Hin árlega árshátíð Brekkubæj- arskóla á Akranesi var haldin í sal skólans 17. og 18. mars síðastlið- inn. Að þessu sinni voru söngleikir rauður þráður í gegnum sýninguna. Atriðin voru fjölbreytt og búningar æði skrautlegir. Fyrsti bekkur var með atriði úr Latabæ, annar bekkur lét þau Emil og Línu hittast, þriðji bekkur var með atriði úr Dýrunum í Hálsa- skógi og krakkarnir í fjórða bekk voru með atriðið um Glám og Skrám í Sælgætislandinu. Eftir því sem ofar dró í aldri varð viðfangs- efnið fullorðinslegra því fimmti bekkur var með atriði út Grease og sjötti bekkur söng um Talúlu og ganstera úr Bugsy Malone. Í framangreindum atriðum komu allir nemendur fram og má segja að það sé eitt af aðalsmerkjum árshá- tíðarinnar, þ.e. allir eru með. Þá er það löngu orðin hefð að þeir nem- endur í 7. bekk sem þátt tóku í upp- lestrarkeppninni flytji ljóð. Tónlistarlíf er afar fjölbreytt í Brekkubæjarskóla og þau Heiðrún og Sammi, tónlistar- og leiklistar- kennarar, óþreytandi að þjálfa og leiðbeina nemendum. Á árshátíð- inni kemur afrakstur þeirrar vinnu í ljós. Hljóðfæraleikarar úr sjöunda til tíundabekk léku undir í lang- flestum atriðum, ýmist sem heil hljómsveit eða í smærri hópum. Einsöngvarar og hljómsveitir stigu á stokk og rúsínan í pylsuendanum var Unglingakór Brekkó sem kom út tárunum á einum eða fleirum með söng sínum. Inn á milli atriða sprelluðu brandarakarlar og kerl- ingar en sýningunni var svo haldið saman af föngulegum kynnum, að þessu sinni úr níunda bekk. Það er svo að þeir nemendur sem stíga á svið eru alltaf meira áberandi en þeir sem vinna verk sín baka til. Skólinn hefur á að skipa ótrúlega flinkum tæknimönnum sem kunna flestallt sem snýr að hljóðblöndun, lýsingu og myndatöku. Þá er dá- góður hópur sem aðstoðar baksviðs og ekki má gleyma þeim ungling- um sem eru í gæslu á yngstu nem- endum skólans á meðan á sýningu stendur. Af ofangreindri upptalningu má sjá að það er mikið og þrosk- andi nám sem fram fer í tengslum við svo fjölbreytta skemmtun sem Árshátíð Brekkubæjarskóla er. Hallbera Jóhannesdóttir Árshátíð Brekkubæjarskóla á Akranesi Meðfylgjandi myndir voru teknar síðastliðinn miðvikudag þegar um 60 fermingarbörn úr Saurbæjar,- Hvanneyrar,- Borgar,- Stafholts,- Reykholts- og Staðastaðarpresta- köllum komu saman í Reykholti ásamt prestunum sínum. Þar nutu þau fermingarfræðslu daglangt. Þetta samstarf sóknanna hefur verið við lýði um árabil. Þar sem Fermingarblað Skessuhorns kom út áður en unga fólkið hittist í Reykholti látum við þessar mynd- ir fljóta hér með. mm/ Ljósm. Dagný Emilsdóttir. Hittust við fermingar- fræðslu í Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.