Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Eiríkur Blöndal frá Jaðri í Bæjar- sveit mun að eigin ósk láta af störf- um sem framkvæmdastjóri Bænda- samtaka Íslands um næstu mánaða- mót. Stjórn Bændasamtakanna hef- ur ákveðið að ráða Sigurð Eyþórs- son sem framkvæmdastjóra BÍ frá 1. apríl næstkomandi. Var þetta til- kynnt á fundi með starfsmönnum Bændasamtakanna í síðustu viku. Eiríkur hóf störf sem framkvæmda- stjóri BÍ í byrjun árs 2008. Næstu mánuði mun hann sinna verkefnum tengdum fasteignaþróun hjá Hótel Sögu ehf. en auk þess er hann með búskap á Jaðri í Borgarfirði sem hann hyggst efla. Sigurður Eyþórsson er 44 ára, fæddur að Kaldaðarnesi í Flóa í Ár- nessýslu. Hann hefur starfað fyr- ir samtök bænda frá árinu 2007, sem framkvæmdastjóri Landssam- taka sauðfjárbænda og Markaðs- ráðs kindakjöts, auk hlutastarfs fyr- ir Bændasamtökin. Þar áður starf- aði hann sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Sigurður er kvæntur Sigríði Zoëga hjúkrunar- fræðingi. mm Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á fundi sínum á fimmtudag í síðustu viku að nýta forkaupsrétt bæjarins á aflaheimildum línutrillunnar Arnars II SH. Þær eru á þessu fiskveiðiári tæp 57 tonn af þorski, en alls 60,95 þorskígildistonn. Útgerð Arnars II hafði gert samning við Melnes ehf. Rifi um sölu á bátnum ásamt afla- heimildum þangað. Samkvæmt lög- um um stjórn fiskveiða getur sveit- arfélag nýtt sér forkaupsrétt á afla- heimildum ef stefnir í að þær hverfi úr byggðinni. Sturla Böðvarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi auglýsti með stuttum fyrirvara eftir aðilum í bænum sem kynnu að vilja nýta sér það að kaupa bátinn ásamt afla- heimildum ef svo færi að bærinn nýtti sér forkaupsréttinn og gengi inn kaupsamninginn. Frestur til að hafa samband við bæjaryfirvöld var gefinn til klukkan 16 þriðjudaginn 17. mars. Eftir þetta gerðust hlut- irnir hratt. Fyrirtækið agustson ehf. í Stykkishólmi lýsti vilja til að kaupa bæði bát og kvóta af bænum. Bæjar- ráð samþykkti því að nýta forkaups- réttinn og selja síðan bát og kvóta aftur til agustson ehf. samkvæmt tilboði. Sturlu bæjarstjóra var falið ganga frá málinu. mþh Nú er unnið að endurgerð 23 íbúða í Gamla kaupfélagshúsinu við Eg- ilsgötu 11 í Borgarnesi. Húsið er í eigu Péturs Geirssonar hótelstjóra á Hótel Borgarnesi. Pétur keypti húsið af Íbúðalánasjóði í lok síð- asta árs, en það hefur verið í nið- urníðslu undandarin ár eða síðan rekstarfélagið sem átti húsið fór í þrot. Pétur hefur ráðið fjölmarga iðnaðarmenn til að standsetja íbúð- ir í húsinu og hefur verkið gengið vel. Hluti þeirra verður svo tilbú- inn áður en mesta törnin í ferða- þjónustunni hefst í vor. „Ég byrj- aði hérna í desemberbyrjun,“ seg- ir Guðmundur Arason verkstjóri í samtali við blaðamann. „Það þurfti að tryggja klæðninguna að utan og koma í veg fyrir frekari leka inn í húsið, svo við kæmumst fyrir mygl- una sem var í mörgum íbúðanna.“ Eina vitið að gera þetta vel „Það er búið að taka þetta allt saman í gegn, öll votrými rifin út, hreinsuð og þurrkuð,“ segir Dag- bjartur Haraldsson smiður. „Við erum búnir að vera hér að störf- um undanfarna tvo mánuði fimm smiðir, fjórir píparar, tveir raf- virkjar, tveir málarar og flísalagn- ingamaður. Samanlagt með yfir 200 ára starfsreynslu,“ segir Dag- bjartur og bætir við brosandi; „og þetta er örugglega í fyrsta skipið sem ég er með yngstu mönnum í hópnum.“ Margir iðnaðarmenn- irnir eru af Vesturlandi. Dag- bjartur er nýfluttur frá Grundar- firði eftir að hafa búið þar í 17 ár. „Það er rosalega mikilvægt fyrir samfélagið að það sé einhver að gera eitthvað,“ segir Dagbjart- ur um framtak Péturs Geirsson- ar hótelstjóra. „Húsið var búið að vera munaðarlaust í tíu ár og Pétur er að gera þetta almenni- lega. Enda er það eina vitið þegar um myglusvepp er að ræða í hús- um.“ Lausnarmiðuð vinna „Öll þessi vinna reynir á að við séum lausnarmiðaðir,“ segir Guð- mundur verkstjóri. „Til dæmis lentum við í veseni með eitt sal- ernið og það kostaði okkur viku- vinnu þar sem það reyndist flókn- ara úrlausnar en í fyrstu sýndist. Þetta er samt allt að smella hjá okkur.“ Nú er verið að bíða eft- ir blikksmiðum því nýtt loftræsti- kerfi verður sett í allt húsið. Þá er fyrsti verkhlutinn að verða til- búinn. „Það eru fíniseringar eft- ir á efstu hæðinni í C-hlutanum,“ segir Dagbjartur. „Það verða um 20 rými tilbúin til útleigu í maí- lok, en þar voru áður ellefu íbúð- ir.“ Settar verða upp nýjar inn- réttingar sem Pétur flytur sjálfur inn frá Ítalíu. Framkvæmdinni er í raun skipt í nokkra verkhluta og sá fyrsti er á efstu hæðinni sem fyrst verður tilbúinn. Hluti mið- hæðarinnar Egilsgötumegin er komin litlu styttra á veg. Aðrir verkhlutar eru komnir skemmra. Enn er ekki byrjað á fullum krafti á kjallarahæðinni sem snýr að Brákarsundi. Starfsandinn er léttur Karlarnir sem koma að uppbygg- ingu Egilsgötu 11 hafa gert ým- islegt sér til skemmtunar og eru með það á hreinu að félagslíf- ið verði að vera í lagi. „Við höf- um haldið pílukvöld og borðað saman góðan mat,“ segir Guð- mundur Jón Amilín Sigurðsson beikonbóndi og smiður og bætir við; „svo vorum við með beikon- dag, þá boðuðum við hann Ró- bert,“ segir Guðmundur Jón og hlær. Róbert þessi var grís sem Guðmundur Jón ól og leyfði að lifa yfir jólin. Svo var hann send- ur í sláturhúsið og gerður með- al annars að umræddu beikoni. „Þetta var besta beikon sem ég hef bragðað, enda var hann alinn á negrakossum hjá honum Guð- mundi Jóni,“ segir Dagbjartur og skellihlær og hinir taka und- ir. eha Unnið af krafti að uppbyggingu Gamla Kaupfélagshússins Guðmundur Arason verkstjóri kemur með meira timbur til verksins. Unnsteinn Arason smiður og Dagbjartur Haraldsson smiður tóku vel á móti blaðamanni. Rífa þurfti öll votrými í húsunum til þess að komast fyrir myglu- sveppinn. Eftir að votrými voru hreinsuð og þurrkuð voru þau klædd með viðeigandi vatnsheldum efnum til að koma í veg fyrir að myglu- sveppurinn gæti tekið sig upp að nýju. Stefán Sigmundsson er múrari og málari og hefur komið að verk- efninu síðasta mánuðinn. Guðmundur Jón Amilín Sigurðsson beikonbóndi og smiður og Dag- bjartur deila skemmtisögum í kaffitímanum. Kvótinn af Arnari II SH helst áfram í Stykkishólmi þar sem agustsson ehf. kaupir bæði bát og aflaheimildir eftir að Stykkishólmsbær nýtir sér forkaupsrétt samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Ljósm. af Kvóti Arnars II SH helst í heimabyggð Eiríkur og Sigurður. Samsett ljósm. Bændasamtökin. Framkvæmdastjóraskipti hjá Bændasamtökunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.