Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 17
17MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Sumarstarf
hjá Upplýsingarmiðstöð Vesturlands
Laust er til umsóknar starf í Upplýsingarmiðstöð Vesturlands.
Hlutverk er að veita upplýsingar til ferðamanna. Starfsstöð er í
Borgarnesi, vinnutími er 10:00-18:00, unnið aðra hverja helgi.
Starfssvið
-Móttaka og upplýsingagjöf til ferðamanna
-Vinna sjálfstætt að verkefnum
Hæfniskröfur
-Góð tök á ensku og íslensku
-Þekking á Vesturlandi
-Stundvísi og góð þjónustulund
Starfstími er frá 1. júní – 31. ágúst.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní 2015.
Umsóknir ásamt ferilskrá berist eigi síðar en 9. apríl.
Nánari upplýsingar og móttöku umsókna veitir Kristján Guðmundsson,
forstöðumaður Markaðsstofu Vesturlands kristjang@vesturlands.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Á næstu dögum verður opnuð ný
verslun á Reykhólum. Sú hefur
fengið nafnið Hólabúð og eru það
hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór
Róbertsson sem munu reka versl-
unina. Í samtali við blaðamann á
mánudaginn sagði Reynir þau hjón
stefna að opnun í dag, miðviku-
daginn 25. mars, eða á fimmtudag.
„Við höfum unnið myrkranna á
milli undanfarna daga við að koma
búðinni upp. Það hefur geng-
ið vel. Við fáum mikið af vörum
næstu daga og svo kemur ferskv-
aran á miðvikudaginn. Við viljum
hafa allt sem nýjast,“ sagði Reyn-
ir. „Það er enn ekki búið að festa
opnunardaginn en mér sýnist að
það verði frekar fimmtudagurinn
26. mars, svona eins og þetta lít-
ur út núna.“ Reynir hvetur heima-
menn til að fylgjast með facebook-
síðu verslunarinnar. Þar verður til-
kynnt um nákvæma tímasetningu
opnunar.
Þau hjónin eru engir nýgræð-
ingar í verslunarrekstri. Ráku
saman húsgagnaverslun í fjölda-
mörg ár auk þess sem Ása rak eigin
snyrtivöruverslun. Aðspurður seg-
ir Reynir rekstur Hólabúðar verða
með svipuðu sniði og var með síð-
ustu verslun á Reykhólum. „Það
verður svona kaupfélagsbragur á
þessu. Hér verður allt það helsta til
og ef eitthvað vantar þá verður það
bara pantað. Þetta leggst mjög vel í
okkur. Við erum búin að taka hús-
næðið aðeins í gegn, fá ný húsgögn
í kaffihornið og svona. Það vera
ýmis opnunartilboð og svo hvetj-
um við fólk til að láta vita ef því
finnst eitthvað vanta, við munum
reyna að útvega þær vörur sem fólk
vill,“ segir Reynir að lokum.
kgk
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi
stóðu fyrir kynningarfundi um
sóknaráætlun Vesturlands miðviku-
daginn 18. mars síðastliðinn. Fund-
urinn var haldinn í sal Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði en
sambærilegir fundir voru haldnir
víðar á Vesturlandi. Þar bar helst á
góma stofnun Uppbyggingarsjóðs
Vesturlands en hann kemur í stað-
inn fyrir Vaxtarsamning Vestur-
lands og Menningarsamning Vest-
urlands. Nýi sjóðurinn mun úthluta
styrkjum til nýsköpunar í atvinnu-
lífi og til menningarmála. tfk
Kynntu Uppbyggingarsjóð Vesturlands
Hjónin Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson, nýir verslunareigendur á
Reykhólum.
Hólabúð opnuð á Reykhólum í vikunni
Tillögur sendist á Starfsendurhæfingu Vesturlands, Suðurgötu 57,
300 Akranes eða á thelma@starfvest.is
Skila skal hugmyndum fyrir 15. apríl 2015
Starfsendurhæfing Vesturlands var stofnuð 11. desember 2015 og starfar á
Vesturlandsvísu. Markmið starfseminnar er að styðja við og aðstoða einstaklinga við að
komast aftur á vinnumarkaðinn eftir veikindi, áföll, slys eða aðra erfiðleika sem hindra
atvinnuþátttöku.
Vinningshafi hlýtur gjafabréf á Hótel Glym í
Hvalfjarðarsveit.
Krydd og kossar:
Gisting fyrir tvo í fallegu herbergi, glæsilegur 3ja rétta
kvöldverður og morgunverðarhlaðborð daginn eftir.
Sjá nánar á hotelglymur.is