Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Hótel Bifröst leitar að framkvæmdstjóra Hótel Bifröst Háskólans á Bifröst • • • • • • • SUÐURGATA Gatnagerð og lagnir Helstu magntölur eru: Gröftur 800 m3 Fylling 775 m3 Malbik 400 m2 Fráveitulagnir 55 m Hitaveitulagnir 26 m Rafstrengir 220 m Strengjalagnir Mílu ehf. 161 m Þökulagning 200 m2 Verkinu skal lokið eigi síðar en 3. júlí 2015. Útboðsgögn verða til afhendingar frá og með 26. mars 2015 í þjónustuveri Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18. Gögnin verða gefin út á geisladiski og seld fyrir kr. 5.000,-. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu skipulags- og umhverfissviðs, Stillholti 16–18, mánudaginn 13. apríl 2015, kl. 11:00. Skipulags- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar SK ES SU H O R N 2 01 5 Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og Mílu ehf. óskar eftir tilboðum í útboðsverkið Unnið er að undirbúningi flutn- ings á Skjólinu, tómstundaskól- ans í Borgarnesi. Skjólið hefur frá upphafi verið við Skallagrímsvöll en verður nú flutt í Grunnskólann í Borgarnesi. Gerður var samning- ur í lok síðasta árs við Ungmenna- samband Borgarfjarðar um Íþrótta- og tómstundaskóla fyrir nemend- ur í 1. - 4. bekk. Í kjölfarið jókst fjöldi nemenda sem nýta eftirskóla- vistunina. Húsnæðið við Skalla- grímsvöll er löngu orðið of lítið og ákveðið var að flytja starfsemina inn í grunnskólann. Þar þurfti að bæta við eldhúsinnréttingu til að fram- reiða megi kaffitíma fyrir krakkana og unnið er að þeim breytingum nú. Einnig var útbúin aðstaða fyrir umsjónakennara sem áður notuðu rýmið og fá kennararnir vinnustofu úr gömlu náttúrufræðigeymslunni. Áætlað er að flutningar starfsem- innar fari fram í dymbilviku og tek- ið verði til starfa á nýjum stað eft- ir páskafrí. eha Stöðugleiki í tekjum og varanlegur sparnaður hjá Orkuveitu Reykja- víkur skilaði fyrirtækinu sambæri- legum rekstri á árinu 2014 og árin tvö á undan. Orkuveitan greiddi rúma 20 milljarða króna í afborgan- ir af lánum og efnahagurinn styrkt- ist. Í árslok nam eigið fé OR 99,4 milljörðum króna og eiginfjárhlut- fallið var komið í 33,2%. Rekstar- kostnaður Orkuveitunnar á árinu 2014 nam 13,7 milljörðum króna. Það er 300 milljónum króna minni kostnaður en árið 2010 þegar hann var 14 milljarðar. Sé tekið mið af þróun verðlags í landinu, sem hef- ur hækkað um 14%, er raunlækk- un rekstrarkostnaðar 2,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu vegna samþykktar ársreikn- ings OR fyrir síðasta ár en hann var lagður fram á stjórnarfundi síðast- liðinn mánudag. Rekstrarbati OR er rakinn til Plansins svokallaða, rekstrarárætl- unar til margra ára sem gerð var í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi. Í lok árs 2014 hafði Planið skil- að 49,6 milljörðum króna. Það eru 97% þeirrar heildarfjárhæðar sem Planinu var ætlað að skila frá vori 2011 til ársloka 2016. Árið 2014 var fyrsta rekstrarárið eftir lögboðna uppskiptingu Orkuveitu Reykja- víkur. Eins og Planið gerir ráð fyr- ir verða talsverðar fjárfestingar á árinu 2015, bæði í veitu- og virkj- anarekstri. Uppbygging fráveitu á Vesturlandi heldur áfram þar sem frá var horfið og mikilvægri endur- nýjun á hitaveitum í höfuðborginni og á Vesturlandi verður fram hald- ið. Lagning nýrrar gufulagnar, sem tengir jarðhitasvæðið við Hverahlíð við Hellisheiðarvirkjun, er stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið. „Það er mikilvægt til að styðja við afköst virkjunarinnar og þar með tekjurnar af þeirri miklu fjárfest- ingu,“ segir í tilkynningunni. þá Stöðug og góð afkoma OR Skjólið í Borgarnesi flutt um set Grétar Páll Sigursteinsson undi sér sæll þegar blaðamaður leit við. Silja Jónasdóttir og Victor P Rodriguez starfa í Skjólinu. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.