Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 á ævinni unnið á skrifstofu og þetta var mikil áskorun. Tímarnir voru erfiðir og allt á hausnum. Ég fékk það hlutverk að loka bæði slátur- húsinu og mjólkurstöðinni á Þórs- höfn og það var ekki beinlínis fall- ið til vinsælda. Þarna var ég í þrjú ár. Þetta var ákveðinn kapítuli og merk reynsla. Frá kaupfélagsstjóra- stöðunni fór ég til Akureyrar þar sem ég vann hjá fyrirtæki sem var plastverksmiðja og prentsmiðja. Ég var sendur þaðan til Reykjavík- ur að vinna þar við blað sem fyr- irtækið átti og hét „What´s on in Reykjavik.“ Þetta var svona upplýs- ingablað fyrir erlenda ferðamenn í borginni, hafði farið á hausinn nokkrum sinnum og ég fékk það hlutverk að snúa rekstrinum til betri vegar. Þetta var 1994 og ég einhvern veginn var kominn með þá hugmynd að það væri gaman að kljást við að reka fyrirtæki sem voru í erfiðleikum. En allavega er það svo að „What‘s on in Reykja- vik“ er enn gefið út og hefur ekki farið á hausinn eftir að ég kom því á réttan kjöl.“ Líkar vel í ferða- þjónustunni Leiðin lá svo til Noregs þar sem Kristján Karl hugðist læra hótel- rekstur. Hann fór þó fljótlega að starfa við að reka hótel í staðinn fyrir að læra um það á skólabekk. „Þarna var ég í nokkur ár en kom svo aftur heim til Íslands. Ég fór að vinna fyrir bókaútgáfuna Skjald- borg. Þetta var svona út frá pers- ónulegum tengslum sem ég hafði myndað. Í framhaldinu af þessu hófust svo afskipti mín af bóksölu þar sem ég sá um árlegan bóka- markað sem Félag íslenskra bóka- útgefenda hefur staðið fyrir um árabil. Því lauk svo um það leyti sem ég hóf rekstur Hótels Sólar á Hvanneyri. Það var nú fyrir hálf- gerða tilviljun að ég tengdist Fer- stikluskála. Ég var á Hlöðum í Hval- firði að hjálpa Guðjóni Sigmunds- syni þar sem hann hafði tekið við rekstri á Hlöðum, þar sem hann er nú m.a. með Hernámssetur. Í sam- tölum manna á milli í Hvalfirðinum bauðst mér að taka við Ferstiklus- kála. Mér þótti það freistandi áskor- un, meðal annars vegna þess að ég hafði unnið í Hreðavatnsskála og Botnsskála á námsárunum á Bif- röst.“ Kristján Karl segist ekki sjá eft- ir þeirri ákvörðun að hafa hellt sér út í ferðaþjónustuna á Vesturlandi. „Mér finnst mjög gaman að vinna við ferðaþjónustu þó þetta sé bind- andi og sumrunum sé fórnað fyrir starfið. Það er ekki hægt að vinna í þessu sem stjórnandi í litlu fyrirtæki nema því aðeins að vinna í þessu öll- um stundum og á öllum stigum, það er frá gólfinu og upp úr eftir því sem þarf,“ sagði Kristján Karl Kristjáns- son þar sem hann stóð einsamall í eldhúsi Ferstikluskála þennan virka dag nú í mars og bakaði kökur fyr- ir kaffihúsið sitt á bókamarkaðinum í Reykjavík. mþh Góð aðstaða er til útiveitinga við Ferstikluskála. Viðskiptavinirnir geta setið úti við undir mynd af langreyði í raunstærð og notið útsýnisins yfir utanverðan Hvalfjörðinn. Siglingasamband Íslands hefur hug á að efna til námskeiðs í sigling- um fyrir börn á Akranesi í sumar. „Það er mjög fín aðstaða til skútu- siglinga við Akranes. Þarna er góð- ur byr. Langisandur er svo frábær frá náttúrunnar hendi fyrir kænur sem eru með lausum kili sem kall- að er. Slíka kili er hægt að draga upp í bátana og þeir verða því flat- botna og geta lent beint upp í sand- inn. Hins vegar er svolítið erfiðara með sjósetninguna í Akraneshöfn eins og aðstæður eru í dag en það mætti kannski bæta úr því,“ segir Úlfur H. Hróbjartsson formaður Siglingasambandsins í samtali við Skessuhorn. Æfingabúðir í sumar Siglingasambandið hefur þeg- ar ákveðið að halda æfingabúðir á Akranesi í siglingum fyrir ung- menni alls staðar af landinu nú í sumar. „Þau koma þá með sína báta og eru í viku að sigla á svæðinu. Þetta eru á bilinu 40 til 50 manns. Þessar æfingabúðir eru fyrst og fremst leikur og þjálfun en ekki keppni, öðrum þræði hugsaðar til að þjálfararnir og krakkarnir kynn- ist betur. Þær eru haldnar á ólíkum stöðum hvert sumar. Í ár verða þær á Akranesi dagana 4. – 11. júlí. Síð- an verður árleg siglingakeppni milli Akraness og Reykjavíkur haldin 19. – 21. júlí. Sú keppni fer fram á svo- kölluðum kjölbátum og fólk gistir á Akranesi. Þessi keppni hefur verið haldin árlega í allavega 15 ár,“ seg- ir Úlfur. Ræða bæjarstjóra kveikti hugmyndir Siglingasambandið hefur orðið vart við áhuga á því að reynt verði að efla áhuga á skútusiglingum við Akranes. „Kveikjan að þessu var ráðstefna á vegum Faxaflóahafna í hitteðfyrra. Regína Ásvaldsdótt- ir bæjarstjóri Akraness var þar með erindi þar sem hún var að velta fyr- ir sér hvernig fá mætti meira líf á hafnarsvæðið á Akranesi. Í þessu erindi nefndi hún möguleika á því að stofna siglingaklúbb á Akranesi. Það var enginn fulltrúi frá Sigl- ingasambandi Íslands á þessum fundi en ég frétti af þessu erindi Regínu. Í framhaldið af því settum við hjá Siglingasambandinu okk- ur í samband við hana þar sem við vörpuðum því fram hvort ekki væri rétt að gera eitthvað í málinu.“ Þyrfti að stofna siglingaklúbb Úlfur segir þó ekki ljóst hvað úr verður. Slíkt hljóti alltaf að lok- um að velta á frumkvæði og áhuga heimafólks. Fulltrúar Siglingasam- bandsins hafa þegar átt fund með ferðamálafulltrúa Akraness og von- ast eftir fundi með fulltrúum fá ÍA á næstunni. „Við höfum hug á því að halda siglinganámskeið fyrir börn á Akranesi í sumar til viðbót- ar við æfingabúðirnar og keppn- ina sem hvorutveggja er búið að ákveða nú þegar. Það þarf samt allt- af heimamenn til að rífa svona upp. Draumastaðan væri ef í ljós kæmi að hægt yrði að setja á fót siglinga- klúbb á Akranesi. Slíkur klúbbur gæti þá staðið fyrir reglulegum æf- ingum og námskeiðum þar í fram- tíðinni. Siglingasambandið er fylli- lega reiðubúið að hjálpa til við að koma slíkri starfsemi á legg. Það yrði þá félag innan Íþróttabanda- lags Akraness. Þar á bæ er fyrir hendi mikil og góð þekking til að reka slíkt félagsstarf,“ segir for- maður Siglingasambands Íslands. mþh Halda siglinganámskeið á Akranesi í sumar Skúta siglir í góðum byr. Allt bendir til að sumarið verði óvenju fjörugt hvað varðar seglskútusiglingar við Akranes. Alhliða garðyrkjuþjónusta Nú er rétti tíminn fyrir trjáklippingar og trjáfellingar Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 5 Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Styrkumsóknir vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála Auglýst er eftir umsóknum um styrki vegna menningar-, íþrótta- og atvinnumála á árinu 2015. Sótt er um á rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is SKE SS U H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.