Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 29
29MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Vélbáturinn Kári AK-033 slitn- aði af festum sínum í óveðrinu sem gekk yfir landið laugardaginn 14. mars síðastliðinn og rak á land við Hvammsvík í sunnanverðum Hvalfirði. Báturinn var dreginn af strandstað um nónbil á þriðjudag- inn. Í tilkynningu frá Landhelgis- gæslunnar segir að aðgerðir hafi gengið vel og báturinn dreginn til hafnar þar sem gera þurfti við stýr- isblað og skrúfu. Það voru áhafnir á dráttarbátnum Magna frá Reykja- vík og varðskipinu Þór sem komu að björgun Kára. mm/ Ljósm. Landhelgisgæslan. Kári komst á flot að nýju Áhöfn Ingunnar AK sú eina sem tekur bókakassa Skipverjar á uppsjávarveiðiskipinu Ingunni AK eru eina áhöfnin sem enn biður um bókakassa um borð af þeim skipum sem gerð eru út frá Akranesi. Fyrir nokkrum árum voru sex bóka- kassar í gangi við Bókasafn Akraness. Þessi mynd var tekin á bókasafninu þar sem þær Halldóra Jónsdóttir forstöðumaður og Ásta Björnsdótt- ir bókavörður voru að afgreiða bæk- urnar í kassann fyrir áhöfn Ingunn- ar. Þær sögðu að þeir á Ingunni bæðu um að fá ævisögur, sagnfræðibæk- ur og glæpasögur í kassann. Að öðru leyti er valið fyrir þá úr hillum bóka- safnsins en reynt að sjá til þess að þeir fái ekki bækur sem þeir hafa fengið áður. Aðrir bókakassar sem áður voru notaðir fyrir skip á Akranesi eru nú notaðir undir bækur sem sendar eru á leikskóla bæjarins. mþh Halldóra Jónsdóttir og Ásta Björnsdóttir á Bókasafni Akraness. Hjá þeim er kass- inn og bækurnar sem áttu að fara um borð í Ingunni AK 150. Fjölmenni fylgdist með sólmyrkvanum Það er ekki nema örsjaldan í lífi hvers manns sem þess gefst kost- ur að fylgjast með sólmyrkva, þegar tunglið á sporbaug sínum fer fyrir sólina. Þessar aðstæður urðu hér á landi að morgni síð- astliðins föstudags. Svo skemmti- lega vildi til að víða um land var hægt að fylgjast með sólmyrkv- anum, eins og æðri máttarvöld hafi gripið í taumana og í boði var blíðskaparveður og víðast voru lítil eða engin ský á himni. Fólk í skóla sem vinnu tók sér frí frá störfum á tíundanda tím- anum um morguninn til að fylgj- ast með. Myrkvinn náði hámarki klukkan 9:37 og fylgdi honum undarlega lítil birta og þá hríðféll hitastig um stund. mm Tómas Freyr Kristjánsson ljósmyndari í Grundar- firði tók þessa skemmtilegu mynd. Pétur Davíðsson á Grund í Skorradal tók skemmtilega myndaseríu af birtubreytingum á Skarðsheiðinni frá því klukkan 8:40 til 10:10 um morguninn. „Magnað hvað allt dofnaði,“ sagði Pétur. Hér er ein af myndum hans sem sýnir sjálft Skessuhornið í hálfrökkrinu. Nokkuð skýjað var í Búðardal þegar sólmyrkvinn stóð sem hæst en nemendum Auðarskóla og öðrum áhugasömum til mikillar ánægju náði þessi gjörningur þó að birtast af og til milli skýja. Þessa mynd tók Steina Matt við gömlu mylluna. Á Akranesi er fjöldi fólks á ferð og hópaðist saman á nokkrum stöðum, meðal annars við Langasand. Fólk hafði sérstök gleraugu, filmur og filtera af mynda- vélum til að koma í veg fyrir augnskaða. Sigmundur Benediktsson var vopnaður myndavél og þrífæti og með rafsuðuhjálm á höfði og var við öllu búinn þegar tunglið tók að skyggja á sólina. Eyþór Benediktsson ljósmyndari í Stykkishólmi tók þessa mynd af nemendum og starfsfólki grunnskólans sem fóru að fylgjast með sólmyrkvanum við Vatnsásinn ofan við skólahúsið. Kennarar höfðu fjallað um sólmyrkvann dagana áður og voru nemendur fullir eftirvæntingar. Sumir lögðust útaf og fylgdust þöglir með ferð sólarinnar allan tímann og svo voru aðrir sem litu öðru hverju á sólina en vildu líka ræða málin við samnemendur sína og starfsfólkið. Á Varmalandi í Borgarfirði fylgdust nemendur GBF með frá klettunum ofan við skólann. Ljósm. Jósef Rafnsson. Fylgst með í Fjölbrautaskóla Grundarfjarðar. Nokkrir rafsuðuhjálmar komu að góðum notum. Ljósm. tfk. Um það leyti sem myrkvinn náði hámarki þagnaði skvaldrið í fólkinu á Vatnsásnum ofan við grunnskólann í Stykkishólmi. Undrunarkliður fór um hópinn. Þótt ekki skylli á niðamyrkur hafði birtan breyst og litbrigðin voru einhvern veginn öðruvísi en venjulega. Einhver tók eftir að það hafði kviknað á ljósastaurunum aftur og tveir spekingslegir drengir úr eldri bekkjunum höfðu orð á því að merkilegt væri hvað 2% af sólinni næðu þó að lýsa mikið! Ljósm. Eyþór Ben.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.