Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Er komið vor? Spurning vikunnar (Spurt í Stykkishólmi um miðja síðustu viku) María Jónasdóttir (með Guð- rúnu Jónsdóttur): Já, ég fann það í gær. Ragnar Ragnarsson Nei, ekki fyrr en 20. maí. Það er mín reynsla að þá er maður orð- inn nokkuð öruggur með vor- komuna. Guðmundur Björgvin Sigur- björnsson Það er á leiðinni, það mun vora. Elísabet Valdimarsdóttir Nei, ég hef ekki trú á því en það styttist í það. Einver él á eftir að gera áður en það kemur. Hinrik Þór Sævarsson Nei, það á eftir að élja og snjóa og koma svona fimmtán lægðir. Um helgina tóku nokkrir sund- menn úr Sundfélagi Akraness þátt í Actavismóti SH sem fram fór í Ásvallalaug í Hafnarfirði en Hafnfirðingar eru með gríðarlega góða sundaðstöðu fyrir almenn- ing, nemendur og sundíþrótta- fólk. Sundmennirnir á Skaganum eru nú á miðju æfingatímabili þar sem æfingar eru nokkuð erfiðar enda stutt í Íslandsmeistaramótið hjá flestum þeirra og því kannski ekki hægt að búast við miklum bætingum. Þar fyrir utan hefur veðrið verið okkur sem æfum í úti- laug einkar óhagstætt og oft hef- ur þurft að fella niður sundæfing- ar vegna veðurs. Það varð nú samt úr að sundmennirnir voru í flest- um tilfellum ýmist að bæta sig eða nálægt sínum besta árangri. Helstu afrek helgarinnar voru þau að Ágúst Júlíusson, Íþrótta- maður Akraness 2014, vann gull í 50 og 100m flugsundi. Atli Vik- ar Ingimundarson vann silfur í 100m skriðsundi og 100m bringu- sundi og brons í 100m flugsundi. Brynhildur Traustadóttir vann brons í 200m fjórsundi. Enri- que Snær Llorens vann brons í 100m baksundi. Erlend Magnús- son vann brons í 200m bringu- sundi og 100m flugsundi. Leon- ardo Þór Williamsson vann silfur í 100m skriðsundi og brons í 200m skriðsundi. Sindri Andreas Bjarna- son vann silfur í 200m baksundi. Sólrún Sigþórsdóttir vann brons í 1500m skriðsundi en hún bætti einnig Akranesmetið í kvenna- flokki. Sævar Berg Sigurðsson vann silfur í 200m bringusundi og bætti Akranesmetið í 800m skrið- sundi í karlaflokki. Einnig voru sett þrjú Akranes- met í blönduðum boðsundum en þá keppa tveir af hvoru kyni sam- an. Í 4x50m fjórsundi bættu Una Lára Lárusdóttir, Sævar Berg Sig- urðsson, Atli Vikar Ingimundar- son og Sólrún Sigþórsdóttir Akra- nesmetið í kvenna- og karlaflokki en þau Sindri Andreas Bjarna- son, Eyrún Sigþórsdóttir, Bryn- hildur Traustadóttir og Leonardo Þór Williamsson bættu Akranes- metið í drengja- og telpnaflokki. Í 4x50m skriðsundi settu Brynhild- ur Traustadóttir, Erlend Magnús- son, Leonardo Þór Williamsson og Eyrún Sigþórsdóttir Akranes- met í drengja- og telpnaflokki. hf Skagafólk í góðum gír á Actavismóti SH Ágúst Júlíusson á verðlaunapalli.Akranesmeistarar í fjórum sinnum 50 metra fjórsundi. Kristen McCarthy er 25 ára körfu- boltakona. Hún kemur frá San Di- mas í Kaliforníufylki í Bandaríkj- unum, um 40 mínútna akstur aust- ur af Los Angeles. Undanfarið ár hefur hún leikið með Snæfelli í úr- valsdeild kvenna og verið einn besti leikmaður liðsins. Í síðasta leik Snæ- fells á móti Keflavík og náði Krist- en til að mynda þrefaldri tvennu í leik sem hún skoraði 40 stig, tók 25 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Líf hennar hefur snúist um körfubolta frá unga aldri. „Ég var fimm ára þegar ég keppti fyrst í körfubolta. Ég man að bún- ingarnir voru appelsínugulir og við fengum okkar eigin númer,“ seg- ir Kristen og brosir. „Móðir mín leyfði mér að reyna fyrir mér í hvaða íþróttagrein sem mér sýnd- ist. Ég prófaði hafnabolta, frjáls- ar íþróttir og auðvitað körfubolta. Mér þótti hann skemmtilegastur og hef því spilað hann síðan,“ bæt- ir hún við. Körfuboltinn tryggði Kristen námsstyrk við Temple háskólann í Philadelphia þar sem hún lék með liði skólans í fjögur ár, frá 2008 til 2012. Þaðan lá leiðin til Ítalíu í hálft tímabil og síðan Frakklands. Árið 2014 kom hún svo til Stykkishólms og hóf að leika með Snæfelli. „Um- boðsmaðurinn minn tilkynnti mér að ég gæti farið til Íslands. Í hrein- skilni sagt var það eina tilboðið á þeim tíma og ég vildi ekki sleppa því. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast, en er ánægð að hafa slegið til, þetta hefur verið frábær tími,“ segir Kristen. Umhverfið vinalegt Kristen telur körfuboltann í stærri deildum í Evrópu á hærra plani en hér heima. Þar séu margir leikmenn sem hafi leikið á hærra stigi í lang- an tíma, til dæmis í WNBA deild- inni bandarísku. Þrátt fyrir það ber hún liðinu og liðsfélögum sínum í Hólminum vel söguna. „Við erum með mjög gott lið fyrir þessa deild. Höfum hraða, góða skotmenn og spilum góða vörn. Liðið hefur á að skipa reynslumiklum leikmönnum í bland við yngri. Auk þess er þetta gott fólk utan vallar. Þeim hefur tekist að láta mér líða eins og heima hjá mér og það þykir mér vænt um. Það er stundum erfitt að vera svona langt að heiman. Ég hef spilað með betri körfuboltakonum, en liðs- félagar mínir í Snæfelli eru besta fólkið sem ég hef spilað með,“ segir Kristen. „Stykkishólmur er líka lít- ill bær, hér heilsa ég öllum og all- ir heilsa mér. Umhverfið er mjög vinalegt,“ bætir hún við. Stefnir á WNBA Aðspurð um hvort hún hyggist leika með Snæfelli á næsta tímabili telur hún það ólíklegt. „Mig langar að prófa að spila í öðrum deildum og halda áfram að bæta sjálfa mig sem leikmann. Ég stefni enn að því að spila í WNBA deildinni. Til þess verð ég að mæta stelpum sem hafa spilað þar áður svo ég sjái hvar ég stend. Það gæti ég til dæmis gert á Spáni, Frakklandi eða í Ísrael,“ seg- ir Kristen. „Engu að síður þætti mér mjög gaman að koma aftur seinna meir. Veran mín hér hefur verið frábær upplifun og hefur breytt sýn minni og fjölskyldu minnar á land- inu. Þau héldu í alvöru að ég byggi bara í snjóhúsi,“ segir hún og hlær. „Þetta er búinn að vera frábær tími og ég kem örugglega aftur til Ís- lands einhvern tímann í framtíð- inni,“ segir hún að endingu. kgk Lífið hefur alltaf snúist um körfubolta Snæfellkonur urðu síðasta haust meistarar meistaranna, skömmu eftir að Kirstein byrjaði að æfa og leika með liðinu. Ljósm. þe. Kristen McCarthy unir hag sínum vel í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.