Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Side 22

Skessuhorn - 25.03.2015, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Kristján Karl Kristjánsson hefur rekið Ferstikluskálann í Hvalfirði að sumarlagi síðan í upphafi sum- ars 2011. Til að byrja með var tals- verðu kostað til í endurbótum en í fyrra kom reksturinn loks út í plús. Árangurinn þakkar hann helst því að umferð fólks er stöðugt að aukast um Hvalfjörðinn og heimafólk og sumarhúsafólk notfærir sér stöð- ugt meira þjónustu skálans. Kristján haslaði sér svo frekari völl í fyrra- sumar þegar hann opnaði Hótel Sól á Hvanneyri. Það er sumarhótel sem rekið er í nýlegum nemendagörðum Landbúnaðarháskóla Íslands. Stígandi lukka er best „Reksturinn á Hótel Sól gekk þokka- lega í fyrra og stefnir í að ganga vel í sumar með ágætum bókunum nú þegar. Þetta er auðvitað bund- ið ákveðnum vandkvæðum þar sem ekki er hægt að opna fyrr en skóla lýkur á vorin og svo verður að pakka saman á haustin áður en skóli hefst. Þetta er þó hægt með ákveðinni út- sjónarsemi. Í rekstrinum á Ferstik- luskála hefur verið stöðugur stíg- andi. Þar erum við með einfalda veitingasölu og lítinn vísi að versl- un þar sem ferðafólk getur keypt helstu matvörur. Ferstikla er opin frá því um miðjan apríl fram í miðj- an september. Á veturna er svo lok- að. Í fyrrasumar seldum við tæp- lega átta þúsund máltíðir í Ferstiklu sem er mjög gott. Ég reikna með að sumarið í ár verði enn betra,“ seg- ir Kristján Karl þar sem við hittum hann nýverið í Ferstiklu. Það var að sjálfsögðu lokað enda hávetur, en Kristján var engu að síð- ur að nýta eldunaraðstöðuna sem þar er og stóð og bakaði kökur við stór- an ofn. Kökubaksturinn var meið- ur af enn einum rekstrarþætti í fjöl- breyttri starfsemi Kristjáns Karls. Það er heimilislegt kaffihús sem hann rekur á hverju ári í tengslum við bókamarkað Félags bókaútgef- enda undir áhorfendastúku Laug- ardalsvallar. Kaffihúsið ber nafn- ið „Ferstikla – bókakaffi.“ Kökurn- ar sem þar eru bornar fram eru bak- aðar í Ferstiklu. Hefur greitt niður tapið með vinnu í Noregi Kristján hefur reyndar mörg undan- farin ár verið viðloðandi bókamark- aðinn. Hann stýrði honum um ára- bil en er nýlega hættur því að mestu. Nú lætur hann veitingasöluna nægja. „Núna eftir páskana fer ég þó norð- ur til Akureyrar þar sem ég verð með bókamarkaðinn.“ Hann segist ann- ars tiltölulega nýkominn frá nokk- urra mánaða vinnu í Noregi þar sem hann starfaði áður við hótelrekstur um nokkurra ára skeið. „Ég skrapp til Noregs nú í vetur til að hjálpa til við sameiningu tveggja fyrirtækja í veitingarekstri. Það er í Stafangri í Vestur- Noregi. Mér finnst mjög notalegt að geta skipt svona um um- hverfi og afla tekna í leiðinni. Und- anfarna vetur hef ég reyndar þurft að gera það til að borga upp tapið á rekstri Ferstikluskálans. Ég hef samt látið mig hafa það því ég lít á það sem langtímaverkefni að byggja upp á Ferstiklu. Nú er það komið á góð- an rekspöl og í fyrra vorum við með jákvæða rekstrarniðurstöðu.“ Vill ekki eftirlíkingu af Staðarskála Veitingasala á Ferstiklu hvílir á gömlum merg og hefur verið stund- uð þar í átta áratugi. Kristján Karl er með ákveðnar hugmyndir um hvernig hann vill hafa Ferstikluskál- ann. „Ég myndi aldrei vera í þess- um rekstri hérna ef skálinn stæði við þjóðveg númer eitt. Ég hef engan áhuga á að reka hér einhverja eft- irlíkingu af Staðarskála. Fólkið sem stoppar hér hjá mér gerir það vegna þess að það hefur tíma til þess. Það vill fá þjónustu og upplifa róleg- heit. Við bjóðum einfaldan mat á góðu verði. Við notum einungis lamba- og nautakjöt beint frá býli. Hamborgarar úr hreinu nautakjöti, kryddaðir með salti og pipar er gæða fæða. Svo er allt bakkelsi heimabak- að. Ferstikluskáli er veitingaskáli við veginn og reynir ekki að vera neitt annað. Bestu stundirnar eru þeg- ar maður getur sest niður með við- skiptavinunum sem koma hingað og spjallað við fólkið.“ Telur Hvalfjörð eiga mikil sóknarfæri Kristján hefur líka ákveðnar skoð- anir á ferðaþjónustu í Hvalfirði sem hann telur að geti átt bjarta framtíð. „Hvalfjörður hefur sérstöðu. Um- ferðin um Hvalfjörð er hægari en á flestum öðrum þjóðvegum. Það er auðvelt að stoppa og skoða sig um. Sjálfur bý ég alltaf á sumrin í sum- arbústað sem ég á Kjósinni, þeg- ar ég er með Ferstikluskálann op- inn hér norðan megin. Ég ek á milli daglega nema þegar ég er á Hvann- eyri og fer þá fyrir fjörð. Ég finn það mjög vel þegar ég keyri um fjörðinn á 90 kílómetra hraða að þá er ég úr takti við flesta aðra sem fara hér um. Fólk ekur hægar vegna þess að það vill skoða sig um í firðinum.“ Hann bendir á að Hvalfjörður sé stutt frá aðal markaðssetningar- svæðinu sem er höfuðborgarsvæðið. „Hér er mikið af vinsælum göngu- leiðum sem eru ekki mjög erfiðar. Ég nefni Síldarmannagötur, Leggja- brjót og leiðina að Glym. Fjörurn- ar hér við fjörðinn eru einnig mjög fallegar og aðgengilegar alveg eins og fjöllin. Það eru mikil sóknarfæri í svona gönguferðamennsku. Sjálfur þekki ég þetta úr fjarlægð frá Borg- arfirði eystra þaðan sem ég er ætt- aður. Þar var ferðaþjónustan byggð upp fyrst og fremst út frá gönguleið- um. Málið er að vera nógu skapandi. Ég sem rek Ferstikluskála get átt tækifæri í því að selja slíku fólki veit- ingar að lokinni gönguferð. Þetta er svona dæmi um hluta ferðaþjónustu sem hægt er að byggja upp. Hval- fjörður býr yfir fullt af góðum stöð- um og ónýttum tækifærum í ferða- mennsku.“ Skipulagðar og fastar ferðir næsta skref Að sögn Kristjáns er næsta skref í ferðaþjónustu í Hvalfirði að koma upp skipulögðum dagsferðum í fjörðinn á vegum stóru ferðaþjón- ustuaðilanna sem starfa á höfuð- borgarsvæðinu. Slíkar ferðir yrðu úr Reykjavík að morgni með áherslu á náttúru og sögu Hvalfjarðar. Fólk kæmi svo aftur í bæinn seinnipartinn sama dag. „Það er áhugi fyrir þessu, bara spurning hvort það verður í ár eða næsta ár. Sjálfur er ég að skoða hvernig ég get lengt opnunartím- ann hér í Ferstikluskála og jafn- framt staðið við skuldbindingarnar sem fylgja rekstrinum. Það hlýtur að fara að styttast í það. Takmarkið væri þá að hafa opið allt árið eða því sem næst.“ Ferstikluskáli verður opnaður laugardaginn 18. apríl næstkom- andi. Þá hefst sumarvertíðin 2015. Síðan er áætlað að loka um miðjan september. „Ég hef bitið það í mig, kannski af þrjósku minni, að þegar ég hef á annað borð opnað þá vil ég hafa opið. Tæknilega séð væri alveg hægt að opna hér um páskana í byrj- un apríl, hafa opið yfir þá daga og loka síðan aftur á meðan beðið væri eftir að sól hækkaði frekar á lofti. Ég vil hins vegar ekki gera þetta svona. Ég vil heldur ekki bara hafa opið um helgar og loka svo á virkum dögum. Allt svona skapar óvissu og rugling hjá viðskiptavinunum. Fólk veit ekki hvort það er opið eða lokað og hætt- ir loks að treysta á að það sé opið. Ég hef líka lagt áherslu á að eiga ferska vöru eins og mjólk og brauð. Það er erfitt að hafa slíkan varning á boðstólnum ef það er alltaf verið að loka.“ Lítið hvalveiðisafn Auk þess að vera með veitingasölu og verslun þá er vísir að safni í Fer- stikluskála. Það fjallar um hvalveið- ar. Heimatökin eru hæg þar sem hvalstöð Hvals hf. er skammt inn- ar í Hvalfirði. Utandyra er svo risa- stór máluð mynd af langreyði í fullri stærð. Það er sama hvalategund og nýtt er í hvalstöðinni. „Þetta litla safn hér segir bara frá veiðum og vinnslu á hvölum. Það fjallar ekki um lífríki og náttúru. Sumir voru mjög ósáttir að ég gerði svona kynn- ingu hér í skálanum. Þeir töldu að við myndum kalla yfir okkur reiði heimsbyggðarinnar. En ég hef ekki heyrt eitt einasta neikvætt orð frá neinum út af þessari sýningu. Jafn- vel þeir sem eru yfirlýstir andstæð- ingar hvalveiða og lýsa því skýrt yfir, vilja samt fræðast um hvalveiðarnar hér. Fólk hefur almennt séð mikinn áhuga á að kynna sér þetta. Ég passa mig hins vegar á því að hafa engar skoðanir með eða á móti hvalveið- um. Það endurspeglar í raun mína eigin afstöðu. Það er hægt að tína til mörg rök bæði með og móti þess- um veiðum og mín afstaða markast af hlutleysi.“ Sveitadrengur af Borgarfirði eystra En hver er Kristján Karl Kristjáns- son, maðurinn sem bæði rekur veit- ingaskála og hótel á Vesturlandi yfir sumartímann? Við fáum hann til að segja aðeins frá sjálfum sér og ferli sínum áður en hann tók við Fer- stikluskála vorið 2011. „Ég fædd- ist á Borgarfirði eystra og bjó þar til 16 ára aldurs. Foreldrar mínir voru með búskap á jörð í nágrenni þorps- ins. Bróðir minn býr þar í dag með sauðfé. Við vorum með mjög bland- aðan búskap því við sáum nokkrum fjölskyldum í þorpinu fyrir mjólk og eggjum. Það var selt beint frá búi. Við handmjólkuðum kýrnar og svo var mjólkinni ekið til kaupenda í þorpinu. Það tók svo fyrir þetta í lok áttunda áratugarins þegar settar voru reglur um að gerilsneyða ætti alla mjólk til manneldis. Eftir að ég hleypti heimdraganum fór ég á hálf- gerðan þvæling. Var við brúargerð í Vopnafirði, á vertíð á Fáskrúðs- firði, stundaði millilandasiglingar og lærði bifvélavirkjun og vélvirkjun. Ég tók skólann en lauk aldrei sveins- prófi því ég sá að þetta átti ekki við mig. Í staðinn fór ég í Samvinnu- skólann á Bifröst. Með náminu þar á níunda áratugnum fór ég að vinna í Hreðavatnsskála og þar kynntist ég fyrst bæði veitingamennsku og ferðaþjónustu á Vesturlandi. Síðar átti ég svo eftir að vinna með skól- anum um sumartímann í Botnsskála hjá Pétri Geirssyni og þá féll ég fyrir Hvalfirði. Það voru góðir tímar með mikilli umferð um fjörðinn enda Hvalfjarðargöng ekki komin þá.“ Samvinnuskólamaður og kaupfélagsstjóri Námið stundaði Kristján Karl á Bifröst þegar skólinn var enn ekta Samvinnuskóli. „Þetta var síðustu árin áður en hann varð að háskóla. Ég ætlaði svo í Háskóla Íslands að læra viðskiptafræði en komst að því þegar ég sá námsskrána að ég væri þegar búinn að læra stóran hluta með náminu á Bifröst. Mér þótti það því sóun að fara þangað. Í stað- inn réði ég mig beint úr Samvinnu- skólanum í stöðu kaupfélagsstjóra á Þórshöfn á Langanesi. Ég var að- eins 24 ára gamall. Ég hafði aldrei Kristján Karl Kristjánsson veitingamaður í Ferstikluskála og hótelstjóri á Hvanneyri: „Mér finnst mjög gaman að starfa í ferðaþjónustu“ Kristján Karl Kristjánsson hefur rekið Ferstikluskála í Hvalfirði í fjögur ár með stöðugt betri árangri frá ári til árs. Kristján við baksturinn í Ferstikluskála. Fremst er Hjónabandssælan sem hann segir að hafi slegið í gegn hjá fólki. Hér stendur Kristján í “Litla hvalasfninu“ sem fær mikla athygli ferðafólks sem leggur leið sína um Hvalfjörðinn og kemur í Ferstikluskálann.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.