Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Á undanförnum mánuðum hefur orðið sprengja í fasteignaviðskipt- um á Hvanneyri. Þar seldust fimm hús á tíu vikum um áramótin og það hlýtur að teljast til tíðinda í 250 manna byggðarkjarna. Skessuhorn tók tali nokkrar þessara fjölskyldna sem fest hafa kaup á húsnæði nýlega og forvitnaðist um ástæður þess að Hvanneyri varð fyrir valinu. Fram kemur að það skipti unga fólk- ið miklu máli að grunnstoðir fjöl- skyldufólks eru til staðar og þykir einnig auðvelt að sækja vinnu utan kjarnans. Hvanneyri sé fjölskyldu- vænt samfélag. Hæfilega langt í burtu frá erli þéttbýlis, en jafnframt stutt sækist menn eftir þjónustu. Snögg í bæinn en laus við bæjarstressið Jakob Hermannsson og Krist- björg Þórey Austfjörð keyptu fast- eign á Hvanneyri í upphafi árs. Þau eiga þrítuga dóttur sem einnig býr á Hvanneyri og þrjá drengi: sjö, níu og ellefu ára. Hann vinnur hjá Límtré Vírneti í Borgarnesi og hún sem bókari hjá Landbúnaðarhá- skólanum en er að auki starfandi sem Bowen tæknir á Hvanneyri. „Ég kom með strákana áður en skólinn byrjaði haustið 2013. Amma og afi barnanna okkar búa hér og við höfðum heyrt að skólinn hérna væri mjög góður,“ útskýr- ir Kristbjörg aðspurð um ástæð- una fyrir því að fjölskyldan flutt- ist til Hvanneyrar. Yngsti drengur- inn byrjaði í leikskólanum Andabæ þegar þau fluttu fyrst til Hvann- eyrar og eru hjónin sammála um að bæði leikskólinn og grunnskól- inn séu mjög góðir. „Það er bara gleði með báða skólana,“ seg- ir Kristbjörg. „Við flytjumst hing- að úr Húnavatnssýslu en höfðum komið hingað reglulega í heim- sóknir. Við komum úr sveit og vild- um ekki vera í stórum kjarna. Við fréttum af lausu leiguhúsnæði og ákváðum að slá til.“ Þau keyptu sér svo hús í byrjun árs og hyggja því á áframhaldandi búsetu á Hvanneyri. „Strákarnir eru svo ánægðir hérna,“ segir Jakob; „svo er maður snögg- ur til Reykjavíkur ef manni langar en er laus við bæjarstressið,“ seg- ir Jakob. Kristbjörg bætir því að að á Hvanneyri þekki allir alla og viti hvaða börn eru hverra. Þeim hef- ur gengið vel að finna sig í félags- lífi staðarins. Kristbjörg er í hesta- mennsku og kynntist fólki í gegn- um hana sem og í gegnum vinnuna. Hún er einnig í Kvenfélaginu19. júní. „Svo lét ég plata mig í að vera ritari í stjórn Ungmennafélagsins Íslendings,“ segir hún og hlær. Grunnþjónustan mikilvæg Drengir þeirra hjóna Jakobs og Kristbjargar stunda nám við Hvann- eyrardeild Grunnskóla Borgarfjarð- ar og eru í fyrsta, þriðja og fimmta bekk. „Strákarnir eru allir enn hér á Hvanneyri í skólanum,“ segir Kristbjörg. „Þau eru svo fá í fimmta bekk að það fékkst undanþága með að ferja þau með skólabíl á Klepp- járnsreyki. En við erum vön skóla- bílum. Þar sem við bjuggum áður tók það elsta strákinn 30-40 mín- útur að ferðast til skóla, hvora leið. Elsti fer með skólabíl í haust og við erum alveg sátt með það. Það er svo mikill munur þegar flandrið á þeim hefst ekki fyrr en þeir eru orðnir að- eins stálpaðri. Þessi grunnþjónusta er okkur mjög mikilvæg og spilar stóran þátt í að við veljum að vera á Hvanneyri.“ Jakob stundar vinnu í Borgarnesi og keyrir í samfloti með öðrum. „Það er ekkert mál að keyra á milli, enginn dagur í vetur sem við höfum ekki komist. Eina sem er stundum strembið er að ná heim úr vinnu til að keyra strákana í íþrótt- ir. Æfingarnar eru tímasettar þann- ig að þetta er stundum mjög tæpt. En hér er gott að vera, Hvanneyri er mjög barnvænt, lítið og þægilegt þorp,“ segir Jakob að endingu. Söknuðu frelsisins á Hvanneyri Birgitta Sigurþórsdóttir og Eyjólf- ur Vilberg Gunnarsson keyptu sér hús í byrjun árs á Hvanneyri. Þau eiga þrjú börn; 20 mánaða, á sjö- unda og níunda ári. Hún er í hálfu starfi á skrifstofu Skorradalshrepps sem er til húsa á Hvanneyri og hann vinnur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Arionbanka í Borgarnesi. „Við komum hingað fyrst árið 2009 og ætluðum upphaflega að vera eitt til tvö ár,“ segir Birgitta aðspurð um aðdraganda þess að þau hjónin settust að á Hvanneyri. „Við ílengdumst vegna þess að stelpunum, þá þriggja og fimm ára, leið svo vel hérna. Svo fékk Eyjólf- ur tilboð um betri stöðu í Reykjavík og við ákváðum að stökkva á það tækifæri. Ég var ólétt og ekki alveg tilbúin að festa mig hérna, enda höfum við engin fjölskyldutengsl á Hvanneyri og í raun engin tengsl í Borgarfjörðinn. Það reyndist ekki góð ákvörðun að fara til Reykja- víkur og við söknuðum Hvanneyr- ar mjög mikið.“ Fjölskyldan bjó í Reykjavík í 18 mánuði en sakn- aði frelsisins og þægindanna sem fást með að búa í litlu þorpi. Þetta varð til þess að þau fluttu til baka í ársbyrjun. „Við erum himinlif- andi að vera komin aftur á Hvann- eyri,“ segir Birgitta. „Í þetta sinn seldum við í bænum og keyptum hérna og erum staðráðin í að vera hér áfram.“ Besta ákvörðunin „Hvanneyri er „staðurinn“ til að búa á að okkar mati. Börnunum líður rosalega vel og hafa yfirlýs- ingar verið stórar eftir að við flutt- um aftur til baka. Stelpurnar okkar ætla aldrei að flytja aftur til Reykja- víkur og það sama á við okkur ef lífsskilyrðin og lífsgæðin haldast,“ segir Eyjólfur og Birgitta heldur áfram: „Mér finnst það mikil for- réttindi að geta unnið minna og haft meiri tíma með fjölskyldunni. Ég var ekki komin með vinnu áður en við ákváðum að flytja og sé ekki eftir að hafa tekið sénsinn. Mér líð- ur eins og þetta sé besta ákvörðun sem ég hef tekið.“ Þau segja að það sé mikið frelsi fólgið í að búa í litlu þorpi, börnin séu mikið úti að leika. „Ég er alveg sátt við að krakkarn- ir komi til með að fara með rútu í skólann þegar þau eru komin í fjórða eða fimmta bekk. Þá eru þau komin með ákveðinn þroska. Ég er ekki viss um að við hefðum tekið sömu ákvörðun um að koma til baka ef það væri ekki leikskóli hér og grunnskóli fyrstu árin,“ segir Birgitta. „Það er ekkert mál að sækja vinnu í Borgarnesi, enda nýtast ferðirnar mínar til að sækja það sem þarf til heimilisins,“ segir Eyjólfur. „Reyndar finnst mér æð- islegt að hafa ekki búð eða sjoppu hérna,“ segir Birgitta og hlær. „Það er fínt að hafa ekki freisting- arnar allt í kring.“ Góðu hugmyndirnar ekki bara til í Reykjavík Aldís Arna Tryggvadóttir og Sig- urður Guðmundsson keyptu sér fasteign á Hvanneyri í lok nóvem- ber 2014. Þau eiga þrjá drengi; tuttugu mánaða, á fjórða og átt- unda ári. Hún er nýtekin við sem sviðsstjóri fjölskyldu- og fjármála- sviðs Borgarbyggðar og hann hef- ur frá nóvemberbyrjun verið tóm- stundafulltrúi Ungmennasambands Borgarfjarðar. „Þetta hefur staðið til í fimmtán ár hjá Sigga,“ segir Aldís Arna og hlær. „Hann er Hvanneyringur en ég, borgarbarnið, var líka alveg til í að víkka út sjóndeildarhringinn og freista gæfunnar á nýjum stað.“ Aðspurð um hvers vegna fjölskyld- an hafi valið að flytjast búferlum frá höfuðborgarsvæðinu til Hvanneyr- ar segir hún: „Það voru orð Harald- ar Arnar Reynissonar, endurskoð- anda hjá KPMG í Borgarnesi, sem kveiktu neista sem varð ekki slökkt- ur. Þetta var þegar Haraldur kynnti starfsemi Hugheima, frumkvöðla- og nýsköpunarseturs Vesturlands, á atvinnuvegasýningu Rótarýmanna í febrúar fyrir ári. Hann sagði: „Við þurfum að taka vel á móti nýju fólki, með nýja hugmyndir því ef við gerum það ekki þá fer það eitt- hvert annað. Góðu hugmyndirnar verða ekki bara til suður í Reykja- vík“.“ Aldís Arna segir orð Harald- ar hafa talað til þeirra hjóna og upp frá því hafi í raun ekki verið aftur snúið með að flytjast til Hvanneyr- ar. Sigurður er Hvanneyringur og hefur, eins og Aldís Arna kom inná, alltaf ætlað sér að flytja aftur heim. „Það er auðvitað alltaf þessi teng- ing en svo vildum við að strákarn- ir fengju að vera í minni skóla en eru í bænum,“ útskýrir Sigurður og heldur áfram. „Þegar ég var kominn með vinnu hérna létum við verða af því að festa okkur hús.“ Aldís Arna segir þau vera lausna- miðuð og það hafi ekki skipt öllu máli þó að hún væri ekki verið komin með vinnu á svæðinu á þess- um tímapunkti. „Bara að hann væri kominn með vinnu, þýddi að við fórum á fullt að vinna í flutning- unum, allt hitt myndi reddast.“ Þar reyndist rétt hjá Aldísi Örnu og eru þau mjög ánægð með lífið og til- veruna á Hvanneyri. Hjónin segjast svo sannarlega ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum eftir flutningana. „Allt hefur farið fram úr væntingum mín- um og ég, borgarbarnið, er einna glöðust,“ segir Aldís Arna kankvís. Fimm sinnum minna í bíl „Það er eitthvað einstakt að ger- ast,“ segir Aldís Arna. „Það er fullt af ungu, flottu fólki sem er að snúa aftur eftir að hafa farið í burt til að mennta sig. Það er uppsveifla í Borgarbyggð og svæðið hefur mik- ið aðdráttarafl. Einnig er fólk sem hefur komið í Landbúnaðarháskól- ann og hefur heillast af Hvanneyri og kýs að vera áfram á svæðinu.“ Sigurður segir það skipta gríðarlega miklu máli að á Hvanneyri eru þær grunnstoðir sem barnafólk þarf: ,,Leikskóli og grunnskóli eru þær grunnstoðir sem halda samfélaginu saman og gefa svæðinu líf. Við erum með þrjá unga stráka og því skipta svona þættir máli. Eftir að hafa kynnst starfseminni þá höfum við mikið dálæti á báðum skólunum.“ Tveir drengjanna eru á leikskól- anum Andabæ og sá elsti er í öðr- um bekk grunnskólans. „Krakkarn- ir eru ótrúlega ánægðir. Aðlögunin hefur gengið vel og það er fagfólk sem hér starfar,“ segir Aldís Arna. Hjónin eru bæði í hestamennsku og þaðan fá þau mikið félagslíf. Þeim finnst Borgarfjörðurinn frábær staður og mikill kostur að fólk tek- ur sjálft í taumana, að allt sé hægt og ekki eins þungt í vöfum og í Reykjavík. Þau vinna bæði í Borg- arnesi og aka á milli. „Maður þarf aðeins að skipuleggja sig betur en í Reykjavík,“ segir Sigurður og Aldís Arna bætir við: „Það er allt minna mál en þegar við vorum í bænum. Við erum fimm sinnum minna í bíl núna og höfum meiri tíma fyrir fjöl- skylduna og vinnuveitendurna fyr- ir vikið.“ Hvanneyri höfðar til fjölskyldufólks Jakob Hermannsson og Kristbjörg Þórey Austfjörð ásamt sonum sínum Kristjáni Bjarna, Ingólfi Árna og Hermanni Heiðari. Birgitta Sigþórsdóttir og Eyjólfur Vilberg Gunnarsson ásamt börnum sínum Odd- nýju, Dagnýju og Sigþóri. Aldís Arna Tryggvadóttir, Sigurður Guðmundsson og synirnir Ernir Daði, Óttarr Birnir og Styrmir Hrafn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.