Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 45 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðið var: „Vinskapur“. Vinningshafi er: Fjóla Runólfsdóttir, Eyrarflöt 6, íbúð 102, 300 Akra- nesi. mm Brúður Dæld Grugg Lausn Sérhlj. Mið- depill Ber Epjast Áhald Brögð Röst Leiða Hraði Vís Niður Högg Vesæl Lærðu Skjól Þar til Titill Höll Lát- laus Arða Sk.st. Harður Sorp Feima Sniðug- ur Flakk Sýl Játun Grugg- ast Afkoma 21 22 Nóa Bor Tók Drekka 4 12 Magn Fjöldi Reifi Fæddi Samhlj. Skýr Tætla Síðan Eldstó 9 Heppni Líkt Háhýsi 14 Brall Goð Sverta Úrgang- ur 7 Gort Sukk 1 Fúsk Tví- bökur 17 Þreyta Skjögra Stríta Trjónur Ávítur 2 19 5 Við- kvæm Alls Rót Svall Hleypur Gallar 1000 Versnar 8 100 Vit Lána Rola Fæði 6 Iðkar Hús- freyja 10 Kostur Kássa Art 13 Tölur Gal- gopi Tvíhlj. Meiður Sérhlj. Trjóna 15 Ókunn Óð Leit Skass 11 Væta Tútta Sk.st. 20 Ás 16 Mjór Afar Sérhlj. 18 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 Minjastofnun úthlutaði á dögunum styrkjum úr Fornminjasjóði. Lilja Björk Pálsdóttir sem stýrt hefur fornleifauppgreftri og –rannsóknum á Gufuskálum á Snæfellsnesi fékk úthlutað fjórum milljónum króna til björgunarrannsóknar á verminjum Gufuskála. Þar hafa fornleifarann- sóknir verið stundaðar í kapp við tímann þar sem sjór brýtur stöðugt meira af því landi þar sem minjarn- ar er að finna. Er þar einkum um að ræða leifar gamalla verbúða. „Fyrir þessa fjárveitingu er ætlun- in að ljúka við uppgröft á því svæði sem unnið hefur verið á síðastlið- in ár. Þetta er þar sem verbúðin er sem við höfum verið að rannsaka. Minjastofnun Íslands er að gera út- tekt á ástandi minjanna og svæðis- ins í heild. Hún mun meta hvernig best sé að vernda minjarnar. Áfram- haldandi rannsóknir á svæðinu fara eftir niðurstöðunni frá Minjastofn- un. Þau mannvistarlög og bygg- ingar sem eru á uppgraftarsvæðinu verða grafin upp. Að því loknu verð- ur gengið endanlega frá svæðinu,“ segir Lilja Björk Pálsdóttir. Auk þessa hefur Lilja Björk feng- ið úthlutað 400 þúsund krónur til að skanna veggjaristur í Sönghelli á Jökulhálsi norðan Stapa. Þessar veggjaristur liggja undir skemmd- um vegna átroðnings. „Í Sönghelli er mikið af veggjaristum sem draga að fjölda ferðamanna á hverju ári. Margar þeirra eru mjög gamlar. Aðallega virðast þær vera ártöl og fangamörk en einnig eru þó nokkr- ir krossar sjáanlegir. Með styrknum sem fékkst úr Fornminjasjóði verð- ur búið til þrívíddarlíkan af hell- inum og ristum sem í honum eru. Risturnar eru margar hverjar orðn- ar ansi máðar. Með nýjustu tækni er hins vegar hægt að skanna yfirborð hellisins með slíkri nákvæmni að minnstu misfellur verða sjáanlegar. Þar með koma í ljós ristur sem varla eða ekki sjást með berum augum. Með þessari aðferð verður hægt að rannsaka risturnar án álags á mjúka og viðkvæma veggi hellisins, “ segir Lilja Björk. Styrkurinn sem fékkst til björg- unarrannsókna á Gufuskálum er meðal tveggja hæstu styrkja sem út- hlutað er úr Fornminjasjóði á þessu ári. Hinn styrkurinn sem einnig er upp á fjórar milljónir króna renn- ur til fornleifauppgraftar í kirkju- garðinum á Hofsstöðum í Mývatns- sveit. Fjöldi verkefna fékk styrki úr Forminjasjóði í ár. Þar má nefna 1,3 milljónir til rannsókna á hvalveið- um Norðmanna á Vestfjörðum á 19. öld og einnar miljónar króna styrk til Félags áhugamanna um Báta- safn Breiðafjarðar sem ætlar að nota peningana til skráningar minja. Sjá má listann yfir styrkveitingar á vef Minjastofnunar. mþh Fornminjasjóður styrkir verkefni á Snæfellsnesi Lilja Björk Pálsdóttir við störf á Gufuskálum. Bandarískir fornleifafræðingar sem unnu að rannsóknunum á Gufuskálum í fyrrasumar. Mikið kapp var í síðustu viku lagt á loðnuveiðarnarveiðarnar þegar sjófært varð loks fyrir óveðri. Þrátt fyrir frátafir var þá búið að veiða um 80% af íslenska kvótanum sam- kvæmt upplýsingum á vef Fiskistofu í dag, um 80 þúsund tonn voru þennan dag eftir af kvótanum. Meðfylgjandi mynd tók Sumar- liði Ásgeirsson ljósmyndari í Stykk- ishólmi á þriðjudagskvöldið. Sýnir hún norðurljósafans á stjörnubjört- um næturhimni þar sem horft er út Breiðafjörð. Við sjónarrönd má eygja að minnsta kosti tíu loðnu- skip sem voru við veiðar í nætur- húminu. mm Loðnuveiðar undir stjörnu- og norðurljósafans Fjölmargir lögðu leið sína í Geira- bakarí í Borgarnesi síðastliðinn þriðjudag til að smakka á dýrindis kökum. „Þetta er nýjung í kynning- arstarfi bakarísins og allir í köku- hugleiðingum voru boðnir vel- komnir að koma og smakka,“ seg- ir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir um uppákomuna. „Það komu um fimmtíu manns og við buðum upp á heitt kakó og kökuhlaðboð, en við hefðum getað gefið um 200 manns kökusmakk,“ segir Sigríður Dóra. „Við buðum 15% aflátt af öllum pöntunum þennan dag og höld- um áfram að bjóða þann afslátt af fermingartertunum. Það var nokk- uð um pantanir og vonandi verður þetta að árlegum viðburði,“ segir Sigríður Dóra og finnst viðbrögð- in hafa verið jákvæð og að allmennt hefði fólk verið ánægt með þessa nýbreytni. eha Kökusmakk í Geirabakaríi Mikið úrval var á boðstólnum og terturnar hver annarri glæsilegri. Hér er Geiri sjálfur að skera væna sneið af fermingartertu. Þessi fallega terta er dæmi um skírnartertuskreytingar sem eru fáanlegar í bakaríinu. Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir bauð einnig upp á fjölmargar bragðtegundir af frómas.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.