Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 25
25MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
WEST ICELAND
Travel
Ferðast um Vesturland 2015
Your guide to
West Iceland
Útgáfuþjónusta Skessuhorns
Auglýsingapantanir þurfa að berast fyrir 15. mars á netfangið
emilia@skessuhorn.is eða í síma 433-5500.
Um ritstjórn efnis sér Magnús Magnússon magnus@skessuhorn.is og
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is blaðamaður í síma 433-5500.
Blaðið er gefið út í 45.000 eintökum og dreift
víðsvegar um Vesturland, á höfuðborgar-
svæðinu og aðkomuleiðum í landshlutann.
Sem fyrr er blaðið í A5 broti og allt litprentað.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Atvinna - Bílstjóri
Flutningastöðinni í Borgarnesi ehf.
vantar bílstjóra til starfa sem fyrst
Hæfniskröfur:
- Meirapróf skilyrði
- Lyftarapróf er kostur en ekki krafa
- Rík þjónustulund, reglusemi og góðir samskiptahæfileikar
Æskilegt að viðkomandi hafi búsetu í Borgarnesi eða í næsta nágrenni
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 860 7230 eða á
netfangið v.v@simnet.is
Umsóknir sendist á v.v@simnet.is
Fyrir hönd okkar í Félagi eldri
borgara á Akranesi og nágrenni
langar mig að færa þakkir til Bjarn-
fríðar Leósdóttir sem kvödd var
síðastliðinn föstudag. Í huga okkar
er bæði virðing og þakklæti. Virð-
ing og þakklæti fyrir það mikla starf
sem hún vann fyrir félagið okkar.
Hún var alla tíð með hugann við
að gera félagið að lyftistöng fyr-
ir eldri borgara á Akranesi og að
skapa fólki aðstöðu til tómstunda-,
menningar- og félagsstarfs. Það var
aldrei spurning hjá henni um hvað
félagið gæti gert fyrir hana heldur
hvað gæti hún gert fyrir félagið.
Félagið var stofnað 1989. Bjarn-
fríður var kosin í stjórn þess 1991
og var ritari FEBAN þar til hún
tók við formennsku 1995. Því starfi
gegndi hún til ársins 2004. Eftir að
Bjarnfríður tók við sem formaður
vann hún af miklum krafti að því
að félagið fengi góða aðstöðu fyr-
ir starf sitt og þessi vinna hennar
bar þann árangur að árið 2002 fékk
félagið til umráða núverandi hús-
næði á Kirkjubraut 40. Það er hægt
að segja að eftir það fór félagsstarf-
semin fyrst að blómstra. Menning-
armálin voru henni alltaf hugleikin
í félagsstarfinu. Frá stofnun félags-
ins hefur verið starfandi menning-
ar- og fræðslunefnd og lét hún þau
málefni sig miklu varða. Á vegum
þeirrar nefnda eru leikhúsferðir og
ferðalög innanlands. Oft skipulagði
hún þessar ferðir og var jafnframt
leiðsögumaður. Í Bókmennta-
klúbbnum Fífunni sem heyrir undir
menningar- og fræðslunefnd naut
hún sín afar vel. Þar er lesið upp úr
bókum sem nefndarmenn hafa val-
ið og enginn las betur en Bjarnfríð-
ur. Sagan fékk líf af vörum hennar.
Kórstarfið var eitt af hennar stóru
málum og fáum dögum fyrir andlát
sitt var hún með okkur á kóræfingu.
Það var í raun og veru enginn þáttur
í starfsemi félagsins sem hún hafði
ekki skoðun á og öll hennar tillegg
og ráð hafa verið félaginu til góðs.
Með Þökk og virðingu kveðjum við
í Félagi eldri borgara á Akranesi og
nágrenni Bjarnfríði Leósdóttir. Við
vottum aðstandendum hennar okk-
ar dýpstu samúð.
Kveðja frá Félagi eldri borgara á
Akranesi og nágrenni.
Ingimar Magnússon form.
Kveðja frá FEBAN vegna and-
láts Bjarnfríðar Leósdóttur
Síðastliðinn laugardag hélt hesta-
mannafélagið Glaður í Dölum þrí-
gangsmót í Nesoddareiðhöllinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt mót
er haldið en það kom í staðinn fyrir
fjórgangsmót þetta árið. Góð þátt-
taka var á mótinu. Inga á Spágils-
stöðum og Ragga í Hvítadal skelltu
í dýrðlega súpu í boði félagsins í til-
efni Hestadaga og fengu allir í höll-
inni súpu til að hlýja sér á meðan
knapar riðu úrslitin. Í liðakeppn-
inni dregur æ meira í sundur með
liðunum. Eftir þríganginn er Vest-
anliðið með 151 stig, Búðardalslið-
ið með 89 stig og Sunnanliðið með
18 stig. Vestanliðið fær hrós fyrir
frábæra mætingu á mótin en liðs-
félagar eru með langflesta kepp-
endur sem mæta til leiks og áttu
t.d. á þessu móti alla keppendurna
í yngri flokkum.
Helstu úrslit voru:
Barnaflokkur:
Friðjón Kristinn Friðjónsson, Glampi
frá Núpakoti
Unglingaflokkur:
1. Einar Hólm Friðjónsson, Glói frá
Króki, 6,13
2. Laufey Fríða Þórarinsdóttir, Skutla
frá Hvítadal, 6.00
Ungmennaflokkur:
1. Hrönn Jónsdóttir, Demantur frá
Lindarholti, 6.00
Karlaflokkur:
1. Skjöldur Orri Skjaldarson, Fjöl frá
Búðardal, 7,25
2. Eyþór Jón Gíslason, Werner frá
Vatni, 6,75
3. Þórarinn Birgir Þórarinsson, Stef-
án frá Hvítadal, 6,63
4. Valberg Sigfússon, Rán frá Stóra-
Vatnshorni, 6,38
5. Styrmir Sæmundsson, Krapi frá
Fremri-Gufudal, 6,13
Kvennaflokkur:
1. Inga Heiða Halldórsdóttir, Fönix
frá Breiðabólsstað, 7,13
2. Heiðrún Sandra Grettisdóttir,
Blævar frá Svalbarða, 6,88
3. Svanhvít Gísladóttir, Þorri frá
Lindarholti, 6,75
4. Signý Hólm Friðjónsdóttir, Vinur
frá Hallsstöðum, 6,63
5. Svala Svavarsdóttir, Frami frá
Hvítadal, 6,25.
ss
Þrígangsmót í Dölum
Einar Hólm og Laufey Fríða í unglingaflokki.
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is