Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Stjórnsýslukæra lögð fram BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarfjarðar síð- astliðinn fimmtudag var lögð fram tilkynning frá innanrík- isráðuneytinu um stjórnsýslu- kæru Sæmundar Sigmunds- sonar á hendur Borgarbyggð. Kæran lýtur að meintu ólög- mætu sérákvæði í reglum sem sveitarstjórn Borgarbyggðar setti 13. júní 2013 um skóla- akstur í Borgarbyggð og sam- þykkt byggðarráðs á útboðs- gögnum vegna aksturs í skóla og tómstundastarf frá 22. maí 2014. Einnig ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar frá 26. júní 2014 að semja við lægstbjóðendur um fjór- ar ökuleiðir á forsendum fyrr- nefndra skilmála í útboði frá 23. maí 2014. Á fund byggð- arráðs kom Ingi Tryggvason lögfræðingur og fór yfir mál- ið. Byggðarráð fól Inga að svara ráðuneytinu. –þá Bílslys í glærahálku STYKKISH: Bíll hafnaði utan vegar og í skurði við Stykkishólm á ellefta tímanum síðastliðið sunnudagskvöld. Ökumaðurinn var ung kona og var hún ein í bílnum. Hún var flutt með þyrlu á slysadeild Landsspítalans vegna ótta um innvortis áverka. Samkvæmt upplýsingum lögreglu á mánu dagsmorguninn reynd- ust áverkarnir ekki alvarlegir og var líðan konunnar þá eft- ir atvikum. Orsök óhappsins er rakin til launhálku sem víða höfðu myndast á vegum þetta kvöld. -þá Bílvelta á Kaldadal BORGARFJ: Síðastlið- inn fimmtudag varð bílvelta á Kaldadal þar sem breyttri jeppabifreið var ekið út af vegi. Tvennt var í bifreiðinni en sluppu með minnihátt- ar áverka og eymsli. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið. Fé- lagar í Björgunarsveitinni Ok fór fólkinu til aðstoðar. Í dag- bók lögreglunnar á Vestur- landi segir að tveir ökumenn hafi verið teknir undir áhrif- um kannabisefna við akstur í vikunni og fjórir vegna ölv- unar við akstur. Alls voru 323 ökumenn myndaðir í hraða- myndavélar embættisins í lið- inni viku. –þá Borgarverk býð- ur í yfirlagnir BORGARNES: Tilboð voru opnuð 17. mars síðastliðinn hjá Vegagerðinni í yfirlagnir á suður- og austursvæði lands- ins. Borgarverk var með eina tilboðið í suðursvæði upp á rúmlega 72 milljónir króna sem er 60% yfir kostnaðar- áætlun. Í yfirlagnir á austur- svæði bauð Borgarverk 66,5 milljónir eða 93,2% af kostn- aðaráætlun. Annað tilboð barst frá Bikun ehf. í Kópavogi upp á 73,2 milljónir sem var 2,6% yfir kostnaðaráætlun. –þá Aðalfundur SSV BORGARNES: Í dag, mið- vikudaginn 25 mars klukkan 14:30, hefst aðalfundur Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi. Fer hann að þessu sinni fram á Hótel Hamri við Borgarnes. Klukkan 10 hefjast aðalfundir Símenntunarmiðstöðvar Vest- urlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands, Sorpurðunar Vest- urlands og Vesturlandsstofu, en þeir eru gjarnan haldnir í tengslum við fund SSV. -eha Kjaftað um kynlíf BORGARBYGGÐ: Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður fræðslu kvöld fyrir fullorðna í Borgarbyggð. Til umfjöllunar verður hvernig ræða megi um kynlíf við unglinga. Yfirskrift kvöldsins er „Kjaftað um kyn- líf.“ Það er Sigga Dögg kyn- fræðingur sem ræðir við gesti. Fræðslan er samstarf Sam- starfshóps um forvarnir í Borg- arbyggð og grunnskólanna í Borgarbyggð. Í tilkynningu frá Borgarbyggð kemur fram að allir séu velkomnir og hvattir til að mæta. Sjá nánar auglýsingu í Skessuhorni í dag. ‘-mm Skipa nefnd um siðareglur STYKKISH: Bæjarráð Stykk- ishólms hefur samþykkt tillögu Sturlu Böðvarssonar bæjarstjóra um að kjósa þrjá bæjarfulltrúa í nefnd sem á að setja saman siða- reglur fyrir Stykkishólmsbæ. Í tillögu Sturlu, sem birt er í fund- argerð bæjarráðs, segir eftirfar- andi um þetta mál: „Þær reglur sem Samband íslenskra sveitar- félaga hefur kynnt til viðmiðun- ar verði hafðar til hliðsjónar og felldar að þeim aðstæðum sem hér eru og þeim áherslum sem bæjarfulltrúar vilja hafa í slíkum reglum.“ –mþh Stefnt að flutningi Hnoðrabóls að Kleppjárnsreykjum Sveitarstjórn Borgarbyggðar hef- ur samþykkt samhljóða tillögu byggðarráðs þess efnis að leitað verði leiða til að leysa húsnæðis- skort leikskólans Hnoðrabóls í Reykholtsdal tímabundið fyrir næsta haust. Vinnuhópur um hús- næðismál leikskólans hefur verið að störfum og skilað af sér skýrslu. Þá hefur sveitarstjórn ákveðið að framtíðar staðsetning leikskólans verði á Kleppjárnsreykjum og að hann verði því færður frá Gríms- stöðum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur fæð- ingum fjölgað umtalsvert í upp- sveitum Borgarfjarðar og met síð- ari ára var slegið í fyrra. Séra Geir Waage sóknarprestur í Reyk- holti gat þess nýverið í viðtali við Skessuhorn að hann hafi skírt 15 börn á síðasta ári. Engin dæmi væru um slíkan fjölda fæðinga frá því hann kom til starfa í Reykholti fyrir 36 árum. mm Hér er hluti hópsins sem kom í heiminn á síðasta ári og er vísir að fjölgun íbúa í uppsveitum Borgarfjarðar. Ljósm. Kristrún Snorradóttir. Samið um 300 þúsund króna eingreiðslu og vísitölubindingu við Norðurál Samningar náðust á þriðjudaginn í liðinni viku um launakjör starfs- manna Norðuráls á Grundartanga. Flestir starfsmanna Norðuráls eru félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akra- ness, en auk þess komu að samn- ingsgerðinni Stéttarfélag Vestur- lands, VR, RSÍ og Félag iðn- og tæknigreina. Vilhjálmur Birgis- son formaður VLFA segir að sam- ið hafi verið um 300 þúsund króna eingreiðslu í kjarasamningnum sem gildir til fimm ára frá 1. janúar síð- astliðnum. Vilhjálmur segir að um tímamótasamning sé að ræða varð- andi kaup og kjör verka- og iðnað- armanna á Íslandi að því leyti að hann sé bundinn við launavísitölu og allar hækkanir og þar með launa- skrið mælist. Fyrsta árið verði þær hækkanir teknar inn tvisvar sinn- um, það er 1. júlí næstkomandi og svo 1. janúar 2016, en síðan árlega eftir það. Þá hækki orlofs- og des- emberuppbót í 340.000 úr 311.000 krónum fyrir utan vísitöluhækkan- ir. Þess má geta að ef samningur- inn hefði verið gerður fyrir ári síð- an, þá hefði launaliður hans hækk- að um 6,4% á tímabilinu miðað við hækkun launavísitölu síðustu tólf mánuði, frá febrúar 2014 til febrú- ar 2015. Ragnar Guðmundsson for- stjóri Norðuráls sagði í samtali við Skessuhorn að fyrirtækið vildi ekki tjá sig um hinn nýja samning en fagnar því að stífri samninga- lotu væri lokið. „Ég vil sem minnst fara í einstök efnisatriði samnings- ins, en fagna því að samningur hafi náðst. Það er hins vegar eðlilegt að segja sem minnst þar til starfsmenn hafa greitt atkvæði um samninginn næstkomandi fimmtudag,“ sagði Ragnar. Vilhjálmur kvaðst í samtali við Skessuhorn vera ánægður með að samningur væri í höfn. Skýr- asta niðurstaðan í samningnum sé kannski sú að nú sé venjuleg- ur vaktmaður hjá Norðuráli með um 580.000 krónur í heildarlaun á mánuði. Að öðru leyti sé erfitt að kostnaðarmeta þennan samning, tíminn muni leiða launaþróunina á Íslandi í ljós en hún mun mælast hjá starfsmönnum Norðuráls eft- ir þessa samninga. Vilhjálmur seg- ir að ef þróun launavísitölunnar sé skoðuð fimm ár aftur í tímann komi í ljós að hún hafi verið að hækka um 8% á ári eða mun meira en launa- hækkanir hafi orðið á því tíma- bili. Vilhjálmur sagði að því miður hefði ekki náðst í þessum samning- um breytingar á vaktafyrirkomu- lagi úr tólf tímum í átta tíma. Bók- un hafi verið gerð í lok samninga- gerðarinnar um að skipaður yrði átta manna starfhópur skipaður jafn mörgum úr hópi starfsmanna og stjórnenda fyrirtækisins. Hópurinn hefði það verkefni að meta kosti og galla vaktafyrirkomulags og skila tillögum sínum fyrir lok ársins. Byrjað var strax í síðustu viku að kynna samninginn og á kosningu um hann að vera lokið á morgun, fimmtudaginn 26. mars. þá

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.