Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 25.03.2015, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Vertíð vetrarins á loðnu virðist nú á enda. Enn voru þó mörg skip á miðunum á Breiðafirði og und- ir Jökli í byrjun vikunnar í veikri von um að eitthvað fyndist af veið- anlegri loðnu. „Þetta er að fjara út. Það hefur eitthvað lítið verið í gangi hjá þeim á skipunum síð- ustu daga,“ segir Almar Sigurjóns- son rekstrarstjóri fiskimjölsverk- smiðja HB Granda. Eina höfnin á Vesturlandi sem tekur á móti loðnu er á Akranesi þar sem HB Grandi er með fiskimjölsverksmiðju og loðnuhrognavinnslu. Almar segir að vinnslan hafi gengið prýðilega. „Þetta hefur unnist hratt og vel. Fiskimjölsverk- smiðjan hefur tekið á móti 23.600 tonnum það sem af er. Heildin fer kannski í um eða rétt upp fyrir 24.000 tonn þegar upp verður stað- ið að því gefnu að HB Granda skip- in sem enn eru úti komi með ein- hverja slatta úr þeim túrum sem þau eru í nú. Þetta er umtalsvert meira hráefni en á loðnuvertíðinni í fyrra. Þá tók verksmiðjan á Akra- nesi við 9.380 tonnum af loðnu og loðnuhrati í heildina.“ Að sögn Al- mars hefur loðnuhrognavinnslu vertíðarinnar á Akranesi nú verið hætt. „Þar eru menn bara að taka niður búnað og þrífa núna. Það er búinn að vera fínn gangur í hrogna- vinnslunni.“ Nú tekur við hlé á móttöku hrá- efnis hjá fiskimjölsverksmiðju HB Granda að því undanskildu að unn- ið er úr karfaafskurði frá fiskiðju- veri fyrirtækisins í Reykjavík. „Það gæti svo verið að einhverju yrði landað hér af kolmunna seinna í vor en tíminn mun leiða það í ljós,“ segir Almar. Einhver loðnukvóti virðist brenna inni þó að ótrúlega hafi ræst úr vertíðinni miðað við veður og önnur skilyrði. Samkvæmt stöðul- ista Fiskistofu í gær var þann dag alls búið að landa 344.000 tonn- um úr íslenskum skipum en 49.000 tonn stóðu óveidd af heildarkvóta þeirra. mþh Bæjarráð Stykkishólms samþykkti á fundi sínum á mánudaginn, með tveimur atkvæðum gegn einu, að selja húseignina Hafnargötu 7 í Stykkis- hólmi. Kaupandi er Marz-sjávaraf- urðir ehf. Fyrirtækið hyggst rífa hús- ið og láta byggja þar nýtt. Salan á húsinu hefur verið umdeild í Stykk- ishólmi. Forsaga þess er sú að Stykk- ishólmsbær auglýsti í október á síð- asta ári húseignir í sinni eigu til sölu. Þetta voru gamla barnaskólahúsið við Skólabraut sem hefur verið nýtt fyr- ir tónlistarskólann og húsnæði Amt- bókasafnsins við Hafnargötu. Selja til að hagræða Nota á söluandvirði húsanna til að stækka grunnskólahúsið í Stykkis- hólmi þannig að það nýtist einn- ig fyrir tónlistarskólann og Amts- bókasafnið. Með þessu er vonast til að ná fram hagræðingu í rekstri Stykkishólmsbæjar sem er í þröngri stöðu. Það er húsnæði Amtsbóka- safnsins sem er að Hafnargötu 7 sem nú er selt. Þetta hús var um árabil byggingavörudeild Kaup- félags Stykkishólms og sker sig að útliti til nokkuð úr þeim gömlu húsum sem eru í kring. Þrjú tilboð bárust í Hafnargötu 7. Tvö þeirra voru frá Bókaverzlun Breiðafjarðar og hljóðuðu samtals upp á 50.955.000 og 52.430.000. Þriðja tilboðið var svo frá Marz- sjávarafurðum upp á 53.265.000. Það er þessu síðastnefnda tilboði sem meirihluti bæjarráðs Stykkis- hólms ákvað að taka á fundi sínum á mánudag. Hafa áform um uppbyggingu Með tilboði sínu hafa Marz-sjávaraf- urðir kynnt bæjarstjórn Stykkishólms bréflega áform um uppbygginu á lóð- inni. Í þeim felst að rífa núverandi hús. Í staðinn verði byggð tvö ný hús í gömlum stíl. Á suðurhluta lóðarinn- ar yrði íbúðarhús sem yrði selt þeg- ar byggingu þess væri lokið. Húsið á norðurhluta lóðarinnar gæti á hinn bóginn nýst sem verslunar- og/eða skrifstofuhúsnæði, kaffihús og jafnvel að hluta til íbúðarhús. Þessar bygg- ingar yrðu þannig bæjarprýði, féllu vel að gamla miðbænum í Stykk- ishólmi og yrðu til þess fallnar að glæða hann lífi. Hugsunin yrði ekki ólík þeirri sem er á bak við hús Æð- arseturs Íslands sem nú er verið að ljúka við á lóð skammt frá. „Metnað- ur okkar stendur til þess að gera þetta eins vel og hægt er og kalla til sam- starfs færustu arkitekta landsins, sem hafa sérhæft sig í uppbygginu gamalla húsa,“ stendur orðrétt í bréfinu sem er undirritað af Erlu Björgu Guðrún- ardóttur hjá Marz-sjávarafurðum. Bókaði á móti Lárus Ástmar Hannesson fulltrúi minnihlutans í bæjarráði greiddi at- kvæði gegn þessu og lagði inn bókun um málið. Í henni segir meðal ann- ars að hann telji það mistök að ekki hafi verið gengið til viðræðna við fulltrúa Bókaverzlunar Breiðafjarðar um samstarf. „Ég tel að í samkomu- lagi við áðurnefnda aðila hefði ver- ið mögulegt að setja saman verulega góða einingu þar sem saman yrðu rekin verslun, bókasafn, bókakaffi og e.t.v. upplýsingamiðstöð. Með áður- nefndum samrekstri hefði að öllum líkindum náðst hagræði í rekstri og til hefði orðið lífleg og skemmtileg ein- ing í miðbænum okkar, Hólminum til heilla enda hugðust tilboðsgjaf- ar nýta sér byggingarréttinn,“ segir meðal annars í bókun Lárusar. mþh Sjö konur hafa í síðan í janúar sótt námskeið í Grundaskóla á Akranesi þar sem þær hafa saumað sér þjóð- búninga undir handleiðslu Hild- ar Rósenkjær, kjóla- og klæðskera- meistara. Námskeiðið er tengt verk- efninu HÚFA, handbragð úr fornri aðferð, sem haldið hefur verið úti á Safnasvæðinu á Akranesi. Þar hafa þessar sömu konur kynnt fornt handbragð. Síðasti námskeiðsdagur- inn var síðastliðinn mánudag. kgk Námskeið í þjóðbúningasaumi Þjóðbúningarnir tilbúnir. Frá vinstri: Ásta Jenný, Vigdís, María Lúísa, Hjördís, Ingunn Guðbjörg og Gíslína. Ókláraður 19. aldar upphlutur. Fyrir einskæra tilviljun var æfing hjá Harmonikkufélagi Akraness í næstu stofu. Konurnar gripu tækifærið og stigu léttan vals að námskeiði loknu við ljúfan undir- leik. Bakhlið þjóðbúninganna. Vestmannaeyjaskipið Kap VE landaði loðnu á Akranesi um síðustu helgi. Skipið kom með um 560 tonn sem það hafði veitt úr kvóta HB Granda. Loðnuvertíð á síðustu metrunum Horft yfir hluta gamla miðbæjarins í Stykkishólmi. Gamla Amtsbókasafnshúsið er hægra megin fyrir miðri mynd. Það stefnir nú í að verða rifið og tvö ný hús í gömlum stíl byggð á lóðinni í staðinn. Ljósm. Þorkell Þorkelsson. Marz-sjávarafurðir kaupa gamalt bókasafnshús Verið að leggja lokahönd á búningana.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.